Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. Erlend myndsjá Þessir litlu trébátar eru án efa ódýrasti ferðamátinn fyrir þá sem komast þurfa fram og aftur um höfrnna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fjöldi slíkra leigubáta er sífellt á ferð um höfnina en hún mvm vera einhver umferðarmesta höfii á þessum slóðum. Ekki fylgir sögunni hvað farið kostar en varla er það mikið. Páfinn á von á mót- læti í Bandaríkjunum Þegar Jóhannes Páll II páfi heimsækir Bandaríkin síðar í þessum mánuði má hann eiga von á mótlæti af ýmsu tagi. Margir hópar hafa undirbúið mót- mælastarfsemi sem fara á fram meðan á heimsókn páfa stendur og eru konur þar fremstar í flokki. Þeim þykir páfi afturhaldssamur í kenningum sínum og vilja fá hann til að láta af ýmsum kreddum sínum. Meðal þess sem konumar munu væntanlega mótmæla er afstaða kirkunnar til getnaðarvama, fóstureyð- inga og stöðu konunnar í nútímaþjóðfélagi almennt. Raunar hafa mótmælin gegn afetöðu kaþókku kirkjunnar í þessum málum þegar hafist, því undanfarið hafa konur staðið mótmælastöður fyrir utan sendi- ráð páfagarðs í Washington, höfúðborg Bandaríkjanna. Konumar verða væntanlega ekki einar í mótmælunum því kaþólskir karlar eiga margir ekki síður erfitt með að sætta sig við kenningar kirkjunnar. Má því búast við að páfi fái óvenju kuldalegar viðtökur í þetta sinn. Ödýrasti ferðamátinn í höfiiinni Fékk að fara í skólann Ryan White, fimmtán ára banda- rískur unglingur, fékk loks að fara í skólann í byijun þessarar viku eft- ir langt þref við yfirvöld í Indiana- fylki, þar sem hann býr. Ryan er eitt þeirra bama sem smitast hafa af eyðni gegn um blóðgjafir en for- eldrar annarra skólabama reyna mjög að halda eyðnismituðum út úr skólum landsins. Brfreiðabaninn mikli frá Hamborg Meðal þeirra bifreiðaíþrótta sem athyglisveiðar teljast er að setja gríðarstór dekk undir bifreiðar og aka þeim yfir aðrar bifreiðar með þeim afleiðingum sem augljósar em. Á þessari mynd gefiu- að líta einn slíkan bifreiðabana, í þessu tilviki frá Hamborg í V-Þýskalandi, þótt slíkir gripir séu óneitanlega algengari í Bandaríkjunum. Bifi-eið þessi var einn af sýningargripum á miklum kappakstri í Hamborg um síðustu helgi og þess má geta að drekinn var raunar fluttur inn frá Ameríku. Það gæti verið bagalegt að mæta þessu ferlfld á þröngum vegi. ísraelar mótmæla Miklar mótmælaöldur gengu yfir fsrael um síðustu helgi. Þúsundir verkamanna í flugvélaiðnaði lands- ins (mynd að neðan) mótmæltu þá þvi að hætt var við framleiðslu full- kominnar herþotu. Á sama tíma gengu herskáir strangtrúarmenn um götur (til vinstri) og mótmæltu kvik- myndasýningum á laugardögum, hvíldardegi gyðinga. Töldu þeir sýn- ingamar hin verstu helgispjöll og þurfti lögregla að beita táragasi til að hemja trúarhita þeirra og koma ró á að nýju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.