Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Sauðir óskast Oft höfum við heyrt að undanfórnu, að gengi krón- unnar sé fallið í raun, en ekki megi viðurkenna það formlega vegna fyrirhugaðra kjarasamninga. Til að koma í veg fyrir, að gengislækkun magni frekju í kjara- samningum verði að fresta henni fram yfir þá. Þessi sérkennilega umræða vekur spurningu um, hverjir séu sauðirnir, sem blekkja eigi með frestun geng- islækkunar. Er kannski tahð, að stjórnendur launþega- samtaka og allir þeirra menn verði meðfærilegri að gengislækkun yfirvofandi en að henni framkvæmdri? Nýlega tók þingmaður frá Alþýðuflokknum þátt í baráttu fréttaleikhúss Stöðvar tvö gegn háum vöxtum. Að þjóðlegum sið grét hann örlög skuldara, en hirti ekki um að ræða og reyna að hrekja rökin gegn lækkun vaxta. Hann virtist afar ánægður með frammistöðu sína. Fleirum en Stöð tvö kæmi vel niðurgreiðsla á vöxt- um. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur töluverð- an forgang að lánsfé og mundi hagnast á niðurgreiðslu vaxta. Fréttaleikhúsið hefur hampað forstjóra fyrirtæk- isins kvöld eftir kvöld sem stuðningsmanni í máhnu. Forstjóri Sambandsins lætur eðlilega stjórnast af hagsmunum eigin fyrirtækis, þegar hann vill niður- greiða vexti og einnig þegar hann vih lækka gengið. Það er svo óskylt mál, að hann hefur rangt fyrir sér í fyrra tilvikinu og rétt fyrir sér í hinu síðara. Rétt og rangt eru aukaatriði í hagsmunagæzlunni, sem einkennir íslenzka þjóðmálaumræðu. Gæzlumenn hagsmuna hta ekkert á mótrök og virðast telja, að hugs- anlegum áheyrendum sé nokkuð sama. Þeir séu sauðir til að blekkja. Og svo geta gæzlumenn hka verið sauðir. Uppfræðari ungmenna á Akureyri hefur um skeið verið talinn hklegt þingmannsefni. Hann skrifaði nýlega grein, þar sem hann. kvartaði um, að DV hefði í leiðara tekið afstöðu gegn borun vegagata í fjöll. Hann forðað- ist að rökstyðja götin, nema sem lið í byggðastefnu. Athyghsvert er, að þingmannsefnið taldi andstöðu DV við götin stinga í stúf við stuðning DV við annað byggðamál, frjálst gengi krómjnnar. Hann virtist ekki telja, að mál gætu haft eigin kosti og gaha, burtséð frá því, hvort þau stuðluðu að byggðajafnvægi eða ekki. Gæzlumenn hagsmuna byggðastefnu vilja ekki ræða þá frá öðrum sjónarhóh, til dæmis þjóðhagslegum. Þeir vilja ekki, að fólk átti sig á, að þjóðarhagur geti í sumum thvikum, og ekki öðrum, farið saman við byggðastefnu. Þeir virðast raunar ekki skilja það sjálfir. Merkasta dæmið um þetta er hinn hefðbundni land- búnaður. Ótal rök hafa verið færð að því, að hætta beri opinberum afskiptum, er felast í innflutningsbanni, uppbótum, niðurgreiðslum og styrkjum. Fæstum rak- anna hefur nokkru sinni verið mætt með gagnrökum. Nýtt dæmi um sérkenni umræðunnar um þjóðmál er, að fjármálaráðherra sagði skattahækkanir sínar ekki vera hækkanir, þvi að þær rynnu til sameiginlegra þarfa okkar. Hann virðist telja þá, sem fylgjast með umræðunni, vera algera sauði. Og kannski eru þeir það. Hér hefur verið sagt frá ýmsum lauslega tengdum atriðum, sem benda til, að flóknar og erfiðar röksemdir fari hér á landi nú sem fyrr mjög hahoka fyrir hreinum og tærum hagsmunum, annaðhvort af því að menn skhja ekki betur eða vhja ekki skhja betur. Blekkingin sigrar oftast þekkinguna. En ekki er auð- velt að sjá, hveijir séu fremur blekktir, sauðirrtir, sem blekkja á, eða sauðirnir, sem eru að reyna að blekkja. Jónas Kristjánsson Sauðurí úlfagæru Öllum er kunnugt gamla spakmæ- lið um úlfinn í sauðargærunni. Sauðargæran var hið saklausa yfirvarp eða búningur illkvittinnar og ránslegrar náttúru sem undir leyndist. Sauðurinn var aftur á móti sauðmeinlaus og sauöþrár á stundum, en einnig þýddi það að vera auli ef einhver var uppnefnd- ur sauður. Þessar vangaveltur eru áleitnar þessa dagana vegna þess að enn einu sinni hefur komið í ljós að sauðkindin virðist hafa beinlínis dulmagnaðan kraft og áhrifamátt á íslensk stjómvöld. Einhvem veg- inn virðast völd sauðkindarinnar vera í bakgmnni þegar flestar mik- ilvægar stjórnmáíaákvarðanir em teknar á íslandi. Margir skamm- sýnir menn hafa staðið upp á KjáUaiinn Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur málþingum eða ritað varnarorð gegn áhrifamætti sauðkindarinnar og haft verra af. Þeir hafa síðan borið bein sín einhvers staðar í útjörðum landbúnaðarins eða í hagfræöideildum einhverra ríkis- stofnana. Þetta er á margan hátt sambærilegt við það sem sjón- varpsáhorfendur fá að sjá í ítalska sjónvarpsþættinum um kolkrabb- ann sem teygir arma sína víða um ítalskan þjóðarlíkama án þess að nokkur maöur viti hvemig. Að vísu er dauðadagi manna þá bókstafleg- ur en á íslandi er hann gjaman pólitískur eða embættislegur. Verður nú reynt að skoða þann hluta íssins sem upp úr stendur en það sem er neðansjávar er tæpast á valdi dauðlegra manna að út- skýra. Hver á ísland? Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra gerði víðreist um ísland og útlistaði fyrir mönnum hver á Island. Eftir að hann var sestur 1 stól fjármálaráðherra hef- ur hann beitt sér fjálglega fyrir hallalausum ríkisbúskap og stóð hann í miklu stímabraki viö að sannfæra alþjóð og sér í lagi eigin flokksmenn um nauðsyn þess að hafa jafnan söluskatt á öllum vör- um og matvælum til þess að innheimta mætti skattinn sóma- samlega. Áhrifamenn í Alþýðu- flokki skömmuðu ráðherrann fyrir matarskatt og köpuryrðin ómuðu landshoma á milli. En ráðherrann er vígafimur með orðum. Til þess að unnt sé að ná söluskatti á sum- um matvælum niður úr 25% þarf fyrst að leggja jafnan söluskatt á öll matvæli og þá fyrst er unnt að lækka skattinn. Fyrst þarf að fá samræmi í hlutina. Svo birtist laga- fmmvarp ráðherrans með 25% söluskatti á öll matvæli. En til þess að afurðir sauðkindar- innar og mjólkur hækki ekki í verði ætlar ráðherrann að auka niður- greiðslur á þessum vöram um 1250 milljónir króna. En til þess að það sé hægt verður söluskatturinn að vera 25% í stað þess að lækka. Þaö verður því að hækka söluskattinn svo unnt sé að greiða samræmið sem felst í því að auka ósamræmið. Enda hækka nánast öll matvæh í verði nema þau sem era samræmd- ari en önnur, þ.e. afurðir sauðkind- arinnar og mjólkurafurðir. Þetta er augljós leikflétta sem verður aðeins skýrð með því að sauðkind- in á ísland, að hluta til a.m.k. Enda má trúa því að fjármálaráðherra hafi nú endurskoðað ræðu sína úr hringferðinni miklu. Heilbrigt líferni Formaður Manneldisfélagsins ritaði í síðustu viku ágæta grein um manneldisstefnu á íslandi, en félagið hélt nýlega ráðstefnu um máhö, en hún ályktaði, að stjóm- völd ættu að hafa heilbrigðismark- mið að leiðarljósi við gerð manneldisstefnu. Niðurstaða íjár- málaráðherra var náttúrlega í öfuga átt, en bæði landlæknir og formaður Manneldisráðs hafa hka hógværlega bent á þetta, en auðvit- að hafa þeir minna vit á þessu en þeir sem eiga ísland. Það hlýtur að teljast eðlilegt að hækka verö á grænmeti, ávöxtum, brauði og fiski til þess að greiða niður kindakjöt. Það hefur vakið athygh margra á' undanfómum árum að varla hefur verið haldinn fundur um manneld- ismál án þess að sauðkindin ætti sér þar marga og verðuga fuhtrúa. Við stofnun Manneldisfélagsins fyrir nokkrum áram t.d. fjöl- menntu fuhtrúar sauðkindarinnar til að tryggja það að félagið yrði ekki notað til þess aö gera eitthvert þéttbýhsuppþot gegn sauðfjárfitu með erlendar kennisetningar að yfirvarpi. - Danskur fræðimaður um áhrif harðfitu á hjarta og æða- kerfi mátti auk þess fá að finna eitt sinn fyrir því að vísindalegar nið- urstöður um sauðfjárfitu yrðu ekki fengnar nema með því að sýna umræddri skepnu tilhlýðUega virð- ingu. Mengunarvandamál Alhr ræða um mengun og heUir stjórnmálaflokkar hafa orðið til í útlöndum tíl þess að berjast gegn mengun. AUt er orðið mengun að bráð, umhverfi, vatn og sjór, loft og nú síðast sameinast menn gegn hávaðamengun. Sauðkindin deplar tæpast auga út af þessu. Landvemd og Náttúravemdarráð fjalla stöð- ugt um menguri á íslandi, en að sjálfsögðu á sauðkindin þar sína fulltrúa. Menn eyða tíma sínum í fiórhjól, plastpoka og svoleiðis. Gróðureyðingu og landfok verður að ræða um af skUningi, sem aðeins fæst með nánum kynnum af sauð- kindinni. Kjaharahöfundur var eitt sinn fulltrúi á ársfundi Landvernd- ar. Gróðurkörtasérfræðingur Rannsóknastofnunar landbúnað- arins varð þar fyrir aðkasti af hálfu sauðfiárfuhtrúa, sem hafa ráðið sér sérstakan landnýtingarráðunaut, sem getur staðið uppi í hárinu á skammsýnum mönnum eins og skógræktarsfióra, landgræðslu- sfióra og gróðurrannsóknamönn- um. En nú kastar fyrst tólfunum, þegar Ómar Ragnarsson er farinn að fljúga um landið með sjónvarps- myndavélar. Þá er hara að siga áhrifamönnum úr sauðfiárhags- munasveitum á forráðmenn sjón- varps. Landbúnaðarrannsóknir Rannsóknamenn á sviði al- mennra rannsókna í landbúnaði era oft í miklum vanda staddir. Stór hluti rannsóknanna liefur beinst að sauðfiármálum, beint eða óbeint. Svo kemur nokkur raghng- ur upp, því menn vita ekki gjörla hvort framleiðsluaukning eða framleiðsluminnkun er það sem máh skiptir. En þaö skiptir ekki mestu máh, ef bara sauðfiárrann- sóknir fara fram með tilheyrandi tilraunastöðvuiri hingað og þangað um landið. Þess vegna verða rann- sóknamenn að skrá sig í stuðnings- sveitir sauðkindarinnar því annars geta þeirri ekki auðveldlega unnið að rannsóknum. Nærgöngulum spumingum um arðsemi og bú- stærðir, fiölda bújarða og staðsetn- ingu þeirra verður ekki svaraö án tillits til þess að sauðfiárrækt telst th lifnaðarhátta en ekki fram- leiðslrigreinar sem fellur undir venjulega útreikninga. Þess vegna eru það þjóðháttafræðingar einir sem geta lagt mat á gagnsemi sauð- fiárræktar. Hér er komin skýringin á því að ýmsum hagfræðingum hefur orðið hált á svehinu í sínum umfiöllunum um landbúnað, en geta má í þessu sambandi Bjöms Matthíassonar (bændaskelfis), Gylfa Þ. Gíslasonar og Benjamíns Eiríkssonar, en honum blöskraði fákunnátta samferðamanna sinna. Búvörulögin og búvöru- samningurinn Eftir setningu búvörulaganna 1985 töldu margir að nú ætti að telja offramleiðslu sauðfiárafurða (öskuhaugastefnu) niður í hægfara þrepum. Það má kallast afrek út af fyrir sig að fá jafnflókin mál og þau í gegn um þingið, en megin- reglan er sú að shk mál verða ekki afgreidd sbr. framhaldsskólafrum- varpið. En hin óviðjafnanlega ríkisrekna upplýsingavél land- búnaðarins gerir það að verkum, að þingmenn eru svo blessunarlega ofurseldir talnaflóði og uppsöfnuð- um röksemdum og rökleysum landbúnaðarins að þeir eiga sér ekki viðreisnar von. Síðan telja sfiómmálamenn sig verða að gera búvörusamning til margra ára, svo unnt sé að skipuleggja eins og gert er í Sóvét. Þegar búvörusamning- urinn er skoðaður koma ahtaf nýir pinklar í ljós. Menn leika sig stöð- ugt í mát, og þegar upp verður staðiö 1988 mun ríkið greiða a.m.k. um fióra mhljarða í útflutnings- bætur, niðurgreiðslur, í lífeyrissjóð bænda, th jarðræktar og til land- búnaðarstofnana o.fl. o.fl. Er þetta ekki snhld? Svo er vælt út um allt vegna fiárskorts th ahra hluta, sér- kennslu, hehsugæslu, hókhlöðu, lánasjóðs námsmanna, húsnæðis- mála, tónhstarkennslu o.s.frv. Máhð er það að aðrir hafa ekkert lært af sauðkindinni, sem sýnir úlfagæra en er í raun sauðmein- laus. Þaö skyldi þó ekki vera að fiármálaráðherra yrði einnig fóta- skortur á sauðkindinni sauðþráu! En það gæti verið að sauður muni ekki þýöa auli framar í íslensku máli en það væri súrt í broti fyrir þrætubókarslyngan ráðherrann að þurfa að éta ofan í sig stóryrðin, en einmitt hann hefur tekið meira upp í sig í þessum efnum en aðrir stjómmálamenn. Dr. Jónas Bjarnason „Það hefur vakið athygli margra á und- anförnum árum að varla hefur verið haldinn fundur um manneldismál án þess að sauðkindin ætti sér þar marga og verðuga fulltrúa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.