Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Fréttir Bnitust inn í kaup- félagið Lögreglan á Akureyri handtók í gærmorgun fjóra unga menn fyrir innbrot í útibú Kaupfélags Suður- Þingeyinga í Vaglaskógi. Lögreglan haföi fyrr um morg- uninn liaft afskipti af mönnunum á tjaldstæðinu á Akureyri. Síðan sást til ferða þeirra við kaupfélag- ið. Munu þeir hafa farið þar inn og tekið nokkuð af sígarettum og sælgæti. Fjórmenningamir voru handteknir skammt utan við Ak- ureyri. Að sögn lögreglunnar voru þrír þeirra nokkuð ölvaðir. Játuðu þeir á sig innbrotið við yfirheyrsl- ur. -ÞJV Ölvaður ók á hjól- reiðamann Um hádegisbilið í gær var ekið á útlendan hjólreiðamann á Suð- urlandsvegi skammt vestan við Hellu. Ökumaðurinn stakk af en sjónarvottar gátu gefið greinar- góða lýsingu á bílnum. Fannst hann stuttu síðar á leið til Reykja- víkur. Reyndist bílstjóri hans töluvert ölvaður. Talið er að hjólreiðamaðurinn hafi sloppið ómeiddur. Sjónarvott- ar sögðu hann hafa teymt hjólið aftur upp á veginn og haldið áfram ferð sinni. Alls voru 10 ökumenn teknir fyr- ir ölvun við akstur í Ámessýslu um helgina. Að sögn lögreglunnar á Selfossi mun það vera ívið meira en gengur og gerist á þessum slóð- um. -ÞJV Rjúkandi nætursnarl Um hálfáttaleytið í gærmorgun var slökkviliðið kallað að húsi við Seilugranda. Var mikill reykur í íbúð þar en enginn eldur. Húsráðandi mun hafa sett pitsu í ofninn um nóttina en sofnað út- frá eldamennskunni. Annar íbúi hússins varð reyksins var og gerði slökkviliðinu viðvart. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn þurfitu þeir að brjótast inn í íbúð- ina þar sem húsráðandi var sofandi og kom ekki ti) dyra. Hann var fluttur á slysadeild en fékk að fara heim að lokinni skoðun. -ÞJV Eldur í rúgbrauði I gærmorgun var slökkviliðið kallað að sendiferðabíl í Árbæ. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var töluverður eldur í afturhluta bílsins þar sem vélin er. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Talið er að kviknað hafi í út frá bensínslöngu. Fór hún í sundur og sprautaðist þá bensín yfir vélina með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn, sem er af Wolkswagen rúgbrauð gerð, er mikið skemmd- ur. -ÞJV íslandsmóti í svifflugi lokið: Urslitin sjaldan jafntvísýn og nú „Þau hafa sjaldan verið jafiispenn- andi svifflugumótin og í ár, úrslitin eru afskaplega tvísýn, þrír koma til greina um að hljóta íslandsmeistara- titilinn," sagði Þórmundur Sigur- bjamason, mótsstjóri íslandsmótsins í svifflugi, í samtali við DV í gærkvöldi þegar mótinu, sem staðið hefur frá laugardeginum 12. júlí, var lokið í gær en stigatalningu ólokið. „Baldur Jónsson, Eggert Norðdahl og Steinþór Skúlason eru nú sigur- stranglegastir. Það tekur töluverðan tíma að reikna stigin út í heild, eftir er að framkalla ljósmyndir sem kepp- endur tóku í fluginu til að sanna hve langt þeir hafa flogið. Það er ekki hægt að segja um úrslit fyrr en búið er að bera þetta saman.“ Sagði Þórmundur að mótið hefði gengið mjög vel og verið án óhappa. Af átta keppnisdögum vom fjórir gild- ir, þ.e. þegar þremur keppendum tekst að fljúga 25 km lágmarksvegalengd. „Það þykir gott að fá fjóra gilda keppnisdaga, þegar það veltur allt á þvi hvemig veðrið er hvort hægt er að keppa,“ sagði Þórmundur. „Og veð- urguðimir hafa verið í ágætis skapi þennan tíma.“ -BTH Jóhann og Helgi í 3. og 4. sæti - á kanadíska meistaramótinu í skák „Við erum nokkuð ánægðir með þennan árangur, miðað við að þama keppti þriðji stigahæsti skákmaður í heimi, Rússinn Jusupov, sem deildi 1.-2. sætinu með landa sínum Kupreic- hik, en þeir vom með átta vinninga," sagði skákmaðurinn Jóhann Hjartar- son í samtali við DV í gærkvöldi þegar opna kanadíska meistaramótinu í skák var lokið eftir tíu umferðir. Jó- hann varð í 3.-4. sætinu ásamt Helga Ólafssyni, en þeir vom með sjö vinn- inga. Guðmundur Sigurjónsson, Bandaríkjamaðurinn Benjamin og Kanadamaðurinn Jamequi fengu sex vinninga. „Það var nokkum veginn ljóst þegar eftir níundu umferð hver sigurvegar- inn yrði, svo þetta kom okkur ekki á óvart. Helgi átti hins vegar skemmti- lega skák við Jusupov í níundu umferð, náði sterkri stöðu og hefði lík- lega unnið hefðu þeir haldið áfram og ekki gert jafhtefli," sagði Jóhann. Á miili 50 og 60 manns tóku þátt í þessu árlega kanadíska meistaramóti sem fór að þessu sinni fram í Winnipeg. -BTH 14 ára stúlka hreppti Benzinn DV-mynd GVA Það lá spenningur í loftinu á Sprengisandi á föstudagskvöldið þegar dregið var í lokakeppni Trivial Pursuit og Sprengisands, enda var um veglegan vinning að ræða, M-Benz Gazella 1929. Tommi, sjálfur eigandi staðarins, dró úr um 6000 miðum og vinninginn hreppti 14 ára stúlka, Jóna Dís. Þar sem hún var stödd uppi i Landmannalaugum yfir helgina verður bíllinn ekki afhentur fyrr en á morgun. 220 aukavinningar vom einnig dregnir út, en þeir sem ekkert unnu vom leystir út meö gjöfum, ókeypis máltíð á Sprengisandi. Á þriðja hundrað manns vom á staðnum. -BTH Rauði krossinn: Heldur námskeið í almennri skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í almennri skyndihjálp og hefst það þriðjudaginn 22. júlí kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Námskeiðið verður haldið í kennslusal RKÍ að Nóat- úni 21. Þeir sem vilja taka þátt í því geta látið skrá sig hjá deild- inni í síma 28222. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á fyrirbyggjandi leið- beiningar og ráð til almennings við slys og önnur óhöpp. Þar verður kennd endurlífgun, fyrstahjálp við bruna, kali og eitrun af völdum eiturefha og eitraðra plantna. Einnig verður kennd meðferð helstu beinbrota og stöðvun blæðinga og fjallað um ýmsar ráðstafanir til vamar slysum í heimahúsum. Fjallað verður um margt fleira sem kem- ur að notum þegar menn og dýr lenda í slysum. Námskeiðinu lýkur með prófi sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum. -BTH Hópuppsagnir næsta baráttuvopn BSRB? „Það er mín skoðun að hópuppsagn- ir séu eitt okkar sterkasta vopn í kjarabaráttunni. Á næstimni munum við ræða af fullri alvöm hvemig hægt er að beita þessu heita vopni," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í viðtali við DV. Kristján sagði að hópuppsagnir hefðu þegar gefið árangur og væm viðurkenndar af ríkinu. „Ég veit ekki hvert Kristján er að fara með þessu. Ég sé ekki að það séu aðstæður núna sem gefa tilefrii til slíkra yfirlýsinga," sagði fjármálaráð- herra er ummæli Kristjáns vom borin undir hann. „Ég tel að uppsagnir okkar hafi tví- mælalaust skapað pressu. Mér finnst afar ólíklegt að við hefðum náð fram þessum launahækkunum án þeirra," sagði Einar Bjamason, formaður Landssambands lögreglumanna, er hann var inntur álits á áhrifum hó- puppsagna. Hann sagði að lögreglumenn hefðu verið hikandi í upphafi að beita þess- ari aðferð og talið hana jafnvel úrelta. „En frá okkar bæjardyrum séð var þetta eina löglega leiðin. Flestar óróa- hreyfingar í okkar röðum heyra nefnilega undir landráð," sagði Einar. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.