Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. 5 Anne Lise við bryggju. Skipið er mjög eyðslufrekt, notar um 1100 meðaltali með um 200 iítra af olíu á kiukkustund. af olíu á klukkustund, en togarar fara að DV-mynd Reynir Traustason Hraðbátur með tvö stefni í fiskútflutningi Reynir Traustasan, DV, Flateyri; Nýstárleg tilraun stendur nú yfir með útflutning á ferskum fiski frá Vestfiörðum á markaði í Evrópu. Til flutninganna er notað norskt leigu- skip, tvíbytna með tvö stefhi, skip sem nær miklum hraða og tryggir því að fiskurinn, sem á markað fer, sé nýr og ferskur. Það er ísfirska fyrirtækið l sfang sem hefur tekið á leigu skipið Anne Lise sem er ný, norsk tvíbytna. Skipið hef- ur þegar farið í sína fyrstu ferð og stóðust allar tímaáætlanir. Það sem Arrne Lise hefur umfram önnur skip í ferskfiskútflutningi er einkum tvennt: skipið er búið kælilest og ganghraði þess er við bestu aðstæð- ur 26 sjómílur á klukkustund. Það hefur leitt til þess að manna á milli er skipið kallað hraðbátur. Anne Lise tekur 180 tonn af fiski í hverri ferð og er meiningin að sigla eina ferð í viku. Að sögn Ólafs Halldórssonar, for- stjóra ísfangs, bar öllum saman um að þegar Anne Lise kom til Þýska- lands með sinn fyrsta farm hefði skipið verið með besta hráefni sem nokkru sinni hefði verið flutt til Evrópu með íslensku skipi. Hins vegar hefði ormat- al í Þýskalandi, hitar í Evrópu og fleiri þættir orðið til þess að ekki hefði fengist það verð fyrir fiskinn sem hann átti skilið. Hluti farmsins var svo send- ur til Englands og þar fékkst mjög viðunandi verð fyrir hann, að sögn Ólafs. Ákveðið hefur verið að skipið fari tíu ferðir nú í sumar og í ljósi reynsl- unnar, sem fæst af þessum ferðum, verður tekin ákvörðun um framhald þessa útflutnings. Viðtalið Katrín H. Ámadóttir: Sameinar starf og áhugasvið - segir nýráðinn framkvæmdasijóri íslensku óperunnar. „Ég hef kynnt mér væntanlegt starf nokkuð vel, þetta er spennandi starf og mikið bæði varðandi mark- aðssetningu og fjármál. Þama er mikil uppbygging og ég er bjartsýn á starfsemina og hef mikla trú á henni,“ sagði Katrín H. Ámadóttir sem tekur við störfum framkvæmda- stjóra íslensku óperunnar 14. sept- ember. Undanfarið ár hefur enginn setið í stöðu framkvæmdastjóra Ópemnn- ar en Garðar Cortes hefur sinnt aðkallandi verkefhum í hjáverkum. Katrín var spurð hvort hún óttað- ist ekki fjárhagsörðugleika Óper- unnar en erfiðlega hefur gengið að láta enda ná saman hjá íslensku óperunni eins og reyndar hjá flestum öðrum ópemhúsum heimsins. „Ég hef trú á því að viljinn skapi verkin og ég held að við eigum eftir að rétta fjárhaginn mikið af á næst- unni. Ekki þar fyrir að fjárhagsleg staða óperunnar hefur aldrei verið ■ betri en einmitt núna. Það ber þó Katrin H. Ámadóttir, nýráðinn fram- kvæmdastjóri íslensku óperunnar. DV-mynd BG að hafa í huga að það er aldrei hægt að gera ráð fyrir beinum gróða af fyrirtæki eins og ópem.“ Katrín sagði að með þessu starfi næði hún að tengja saman starf og áhugasvið, en hún hefur ætíð haft gaman af sígildri tónlist. „Ég hef mikinn áhuga á þessum vettvangi, bæði tónlist og leiklist. Ég hef starfað mikið með áhuga- mannaleikfélögum úti á landi og ég hef alltaf haft gaman af klassískri tónlist. Reyndar hef ég lítið spreytt mig í tónlistinni nema hvað ég var í kórskóla Pólýfónkórsins. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta starf.“ Katrín er viðskiptafræðingur að mennt. Hún lauk prófi frá Háskóla Islands árið 1984 og var síðan í fram- haldsnámi í Hollandi í eitt ár. Þá kom hún heim til íslands og tók að starfa í Hagdeild Eimskipafélags fs- lands. „Eimskip er mjög góður uppalandi fyrir væntanlega stjóm- endur,“ sagði Katrín. Tónlist, útivera og ferðalög em helstu áhugamál Katrínar sem er 27 ára gömul og einhleyp. Hún gengur á fiöll þegar tími gefst og hún hefur fengist þónokkuð við ljósmyndun. -ATA Atvinnumál Bann við hrefnuveiðum: Oskapleg vonbrigði - segja hrefnuveiðumenn „Við getum hætt að kjósa stjóm í þessu landi. Það em menn úti í heimi sem stjóma hér,“ sagði Konráð Egg- ertsson, skipstjóri á Brjánslæk, þegar DV hafði samband við hann í gær. En sjávarútvegsráðherra tilkynnti á þriðjudag að ríkisstjómin hefði fallið fiá hrefhuveiðum á þessu ári. Konráð sagði að þessi ákvörðun kæmi afar illa við íbúa þeirra byggðar- laga sem hafa haft atvinnu af hrefhu- veiðum á undanfömum árum. Hann sagði að þessi ákvörðun væri ótrúleg og að hann gæti varla trúað því að þetta væri staðreynd. „Ef þessir menn hefðu stjómað fyrr á öldinni værum við enn undir Danakonungi. Stjóm- völd setja ofan við þetta, það liggur við að ég skammist mín fyrir að vera íslendingur. Það em einhverjir kjánar að tala um að fiskmarkaðir okkar séu í hættu. Ég spyr: Hvaða þjóð vantar ekki fisk? Þetta er tilkomið vegna ótta Sölumiðstöðvar hraðfiystihúsanna um að missa steinkumbalda sinn í Bandaríkjunum," sagði Konráð Egg- ertsson. Hann bætti við að þetta væri meira áfall en fólk gæti ímyndað sér. Búið væri að byggja upp fyrirtæki til að vinna hrefriu og á Brjánslæk hefðu 30 til 35 manns haft atvinnu af vinnslu og veiðum á hrefnu og því væri þetta þungt áfall. Gunnlaugur Konráðsson á Árskógs- strönd tók í sama streng og Konráð. Hann sagði að fyrir heimamenn væri þetta mikið áfall. Margir heföu haft atvinnu af hrefrmnni og fyrirtæki ver- ið byggð vegna veiðanna. „Þetta em mikil vonbrigði, hvemig á annað að vera. Það er nóg til af hrefhu. Ég byggi það á því að í tvö ár hefur farið fram talning í kringum landið og er áætlað að í hrefnustofhin- um séu 15 til 30 þúsund dýr svo að 200 dýra veiði á ári getur ekki skipt sköp- um fyrir stofninn. Ég trúi því að þessi vitleysa fari að enda. Það hafa ein- hveijir vitleysingar verið að skrifa í blöð og taka undir álit Bandaríkja- manna, ég gef lítið fyrir það. Banda- ríkjamenn drepa fleiri hvali en nokkur önnur þjóð.“ Hann sagði að þegar kvótinn heföi verið reiknaður út á sínum tíma hefðu þeir eðlilega fengið minni þorskkvóta vegna hrefnuveiðanna. Nú hefði kvótanefhdin ákveðið þeim bætur sem kæmu hvergi í stað hrefriuveiðanna. Þorskkvótinn var aukinn um 20 til 30 tonn á bát en það heföi þurft 80 tonn til að ná svipuðum verðmætum og hrefnan gaf. Konráð sagði að hægt væri að „breyta" hörpufiski, sild, humri og fleiri tegundum í þorsk en ekki hrefhunni. Á honum var að heyra að það væm honum mikil vonbrigði að ekki yrðu leyfðar hrefiiuveiðar og sagðist hann ekki skilja byggðastefnu ríkisstjómarinnar. r-sme Akureyringar hafa nú eignast sina fyrstu bílaþvottastöð. Ný bílaþvottastöð á Akureyri Gyffi Kristjánsaon, DV, Akureyii Akureyringar hafa eignast sína fyrstu bílaþvottastöð og fannst víst mörgum tími til kominn. Stöðin er við Veganesti i Glerár- hverfi og er Olíufélagið hf. eigandi hennar. Þar geta viðskiptavinir va- lið um 13 þvottakerfi, allt frá skyndiþvotti, sem kostar 200 krónur, og upp í tjömþvott þar sem einnig er um að ræða undirvagnsþvott og síðan er bónað með heitu bóni. Slík- ur þvottur kostar 425 krónur. Þröstur Kolbeins, afgreiðslumaður bensínstöðvarinnar í Veganesti, sagði í samtali við DV að Akur- eyringar væm að átta sig á þessari þjónustu og þangað heföu komið yfir 50 bílar á dag þegar mest hefði verið að gera. Viðskiptavinir kaupa tölvuspjald í bensínafgreiðslunni, aka síðan bílnum sínum að þvotta- stöðinni og inn. Síðan fara þeir út úr húsinu og setja tölvuspjaldið í sérstaka vél fyrir utan. Þannig ræsa þeir „þvottavélina" sem sér svo um að þvo samkvæmt því þvottakerfi sem greitt hefur verið fyrir og að því loknu aka menn bíl sínum út úr hin- um enda hússins. Fjórar slíkar stöðvar munu nú vera starfræktar á landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.