Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 14
py, MÁa\TUDACU/R;7. APRÍL <1986< Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfornnaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- oq plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftarverö á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Allirþurfa áreynslu Rannsóknir eru smám saman að leiða betur og betur í ljós, að hæfíleg líkamsáreynsla lengir og hressir lífið. Sérfræðingar eru farnir að halda fram, að kyrrseta sé svipaður skaðvaldur og tóbaksreykingar, - stytti líf margra manna um ein tíu eða tuttugu ár. Ein nýjasta rannsóknin bendir til, að þeir, sem ganga rösklega samtals 15 kílómetra á viku búi við rúmlega 20% minni hættu á andláti en hinir, sem ganga minna en 5 kílómetra á viku. Þeir vinna ekki aðeins tímann, sem fer í heilsuræktina, heldur mikinn tíma að auki. í sömu rannsókn kom í ljós, að þeir, sem eyddu 3.500 hitaeiningum á viku í líkamsrækt, höfðu helmingi minni andlátslíkur en hinir, sem ekkert hreyfðu sig. 3.500 hitaeiningar samsvara sex til átta tíma rösklegum hjól- reiðum á viku eða um 50 kílómetra göngu á viku. Langhlaup eru talin vera sú hreyfing, sem þjálfar líkamann á stytztum tíma. Tuttugu mínútna hlaup þrisvar eða fjórum sínum í viku er talið vera hæfileg hreyfing, - jafngildi þess að hætta að reykja, auk þess sem hlaup hvetja fólk til að hætta að reykja. Margt fleira er gott en að hlaupa. Sund er einnig afar góð hreyfing, ef því fylgir áreynsla og fólk lætur sér ekki nægja að liggja í heitum pottum. Og sund er hægt að stunda hér á landi í hvaða veðri sem er. Svo eru hjólreiðar og rösk ganga einnig heppileg. Bandarískir læknar, sem sjá um þjálfun herflug- manna og geimfara, hafa gefið út bækur með töflum með samanburði mislangrar áreynslu í ýmsum greinum. Þær, sem gefa bezta raun, eru hlaup, sund, hjólreiðar og ganga, allt aðgengilegar greinar. Þessar staðreyndir hafa eflt mjög trimmáhuga á Vesturlöndum, ef til vill minna hér en í nágrannalönd- unum beggja vegna Atlantshafsins. Sá tími er þó liðinn hér á landi, að börnum og hundum sé sigað á hlaupandi fólk. Þjálfun er ekki lengur talin heimska. í dag er alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn og er hann að þessu sinni helgaður heilbrigðu lífi. Slíkt líf telur Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin fela í sér líkamlega þjálfun, tóbaksbindindi, hollt mataræði og hvarf frá ofnotkun áfengis og misnotkun lyfja. í ávarpi dagsins segir forstjóri stofnunarinnar, að ,,sú trú hafi orðið nokkuð almenn vegna framfara í lækna- vísindum, að heilsa sé það, sem læknar gefi fólki“. Hið rétta sé, að heilsa sé „gjöf einstaklinganna og sam- félagsins til sjálfs sín“, það er eigin ákvörðun fólks. Hann segir einnig, að nauðsynlegt sé fyrir fólk á öllum aldri, ekki aðeins fólk á bezta aldri, að þjálfa sig á einhvern hátt. Ennfremur minnir hann á gleðina og vellíðanina, sem fylgir því að hreyfa sig og reyna á sig. Árin verða ekki aðeins fleiri, heldur líka ánægjulegri. Fólk er að vakna til vitunar um skaðsemi tóbaks, ruslfæðis, ofneyzlu áfengis og misnotkunar lyfja. Starf- andi eru félög, sem hafa náð miklum árangri í að kynna fólki hættur á þessum sviðum. Árangurinn í kynningu líkamsþjálfunar hefur líklega verið hægari. Mikilvægt er, að fólk átti sig á, að velferðarþjóð- félagið leysir ekki allan vanda þess, þótt það bjóði nánast ókeypis læknishjálp og sjúkrahúsvist á kostnað skattgreiðenda. Vanheilsa kostar miklu meira en þetta og mest þann, sem fyrir henni og vanlíðaninni verður. Um leið og menn læra að vara sig á eiturefnum og ruslfæðu er jafnmikils virði að læra að láta líkamlega áreynslu, langlífi og ánægj u leysa kyrrsetu af hólmi. Jónas Kristjánsson „Það er ærið oft vísað í tekjutölur (járlaga okkar varðantíi „ágóðann“ af sölu ÁTVR. Hitt gleymist gjarna, hversu risavaxnar beinar tölur má fá út úr gjaldahliðinni, ef grannt er skoðað.“ Vá vímuefna ávegi fátæktarínnar Fyrir nokkru fóru fram umræður um fátækt á íslandi á Alþingi íslend- inga. Umræðumar voru um margt bergmál af þeim köldu og dapurlegu upplýsingum er fram komu á ráð- stefhu um fátækt á íslandi þar sem uggvænlegar tölur voru tilreiddar. Þessar umræður voru um margt allrar athygli verðar og vonandi hefur einhverjum liðið svipað og málshefjanda, Guðrúnu Helgadótt- ur, sem sagðist skammast sín íyrir að sitja á Alþingi og verða að horfa upp á þá eymd og kröm sem fátækt fylgir. Athygli vakti ekki síður hversu einn þingmanna sjálfstæðismanna vildi gera lítið úr þessu öllu og nánast vísa staðreyndum á bug. Hitt var og merkilegt, hversu annar þing- maður sama flokks vildi með öllu firra núverandi valdhafa allri sök á ástandinu og er hann þó um margt einn best hugsandi maður þess flokks. Þá var áfellisdómur Svavars Gestssonar yfir borgaryfirvöldum í Reykjavík óvæginn, en hræðilega sannur, því svo þekki ég þar til að hvergi er ömurlegra ástand en ein- mitt í hinu rómaða dýrðarríki Dav- íðs. Vel mættu flokksbræður Haraldar Ólafssonar festa sér í hug orð hans í umræðunum, er hann kvað félags- hyggju eina leysa fólk úr þeim fá- tæktarviðjum sem það sannarlega væri í í dag. Þarf engum að koma á óvart Ekki skulu þessar umræður raktar frekar heldur vikið að einum alvar- legum þætti sem kemur óþyrmilega inn í þessa mynd. En fyrst aðeins það að engum þarf þetta ástand á óvart að koma. Fyrir nær þrem árum ákvað nú- verandi ríkisstjóm að láta launafólk á landi hér, elli- og örorkuþega sem og sjúka, greiða niður verðbólguna með því að taka fjórðu hverju krónu af þessu fólki og færa það fé annað - þangað sem nóg fé var fyrir. Við þessi ránskjör hefur fólk orðið að una þessi ár og afleiðingarnar segja eðlilega til sín. Og biturleikinn brýst eðhlega fram: Ung kona sagði mér á dögun- um að ólíkt fremur vildi hún una óðaverðbólgu og fá þó að lifa en að skrimta engan veginn, þó einhverjar pappírstölur segðu verðbólguna svo og svo lága. Á þeim pappírstölum gæti hún ekki framfleytt sér og bömum sínum. En einn alvarlegur þáttur fátækt- ar, hvort sem menn vilja tala um orsök eða afleiðingu, var ekki rædd- ur á Alþingi á dögunum og mér er nær að halda að sumum hefðy,þótt Kjallarinn HELGI SELJAN ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝDUBANDALAGIO en em þó brot eitt. Þrjú dæmi úr daglega lífinu koma upp í hugann: Geðsjúkur vinur kemur til mín í allsleysi sínu, mig gmnar ástæðu bónarinnar en veit jafnhliða að geðheilsa hans er hin þokkalegasta ef áfengið er aðeins víðs fjam. Og þá er starfað högum höndum. Ung kona með bam sitt á leið í kvennaathvarfið, ofbeldi er henni eðlilega um megn, en án áfengis er allt með felldu. Þá ráða umhyggja og alúð. Ungur maður með marga dóma á baki biður um frest til að komast yfir örðugan fjárhagshjalla, áfengið olli þessu síðasta broti eins og öllum hinum. Annars em dagfarsprýði og dugnaður einkenni hans. Þijú dæmi á þrem dögum. Allt dæmi allsleysis auk þeirrar ógæfu sem alltaf fylgir. I fátæktarumræðu dagsins í dag má þessi þáttur ekki gleymast. a „Því að baki vímuefnavánni glottir ^ gróðahyggjan helköld, sem engu eirir, fjármagnið sem ferðinni ræður.“ það nokkur helgispjöll að færa hann inn í þessa umræðu. Þessi þáttur lýtur að vímuefhunum og hlutdeild þeirra í allsleysi ýmissa heimila, hlutdeild þeirra í þeirri eymd og kröm sem fátækt fylgja. Þar þyrfti sannarlega að draga fram í dagsljósið trúverðugar tölur um þá sóun og eyðileggingu sem fylgja þar við hvert fótmál, draga fram kostnað þjóðfélagsins af vímuefnaneyslu í beinhörðum fjármagnskostnaði á fjölmörgum sviðum. Dýr „ágóði“ af ÁTVR Eitt er víst: Við hliðina á kaupráni .ríkisstjómarinnar kemur þessi þátt- ur inn í myndina og raunar miklu víðar en þar sem fátæktin er fylgi- nautur. Hér vegur áfengisneyslan og afleiðingar hennar þyngst á met- unum en önnur vímuefni koma svo í kjölfarið. Það er ærið oft vísað í tekjutölur fjárlaga okkar varðandi „ágóðann" af sölu ÁTVR. Hitt gleymist gjama hversu risavaxnar beinar tölur má fá út úr gjaldahliðinni ef grannt er skoðað. Og vissulega vantar okkur talna- lega viðspymu þar þó öll getum við nefnt ótalin kostnaðardæmi sam- félags sem og heimila þar sem hrikaleiki upphæðanna gnæfir hátt í allri ógn sinni. Milli þrjú og fjögur hundruð meðferðarrúm, aðeins af þessum ástæðum, segja npkkra sögu, En á þessu þarf að fara fram sem gleggst og greinarbest úttekt. Hvemig væri nú að fá Þjóðhags- stofhun til þessa verks, þó aldrei kæmu þar öll kurl til grafar? Umræðan oft skynsemi og staðreyndum firrt í framhaldi af þessum hugleiðing- um, sem æ sterkar hafa á mig leitað, hefi ég hugsað mér ályktun Alþingis um úttekt - beina Qárhagslega kostnaðarúttekt, svo vemleg við- spyma fáist í allri þessari umræðu, sem oft er svo allri skynsemi og staðreyndum firrt. Ef augu einhverra kynnu að opn- ast í kjölfarið, ef eitthvað yrði að- hafst í ljósi ógnvekjandi útgjalda, þá væri ekki til einskis unnið. Og vonandi væri þá unnt að færa fá- tæktarvofu allsleysisins burt frá einhverra dyrum. Hitt er svo óumdeilanleg stað- reynd í Ijósi orða Haraldar Ólafsson- ar að þá þarf samhliða að víkja til hliðar þeirri köldu gróðahyggju sem flokksbræður hans hafa ánetjast og taka upp á ný félagshyggju og sanna samhjálp. Þvi að baki vímuefnavánni glottir gróðahyggjan helköld, sem engu eirir, fjámiagnið sem ferðinni ræður. Þau tengsl þarf einnig að afhjúpa og vönduð úttekt gæti þar einnig gert sitt. Hún væri þá ekki til einskis unnin. Helgi Seljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.