Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 37
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. i'i 87 Sandkorn Sandkorn Starfsmenn áflótta Það hefur tíðkast mjög að menn sem vinna í Búr- felli flytji lögheimili sitt þangað. Þetta eru einkum menn sem búið hafa í Reykjavík. Þetta fyrir- komulag hefur haft ýmis þægindi og hlunnindi í för með sér fyrir viðkomandi starfsmenn. Þeir hafa til dæmis ekki þurft að ferðast á milli heimilis og vinnu- staðar. Þá hafa þeir fengið frítt rafmagn, greidda stað- aruppbót og fleira sem telst af hinu góða. En þarna er ekki allt eins gott og sýnist. Skattstjór- inn á Suðurlandi hefur nefnilega tekið upp á þeim ósið að skattleggja þessi hlunnindi starfsmann- anna. Hefur sú ráðstöfun mælst afar illa fyrir. Er raunar svo komið að marg- ir þeirra sem flutt hafa í Búrfell ætla nú að flytja aftur til Reykjavíkur vegna skattpíningarinnar. Það þýðir aftur að hreppurinn missir dágóðan skilding úr sínum sjóðum. Má því ætla að ráðamenn sveitarinnar kunni skattstjóranum litl- ar þakkir fyrir framtaks- semina. Vanþakk- látt starf Já, það er óvinsælt starf að vasast í skattamálum almennings. Skattheimtu- mennirnir vaða ekkert í þakklæti upp að öxlum, eins og einhver gæti haldið. Það sýnir eftirfarandi dæmi ljóslega: Ónefndur skattheimtu- maður þótti ganga hart eftir að menn í umdæmi innheimta skattinn. hans stæðu í skilum. Hlaut hann af þessu nokkrar óvinsældir. Því kom það honum þægilega á óvart þegar honum barst ein- hverju sinni snyrtilegur böggull, sem leit út fyrir að geyma gjöf. En þegar böggullinn var opnaður reyndist vera í honum snara, ásamt litlum miða sem á stóð: „Notist sem fyrst“. 500-kall í Þórskaffi Alltaf öðru hvoru berast skondnar sögur af greiðslu- kortum og notkun þeirra. Það er rétt eins og landinn hafi aldrei almennilega komist upp á lag með að nota kortin þau arna eins og hvern annan gjaldmiðil, heldur þurfi að koma til einhverjar sérstakar reglur og útúrdúrar við notkun þeirra: Nýlega fréttum við af ungum manni sem var að skemmta sér í Þórskaffi. Vildi hann vökva sálar- tötrið, svona eins og geng- ur og gerist. Hann fór þvi á barinn og keypti fyrir 480 krónur. Þótti honum sjálf- um þetta nokkuð rausnar- legt í fyrstu umferð og rétti því krítarkortið sitt til bar- þjónsins nokkuð borgin- mannlegur á svip. En - nei takk. Okkar manni var tilkynnt að hann yrði að versla fyrir minnst 500 krónur til að geta notað kortið, ella yrði hann að borgaíseðlum. Aumingja maðurinn velti nú nokkra stund fyrir sér á hveiju hann gæti fest kaup fyrir 20 krónur. Helst var hann að hugsa um að kaupa nokkra ísmola á uppsprengdu verði. En glösin voru enn full svo hann hefði þá orðið að stinga molunum í vasann, sem var ekki fýsilegur kost- ur. A endanum gat hann greitt veigarnar með sam- skotum frá kunningjum sem einnig voru þarna staddir. Lítil skemmtun það! #**»*■' Það er ekki sama snjór og mikill snjór. Páskahretið Landsbyggðarmenn hafa löngum gert grín að veður- hræðslu Reykvíkinga. Segja þeir að ekki megi koma snjókorn úr lofti á höfuðborgarsvæðinu öðru- vísi en að allt fari í hnút. 1 þessu sambandi hefur nokuð verið vísað til „harð- indakaflans“ sem dundi yfir Suðvesturlandið nokkru fyrir páska. Víkur- blaðið húsvíska segir svo fráþeimatburði: „Hvarvetna voru blaða- ljósmyndarar á kreiki um borgina Daviðs og filmuðu ódauðleg atvik úr þessu stríði, mann að skafa snjó af bílrúðu, reiðhjól fast í skafli og geysistór snjó- ruðningstæki sem víðast hvar tepptu alla umferð.“ En svo vildi til skömmu síðar að það setti niður kafsnjó á Húsavík. Frá því sögðu Víkurfréttir þannig: „A mánudag versnaði ástandið um helming og þegar þetta er skrifað eru engar líkur á að Víkur- blaðið komi út og sáralitlar líkur á að blaðamaður komist út af skrifstofu sinni fyrren undir vor... Ríkisútvarpið hefur und- anfarið greint frá þessum ósköpum hér nyrðra með eftirfarandi orðum: „Élja- gangur á Norðurlandi.““ Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Framkoma í fjölmiðlum Félög, starfsmannahópar, emstaklingar! Námskeið um framkomu í fjölmiðlum verða haldin í april og maí, tveggja kvölda námskeið, 12-15 þátttakendur í einu. Allir taka virkan þátt og fá persónulega leiðsögn. Leiðbeinandi: Guðrún Skúladóttir. Nánari upplýsingar í síma 83842 kl. 18-20 á kvöldin. SUNDAKAFFI V/SUNDAHÖFN Kaffiterían opnuð kl. 7.00 á morgnana. Heimilismatur í hádeginu. Heimilismatur á kvöldin. Hamborgarar, samlokur og franskar. Næg bílastæði. Opið alla virka daga frá kl. 7.00-21.00, laugardaga frá kl. 7.00-17.00. Sundakaffi v/Sundahöfn, sími 36320. ORÐSENDING FRÁ LÍFEYRISSJÓÐI VERZLUNARMANNA ^ureyri/\íg4/í/ Gerist Áskriftarsíminn áskrifendur! á Akureyri er 25013 ATHUGIÐ! Afgreiðsla okkar Tekið er á móti smáauglýsingum Skipagötu 13 í síma 25013 og á afgreiðslunni. er opin virka daga kl. 13—19 Skipagötu 13. og laugardaga kl. 11 — 13. Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385. Lífeyrissjóður verzlunarmanna sendi í mars yfirlit til allra sjóðfélaga um greiðslur til sjóðsins þeirra vegna á síðasta ári, 1985. Yfirlit þessi voru send á heimilisföng sem sjóðfélagar höfðu 1. desember 1985 samkvæmt þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem fengið hafa sent yfirlit en hafa athugasemdir fram að færa, svo og þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda eða skrifstofu sjóðsins. Lifeyrissjóður verzlunarmanna TÖLVUBORÐ Tilvalin fermingargjöf. Borð fyrir heimilistölvur, stillaiúeg. TÖLVUBORÐ Nýbýlavegi 12, sími 44290, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.