Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 34
f 34 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. 1 I i 1 i I I i í } K i i f i I \ I AncUát Elías Kristinn Haraldsson vörubif- reiðastjóri lést 15. janúar sl. Hann fæddist á Hellissandi 15. mars 1925. Foreldrar hans voru Haraldur Guð- mundsson og Elín Oddsdóttir. Eftir- lifandi eiginkona hans er Ester Friðþjófsdóttir. Þau hjónin eignuð- ust níu börn. Elías verður jarðsung- inn frá Ingjaldshólskirkju 24. janúar kl. 14. Ragna Lára Ragnarsdóttir lést 14. janúar sl. Húnfæddistájóladag 1935, dóttir hjónanna Ragnars J. Lárus- sonar og Andreu F.G. Jónsdóttur. Ragna eignaðist tvö böm. Útför hennar verður gerð frá Háteigs- kirkju í dag kl. 13.30. Kristín Björg Borgþórsdóttir, Þiljuvöllum 27, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Hafnarffarðarkirkju föstudaginn 23. janúar kl. 15. Anna Kristín Karlsdóttir, Unnar- braut 12, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudag- inn 23. janúar kl. 10.30. í morgun kom hópur undirmanna á farskipunum í veg fyrir að leiguskipið , Jan, sem er á vegum Sambandsins, væri bundið við Holtabakka í Sunda- höfn. Eftir nokkurt þóf lagðist skipið við ankeri og beið átekta meðan reynt var að ná samkomulagi i málinu. DV-mynd RG Farmannadeilan: Verkfallsátök við Holtabakka í morgun í morgun kom til átaka þegar leigu- skipið Jan, sem siglir á vegum Sambandsins, ætlaði að leggjast að Holtabakka í Sundahöfn. Tíu manna hópur farmanna stóð á bryggjunni og kom í veg fyrir að hægt væri að binda skipið. Það sneri þá frá og lagðist við ankeri. Þannig stóðu málin þegar DV fór í prentun. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði að hér væri ekki um skipulagða verk- fallsvakt að ræða, heldur hefðu sjómenn bara ákveðið að minna á sig með þessum hætti enda væru þeir orðnir þreyttir á fyrirstöðu skipafélag- anna í samningamálunum. Þá spilaði líka inn í þetta óánægja sjómanna með leiguskipin sem væru óeðlilega mörg hér á landi. Þór Guðmundsson, verkstjóri í skipaafgreiðslunni í Holtabakka, sagði að sjómenn hefðu raðað sér á bryggjukantinn og komið í veg fyrir að skipið legðist að. Engin alvarleg átök hefðu átt sér stað og ekki hefði verið kallað á lögregluna. „Við erum friðsemdarmenn og leys- um málin á friðsaman hátt,“ sagði Þór. -S.dór Svemr Hermannsson um fræðslustjöramálið: Er að velta fyrir mér að stilla Jón G. Hauksscm, DV, Akureyri „Fræðsluráðið er með uppástungu um að Sverrir Thorsteinsson á Stóru Tjömum verði skipaður fræðslustjóri til bráðabirgða. Eg þekki lítið til Sverris og veit lítið um hann. En ég met mikils að fræðsluráðið reyni að koma til móts í þessu máli og leysa vandann," sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra við DV. Á fundi sínum í gær samþykkti fræðsluráð Norðurlandsumdæmis eystra ofangreinda tillögu. Einnig samþykkti ráðið tillögu þess efriis að skipuð verði hlutlaus rannsóknar- nefnd til að rannsaka fræðslustjóra- málið. Þessari tillögu beinir fræðslu- ráð til Alþingis. Sverrir sagðist hins vegar ekki geta séð að hann gæti haft samband við fræðsluráð á meðan Þráinn Þórisson gegndi þar formennsku. „Þráinn hefur til friðar lýst mig ósannindamann í efnum þar sem ég hef haft fullkomlega rétt fyrir mér og hef sýnt fram á það. Við slíkan mann get ég ekki rætt,“ sagði Sverrir. „Ég hef verið að velta því fyrir mér að stilla til friðar í umræðunum sem verða á Alþingi í dag,“ sagði Sverrir ennfremur „og athuga hvort þing- menn vilja nú ekki hægja aðeins á sér í þessu máli því Alþingi bætir ekki ráð sitt gagnvart almenningi með þeim málflutningi sem þar hefúr tíðkast. En menn mega vita að ég ætla ekki að hvika í þessu fræðslustjóramáli." „Ég vil ekki tjá mig um þau um- mæli Sverris að hann vilji ekkert við mig tala. Hann hefur ekki rætt við mig og enn hef ég hvergi séð þetta haft eftir honum," sagði Þráinn Þóris- son, formaður fræðsluráðs, við DV. „En það verður að koma í ljós hvort Sverrir vill tala við mig eða ekki.“ I gærkvöldi t Þoriákur H. Helgason kennari: „Ég er svona stór“ Jón úr Vör varð 70 ára í gær og Ríkisútvarpið hélt upp á afmælið. í viðtali við Gylfa Gröndal sagðist Jón hafa selt 30 eintök af Þorpinu fyrstu 10 árin eftir að bókin kom út. Nú eru 40 ár liðin frá útkomu hennar og Jón úr Vör er kominn í heiðurs- launaflokk listamanna. Ég er býsna lystugur fjölmiðla- neytandi, meira að segja kaupi ég erlent dagblað. Kemur þá upp í huga minn að í síðustu viku birtist í stærsta dagblaði í Svíþjóð heilsíðu- auglýsing sem bar yfirskriftina „Borðið með náttúrunni". Þar var frystur fiskur sem sagður var veidd- ur ómengaður norður í dumbshafi. Mér var hugsað til markaðs íslend- inga með fjallalambið og fiskinn beint úr náttúrunni. í stað þess nið- urteljum við bændur og búalið. Hingað austur á Selfoss heyrast ekki allar bylgjur, en gamla gufurad- íóið skilar mörgu fróðlegu. Fréttim- ar í RÚV gamla eru sér á báti. En í gær voru sjónvarpsféttimar for- vitnilegri. Gaman var að heyra at- hugasemdir Sigfúsar, bæjarstjóra á Akureyri, um mikla bílaeign og aukna eftir að tollar vom lækkaðfr í samningunum verkfallshreyfingar- Þorlákur H. Helgason. innar og ríksstjómarinnar. Sagði Sigfús að skattleggja ætti bíla sér- staklega. Það fór vel á því að á eftir var sagt frá því að austur í Kína heföi ríkisforsvarsmanni verið steypt af stóli „Vegna borgaralegs fijáls- lyndis". Á þá einkabílisminn vænt- anlega lengra í land að skattleggjast austur í Kína en norður á Akureyri. Þjóðremban var í hámarki í gær er Austur-Þjóðveijar náðu að jafna á síðustu sekúndum leiksins við „okk- ar menn“. í morgun sögðu morgunvaktar- menn að Akureyringar fæm líklega í stuttbuxum í vinnuna. Líklega verður hitunarkostnaður ekki jafh- mikill á næstunni. En í gær var sagt frá því að hitunarkostnaður á lands- byggðinni væri margfaldur á við það sem hann er í Reykjavík. Karl A. Þorsteins ræðismaður lést á heimili sínu, Hagamel 12, Reykja- vík 21. janúar. Minningarathöfn um Sigurð Sigur- jónsson, skipstjóra, Breiðvangi 32, Hafnarfirði, sem fórst með m/s Suð- urlandi 25. desember sl. fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14. Tóma G. Hallgrímsson frá Siglu- firði, andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 19. janúar. Sigurður Olgeirsson vélstjóri, Langholtsvegi 181, er látinn. Ingibergur Gíslason frá Sandfell, Hólagötu 23, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 24. janúar kl. 14. María Magnúsdóttir, Bræðraborg- arstíg 55, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudag- inn 23. janúar. „Ég mun þreifa fyrir mér í málinu í dag og útiloka ekki að til sáttafund- ar verði boðað en það er þó fátt sem eykur mér bjartsýni eins og málin standa," sagði Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari í morgun. Hann sagðist hafa verið í sambandi Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, skipar nú 2.-3. sætið á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi en í gær vann Helgi Englendinginn Flear í 5. umferð mótsins. Helgi er með 3,5 vinninga. Efsta sætið á mótinu skipar Nigel Short frá Englandi með 3,5 vinninga eins og Helgi en eina biðskák að auki. Jafn Helga er hollenski skákmaðurinn Van der Sterren. í 4.-5. sæti á mótinu eru þeir Kortsnoj og Nougeiras með 3 vinninga. Aðalheiður Bergþóra Líkafróns- dóttir frá Hrafnfjarðareyri, Hátúni lOa, er lést þann 12. janúar sl., verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 15. Útför Arna G. Magnússonar vél- stjóra, Tungu, sem lést 18. þessa mánaðar fer fram frá Grindavíkur- kirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14. Útför Hallfríðar Pálsdóttur frá Hveragerði, fer fram föstudaginn 23. janúar kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Guðbjörg Halldórsdóttir, Vitateig 1, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 23. jan- úar kl. 14.15. Ingibjörg Jakobína Bjarnadóttir, Skúlagötu 1, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 24. janúar kl. 15. Sæta- ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9. við deiluaðila í farmannadeilunni í gær og sér heföi sýnst staðan óbreytt frá því sem var þegar upp úr samn- ingaviðræðum slitnaði í fyrrakvöld. Nú er liðin ein nótt í viðbót og stund- um breytast mál á skemmri tíma en það. -S.dór Önnur úrslit í gær urðu þau að Kortsnoj vann Hulak og Miles vann Gutman. Jafntefli varð í skákum Van der Wiel og Van der Sterren, Nouger- ias og Anderson og Sosonko og Lubojevich en skák þeirra Short og Zapata fór í bið. Ekki er teflt á skákmótinu í dag en meðal skáka sem tefldar verða á morg- un, föstudag, er skák þeirra Helga og Short og stýrir Short hvítu mönnunum í þeirri viðureign. -ój Tilkynrdngar Sameiginlegar samkomur í tilefni Bænaviku um einingu kristinna manna verða haldn- ar sem hér segir: í kvöld kl. 20.30 í Herkastalanum þar sem Erling E. Snorra- son forstöðumaður aðventista predikar og tvöfaldur kvartett frá Fíladelfíu syngur. Föstudag kl. 20.30 í Aðventukirkju og laugardag kl. 20.30 í Fíladelfíu. Allir eru velkomnir á þessar samkomur. Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur fund í dag 22. janúar kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Bjarnhólastíg 26. Spil- uð verður félagsvist. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. AEmæli 50 ára afmæli á í dag, 22. janúar, Haraldur Stefánsson, slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli, Hofs- lundi 13 í Garðabæ. Hann og kona hans, Erla Ingimarsdóttir, taka á móti gestum í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli þar í bænum, við Kirkjulund, nk. föstudag milli kl. 17 og 19. Hallvarður og Hafskip: Rðdssaksóknari vfld úr sæti Farmannadeilan: Útiloka ekki boðun sáttafundar í dag Skákmótið í Wijk aan Zee: Helgi skipar 2.-3. sætið Athugasemd fiá Gunnari G. Schram I blaðinu 20. janúar birtist grein eftir Guðmund Jónsson bónda þar sem hann heldur því fram að ég hafi rangtúlkað kosningalögin nýju í kjallaragrein í DV fyrir tæpum tveim mánuðum. Óhjákvæmilegt er að leiðrétta þessi ummæli Guðmund- ar. Ég hefi enga kjallaragrein skrifað um skýringar á kosningalögum hér í DV. Hins vegar átti einn af blaða- mönnum DV símaviðtal við mig í byijun desember og spurði um það hvaða áhrif útstrikanir á listum heföu samkvæmt nýju lögunum. Greindi ég honum frá því, sem hann birti í stuttri frétt, að nýju lögin fengju kjósandanum aukið vald í þeim efhum þar sem tillit væri nú tekið að fullu til útstrikana en hefði aðeins verið að einum þriðja sam- kvæmt eldri lögum. í fréttinni var einnig greint frá því að 10-15% kjósenda gætu í samein- ingu breytt röð manna á framboðs- listum í kosningum. Þar var rætt um þau lög sem í gildi voru til 1984 en ekki ákvæði nýju kosingalag- anna. Samkvæmt þeim þurfa meira en 50% kjósenda að gera breytingar á listum til þess að þær hafi áhrif. Kemur það skýrt fram í 115. gr. kosn- ingalaganna og á ekki að þurfa að valda neinum misskilningi eða verða tilefhi til rangtúlkunar. „Ég fékk bréfið í gær en vil ekki tjá mig neitt um innihald þess að svo komnu máli,“ sagði Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari í morgun. Bréfið sem um ræðir er frá Jóni Magnússyni, lögmanni Ragnars Kjartanssonar, fyrrum forstjóra Haf- skips, og þar er sett fram krafa um að ríkissaksóknari víki úr sæti í Haf- skipsmálinu: „Þér, herra ríkissaksóknari, gegnd- uð embætti rannsóknarlögreglustjóra ríkisins við upphaf rannsóknarmeð- ferðar málsins hjá RLR. Þér tókuð ákvarðanir um málsmeðferð, kröfu um gæsluvarðhald og mótuðuð að öllu leyti vinnubrögð við rannsóknina, auk þess sem þér gáfuð ítrekað mjög af- dráttarlausar lýsingar í fjölmiðlum á hvemig rannsókn miðaði og fleira varðandi málið á fyrstu stigum þess hjá RLR,“ segir meðal annars í þréfi Jóns Magnússonar. „Á síðari stigum verður farið í mál við íslenska ríkið vegna mistaka RLR og fleiri við rann- sókn málsins." -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.