Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Útlönd dv Náið samband Svia við bandarisku leyniþjónustuna? Guimlaugur A. Jónsscm, DV, Lundi; Svíþjóð og bandaríska leyniþjón- ustan CLA hafa allt frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar haft allnáið leynilegt samstarf. Því heldur breski CIA sérfræðing- urinn, John Ranelagh. fram í nýútkominni bók og James R. Murp- hy, yfirmaður bandarísku gagnnjósnanna í lok síðari heims- styrjaldar, staðfestir upplýsingamar í viðtali við Syd-Svenska dagblaðið á föstudag. Ranelagh byggir niðurstöður sinar á samtölum við hundruð fyrrverandi og núverandi starfsmenn CIA og sérfræðinga í málefhum leyniþjón- ustunnar. Leyniþjónustubandalag? „Þeir halda því fram að Svíþjóð hafi veitt dýrmæta aðstoð við ýmsar leynilegar aðgerðir og að skandinav- ísku löndin séu í raun og veru í levniþjónustubandalagi," segir Ranelagh. Hann segir ennfremur að Svíþjóð hafi útvegað bandarísku leyniþjón- ustunni margvíslegar upplýsingar um ferðir sovéska flotans og kjam- orkubirgðir Sovétmanna. Ranelagh segir einnig að þar sem Svíþjóð sé að formi til hlutlaust land Ummæli breska CIA sérfræðingsins Johns Ranelagh um náin leynileg samskipti Svía við bandarísku leyniþjón- ustuna frá dögum síðari heimsstyrjaldar og allt til dagsins í dag hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð sé þess ekki að vænta að neinn vilji tala opinberlega um málið. James R. Murphy staðfestir þó þessar fréttir í samtali við Syd- Svenska dagblaðið. „Svíamir veittu okkur mjög miklar leynilegar upp- lýsingar í stríðinu og eftir stríðið og þetta nána samstarf hefur haldið áfram,“ segir hann. Víst er að fréttir sem þessar em ekki vel séðar hjá stjómvöldum í Svíþjóð þar sem mikil áhersla er lögð á trúverðugleika sænskrar hlutleys- isstefhu. „Vitum hvar við eigum heima“ Minna má á í því sambandi að þegar Thorstein Gústafson, þáver- andi vamarmálaráðherra í ríkis- stjórn borgaraflokkanna, sagði 1981 í umræðu um þá staðreynd að flestir æðstu menn sænska hersins hafa hlotið þjálfún hjá Atlantshafsbanda- faginu, hvort það stangaðist ekki á við sænska hlutleysisstefnu: „Við vitum hvar við eigum heima. Þrátt fyrir hlutleysið stöndum við næst hinum vestrænu lýðræðisþjóðum." Þessi ummæli vamarmálaráðherr- ans ollu á sínum tíma miklu mold- viðri og urðu til þess að Olof Palme og fleiri jafiiaðarmenn gáfu til kynna að tími væri kominn til að skipta um vamarmálaráðherrann. Feðgaerjur í finnskum Flokki landsbyggðarinnar Búist við persónulegu og stjómmálaiegu uppgjöri Vennano-feðga GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000 hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. ÓSA/MA Guörún Helga Siguröardóttir, DV, Helsmki: Fjármálaráðherra Finnlands, Pekka Vennano, formaður Flokks landsbyggðarinnar, hefur lýst því yfir að hann segi af sér formanns- stöðunni af pólitískum og persónu- legum ástæðum. I grein er hann ritar í fastan dálk sinn í blaðinu Turun Sanomat fyrir stuttu segir hann að hann geti ekki haldið áfram í formannsstöðunni nema ástandið innan flokksins breytist til batnaðar. Þar á ráðherr- ann við deilur þær er staðið hafa ríkisstjóminni. Hann segir að flokkurinn skiptist í tvær fylkingar er aðhyllist hvor um sig mismunandi stjómarstefiiu og hvor lúti foiystu síns forystu- mannsins, annarsvegar hans sjálfs og hins vegar foður hans, Velkko Vennano, sem er formaður þing- flokksins og upphaflegur stofnandi Flokks landsbyggðarinnar. Þannig ræki flokkurinn annars vegar persónupólitík Velkkos Venn- ano og hinsvegar pólitík sem er í samræmi við stefnuskrá flokksins og landsfúndur flokksins hefur tekið Formannsskipti ekki æskileg Faðir Pekka Vennanos, þing- maðurinn og formaður þingflokks- ins, Velkko Vennano, hefur lýst sig fúsan að segja af sér sem formaður þingflokksins en ekki er vitað hvort tekið verður tillit til þeirrar afsagnar þó að þingflokkurinn hafi lýst því yfir eftir fund sinn í Feinajoki að formannsskipti innan flokksins væru ekki æskileg og flokknum bæri að sitja áfram í ríkisstjóm. í finnskum fjölmiðlum undanfarið hefúr verið um það rætt hvort yfir- lýsingar Pekka Vennano fjármála- ráðherra séu aðeins pólitískur refsháttur og þáttur í þeirri skemmtidagskrá sem flokkurinn hafi undanfarið ár boðið landsmönnum upp á eða hvort um sé að ræða upp- gjör milli föður og sonar, bæði pólitískt og persónulega. Uppistaða greinarinnar er Pekka skrifaði í Sanomat beinist gegn föður hans. Þar birtist bæði persónuleg gagn- rýni og eins gagmýni á þingflokk landsbyggðarflokksins, til dæmis á óvissan vilja hans til þátttöku í ríkis- stjóminni. Pekka segir að þingflokkurinn sé orðinn að nokkurs konar flokks- forystu, „sem haldi sig mest i skugganum". Spurning um líf eða dauða Pekka segir einnig að hann vilji ekki feta í fótspor föður síns hvað varðar „skort á getu eða vilja til að halda sambandi við sína nánustu eða eiginkonu og böm“. Fjölmiðlar hafa túlkað þessi orð svo að sambandið á milli föður og sonar sé brostið. Talið er að aðeins tvennt komi til greina í þessari stöðu. Annars vegar að Pekka dragi til baka þá ákvörðun sína að segja af sér sem formaður flokksins með til- vísun til yfirlýsingar föður síns um afsögn. Hins vegar að staðan haldist óbreytt fram á haustið eða þar til flokkurinn heldur landsfund sinn. Það yrði þá hlutverk landsfundar- fulltrúa að gera upp á milli föður og sonar. Þó telja fréttaskýrendur það á hreinu að uppgjör sé í vændum. Sá leikur sem flokkurinn hefur leikið, það er að reyna að sitja í ríkis- stjóm um leið og hann skipar sér í stjómarandstöðu, gangi ekki lengur. Finnskir kjósendur bíða nú í ofvæni eftir uppgjöri Vennano-feðganna í Flokki landsbyggöarinnar. Pekka Vennano, fjármálaráöherra Finnlands, hefur þegar sagst ætla að segja af sér af persónulegum og pólitískum ástæðum á meðan sonur hans, Velkko Vennano, formaður þingflokks Flokks landsbyggðarinnar, hefur harðlega gagnrýnt stjómarstefnu fiokksins undanfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.