Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Meiuiing_______________________pv Góð listaverkabók Aðalsteinn Ingólfsson. Kristín Jónsdóttir - Listakona i gróandanum. Bókagútgáfan Þjóösaga 1987. Bókin um Kristínu Jónsdóttur list- málara hefst á formála höfundar og þar segir hann meöal annars frá því að þrátt fyrir að listakonan hafi skrif- að mikið þá hafi hún lítið sem ekkert gert að þvi að tjá sig um hst sína og það sem verra er, hún hirti ekki allt- af um að merkja myndir sínar né skrifa á þær ártöl. Það hefur að sögn höfundar torveldað fræðilega úttekt á ferli hennar, sem eðlilegt er. Síðan segir orðrétt: „Af þeim ástæðum hef ég fyrst og fremst kappkostað að draga fram helstu staðreyndir og heimildir um lífshlaup Kristínar og hstsköpun og koma þeim fyrir í réttri tímaröð, en reyni að hafa allan vara á hvað ágiskanir og túlkanir varðar. Verði framlag mitt til þess að vekja varanlegan áhuga almennings á verkum Kristínar og löngun hst- fræðinga til frekari rannsókna á þeim er thgangi mínum náð.“ (bls. 12) Það er frekar óvenjulegt að sjá markmið höfundar sett fram á þenn- an hátt og því freistandi að gæta að því að loknum lestri bókarinnar, að hvaða leyti höfundinum hefur tekist ætlunarverk sitt. í fyrsta kafla bókarinnar, „Kristín Jónsdóttir og kvennahst" vekur höf- undur athygh á því hve lítill áhugi hefur verið fyrir hlut kvenna í ís- lenskri myndhst. Hann kemst sjálfur að þeirri niðurstöðu hvað varðar hlut kynjanna í þróun myndlistar hér á landi „að hiutur kvenna í þeim sjónhstum sem voru stundaðar hér á landi öldum saman er svo mikih að hann er nánast afgerandi fyrir bókinni og ekki hægt að horfa fram- hjá áhrifamesta tímabhinu í lífi listamannsiús, það er námsárunum, en einhvern veginn fannst mér að ég hefði lesið þetta aht áður. Þær eru ekki svo fáar bækurnar sem greina frá lífi íslenskra hstamanna í Kaup- mannahöfn á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þarna verður kannski heimhdarskorturinn, sem Bókmenntir Þorgeir Ólafsson áður var minnst á, höfundi fjötur um fót, því þrátt fyrir að Kristín hafi skrifað mikið af bréfum á þessum árum sínum ytra segir hún lítið frá einkahögum sínum og sérstaklega er lítið um úthstanir á listænum vanga- veltum að sögn höfundar. Listfræðilegar skýringar Eins og fyrr segir er aðferð höfund- ar í þessari bók sú að flétta saman frásögnum- af lífi hstakonunnar og útleggingum á hst hennar. Ég tel að höfundinum takist hið síðamefnda, þ.e.a.s. hvað varðar hstfræðhegar skýringar, mjög vel. Hann er hófsam- ur í notkun sérfræðilegra hugtaka og þegar hann beitir þeim þá skýrir hann samhengið á þann hátt aö hver einasti lesandi bókarinnar ætti að geta theinkað sér þau. Þetta er tölu- verður vandi, ekki síst vegna þess að það er hætt við að höfundamir gangi einum of langt í einfoldunum sínum og fyrir bragöið verða hsta- verkin og hstamaðurinn sem flahað er um, dregin niður á lágkúrulegt plan. Dæmi um ágæta framsetningu Kristin Jónsdóttir málar á Akureyri á fjóröa áratugnum. þróun íslenskrar myndhstar." (bls. 15) Röksemdafærsla Aðalsteins Ing- ólfssonar er sannfærandi og ég hef trú á að frekari rannsóknir í ís- lenskri myndhstarsögu staðfesti skoðun hans. Rétt aðferð í hstaverkabókum af þessu tagi hafa verið reyndar margar aðferöir í framsetningu. í bókinni um Krist- ínu Jónsdóttur er valin sú leið að flétta saman æviferh listakonunnar og hstsköpun. Höfundurinn er mjög meðvitaður um samband þjóðfélags og hstar og er ekki haldinn neinum grhlum um sjálfræði hstarinnar að þvi er ég fæ best séð. í formála er þess getið að ekki sé nokkur leið að taka hstsköpun úr þjóðfélagslegu samhengi og það segir nokkuö til um listfræðhegar skoðanir og aðferðir höfundar. Bókin um Kristínu Jónsdóttur er séríslensk að því leyti að ættar henn- ar og uppruna er vel og rækilega getið. Þetta er óalgengt í erlendum bókum af sama toga, enda ekki jafn rík hefð annars staðar fyrir því aö skyggnast um á ættarmeiði fólks. Lesendur fá ágæta mynd af fólki Kristínar og af æskuárum hennar. Sú lesning er miklu skemmthegri en frásagnirnar af námsárum henn- ar í Kaupmannahöfn, lýsingar á samferöafólki hennar, lífinu í borg- inni og svo framvegis. Þeíta er að sjálfsögðu nauðsynlegur hlutur í Álfar og erótík Eirfkur Laxdal. Saga Ólafs Þórhallasonar - Álfasagan mlkla. Þorsteinn Antonsson og Maria Anna Þorsteinssdóttir sáu um útgáfuna. Bókaútgáfan Þjóösaga 1987. Eiríkur Laxdal fæddist árið 1743 og dó 73 árum síðar. Hann var sendur th mennta í Kaupmanna- höfn en varð htið úr námi, fór í danska sjóherinn og komst í óljós kynni við prinsessu. Eftir utan- landsveruna gerðist hann fyrst kotbóndi en flosnaði upp og lagöist í flakk. Kvennamaður var hann ágætur og fékkst töluvert við rit- störf en er fyrst núna að koma út á bók. Hvað er þá á seyði? Er hér nýupp- götvaður snillingur á ferð? Menn hafa að vísu vitað um skrif Eiríks aha tíð en aldrei fengist th að stimpla Ólafs sögu sem fuhghda skáldsögu eins og útgefendum er mjög í mun að fá fólk th að trúa. Og hinu má ekki gleyma að flölda- margar sögur og kvæöi hggja óútgefin í handritum frá fyrri öld- um svo það eru í sjálfu sér ekki mikh tíðindi þó að gömul verk séu fyrst að koma út núna. Saga Ólafs Þórhahasonar er sam- an sett úr þjóðsögum sem höfund- urinn, Eiríkur Laxdal, tengir saman og lætur mætast í aðalper- sónu sögunnar. En bætir sagan þá einhveiju við þjóðsögumar? Er hún eitthvað annað en þjóðsagna- safn? Sagan endurspeglar nokkuð nákvæmlega hugmyndir þjóðar- innar um huldufólk: drauminn um fagrar meyjar sem karlmenn hggja með um nætur án þess að því fylgi nokkur eftirmál í mannheimum og hér er hka uppspunasagan um að bamsfaðirinn hafi verið huldu- maður sem kom th heimasætunnar og gerði henni bam þegar enginn sá th. Menn geta svo spurt sig hversu nákvæm túlkun raunveru- leikans huldufólkssögumar vom. Vora þær draumur eða veruleiki? Galdrar þykja eðlilegir En með því að fara í gegniun hendur eins höfundar sem gerir úr þeim samfellda sögu um ævintýri Ólafs og samferðamanna hans á íslandi em þessar sundurlausu sögur fehdar inn í hehdarmunstur sem hefur merkingu og er um leið oröiö eitthvað annaö en þjóðsög- umar sem það er búið th úr. Og nú árar þannig í bókmennta- smekknum aö álfheimar eru velkomnir inn í skáldsögumar, Nútíma íslendingar við álfaborg. galdrar þykja eðhlegir og fólk vhl ekki lengur láta eins og raunvem- leikinn sé bara fiskur og kartöflur. Nútímahöfundar senda frá sér sögur sem koma við í álfheimum og þá vaknar sú spuming hvort Eiríkur hafi verið svona langt á undan sinni samtíö og hvort rétt sé að kaha hann módemista eins og útgefendur gera. Auðvitað sló Eiríkur ekki alveg í takt við viður- kennd yfirvöld á sínum tíma en hugmyndir hans hafa engu að síður verið mjög á döfinni á námsárun- um í Danmörku. Eins verðum við að vara okkur á því að halda að nýjungar í skáldsagnagerð, sem m.a. felast í að sækja sér styrk í þjóðsögur og ævintýri, geri þjóö- sögur og ævintýri mjög módernísk- ar bókmenntagreinar. Þjóðsögur verða ekki nýstárlegar þó að nú- tímaskáldsagnahöfundar fari að nota þær í verkum sínum. Aðfara milli kvenna Saga Ólafs Þórhahasonar er mik- ið verk og rúmar ótrúlega mikið af sögu þjóðarinnar í margar aldir. Ást og erótík leika hér lausum hala og höfundur dylst ekki á bak við flókið táknmál um fossa og gljúfrabúa þegar skyggir og elsk- endur fara í sín ból. Aðalpersónan, Ólafur, iöjar það helst í sögunni að fara á mihi kvenna, þessa heims og annars, liggja með þeim um nætur og njóta góðrar þjónustu á meðan hann hlýðir á sögur kvenn- anna af sér og sínum. Ástkonur Ólafs tala nokkuð hver um aðra og ber akki alveg saman eins og eðhlegt er því að þær keppa um ást hans og reyna að styrkja eigin stöðu með því að útmála van- kanta hinna. Við þetta fáum við fleiri en eina frásögn af sama at- burðinum og sjáum hvernig sann- leikurinn getur hæglega orðiö margskonar og því er haldið fram að við getum ekki treyst öðrum en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.