Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. 19 Menning Menning Menning Birgir Svan Simonarson og Ólaf- ur Lárusson. í lúkamum dauður maður haggast ei þótt púkablístrur almannavarna séu þeyttar rumskar ei þótt síminn kalli dyrabjölluna útaf frívakt hann er dauður ekkert getur vakið hann nema sjóveik blók sem öskrar ræs inní bestikk hann hefur siglt myrk höf lýst mannlegum kyndlum hefur horft uppá brimtröllin tína vini sína af kili hann hefur ótal sinnum horfst í augu við dauðann án þess að blikna hefur horfst í augu við dauðann þann ómerkilega léttadreng það eina sem hann óttast er vakan Tónlist þá hluti þegar tjaldað er eins konar „Festival Strings“, en þá höfum við helst fengið að heyra á síðasta konsert fyrir utanlandsferð. Fjölga þarf í strengjum, sérstaklega í djúpröddum og miðju, og væri jafn- vel tilvinnandi að þola ónefndan Vinarbúa með hellenskt ættarnafn í heilar átta vikur ef það fengist í staðinn. Við höfum verið einstak- lega heppin með nýliðun í strengj- unum þetta árið og full ástæða til að ætla að svo gæti orðið áfram. Áhyggjur að ástæðulausu Áhyggjur mínar strengjanna vegna reyndust þegar til kom ástæðulausar. Eins og oft áður spiluðu þeir yfir áætlaðri getu og var hljómsveitin einleikaranum fyllilega samboðin. Maður fyllist monti yfir að heimamenn (við erum jú fljótir að eigna okkur þá lista- menn sem landinu og landanum tengjast) skuli standa að svo æðis- gengnum Lisztflutningi. Ef Martin Berkofsky hefði komið utan úr heimi til að spila þennan konsert hefði maður víst örugglega hnýtt hér aftan við klausu um að svo frábærs listamanns væri vænst hið allra fyrsta hingað aftur. Ekkert „show“, heldur góð fagmennska Frank Shipway, sem stýrt hafði hljómsveitinni svo örugglega til stórátaka í Lisztkonsertinum stjórnaði Tíundu Schostakowitsch eftir minni. Ekki var það bara ,;show“ heldur er hér á ferðinni maður sem virkilega kann sitt fag og hefur nóturnar einfaldlega í hausnum í staðinn fyrir að hafa hausinn ofan í nótunum. Leikur hljómsveitarinnar var frábær. Þegar svo vel er spilað í heild fyrir- gefst þótt lokatónn fyrsta kaflans hafi ekki verið upp á það allra hreinasta og þótt aðrir smáhnökrar svipaðs eðlis hafi á verið. Því hér var sálin lögð í leikinn. Enginn fór í sólistaleik upp á eigin spýtur, heldur var samleikurinn og jafn- vægi, einkanlega milli strengja og blásara, upp á það allra besta, en einleikshendingar skýrt og fallega leiknar - sem sagt, frábær Schos- takowitsch. EM un stöðugilda frá því sem eitt sinn var og því ber að fagna, en hún hefur ekki orðið til þess að auka jafnvægi og jafnræði í hljómsveit- inni. Helst verður maður var við EYJÓLFUR MELSTED Frank Shipway. Rakarastofan Klapparstig i Hárgreiðslustofan ' Klapparstíg Sími12725 Tímapantanir 13010 i TOLLVÖRU GEYMSLAN AÐALFUNDUR Tollvörugeymslunnar hf„ Reykjavík, verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu miðvikudaginn 9. apríl 1986 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnurmál. Stjórnin. iýttna' HELSTU GREIÐSLUSKILMÁLAR í ERLENDUM VIÐSKIPTUM OPNUN BANKAÁBYRGÐAR REMBOURS Tilgangur námskeiðsins er að kynna helstu leiðir sem notaðar eru til að tryggja greiðslur milli landa. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna opnun bankaábyrgðar í mismunandi löndum. Með hagnýtum verkefnum verða kynntar ýmsar leiðir og margvísleg skjöl, sem nauðsynleg eru til að gangafrá bankaábyrgð í mismunandi löndum. Námskeiðið er ætlað þeim starfsmönnum í fyrir- tækjum og bönkum, er hafa umsjón með greiðslum vegna milliríkjaviðskipta eða ætla að hefja slík störf. Leiðbeinandi er Thorbjörn Bilden, adst. bankastjóri í Den Norske Credit- bank, en hann hefur haldið sams konar námskeið víða um Evrópu. Námskeiðið fer fram á ensku. Tími: 11. apríl, kf. 9-16.30, Stjómunarfélag islands UTFLUTNING5 OG MARKADSSKÓU ÍSLANDS Ánanaustum 15■ 101 Reykjavík-æ91-621063-Tlx2085

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.