Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Diana Ross og eiginmaðurinn, Arne Næss, segjast skulda börn- unum sínum óendanlega mikið. Þau hittust þannig að bæði fóru í leyfi til Bahama- eyja með afkvæmin. Á ströndinni kynntust ungarn- ir, urðu miklirvinirog þannig leiddi af sjálfu sér að foreldr- arnir hittust. - Enginn vafi - segja Arne og Diana - við stöndum í mikilli þakkar- skuld við krakkana. Barbara Cartland svífur um perluskreytt í hvít- um minkapels. Hún hrein- lega veltir sér upp úr lúxusnum því ástarsögurnar mala ómælt gull í kistu kerl- ingarinnar. Annars er Bar- bara fósturamma Díönu prinsessu og hefur yfirleitt verið fremur lítið kært með þeim tveimur. En eitthvað er prinsessan að vinna í breyttum viðhorfum gagn- vart þessum óþægilega ættingja sínum því nú hefur hún hvað eftir annað haft samband við þá gömlu und- ir ýmsu yfirskini. Alveg eins og í ástarsögunum vinsælu - allir ná saman að lokum þrátt fyrir mikla erfiðleika í upphafi. hefur alltaf verið lestrarhest- ur mikill og nú vekja bókmenntirnar í hillum heimilis hans mikla athygli Norðmanna. Þar standa hlið við hlið Norges Lover og Dirty Work - nokkuð sem samlandarnir telja varla til- viljun. Annars er íbúðin til sölu á litlar níu milljónir ís- lenskar - bækurnar ekki meðtaldar í þeirri upphæð - og að sögn fasteignasalans er örtröð fólks sem vill skoða en fæstir hafa fjármagn til kaupanna. Arne Treholt E>V Elizabeth Taylor var átján ára þegar hún giftist hótelerfingjanum Conrad Hilton. Flestir ganga í hjónaband á lífs- leiðinni og sumir oftar en einu sinni. Svo verða að sjálfsögðu sum brúð- kaup frægari en önnur fyrir margra hluta sakir - ekki síst ef í hlut eiga þeir frægu og ríku. Tímaritið Life hefur samviskusamlega fylgst með öllum heimsins helstu hjónaböndum áratugum saman og meðfylgjandi myndir eru árangur þrotlausrar vinnu starfsmanna á þeim vígstöðv- um. í þessari viku er svo væntanlegt eitt stórbrúðkaupið enn þegar þau Andrew Bretaprins og Sarah Fergu- son ganga í heilagt hjónaband með tilheyrandi húllumhæi. Lesendur geta treyst því að frá herlegheitunum verður ítarlega skýrt hér á síðum Sviðsljóssins en fram að þeim tíma er bara að bíða og skoða myndir af fyrri atburðum keimlíkum - ekki síð- ur söguleg augnablik en margt annað sem tíundað er í máli og myndum á síðum heimspressunnar. Shirley Temple var sautján þegar brúðkaup hennar og John Agar var á forsíðum flestra tímarita heimsins. Kvikmyndaprinsessan Grace Kelly giftist furstanum sínum af Mónakó árið '56 og það hjónaband entist til æviloka. Fjórða eiginkona Humphreys Bogart var Lauren Bacall. John F. Kennedy og Jacqueline Kennedy þóttu glæsileg saman frá fyrsta degi. Gyðinglegt brúðkaup var næst á lista - Monroe og Arthur Miller. Elizabeth Englandsdrottning gekk á sínum tima aö eiga Philip sinn i Westminster Abbey. Og svo það siðasta stóra og fræga - brúðkaup Diönu prinsessu og Karls ríkisarfa í Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.