Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. 41 Fólk í fréttum Skúli B. Ólafe Skúli B. Ólaís, hagfræðingur í Útvegsbankanum, heíur verið í frétt- um DV vegna þess að hann hefur verið í forsvari fyrir hópi starfs- manna og viðskiptamanna Útvegs- bankans sem hafa sýnt áhuga á að kaupa Útvegsbankann. Skúli B. Ólafs er fæddur 21. janúar 1940 og lauk prófi í viðskiptafræðum við Háskóla Islands 1966. Hann var starfsmaður Framkvæmdabanka Is- lands, síðar Framkvæmdasjóðs Islands, 1966-1969 og rak eigið fyrir- tæki, heildsölu, 1969-1976. Skúli var kennari við Verslunarskóla íslands 1973-1976 og var framkvæmdastjóri Dósagerðarinnar hf. 1979-1982. Hann varð hagfræðingur í Útvegs- banka íslands frá 1. janúar 1983. Kona Skúla er Guðbjörg R. starfs- mannastjóri Jónsdóttir, skipstjóra í Rvík, Eh'assonar og konu hans, Jó- hönnu Stefansdóttur. Böm þeirra em Gunnar, Jón Bjöm og Jóhanna. Bróðir Skúla er Bjarni fóðurfræð- ingur. Foreldrar Skúla em Bjöm ólafs, lögfræðingur á Seltjamamesi, og kona hans, Guðfinna Bjamadóttir. Faðir Skúla, Bjöm, er sonur Bjöms Ólafs, skipstjóra í Mýrarhúsum á Seltjamamesi Ólafssonar, útvegs- bónda í Mýrarhúsum Guðmunds- sonar. Meðal hálfsystkina Bjöms, samfeðra, vom Þórunn, amma Hst> málaranna Steingríms og Örlygs, Sigurðssona, Guðrún Diljá, amma Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra og langamma Þorgils Óttars Mathie- sen, fyrirliða íslenska handknatt- leikslandsliðsins. Ingibjörg, móðir Péturs Sigurðssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæslunnar, og Ingunn, amma Páls Hersteinssonar veiði- stjóra. Móðir Bjöms Ólafs skipstjóra var Anna Bjömsdóttir, b. á Möðmvöll- um í Kjós, Kortssonar, bróðir Sólveigar, ömmu Péturs í Engey, afa Bjama Benediktssonar forsætisráð- herra og langafa Haraldar Blöndals lögfræðings. Móðir Bjöms Ólafs lögfræðings var Valgerður Guðmundsdóttir, út- vegsbónda á Nesi á Seltjamamesi Einarssonar. Bróðir Valgerðar var Ásgeir, faðir Eggerts, framkvæmda- stjóra Rauða kross íslands, og Páls yfirlæknis. Móðir Skúla Ólafs, Guðfinna, syst- ir Einars, prófessors í ættfræði. Faðir þeirra var Bjami bankastjóri á Ak- ureyri, Jónssonar b. í Unnarholti í Hrunamannahreppi Magnússonar. Móðir Guðftnnu var Sólveig Einars- dóttir bókhaldara á Akureyri Páls- sonar prests og skálds í Viðvík í Skagafirði Jónssonar. Systir Einars var Kristín, langamma Þuríðar óperusöngkonu og Einars Pálssonar, fyrrv. skólastjóra Málaskólans Mím- is. Móðir Sólveigar var María Kristín Matthíasdóttir, b. í Holti í Rvík Markússonar, og Sólveigar ljósmóður Pálsdóttur. Systir Maríu Skúli B. Ólafs. var Jensína Björg, móðir Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Afmæli Olafur Sveinsson Ólafur Sveinsson, yfirlæknir Sjúkrahússins á Sauðárkróki, til heimilis að Víðihlíð 14, Sauðár- króki, er sextugur í dag. Hann fæddist að Góustöðum í Skutulsfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Ólafur tók stúdentspróf frá MA1949, próf í forspjallsvísindum við HÍ 1950 og almennt læknisfræðipróf frá HÍ árið 1955. Hann var aðstoðarlæknir og vann að rannsóknarstörfum í Hilleröd og Kolding í Danmörku og var aðstoðarlæknir í Lindesberg og víðar í Svíþjóð 1957-59. Ólafur öðl- aðist almennt lækningaleyfi 1958 og viðurkenningu sem sérfræðingur í handlækningum 1961. Hann var ráð- inn aðstoðarlæknir héraðslæknisins á Sauðárkróki 1955, héraðslæknir í Súðavíkurhéraði 1956 og sjúkrahús- læknir á Sauðárkróki 1960. Árið 1955 giftist Ólafur Ástu Karls- dóttur cand phil, f. 22.12. 1929. Ásta er dóttir Karls símritara á Akur- evri, Ásgeirssonar, og konu hans Ástríðar Siguijónsdóttur frá Fomus- tekkum í Homafirði, sem nú er nýlátin. Meðal bræðra Ástu em læknamir Ragnar og Ásgeir Karls- synir. Ólafur og Ásta eiga fjögur böm: Ólöf Ásta hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, f. 19.12. 1955, er gift Ás- geiri Böðvarssyni lækni. Þau em búsett í Hollandi og eiga tvö böm. Karl læknir, f. 8.4. 1959, er giftur Þómnni Ragnars lífiræðingi sem er við nám í Bandaríkjunum. Guðríður viðskiptafræðingur, f. 25.1. 1961, er ógift og býr í Reykjavík. Sveinn, eðlisfræðingur og verkfræðingur, er giftur Unni Björgvinsdóttur nema en þau búa í Reykjavík og eiga tvö böm. Systkini Ólafs urðu sjö, en bróðir hans, Vilhjálmur að nafiii, dó á fyrsta ári og annar bróðir hans, Magnús, lést um tvítugt. Sá sem elst- ur var systkinanna, Guðmundur netagerðarmeistari á ísafirði, er nú nýlátinn. Önnur systkini Ólafs em: Vilhjálmur, en hann rekur fiskverk- un í Hafnarfirði, Sigurður, útgerðar- maður og ýtustjóri á Isafirði, Gunnar, kaupfélagsstjóri í Keflavík, og Þorsteinn, kaupfélagsstjóri á Eg- ilsstöðum. Foreldrar Ólafs vom Sveinn, b. á Góustöðum í Skutulsfirði, f. 27.4. 1887, d. 4.2 1960, Guðmundsson, og kona hans, Guðríður, f. 12.8. 1891, d. 15.3. 1975, Magnúsdóttir. Faðir, Ólafs, Sveinn, var sonur Guð- mundar Helga, sýslunefndarmanns og útvegsbónda á Hafrafelli, Odds- sonar, b. á Hafrafelli, Tyrfingssonar. Móðir Sveins var Ólöf Sveinsdóttir, b. á Kirkjubóli í Skutulsfirði, Sölva- sonar, og Ólafíu Guðmundsdóttur, b. í Amardal Pálssonar, af Amar- dalsættinni. Móðir Ólafs, Guðríður, er dóttir Magnúsar, b. á Sæbóli í Aðalvík, Finnbjamarsonar, b. á Sæ- bóli, Gestssonar. 90 ára______________________ Þórarinn Jóhannes Einarsson kennari, Snorrabraut 58, Reykja- vík, er 90 ára í dag. 70 ára______________________ Ragnheiður Elíasdóttir, Klepps- vegi 4, Reykjavík, er 70 ára í dag. 60 ára______________________ Jóhannes Eymundsson húsasmíða- meistari, Víghólastíg 16, Kópavogi, er 60 ára í dag. Ragnheiður Valgarðsdóttir kenn- ari, Dalsgerði 30, Akureyri, er sextug í dag. Ragnheiður fæddist í Reykja- vík en ffutti á áttunda árinu með foreldrum sínum til Akureyrar. Ragnheiður lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1944 og síðar kennaraprófi í Reykjavík Ragnheiður giftist árið 1949 Har- aldi S. Jakobssyni og átti með honum þrjú böm en Haraldur lést 1963. Árið 1966 hóf Ragnheiður kennslu við Gagnfræðaskólann á Akureyri og hefúr kennt þar síðan. Böm Ragnheiðar em fjögur: Val- garður Stefánsson (skímamafn), f. 14.2. 1946. Valgarður, sem er sonur Veturliða Guðnasonar listmálara, er birgðastjóri við Fjórðungssjúkrahú- sið á Akureyri. Hanna Gerður, f. 16.6.1949, lést 1981. Ingibjörg Guðr- 50 ára_____________________ Elísabet Hannesdóttir, Nýbýlavegi 72, Kópavogi, er 50 ára í dag. Kristjana M. Guðmundsdóttir, Hraunsholtsvegi 2, Garðabæ, er 50 ára í dag. 40 ára_______________________ Ingibjörg Erlendsdóttir, Grýtu- bakka 16, Reykjavík, er 40 ára í dag. Ingimundur Jónsson, Jómseli 17, Reykjavík, er 40 ára í dag. ún, húsmóðir, f. 4.5. 1951. Ingibjörg er búsett á Egilsstöðum, Ragnheið- ur, f. 9.8. 1954. Hún er bóndakona á Miðhrauni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Árið 1971 giftist Ragnheiður seinni manni sínum, Henning Nielsen, en hann er rafvirki og starfar í SHppn- um á Akureyri. Ragnheiður á tvær systur: Guð- rúnu Valgarðsdóttur fóstm og Valgerði Valgarðsdóttur hjúkrunar- forstjóra. Foreldrar Ragnheiðar em Val- garður, stórkaupmaður á Akureyri, Stefánsson og kona hans, Guðmund- ína Stefánsdóttir. Föðursystkin Ragnheiðar em Stefán, b. og al- þingismaður í Fagraskógi, Davíð, skáld og bókavörður á Akureyri, Guðrún skáldkona, gift Jóni Magn- Ingibjörg Hákonardóttir, Kambs- vegi 6, Reykjavík, er 40 ára í dag. Kristjana Valdemarsdóttir, Álf- heimum 72, Reykjavík, er 40 ára í dag. Valgerður Hallbjörnsdóttir, Hjalla- vegi 13, Suðureyrarhreppi, er 40 ára í dag. Sigurður Ingþórsson, Urðarbraut 23, Blönduósi, er 40 ára í dag. Halla Gunnlaugsdóttir, Hólabraut 15, Akureyri, er 40 ára í dag. Valborg Aðalgeirsdóttir, Akur- gerði 7 E, Akureyri, er 40 ára í dag. Guðrún Baldvinsdóttir, Rauðási 16, Reykjavík, er 40 ára í dag. ússyni, skáldi og kaupmanni í Rvík. Valdimar, saksóknari í Rvík. Þóra, gift Áma Jónssyni frá Hjalteyri og Sigríður, gift Guðmundi Kristjáns- syni í Glæsibæ. Faðir Ragnheiðar, Valgarður, var sonur Stefáns, b. og alþingismanns í Fagraskógi í Eyjafirði, Stefánsson- ar, prests á Hálsi í Fnjóskadal, Ámasonar, prests á Tjöm í Svarfað- ardal, Halldórssonar, bróður Bjöms, prófasts í Garði í Kelduhverfi, lang- afa Þórhalls Bjamarsonar biskups. Móðir Valgarðs var Ragnheiður Davíðsdóttir, prófasts á Hofi í Hörg- árdal, Guðmundssonar, hreppstjóra á Vindhæli, Ólafssonar og Ingibjarg- ar, systur Jóns Ámasonar þjóð- sagnasafiiara. Móðir Ragnheiðar var Sigríður Ólafsdóttir Briem, tré- smiðs og skálds á Grund í Eyjafirði. Ragnheiður Valgarðsdóttir Lilja Jóhannsdóttir Andlát Aslaug Guðmundsdóttir Áslaug Guðmundsdóttir er látin. Hún fæddist 25. júlí 1908 á Ferju- bakka i Borgarfirði og ólst þar upp og í Bóndhól í Borgarhreppi. Hún giftist 25. júní 1931 Þorgrími Vídalín Sigurðssyni. Foreldrar hans vom Sigurður Þórólfsson, skólastjóri á Hvítárbakka, og Ásdís Margrét Þor- grímsdóttir. Þorgrímur var fyrst prestur á Grenjaðarstað en síðan prestur og prófastur á Staðastað á Snæfellsnesi. Böm þeirra vom Ás- dís, giftist Guðbjarti Gíslasyni b. á Ölkeldu í Staðarsveit, sem nú er lát- inn, Soffia Margrét kennari, gift Þráni Þorvaldssyni, Ragnheiður, kennari, giftist Leifi Halldórssyni, skipstjóra í Ólafsvík, hún lést á sl. ári, og Guðmundur, kennari á Akra- nesi. Einnig ólu þau upp Heiðar Jónsson snyrti. Systkini Áslaugar vom Anna María, gifl Eyvindi Ámasyni, verk- stjóra hjá Rafinagnsveitu Rvíkur, og Baldur, símaverkstjóri í Rvík. Foreldrar Áslaugar vom Guð- mundur Jónsson, kennari á Hvann- eyri og b. í Bóndhól í Borgarhreppi, og kona hans, Soffia Snorradóttir. Faðir Áslaugar, Guðmundur, var sonur Jóns b. á Fossi í Grímsnesi Þorsteinssonar, b. í Mýrarkoti í Grímsnesi Gíslasonar og Önnu Guð- mundsdóttur, b. í Eyvindartungu í Miðdalssókn í Ámessýslu Ólafsson- ar. Móðir Áslaugar, Sofifia, var systir Hjartar, skólastjóra á Hvanneyri, foður Snorra skálds og Torfa toll- stjóra. Foreldrar þeirra vom Snorri b. í Magnússkógum í Hvammssveit Jónssonar b. í Glerárskógum í Hvammssveit Sigurðssonar og konu hans Maríu Magnúsdóttur, b. í Magnússkógum, Magnússonar b. og skálds í Magnússkógum Jónssonar. Lilja Jóhannsdóttir, Víkurgötu 5, Stykkishóhni, lést þriðjudaginn 25. ágúst. Lilja fæddist á Dönustöðum í Lax- árdal í Dalasýslu 21. október 1903. Hún bjó alla sína æfi við Breiða- görð, ólst upp í Laxárdalnum, bjó síðan í Rauðseyjum og Efri- Langey en síðast í Stykkishóhni. Lilja var gifit Sigurði Sveinbjöms- syni frá Bjameyjum en hann lést 28. nóvember 1975. Foreldrar Sigurðar vom Sveinbjöm Gestsson, b. og sjó- maður í Bjameyjum, og ólöf Sigurð- ardóttir Lilja og Sigurður eignuðust fimm dætur og ólu upp einn dótturson. Dætur þeirra em: Steinunn kennari, sem gift er Jóni Hjaltasyni hrl. í Vestmannaeyjum; ólöf sem gift er Eyjólfi Jónssyni b. á Sámsstöðum í Laxárdal; Björg ljósmóðir, sem er kona Lofts Eiríkssonar b. á Steins- holti í Gnúpveijarhreppi; Kristjana svæfingarhjúkrunarkona, sem gift er Jöm Persson prentmyndasmið, en þau búa í Danmörku, og Elín, sem starfar á sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi en hennar maður er Jóhann Steinþórsson vélstjóri. Uppeldis- og dóttursonur þeirra Lilju og Sigurðar er Ómar Amarson en hann stundar nám í tölvutækni í Svíþjóð. Lilja átti eina hálfsystur sam- mæðra, Guðbjörgu Jónsdóttur, sem dvelst nú á Dvalarheimili aldraðra á Dalbraut 27, Rvík. Maður Guð- bjargar var Herbjöm Guðbjömsson, matsveinn í Rvík. Foreldrar Lilju vom Jóhann ísleifsson, síðast b. í Efri-Langey á Skarðsströnd, og kona hans, Jón- björg Benediktsdóttir. Faðir Lilju, Jóhann, var sonur Isleifs Sæmunds- sonar, húsmanns á Sámsstöðum í Laxárdal, og konu hans, Þorbjargar Steindórsdóttur. Móðir Lilju, Jón- björg, var dóttir Benedikts Jónsson- ar, b. á Fjósum í Laxárdal, og konu hans, Guðbjargar Ólafsdóttur. Lilja verður jarðsungin frá Stykk- ilshóHnskirkju laugardaginn 5. september kl 14.00. í y* ..xm? Lilja Jóhannsdóttir. Elisabet Matthíasdóttir, Hauka- bergi 5, Þorlákshöfn, lést í Landa- kotsspítala mánudaginn 31. ágúst. Klara Hallgrímsdóttir, Frostaskjóli 9, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 29. ágúst. Sigurlaug Friðriksdóttir, Brekku- læk I, Miðfirði, lést að heimili sínu að morgni 1. september. Kornelius Hannesson bifvélavirki, Hæðargarði 8, lést að heimili sínu mánudaginn 31. ágúst. Sigurbjörg Einarsdóttir frá Breið- holti andaðist í Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 1. september. Ingveldur Sigurðardóttir frá Hrönn, Hellissandi, andaðist í Sjúkrahúsinu í Keflavík 31. ágúst. Vigfús Brynjólfsson andaðist að heimili sínu, Dalbraut 27, að kveldi 31. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.