Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 8
AUK hf. 8.20/SfA 8 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Úttönd_______________________________._____dv Ihailand: Ekki fleiri byltingar „ // # 11 ^ '' * * ii " *" /, \ """ H H II II g. H " 11 „ « «*■ // * = II 4 // ^ ^ ~~ I Mysan er einn hollasti og ódýr- asti svaladrykkur sem völ er á. Súr og hressandi og munnsopi af MYSU gerir kraftaverk við þorsta. En við þurfum ekki endilega að drekka hana eintóma - við getum búið til hina gómsætustu svaladrykki með því að bæta í hana ávaxtasafa, e.t.v. örlitlum sykri, eða gerfisætu og ísmolum, eins og hér t.d.: Apríkósumysa: Mysa 2 dl, aprikósusafi 2 dl og 1-2 ísmolar. Nú á síðustu tímum hefur áhugi fólks á heilsurækt og hollustu aukist mjög og fólk veltir þar af leiðandi meira fyrir sér en áður, næringargildi þeirrar fæðu sem það neytir. Mysan er af öllum tahn hinn fullkomni heilsudrykkur þar sem hún er algjörlega fitusnauð en jafnframt fleytifull af steinefnum og B-vítamínum. Sért þú að hugsa um heilsuna og hitaeiningarnar ættirðu að halda þig við MYSUNA. Ján Ommr HaBdóissan, DV, Bankok Þingkosningar verða haldnar i Thailandi nú á sunnudaginn. Tals- verður hiti er í kosningabaráttunni og meiri eftirvænting ríkir um úrslit en oft áður því líkur á nýrri byltingu hersins eru taldar minni en verið hefur í mörg ár og horfur því betri á að lýð- ræðislega kjörin stjóm fái að sitja við völd eftir kosningar. Herinn hefur gert sex byltingar og byltingartilraunir á síðustu tólf árum, síðast í fyrra en sú tilraun mistókst. Herforinginn, sem stjómaði næstu byltingartilraun hers- ins þar á undan, árið 1981, sagði fréttamanni DV nú fyrir helgina að hann teldi stjómarbyltingar hersins heyra sögunni til og að lýðræði yrði nú reynt fyrir alvöru i Thailandi. Þessi herforingi, Prachark að nafni, var einn helsti leiðtogi svokallaðra ung-Tyrkja í hemum, sem stóðu að flestum byltingum og gagnbyltingum síðustu ára, en hann er nú í framboði til þings. Fjölmargir foringjar í hem- í Thailandi lifir mikill meirihluti lands- manna af landbúnaði en í Bankok er þó mikill iðnaður. Þar búa um átta milljónir manna og þar er risin nokkuð stór millistétt. um hafa boðið sig fram í þessum kosningum og einskorða sig þar ekki við neinn sérstakan flokk. Línur em örlítið famar að skýrast og telja flest- ir hér að tveir af stærstu flokkum landsins muni bæta við sig þingsætum á kostnað hinna minni af þeim sextán flokkum sem bjóða ffam á landsvísu. Líklegt er talið að eftir kosningar verði mynduð samsteypustjóm, sem í sitji stjómmálamenn, þó undir forsæti einhvers af fyrrverandi herforingjum landsins sem njóta myndi stuðnings bæði hers og stjómmálamanna. Breytingar óhjákvæmilegar Til lítils er að beita evrópskum hug- tökum til útskýringar á pólitískri stöðu einstakra flokka í þessu aust- ræna samfélagi en þó má fullyrða að enginn helstu flokka landsins myndi teljast mjög langt til vinstri á evróp- skan mælikvarða. Skæmhemaður kommúnista, sem verið hefur talsverð- ur á liðnum árum, er svo að segja úr sögunni. Helstu ágreiningsefhi snúast um hvort leggja eigi meiri áherslu á landbúnað eða iðnvæðingu og þá hvers konar iðnvæðingu, ekki síst eft- ir óeirðir sem nýlega urðu í suðurhluta landsins þar sem stór ný málmbræðsla var eyðilögð af fólki sem hafði áhyggj- ur af mengun af stóriðju. Svo virðist raunar að hin valda- mikla embættismannastétt landsins sé að auka vemlega áherslu á iðnvæð- ingu á kostnað landbúnaðar og efast menn um að kosningaúrslit breyti miklu um þá stefnu. Thailendingar flytja talsvert út af matvælum en meira en fjömtíu milljónir af fimmtíu og þremur milljónum íbúa landsins lifa á landbúnaði. Bankok er hins veg- ar orðin vemleg iðnaðarborg með átta milljónir íbúa og stóra millistétt. Þar liggur allt pólitískt vald í landinu. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið um sjö prósent á ári að jafhaði og er talað um kreppu þegar hann hefur fallið í fjögur prósent. Alþjóðastofiianir spá um fimm til sex prósent vexti efha- hpfjplífsiris næstu ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.