Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. Spurningin Hvert er álit þitt á að börn séu fermd fjórtán ára gömul? (spurt í Versló) Helgi Eiriksson: Það er alltof ungt, ætti frekar að ferma þau á okkar aldri. Annars fermdist ég ekki. Ingólfur Garðarsson: Það er of lágur aldur, annars fer það eftir þroska hvers og eins. Ég held að mætti bæta við allavega þrem árum svo fólk geri sér meiri grein fyrir því hvað það er að fara út í. Halldór Jörgensen: Það er of ungt, krakkarnir fermast bara af því allir hinir fermast, nema einstaka sem hafa ákveðnar skoðanir, eins og til dæmis Helgi. Hildur Elín Vignir: Mér finnst sex- tán ár lágmarksaldur ef krakkar eiga að taka raunverulega afstöðu til trúmála. Ég hefði hugsað mun meira um ferminguna þá en ég gerði fjórtán ára. Sigríður Jónsdóttir: Sextán væri passlegt, en samt er ég alls ekkert viss um að færri myndu þá ferma sig. Krakkarnir væru hins vegar meðvit- aðri um það hvað þeir væru að gera. Ellert Þór Benediktsson: Krakkar eru ekki nógu þroskaðir á þeim aldri sem nú er fermt. Ég til dæmis myndi ekki fermast ef það stæði til boða núna. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Kvikmyndasjóður: 10 milljónir til hvers? Skattgreiðandi skrifar: Það þarf ekki mikið til stundum þegar atkvæði til þingsetu eru annars vegar. Það er ekki lengra síðan en laugardaginn 8. mars að í DV birtist grein og viðtal við einn íslenskan kvikmyndagerðarmann. Hann lét öllum illum látum og kallaði ráðherra roðhænsn í öðru orðinu en þess á milli ákallaði hann íjárveitingavaldið og sagðist ein- faldlega leggja upp laupana ef hann fengi ekki að gert og honum gert kleift að „halda áíram að starfa". Þetta er með öðrum orðum beiðni um peningaaðstoð frá hinu opin- bera, frá okkur skattþegnunum, til þess að geta gert nýjar kvikmyndir hér heima eða í samvinnu við út- lendinga. Grein þessi endaði á þessari setn- ingu: „Hlutverk pólitíkusa er ekki að tala um erfiðleika, heldur leysa þá.“ Nú líður helgin, þessi umrædda. En það er varla kominn miðviku- dagur fyrr en menntamálaráðherra er þess albúinn að útvega Kvik- myndasjóði 10 milljónir að láni til að koma til móts við kvikmynda- gerðarmanninn sem ekki vildi verða háseti á togara hjá Sverri Her- mannssyni - eins og það var orðað í DV-viðtalinu. Og nú vinnur menntamálaráð- herra að því í samráði við fjármála- ráðherra að útvega lánið til handa Kvikmyndasjóði! Fjármálaráðherra er að vísu erlendis þegar fréttin barst frá menntamálaráðherra, en niðurstöður væntanlegar með vor- inu. Ég sem skattþegn og skilvís greið- andi um áratuga skeið harðneita hins vegar að verða að greiða frek- ari lántökur til nokkurra sjóða sem koma nálægt úthlutun til manna sem eru að gera kvikmyndir af „Og nú vinnur menntamálaráðherra að því í samráði við fjármálaráðherra að útvega lánið til handa Kvikmynda- sjóði!“ vanefhum og vankunnáttu. Ég vænti þess að menntamálaráðherra, sem er alþekktur fyrir ákveðni og skörungsskap, gerist ekki sú bleyða að leggjast flatur fyrir ölmusu- mönnum sem beija að dyrum til að krefja fjárvana ríkishirslu um lifi- brauð. Það þarf enga frambúðarlausn á fjárhagsvanda Kvikmyndasjóðs. Það er öllum sama hvort hann þrífst eður ei. Það væri til skammar ef nú yrði gengið til lántöku til að gera kvikmyndir eða dreifa fé til manna sem hóta ráðherrum illu einu ef ekki verði látið undan kröf- um þeirra. Þið rétt ráðið, ráðherrar - getum við þá eins sagtsem borgumbrús- ann. Það er óskandi að lán finnist aldrei til slíkra hluta og þeirra sem nú er rætt um að dreifa til, með samráði menntamálaráðherra og fjármálaráðherra. „Davíð er mjög hressilegur í framkomu og hefur vissa eiginleika til að draga að sér athygli hlustenda, hvenær sem hann mælir.“ Alþingismenn á tás II: Er hvergi friður? Hlustandi skrifar: Það var nú kannski að vonum að rás II byði til sín einum helsta auglýsanda á rásinni, honum Dav- íð Scheving, stórframleiðanda og helsta talsmanni einkaframtaks í landinu. Davíð er mjög hressilegur i fram- komu og hefúr vissa eiginleika til að draga að sér athygli hlustenda, hvenær sem hann mælir. Hins vegar gerði hann stórt axar- skaft þegar hann fór að skora á alþingismann að taka við af sér sem plötusnúður í næsta þætti. En þá kom Guðmundur J. Guðmundsson miðvikudaginn 12. mars sl. og valdi nokkur lög. Það er ekki það að Guðmundur J. hafi farið neitt sérstaklega í tau- gamar á hlustendum með lagavali sínu heldur er það þessi árátta hjá mönnum að vera að velja þingmenn til að koma fram á þessum eða hinum vettvanginum sem fer í tau- gamar á mér. Og hvað gerði svo Guðmundur J. Guðmundsson sem átti að enda þáttinn með því að skora á enn annan til að koma fram sem plötu- snúður þamæsta miðvikudag? Jú, hann valdi líka „annan þingmann"! Hann valdi þá iðnaðarráðherra og sagði að hann gæti spilað frönsk eða ítölsk lög! Og hvað skyldi svo Albert gera í lok þáttarins? Velja annan þingmann eða einhvern „litla manninn" til að taka við áskomn um að gerast plötusnúður? Nei, í alvöru talað. Við erum margir hverjir orðnir leiðir á þess- um þingmönnum, hverju nafni sem þeir nefnast. Þeir em alls staðar og hafa ekkert nema takmarkað að segja en em með nefið ofan í hvers manns koppi og engu er orðið hægt, að koma fram í „þjóffélaginu" nema það fái „umsögn" alþingismanna, eins eða fleiri - líka á rás II! Er hvergi friður fyrir þessari óvæm? „...verra er þeirra réttlæti" Húsbyggjandi skrifar: „Oft hefur verið ástæða til að leggja orð í belg um vitleysuna í stjórn húsnæðismála þjóðarinnar. Það sem varð þó til þess að ég sendi þessar línur til DV em yfirlýsingar félags- málaráðherra í fjölmiðlum um skuldabréf í fasteignaviðskiptum og vexti á þeim. Svo sem frægt er treysti ríkisstjórn- in sér ekki til að grípa inn í þegar misgengið kom upp milli lánskjara- vísitölu óg launa og breyta vaxtakjör- um skuldabréfa sem þá hafði verið samið um. Það var niðurstaða ríkis- stjómarinnar að það væri ólöglegt að breyta slíkum bréfum. Nú skilst manni á Alexander Stef- ánssyni að það sé í lagi að breyta vaxtaákvæðum skuldabréfa sem hafa 20% ársvexti. Mér er spum: Var þá fyrri afstaða ríkisstjómarinnar mgl? Hvað hefur breyst þannig að það sem stjómvöld töldu ólöglegt fyrir 2-3 árum sé nú orðið löglegt? Alexander segir í blaðaviðtali um þetta mál m.a.: „Það er vissulega óréttlátt ef það er bundið í samning- um að vextimir hreyfist ekki í sam- ræmi við hæstu vexti hverju sinni.“ Þama á hann við skuldabréfin með föstu 20% vöxtunum. En virkar þessi réttlætiskennd hans aðeins í aðra áttina? Fyrir skömmu voru vcxtir í landinu 40-50% á ári. Þeir sem áttu „Nú skilst manni á Alexander Stef- ánssyni að það sé í lagi að breyta vaxtaákvæðum skuldabréfa sem hafa 20% ársvexti." skuldabréf með 20% vöxtum fengu þá aðeins helming þeirra vaxta sem þá vom greiddir. Þeir töpuðu því stórlega á að hafa bundna vexti. Var það ekkert óréttlátt, Alexander? Nú er hugsanlegt - en þó langt frá því ömggt miðað við stjómarfar í þessu landi undanfarin ár - að þeir sem slík skuldabréf eiga fái smáupp- bót fyrir það sem þeir hafa tapað á síðustu árum. Er það óréttlátt? Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti. Það virðist eiga vel við núverandi stjómarherra í hús- næðismálunum. Ætla þeir aldrei að læra af reynslunni?" Horft fram hjá sagn- fræðingum Einn þeirra 67 skrifar: í DV föstudaginn 14. mars sl. er grein eftir Ingólf Á. Jóhannesson, sagnfræðing og kennara. Greinin heitir: Úthlutun úr launasjóði rit- höfunda. Árlegur skandall. í þeirri grein segir Ingólfur réttilega frá starfsemi launasjóðsins til þessa dags. Við, sem höfum á undanförnum árum unnið að söfnun þjóðlegs fróð- leiks frá fyrri tíð og komið honum á prent handa almenningi, höfum feng- ið að vita hvers virði það er að vinna að slíku. Við höfum ár eftir ár verið nær öll algerlega forsmáð af stjórn- endum launasjóðs rithöfunda og ekki fengið grænan eyri úr þeim sjóði. íslendingum hefur löngum þótt gaman að því að kynna sér fortíð sína og hafa við ýmis tækifæri verið hreyknir af henni. Hefðu engir komið henni til skila á spjöld sögunnar hefðum við máski af litlu að státa í þeim efnum. Því ætti það að vera skylda stjórnar launasjóðs rithöfunda að birta skýrsl- ur um til hvaða verkefha og fyrir hvaða verk þeir sem eru í náðinni hjá sjóðstjómendum fá greitt úr sjóðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.