Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. 7 DV Kvótakerf! Norðmanna hefur á sér skuggahliðar - hvað hér? Atvinnumál Togaramir henda öðm hverju tonni í sjóinn Bretlapd Ms. Sóborg SU 202 landaði í Hull 29. ágúst. Alls var landað 52 lestum fyrir kr. 3,5 millj. Rúmlega helmingur aflans var þorskur sem seldist á kr. 74,91 kílóið. Verð á ýsu var kr. 71,77 kílóið, annar fiskur fór á lægra verði. Meðalverð var kr. 67,65 kílóið. Bv. Börkur landaði í Grimsby 26. ágúst. Meirihluti aflans var þorskur sem seldist fyrir kr. 63,64 kílóið. Verðið á ýsu var kr. 73,08. Alls seldi skipið 142 lestir fyrir kr. 9,1 millj. Frá 24. til 28. ágúst var seldur fiskur úr gámum, alls 694,9 lestir, fyrir kr. 46,7 millj. Þorskur kr. 63,66. Ýsa kr. 79,95 kílóið. Meðal- verð kr. 67,22 kílóið. í dag, fimmtudag, selja mb. Þorri og bv. Halkíon í Englandi. Þýskaland Bv. Ögri landaði í Bremerhaven 31/8, alls 283 lestum, fyrir kr. 11 millj. Með- alverð kr. 38,85 kílóið. Noregur „Alvarlegur grunur um að togarar hendi tonni á móti tonni af þorski þegar þeir veiða í Barentshafi". Svo segir í blaðinu „Fiskaren" 14. ágúst 1987. Síðastliðinn vetur þótti það sannað að á móti hverju tonni af þorski, sem togaramir hirtu, hentu þeir öðru í sjóinn. Það eru sannanir fyrir því að togaramir henda mjög miklum fiski í sjóinn, segir Ame M. Luther í fiskimálaráðuneytinu. Sé það rétt að hent sé miklu af fiski verður að setja eftirlitsmenn um borð í öll fiskiskip og útgerðimar greiði Fiskmarkaðirnir Ingólfur Stefánsson þann kostnað sem af því hlýst. Eftirlit- ið hefur vitað um það að hent er miklu af fiski, þrátt fyrir það bann sem sett var í apríl. Gúanófiskurinn hefur verið mældur og sýnir sig að þangað fer meðal annars smáfiskur en það er stranglega bannað að setja þorsk til vinnslu í fiskimjöl. Fyrir þau brot, sem hér hafa verið talin, verða skipstjóramir kærðir og munu verða að standa fyrir sínu máli hjá dómurum. Norðmenn hafa verið með kvóta- kerfi um árabil og töldu þeir það nauðsynlegt vegna minnkandi afla í Barentshafi og yfirleitt á norskum fiskimiðum. Afleiðingin hefur orðið sú að menn reyna að koma með verð- meiri afla að landi og kasta þá, að sagt er, smáfiskinum í sjóinn aftur. Ekki er hægt að sjá að þetta kerfi hafi fært Norðmönnum það sem til var ætlast í upphafi kvótakerfisins en staðreynd er að allrahanda smábátum hefur íjölgað mikið í útgerð og hefur það haft í för með sér fjölgun sjóslysa. Nýjasta verð á karfaflökum út af Fulton-markaðnum í New York er 244 krónur kílóið, litlu lægra en fyrir þorskflök. Hérlendis er nú hafin mikil herferð vegna kvótans og sá orðrómur hefur gengið fjöllunum hærra að flestir ís- lenskir sjómenn séu orðnir brotamenn. Það minnir menn óþyrmilega ástandið sem var vegna áfengisbanns- ins þegar flestir bændur voru orðnir brotamenn vegna bruggs. í Bókinni um veginn segir meðal annars: „Þjóðinni má stjóma með rétt- læti, herliði með slægvisku og dugn- aði. En unnt er að hljóta ríkið með því að vera ekki íhlutunarsamur um hagi fólksins." A öðrum stað í sömu bók segir með- al annars: „Stjóm sem virðist duglaus er oft affarasælust fyrir þjóðina. Ströng stjóm, sem skiptir sér af öllu, veldur þjóðinni ófamaði. Eymd er á hælum hamingjunnar. Hamingjan hvílir á bágindum. Hvemig fer þetta að lokum?“ New York Fultonmarkaðurinn hefur verið í jafiivægi að undanfömu, segir í pistli frá fréttaritara Fiskaren 26.8. Fjöldi fólks er um þessar mundir í sumar- leyfi og hefur það áhrif á fisksöluna til hins verra. Margir kaupmenn hafa verið í þungu skapi vegna ástandsins sem er um þessar mundir á markaðnum. Norski laxinn á markaðnum hefur verið að mestu leyti smálax og lítið framboð af laxi af stærðinni 3-4 lbs., FTHl BYGEINEAVÖROBl Hringbraut 120, sími 28600, og Stórhöfða, sími 67100. Nefhdinni er fálið að gera úttekt heftir verið akipuð for- og tillögur í ekólamálum, dagvistar- maður í Samstarfenefud róðuneyta málum, lífeyrismálum, akattamálum um fjölskyldumál. Aðrir nefridar- og gveigjanlegum vinnutíma. menn eru Lára V. Júlíusdóttir, ForsætÍBráðherra skipar formann neíndarinnar en ráðuneyti Jóna Ósk Guðjónsdóttir bæjarfrill- ur neftidarinar liggi fynr eigi síðar tnn og Þuríður Helgadóttir verk- en L mars 1988. hvað þá stærri. Norskur silungur var einnig á markaðnum, af ýmsum stærð- um en yfirleitt góð vara. Nokkuð var af íslenskum laxi og var hann mjög góður. Yfirleitt var verðið þó heldur lægra en á norska laxinum. Mjög lítið hefur verið af norskum laxi á markaðnum í sumar. Mánuðina júní og júlí var framboðið aðeins 22.200 kíló. í síðasta mánuði var fram- boðið 10.000 lbs„ minna á markaðnum en áður. Hörpuskelfiskur, frosinn, er um þessar mundir nánast óseljanleg- ur. Talið er að svo muni verða meðan framboð er af ferskum hörpuskelfiski. Mjög mikill hiti hefur verið að undan- fömu og varað hefur verið við miklum hita næstu vikur. Kaupmenn hafa það mjög í huga þegar þeir gera innkaup. Þessi mikli hiti hefiir þó ekki haft áhrif á verð á laxi enn sem komið er. Verðið út af markaði Fulton: Lax, 1-2 lbs., kr. 385 kg, lax, 3-4 lbs„ kr. 428, lax, 4-5 lbs., kr. 495 til kr. 535, stærri lax á sama verði. Norskur sil- ungur, 1-2 lbs„ kr. 265, silungur, 2-3 lbs., kr. 320 kg, silungur, 34 lbs., kr. 364 kílóið. Ferskur fiskur frá Fulton: Karfi kr. 94 kílóið, heill, karfaflök kr. 244 kíló- ið. Hausaður stórþorskur kr. 130 kílóið. Þorskflök kr. 280 kílóið. JL-BYGGINGAVÖRUR TEPPADEILD IITSALA LÁGTVERÐ Við höldum ekki útsölu. En með hagstæðum innkaupum reynum við að hafa vöruverð alltaf sem lægst. Madras 100% zinthetic.......kr.49S per m‘ Meriden 50% polyprop, 50% polyamid .. kr. 640 per m: Sandra 50% polyprop, 50% polyamid...kr. 665 per m: Turbo 50% polyprop, 50% polyamid....kr.065 per m: Cadis 100% polyamid.................kr. 760 per m: Tweed 50% polyprop, 50% polyamid....kr. 785 per m: Rosanne 100% polyamid...............kr.875 perm Shadows 100% polyamid....... kr. 1.185 Greiðslukjör gerast varla betri RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND. per m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.