Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 45
45 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Fréttir Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri: „Branamálastofnun er nánast gjaldþrota“ „í nágrannalöndum okkar er meira um brunatjón en hér á landi. Þaö hefur að vísu veriö nokkuð um stórbruna hér undanfarið en það er meðaltalið sem gildir. Hér á landi er tjón á hvern íbúa til dæmis mun minna en í Noregi. Munurinn er yfir- leitt sá að hér hefur tjón orðið einn þriöji á móti tjóni þar,“ sagði Berg- steinn Gizurarson brunamálastjóri. Bergsteinn segir að þessi mikh munur stafl ekki af því að við séum lengra komin í brunavömum heldur ráði þar meira um að hér er mikið af steinsteyptum húsum, húsum sem skiptast í steyptar einingar, svo sem íbúðarhús. Hér er heldur ekki mikill iönaður. Hér þekkist vart lengur að hús séu hituð upp með olíu. Þessi atriði og fleiri gera það aö verkum að brunatjón er minna hér en víðast erlendis. Brunamálastofnun nánast gjaldþrota „Vegna tæknivæðingar og aukins iðnaðar þarf aö skapast hér þekking í brunavörnum. Með aukinni iðnaö- ar- og tækniþróun getur skapast hætta á fleiri stórbrunum ef bruna- varnaeftirlit er ekki aukið að sama skapi. Brunamálastofnun er nánast gjaldþrota. Það, ásamt ónógum reglugerðum og mannfæð, skapar okkur erfiðleika. Tekjustofninn hef- ur verið 1,25% af iðgjöldum bruna- trygginga. Þessi' tekjustofn hefur farið lækkandi. Það er bein afleiðing af því að brunaskaðar hafa minnkað. Það má segja að tekjur stofnunárinn- ar séu í öfugu hlutfalli við árangur. Hér starfa átta manns. Nýlega er hafin úttekt eldvama eldri bygginga. Tveir af starfsmönnunum sinna því að taka út eldri fyrirtæki og staði þar sem fólk safnast saman og sem fólk dvelur á. Skýrslur um starf þessara manna verða sendar viðkomandi slökkvi- hösstjórum og bæjarstjórum. Eld- vamaeftirht er í umsjá viðkomadi sveitarfélaga samkvæmt lögum. Eðlilegast þykir mér samt að stofn- unin hafl yfimmsjón með bmna- varnaeftirhti. Þess ber að geta að það er margra ára starf að breyta ástandi brunamála." Árangurinn fer ekki eftir því hve marga við sektum - Nú hefur ekki gengiö neitt dóms- mál vegna brota á lögum um bruna- varnir: „Árangur starfs okkar fer ekki eft- ir því hve marga við sektum heldur í minnkandi tjóni og að takast megi að bjarga mannslífum. Það er erfltt að beita sektum þegar ekki er ljóst hverja á að sekta og fyrir hvað. Það er nánast óframkvæmanlegt fyrir okkur að sekta einn þegar aörir em jafnsekir og jafnvel sekari. Við þurf- um að ná th fjöldans. Það er erfitt fyrir okkur að láta loka frystihúsi vegna þess að ekki er allt samkvæmt ýtrustu kröfum í bmnavörnum. Öðru máh gegnir um hótel eöa aðra slíka staði þar sem bein hætta getur veriö fyrir almenning. Ef einhver á auðvelt með að fylgj- ast með brunavömum þá em það tryggingafélögin. Ættu þau líka að beita meira mismunun í tryggingaið- gjöldum með tilliti til branavama. Varðandi rannsóknir á brunum gengur það ekki að hafa rannsókn- imar eingöngu í höndum lögreglu. Hér hefur líka orðið breyting á.“ - Hverju er helst ábótavant í fyrir- byggjandi aðgerðum eða bruna- tæknhegri hönnun? „Aðalatriðið er að eldur nái ekki til nema takmarkaös hluta viðkom- andi bygginga. Eins er mikilvægt að slökkvihö sé sem fljótast á bruna- stað. Það er mikið verk óunnið í gerð reglugerða. Brunamálastofnun getur ekki unniö þetta verk svo vel sé nema th komi aukinn mannafli. Viðkom- andi fyrirtæki verður að kaupa sér branatæknilega hönnun. Bruna- málastofnun veitir aðstoð og ráðgjöf við slíkar hannanir. Það þarf að auka tekjustofn stofn- unarinnar. Nú stendur th að leggja frumvarp um breyttan tekjustofn fram á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir að við fáum hluta af tryggingaupp- hæðum iðgjalda í stað gamla kerfis- ins. Einnig stendur th að auka hann töluvert. Við vitum ekki endanlega um branatjón ársins 1986. Það gengur illa aö fá upplýsingar frá tryggingafé- lögunum. Það má segja að þau sofi á verðinum hvaö því viðvíkur." -sme Frá vinstri: dóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur hafið árlega jóla- söfnun sína th aðstoðar sjúku og efnahtlu fólki. Söfnunar- hstar hafa verið sendir til fyrirtækja og einstakhnga og tekur Mæðrastyrksnefnd á móti framlögum og umsóknum um styrk að Njálsgötu 3. Póstgírónúmer söfnunarinnar er 36600-5. Úthlutun á fatnaði er þegar hafin og stendur hún fram th 18. desember aö Traðarkotssundi 6 frá kl. 15-18. -JBj Bandarískur jólapappír og merkimiðar með Gretti Líka Grettis ioðdýr ^HUSIO LAUGAVEGI178. S(MI 686780. 7/i m tmi Z(RBOU/fJSH TME ULTIMATE POWER PRESSURE WASHER ÞVOTTATÆKIO Alhliða þvottatæki tengt beint við garðslönguna. „SOFT-SUDS“ sápubrúsi fylgirhverju tæki. „TURBO-WAX“ bóni ersprautað á bílinn með tækinu. Tilvalið á: * bílinn * húsið * gluggana * stéttina og márgt fleira. Tilvalin jólagjöf Varahlutaverslun Bildshöfða 18 - Reykjavik - Simi 91-672900 HAFN ARF JARÐARJARLINN FINARS SAGA ÞORGIISSONAR Ásgeir Jakobsson HAFNARFJARÐARJARLINN er ævisaga Einars Þorgilssonar og segir frá foreldrum Einars og æsku hans í þurrabúð í Garðahverfi, og síðan frá Einari sem formanni og útvegs- bónda á árabátatímanum, kútteraútgerðarmanni á kúttera- tímanum og útgerðarmanni fyrsta íslenzka togarans. HAFNARFJARÐARJARLINN er 100 ára útgerdarsaga Einars Þorgilssonar og þess fyrirtækis, sem lifði eftir hans dag og er elzta starfandi útgerð í landinu, rekin samfellt í heila öld og byrjuð önnur öldin. HAFNARFJARÐARJARLINN er 86 ára saga verzlunar Einars Þorgilssonar, sem er elzta starfandi einkaverzlun í landinu, og þar er saga frumbýlingsáranna í alinnlendri verzlun. HAFNARFJARÐARJARLINN er 100 ára Hafnarfjardarsaga. Einar Þorgilsson var einn af ,,feðrum“ bæjarins, ásamt því að vera stór atvinnurekandi var hann hreppstjóri Garða- hrepps þegar hreppnum var skipt. Einar varð sem bæjar- fulltrúi í flestum þeim nefndum bæjarins, sem lögðu grunninn að bænum. Einar var 1. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu um skeið, og flutti fyrstur manna frumvarp um Hafnarfjörð sem ser kjördæmi. HAFNARFJARÐARJARLINN er Cootssaga, fyrsta íslenzka togarans, sögð eftir heimildum, sem ekki voru áður kunnar. HAFNARFJARÐARJARLINN er almenn sjávarútvegssaga í 100 ár, sögð um leið og einkasaga Einars Þorgilssonar. SKVGGSJÁ BÓKABÚD OLIVERS STEMS SF PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.