Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. Jarðaifarir Áslaug Guðmundsdóttir, ekkja séra Þorgríms V. Sigurðssonar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju, fimmtudaginn 3. september kl. 11.30. Bálför Snorra Jónssonar loftskeyta- manns, Öldugötu 9, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudag- inn 3. september kl. 13.30. Jónína Kristrún Narfadóttir, sem lést á Borgarspítalanum 24. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju - > fimmtudaginn 3. september kl. 3.00. Steindór J. Briem frá Melstað, Gyðu- felli 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. september kl. 10.30. Tilkyimingar Fréttatilkynning Samband íslenskra myndlistarmanna, SlM, hefur undanfamar vikur undirbúið myndlistarsýningu sem haldin verður í FÍM-salnum, Garðastræti 6, dagana 3.-27. sept. nk. Félagar í SíM hafa gefið mynd- verk til sýningarinnar og hyggjast með því styrkja samband sitt. Samband íslenskra mynlistarmanna er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistar- manna. Eftirfarandi félög eru í samband- inu: Félag fsl. myndlistarm., Islensk Grafík, Textílfélagið, Myndhöggvarafé- lagið í Reykjavík, Leirlistarfélagið og Listafélagið Grýta. I SÍM eru 230 félagar og er það vaxandi samband. 1 deiglunni eru mörg mál sem eru myndlistarmönnum mikilvæg s.s. höfundarréttarlög og starfs- launasjóður. Þeir myndlistarmenn, sem eiga verk á sýningmini, eru m.a.: Hringm- Jóhannes- son, Ragnheiður Jónsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Ágúst Petersen, Ása Ólafs- dóttir, Jón Reykdal, Jóhanna Bogadóttir, Guttormur Jónsson, Björg Þorsteinsdóttir og Guðbergur Auðunsson. Frétt um tónleika Edda Erlendsdóttir píanóleikari heldur tónleika í Norræna húsinu, fimmtudaginn 3. september nk. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Haydn, Schubert, Liszt, Zemlinsky og Alban Berg. Edda Erlendsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1973. Hún stundaði síðan nám við Tónlistar- háskólann í París og lauk þar námi árið 1978. Edda hefur haldið fjölda tónleika hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum, í Frakklandi, Sovétríkjunum, Bandaríkj- unum og víðar. Edda kennir við Tónlistar- háskólann í Lyon í Frakklandi og er búsett í París. Fréttatilkynning frá Félagi harmóníkuunnenda Skemmtifundir Félags harmóníkuunn- enda hefjast að nýju sunnudaginn 6. september nk. í Templarahöllinni v/ Eiríksgötu, kl. 3 e.h. Félaginu hefur borist boð um að senda sveit harmóníkuleikara til þátttöku í mikilli harmóníkuhátíð, sem haldin er í Grieghöllinni í Bergen í októb- ermánuði ár hvert og er þetta í fyrsta sinn sem Islendingum er boðin þátttaka. Sveit- in, sem fer til Bergen, mun ásamt ýmsum öðrum leika á skemmtuninni á sunnudag- inn. Skemmtifundir þessir eru öllum opnir og bera konur félagsmanna gestum veit- ingar. í lokin gefst fólki kostur á að taka nokkur spor. Skemmtanir sem þessi munu verða haldnar fyrsta sunnudag hvers mán- aðar í vetur, á sama stað og tíma. Spakmælid Það er ólíkt auðveldara að afla sér auðs sem þrjótur en eyða honum sem göfugmenni. Colton Auglýsing um lögtaks- úrskurð Bæjarfógetinn á Selfossi hefur kveðið upp lögtaksúr- skurð fyrir ógreiddum en gjaldföllnum útsvörum og aðstöðugjöldum álögðum í Selfosskaupstað 1987 ásamt öllum kostnaði áföllnum og áfallandi svo og dráttarvöxtum að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýs- ingar þessarar. Innheimta Bæjarsjóðs Selfoss ÓLAFSVÍK Nýr umboðsmaður DV frá 1. sept. í Ólafsvík er Linda Stefánsdóttir, Mýrarholti 6. Sími 93-61269. I gærkvöldi Freyr Þormóðsson Síbylgjan Ég hlustaði ekki ó útvarp í gær né horfði á sjónvarp bví ég var upp- tekinn við að vinna. Mér finnst sem útvarpstöðvamar séu allar að rembast við að vera hressar og skemmtilegar, allar í sama takti. Mér finnst allur þessi hressleiki ganga svolítið út í öfgar, og farinn að vera með nokkuð öfúg- um formerkjum. Stöðvamar hafa því fengið á sig vemlega einsleitan blæ, þær em allar eins, Síbylgja. Það sem veldur þessu er að tónlist og tilkynningar er engin dagskrár- gerð þetta hefur verið að breytast í verksmiðjuhávaða. Ástæðan fyrir þessu held ég að sé sú að Rfkisútvarpið var alltaf þungl- amalegt í dagskrárgerð. Þegar Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf.: Verðum að herða mittisólina Þormóðsson útvarpsrekstur er gefinn frjáls verða þessar stöðvar eins og unglingur sem er nýfluttur að heiman og spriklar fram á nótt af fögnuði yfir nýfengnu frelsi. Unglingurinn þreytist þó fljótt á spriklinu, en getur ekki hætt, það er þráhyggja að storka foreldrinu, og Síbylgjan hjakkar því í sama far- inu. Síbylgjan er ekki fi-jáls lengur, hún er fjötruð, ég veit ekki alveg hverjir hlekkimir em, ef til vill er þiuma um gróðasjónarmið að ræða. Ég bíð bara spenntur eftir því að unglingurinn hlaupi af sér homin og fari að þroskast. Sá tími er fyrir löngu kominn að hann sýni einhver þroskamerki, ég ætla að minnsta kosti að vona að hann sé ekki þroskaheftur. Flugleiðir hf. boða samdrátt á ýmsum sviðum Flugleiðir hf. boða nú samdrátt ó ýmsum sviðum þar sem endurskoðuð rekstraráætlun fyrir árið 1987 sýnir að tap verði á rekstri félagsins verði ekkert að gert. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf., sagði í sam- tali við DV að ástæðumar fyrir þessu væm margar. Kostnaðar og skatta- hækkanir innanlands væm mun meiri en gert hefði verið ráð fyrir og fargjöldin hefðu ekki hækkað í samræmi við kostnaðarhækkanim- ar. „Það er alveg ljóst að við verðum að herða mittisólina ef ekki á illa að fara og við höfum þegar gripið til ákveðinna aðgerða. Þar má nefiia stöðvun ný- og endurráðninga hjá fyrirtækinu. En ég vil taka það skýrt fram að engar uppsagnir eru fyrir- hugaðar. Þá er ákveðið að fækka ferðum á ýmsum leiðum á næstu mánuðum, einkum Atlantshafsferð- unum. Hafa nokkrar ferðir, sem illa var bókað í, þegar verið felldar niður í september og október,“ sagði Sig- urður Helgason. Hann sagði að launahækkanir hefðu orðið miklu meiri en búist var við. í desembersamningunum hefði verið gengið út frá um það bil 10% launahækkunum og sú tala hefði verið inni í rekstraráætlun félagsins sem gerð var um áramót. Sigurður segir að raunin hafi orðið önnur, launahækkunin sé um 30%, enda launaskrið mikið í landinu. Þá segir hann gjaldtöku og skattahækkanir ríkisins hafa aukist stórlega. Hann nefnir sem dæmi að leiga í nýju flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli sé 549% hærri en í þeirri gömlu og um það hafi ekki verið vitað fyrr en eft- ir að stöðin var opnuð. Þó segir Sigurður að verð á elds- neyti hafi hækkað stórlega og ofan á allt annað hafi dollarinn lækkað mjög gagnvart krónunni en menn hafi í ársbytjun ekki ótt von ó því að fastgengisstefnunni yrði haldið áfram. Loks sagði Sigurður að far- gjaldahækkun yrði að koma til ef rétta ætti við fjárhagsdæmið. -S.dór Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Orð manns með veikan málstað „Ég læt þessi ummæli Vals Am- þórssonar sem vind um eyru þjóta, enda átta ég mig ekki á því hvað hann er að fara. Ég lít svo á að þetta séu orð manns sem hefur veikan málstað að veija,“ sagði Þorsteinn Pólsson forsætisráðherra um ásak- anir Vals Amþórssonar, stjómar- formanns Sambandsins, á hendur Þorsteini. „Hitt er alvarlegra að hann ber það upp á tvo ráðherra í ríkisstjóm- inni að þeir hafi sagt ósatt um umræður sem fram fóm í ráðherra- nefndinni sem fjallaði um Útvegs- bankamálið og að þeir hafi brotið trúnað varðandi umræður í ríkis- stjóminni um málið. Ég hef ekki minnstu ástæðu til að ætla að þessar ásakanir á þá sómakæm menn, sem þessir ráðherrar em, séu réttar og dettur það ekki til hugar eitt augna- blik að þær séu réttar. Það er auðvitað alvarlegt þegar formaður stærstu fyrirtækjasamsteypu lands- ins ber slíkt upp á ráðherra," sagði Þorsteinn Pálsson. Þorsteinn var þá spurður um um- mæli Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra í gær þess efiiis að hótun um stjómarslit væri orsök þess hnúts sem Útvegsbankamálið er komið í. „Mér kemur mat Steingríms á óvart og það hlýtur að byggjast á einhverjum misskilningi," sagði for- sætisráðherra. -S.dór Verkamannasambandið: Ágreiningur um kröfugerðina Innan Verkamannasambandsins er uppi ágreiningur um hvaða kröfúr á að setja fram í komandi kjara- samningum. Fiskvinnslufólk úti á landi er með kröfur upp á 40 þúsund króna mánaðarlaun fyrir byrjendur en foiystumenn sambandsins hafa talað um að byijunarlaunin verði rúmlega 30 þásund krónur á mán- uði. 1 dag mun nefiid sú er kosin var á róðstefhu sambandsins síðastlið- inn föstudag til að móta kröfúgerð- ina koma saman til fyrsta fundar. „Ég skil fiskvinnslufólkið ósköp vel. Fiskverð hefur stórhækkað til sjómanna og útgerðar, afurðaverð erlendis sömuleiðis, þannig að allir sem vinna við sjávarútveginn hafa fengið hækkun nema fiskvinnslu- fólkið. Hitt er svo annað mál að við sem höfúm reynslu í þessum efiium vitum nokkuð hvenær kröfúr eru raunhæfar og hvenær ekki. Mér þykja þær hugmyndir sem sumir eru með vera fjarri raunveruleikanum," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður V erkamannasambandsins. Bjöm Grétar, formaður Verka- lýðsfélags Homaijarðar, lýsti því yfir á ráðstefhu Verkamannasambands- ins á föstudaginn var að ef ekki yrði gengið að þessum hugmyndum fisk- vinnslufólks myndi hann leggja til að Austfirðingar tækju sig út úr samningum Verkamannasambands- ins og semdu heima í hémðum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.