Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. 11 Viðtalið „Kom Ama Johnsen í pólitík Magnús Jónasson, nýráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs. Nýráðinn framkvæmdastjóri Her- jólfe M. tók við störfum fyrir skömmu. Sá heitir Magnús Jónasson og er bor- inn og bamfæddur Vestmannaeying- ur. „í Vestmannaeyjum hef ég alltaf búið að undanskildum síðustu tveimur árum en þá bjó ég í Reykjavík og vann í Sjónvarpsbúðinni. Nú er ég kominn heim aflur,“ -sagði Magnús. Honum líst vel á nýja starfið, telur það bæði líf^égt og fjölbreytt. Ætlaði í Samvinnuskólann Magnús segist hafa ætlað í Sam- vinnuskólann og sótt um skólavist þar. Hann þurfti að bíða í ár eftir því að fá inngöngu en þoldi ekki biðina, var kominn í fasta vinnu sem hann vildi ekki sleppa. „Ég hef unnið hin ýmsu störf í gegnum tíðina. Að sjálf- sögðu hef ég verið í fiski, ég vann á bæjarskrifstofunum í 6 ár, var mat- vörukaupmaður um skeið og endaði sem stöðvarstjóri á vörubílastöðinni áður en ég flutti í land,“ segir Magn- ús. Hann hefur gagnfræðapróf en sótti Iðnskólann í Eyjum um tíma. „Þetta var kvöldskóli og ég hafði áhuga á smíðum. Fyrstu 3 bekkimir voru al- mennt nám en til að Ijúka síðasta bekknum þurfti maður að vera kom- inn á samning. Mig dagaði þannig einhvem veginn uppi á bæjarskrifstof- unni,“ segir Magnús. Hann segist ekkert vera banginn þó að hann hafi ekki eitthvað „meirapróf‘, heldur tel- ur sig hafa lært margt í „praksis" bæði á bæjarskrifstofunni þar sem hann var aðalbókari um skeið svo og á endurskoðendaskrifstofu Gunnars Zoegá en þar vann hann á meðan á gosinu stóð. „Ég hef þar að auki stund- að námskeið í sambandi við tölvur og meðal annars þess vegna flutti ég suð- ur,“ segir Magnús Jónasson. Hætti að spranga þegar bandið gaf eftir Þó Magnús hafi unnið mikið hefur hann auðvitað átt sínar frístundir. „Sem pejd var ég í fjörunni og á bryggjunni en ég hætti fljótt að spranga. Bæði hef ég alltaf verið loft- hræddur áuk þess sem bandið gaf eitt sinn eftir í miðjum klíðum, enda vigtin ekki alltaf í lagi. En þá sagði ég stopp og hef ekki sprangað síðan." Hann var í lúðrasveit frá unga aldri, bæði í skól- anum og síðan í Lúðrasveit Vest- mannaeyja. „Ég hef spilað á sousefón en það er stórt bassahom. Annars er lúðrasveitin mestmegnis ánægjunnar vegna. Þetta er mikill félagsskapur og ríkir góður andi. Við höfum talsvert félagsstarf fyrir meðlimi, forum í ferða- lög og höfum meðal annars farið til útlanda. Varð pulsumálaráðherra Magnús starfaði í ýmsum skemmti- nefndum, sérstaklega í tengslum við 1. desember i gagnfræðaskóla. Þar hlotnaðist honum sá heiður að vera pulsumálaráðherra en þann titil hlotnaðist aðeins tveimur á ári, var þá í þeirra verkahring að selja pulsur á skemmtuninni 1. desember. „Ég var líka í fótboltanum og lék bakvörð. Mér tókst að skora eitt mark á ferlin- um, sérlega glæsilegt sjálfsmark. Félagar mínir litu mig nú ekki alltof hýru auga eftir þetta og ég hætti sparkinu í 4. flokki. Samt hef ég gam- an af fótbolta og læt mig sjaldan vanta á völlinn Fór holu í höggi í fyrsta skipti „Ég hef spilað golf mér til skemmt- unar hér inni í dal og í fyrsta skipti sem ég snerti á kylfu fór ég holu í höggi. Það var að vísu aldrei viður- kennt opinberlega þar sem ég hafði aðeins einn áhorfanda og var ekki að keppa á neinu móti.“ Hann segist hafa gaman af ferðalögum og útivist, sér- staklega að labba í kringum eyjuna eða sigla í kring á bátum. „Anínars hef ég farið vítt og breitt um landið, allan hringinn og einu sinni yfir há- lendið. Sú ferð var ógleymanleg og dreymir mig um að komast í aðra slíka.“ Af því verður þó ekkert í ár því Magnús tekur sér ekkert sum- arfrí. Hann er nýfluttur og í það fóru tími og peningar, auk þess sem hann vill kynnast nýja starfinu sem fyrst. „Er mikið í pólitík“ Stór hluti frítíma Magnúsar fer í stjómmálavafstur og sem stendur er hann formaður fulltrúaráðs sjálfetæð- isfélaganna í Vestmannaeyjum. „Ég er mikið í pólitíkinni og hún er stórt áhugamál. Ég hef setið sem varamaður í bæjarstjóm fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eitt sinn fór ég fram í prófkjöri þess sama flokks fyrir alþingiskosn- ingar. Þá buðu menn sig fram í ákveðin sæti á listanum og keppti ég að 5. sætinu. Ég tapaði með innan við 10 atkvæðum fyrir núverandi alþingis- manni, Árna Johnsen. Má segja að ég hafi komið Áma í pólitík með því að vinna hann ekki.“ Magnús vill engu svara um það hvort hann hyggi á frek- ari stjómmálaafekipti, segir að tímirrn verði að leiða það í ljós. Sumir villtust í líkhúsið! Magnús er giftur Guðfinnu Óskars- dóttur frá Siglufirði og eiga þau þijú böm. Þau giftust þegar hann var orð- inn 25 ára en þá hafði hún unnið við sjúkrahúsið í Eyjum um skeið. „Ég náði henni í gegnum hina frægu Villu en svo var starfemannabústaðurinn kallaður. Þangað hafa margir Eyja- menn sótt sínar konur en slíkt var ekki heiglum hent. Á neðri hæðinni er líkhúsið og kom iðulega fyrir að menn villtust, tala nú ekki um ef þeir vom við skál. Það kom nú ekki fyrir mig sem betur fer enda sjálfeagt heldur óskemmtilegt," sagði Magnús Jónas- son. JFJ KLAPP! Glæsibæ Sími 82922 KLAPP- HÚFURNAR Verð kr. 580. Arp Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið til að leiðbeina þér VERIÐ VELKOMIN. ÁVALT HEITT Á KONNUNNI. J\ $ & Sumarhús ð wyjuna sem hittir ■ mark WEISSENHAUSER STRAND, glæsilegur sumardvalarstaður, frábær aðstaða til leikja og útiveru. Góð staðsetning, stutt til margra forvitnilegra staða: Hansaland, fullkomið tívoli, dýragarðurinn í Hamborg, Kaupmannahöfn, Kiel. Rúsínan í pylsuendanum: breið og góð baðströndin. Beint dagttug með Arnartlugi til Hamborgar alla sunnudaga. Verðdæmi: kr. 13.900,- á mann, miðað við 4ra manna fjölsk. i eina viku. Umboð a Islandi fyrir \ DINERS CLUB INTERNATIONAL (mtMtit FERÐASKRIFSTOFA. HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.