Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. 31 Sandkom Pálmi tók forskot á sæluna Pálmi afmeyjaði Icy-flokkurinn var á ferðalagi á Vopnafirði um síðustu mán- aðamót. Flokkurinn söng og talaði en slappaði jafnframt þar af í sumarbústað í tæpa viku. Sagan segir að stórveiði- maðurinn hafi fengið að skjótast í Hofsá með veiði- stöngina dáþinn áður en áin var opnuð. Segja Vopníirðing- ar að Pálmi hafi afmeyjað Hofsá að þessu sinni. Skakki tuminn Skakki turninn í Pisa hefur laðað margan ferðalanginn að í gegnum tíðina. Á Vopnafirði fmnst suraum sem ísturn frystihússins halli undir flatt og láta sér nú detta í hug að auglýsa skakka tuminn á Vopnafirði. Kolbeinn ungi Enn um Vopnfirðina. Þeir eiga sitt flipplið í fótbolta líkt og Kópavogsbúar eiga Augna- blik. Liðið á Vopnafirði heitir Kolbeinn ungi. Það leikur í Sebratreyjum og hnésíðum brókum. í lögum stendur að æfingarnar megi ekki vera fleiri en glasakvöldin. Þetta þýðir að hðsmenn mega ekki æfa oftar en þeir detta í það, fá sér í glas. Er ekki hætt við að Kolbeinn ungi verði fljótt gamall með svona líferni? Bæði '85 og '86 Gunnlaugur Ólafsson, bóndi á Grímsstöðum á Fjöllum, þessi sem á kiðlinginn sem étur bæði Ópal og lakkrís, ekur um á Land Rover. Nýlega fór Gunnlaugur með Roverinn í skoðun og fékk grænan miða. það skemmtilega er að skoð- unarmaðurinn hirti ekki um að rífa þann hvíta frá 85 af. Þannig er bíllinn bæði með skoðunarmiða fyrir 85 og 86. Gunnlaugur segist ætla að láta hvíta miðann fyrir 86 á miðja rúðuna. „Þá er þetta fullkomið," segir hann. Roverinn skoðaður bæði 85 og 86. Þriðji miðinn fer á rúðuna mlöja. Stuðmenn Dansleikir Stuðmanna hér fyrir norðan hafa vakið at- hygli fyrir hrottafengin slags- mál að dansleikjunum loknum. í Miðgarði voru nokkrir fluttir á sjúkrahús og að Laugum fór einn á sjúkra- hús og nokkrir í fangageymsl- ur. Jóhann Þórarinsson, lögreglumaður á Húsavík, sagði við Víkurfréttir um dansleikinn að Laugum að hann hefði sjaldan eða aldrei orðið vitni að jafnmiklum óþverraskap. „Menn voru með barefli og grjót á lofti og það sáust atvik eins og þegar þrír Húsvíkingar höfðu Akur- eyring undir og létu höggin dynja á andliti hans þar sem hann lá varnarlaus." Svalbarðseyri Menn rak í rogastans í síðustu viku þegar einhverjir óprúttn- ir máluðu KSÞ (Kaupfélag Svalbarðseyrar) á verslunar- húsnæði KEA við Hrísalund á Akureyri. Nú telja menn að ljóst sé að Kaupfélag Sval- barðseyrar ætli að yfirtaka KEA, en ekki öfugt eins og altalað er. Þetta hafi aðeins verið byrjunin. Lítið er annars að frétta í Svalbarðseyrarmál- unum. Allir bíða nú spenntir eftir ársskýrslunni frægu sem hefur verið lengi á leiðinni. Skriðjöklar Spútnik hljómsveitirnar á þessu sumri virðast vera Bítlavinafélagið og Skrið- jöklar frá Akureyri. Skrið- jöklarnir auglýstu sig ■emmtilega þegar þeir gáfu un, 300 eintök af nýrri tveggja laga plötu sinni í göngugöt- unni á dögunum. Nú heyrist að alvöruplata sé að koma frá Skriðjöklunum í haust, tólf laga og vönduð. Hundrað öskukarlar Víkurblaðið á Húsavík, sem verður sjö ára þann 31.júlí næstkomandi, íjallaði um Hafskipsmálið í forystugrein sinni á dögunum. I niðurlag- inu stóð: „Það hefur löngum tíðkast að fá hingað til lands ástralskar stúlkur til þess að vinna í fiski. Víkurblaðið ger- ir það að tillögu sinni að hingað verði fengnir hundrað öskukarlar frá Súdan með óskerta sjálfsvirðingu til þess að gegna helstu ábyrgðar- og virðingastöðum í íslensku þjóðfélagi." Væri það nú ekki að fara úr eldinum í öskuna? Dýr ís Tvö skemmtiferðaskip komust ekki á dögunum til Akureyrar vegna hafíss. Menn í ferða- bransanum hérá Akureyri telja að verslanir hér í bænum hafi orðið fyrir um 400-500 þúsund króna tapi vegna þess ama. Dýr ís það. Ísinn varö verslunarmönnum á Akureyri dýr Atlavík Engin útihátíð verður á Aust- urlandi um verslunarmanna- helgina,'Skógrækt ríkisins sagði upp samningi sínum við ÚIA um afnot félagsins af Atlavík um verslunarmanna- helgina. Úí A-menn létu samt ekki deigan síga. Þeir fundu hentugt land í Fljótsdal og fenguieyfi landeigenda. En sýslumaður N-Múlasýsu sagði þvert nei. Og ástæðan? Jú, hann telur að alltaf sé svo vont veður og einnig að veg- urinn þangað sé slæmur. ÚlA menn segja hins vegar að stað- urinn sé annálaður. Það er þetta með veðrið á íslandi. Umsjón: Jón G. Hauksson. DV, Akureyri Dansráð íslands stofnað Niels Hakon Carlson frá Svíþjóð kenndi og kynnti íslenskum dans- kennurum nýtt form við merkjapróf og kennsluhætti á fyrstu ráðstefrm nýstofiiaðs Dansráðs íslands en það samanstendur af öllum danskennurum á íslandi. Þessa nýjung er verið að samræma á öllum Norðurlöndunum samtímis og fylgdust íslenskir kennar- ar með af áhuga, auk þess sem mikið var dansað á ráðstefnunni. Voru menn mjög ánægðir með ráðstefiiuna og hlut Svíans. Hann var þó enn ánægðari og sagði að sér hefði komið á óvart hve færir og áhugasamir íslenskir dans- kennarar væru. Stjóm Dansráðs Islands skipa: Hermann Ragnar Stef- ánsson, forseti, Níels Einarsson, ritari, Iben Sonne, gjaldkeri, Bára Magnús- dóttir og Heiðar Ástvaldsson. JFJ Mikið var dansað á ráðstefnunni. lýkur á þriðjudaginn 15-60% afsláttur Mikið úrval af húsgögnum: Sófasett - stakir sófar - skápar sófaborð - borðstofusett - eldhússett Athugið að nú er hægt að gera einstaklega góð kaup á ódýrum sófasettum. fTYt ILJI Bláskógar ÁRMÚLI 8 105 REYKJAVÍK tíBalma Fyrirliggjandi loftþjöppur í stærðum frá 210-650 l/mín með eða án loftkúts Mjög hagstætt verð Útsölustaðir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Sími (91 )20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Simi (96)26988 L0FTÞJÖPPUR LANDSSMIÐJAN HF. HRAUN ÓTRÚLEG ENDING HRAUN - FÍNT hefur mjög góöa viöloöun viö flest byggingarefni og hleypir raka auöveldlega i gegnum sig. Mikiö veörunarþol — stórgóð ending. SCMEKTSQRATT h*1* ÖSA/blA nnBHBBBii SJAÐU VERÐIN! Vcggskápur tegund VENÖ SILJAN- borð >*/ h Sófasett 77x135 cm >5.7607^^» B0BBY 3 + 2 + Slitþols- I prófun áklasða -é húsgagna höllin HUSGÖGIM BILDSHOFÐA 20-112 REYKJAVIK - 91 -681199 og 681410 hm^mmmmmmmmmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.