Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 48
« FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Stefanía prinsessa frá Mónakó er kjarnorkukvenmaður, hvað sem annars má um hana segja. Hún er um þessar mundir að skrifa endur- minningar sínar og eru þar væntanlega ýmsar krass- andi ástarlýsingar af henni og elskhugum hennar, Del- on og Belmondo, sonum leikaranna frægu. Maríó, núverandi kærasti hennar, er víst ekkert allt of hrifinn af tiltækinu. Sumir hafa vilj- að halda því fram að Ste- fanía sé fullung til þess að skrifa endurminningar sínar. Veislustjóri var Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður á DV, sem hér er lengst til vinstri á myndinni. Honum til vinstri handar eru Magnús Guðmundsson, ritstjóri Vikunnar, hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Bryndís Schram og Sigrún Gunnarsdóttir, eiginkona Sigurdórs. Jodie Foster, leikkonan fræga, sem fræg- ust er fyrir hlutverk sín í Taxi Driver og Bugsy Mal- one hefur haft hægt um sig í mörg ár. Tilræðismaðurinn John Hinckley, sem sýndi Ronald Reagan banatil- ræði, sagðist á sínum tíma vera ástfanginn af henni og hún tók það ákaflega nærri sér lengi vel. Nú segist hún vera búin að jafna sig og er farin að leika á fullu aft- ur. Einnig segist hún ætla að ná sér í mann, gifta sig, byrja á að hlaða niður börn- um og lifa loksins eðlilegu lífi. Mike Oldfield, popparinn góðkunni, er þriggja barna faðir. Nú fyrir stuttu skildi hann við konu sína eftir margra ára hjóna- band og er tekinn saman við norska söngkonu. Hún heitir Anita Hegerland og hann ætlar henni stórt hlut- verk í tónlistarbransanum í framtíðinni. Hann lætur hana syngja á nýjustu plötu sinni til þess að koma henni á framfæri en heldur var far- -ið að halla undan fæti hjá henni þegar Oldfield tók við henni. Á níutíu ára Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri útvarps, fékk silfurmerki Bl á afmælisfagnaðinum. Hér ræðir hún við Helga Pétursson sjónvarpsmann og Birnu Pálsdóttur, konu hans. DV-myndir KAE Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Bryndis Schram l glæsilegri sveiflu á dansgólfinu. yfes'■m'iiMíao-wjtmiM afmælisfagnaði Tvær flugur voru slegnar í einu höggi er Blaðamannafélag íslands hélt upp á 90 ára afmæli sitt síðastlið- ið laugardagskvöld og um leið var Hótel Island, sem nýrisiö er við Ár- múla í Reykjavík, tekið í notkun. Það var vel við hæfi að Blaða- mannafélag íslands héldi afmælis- fagnað sinn á nýja hótelinu því að stofnfundur félagsins var einmitt haldinn á gamla Hótel íslandi fyrir 90 árum. Fáa hefði sjálfsagt dreymt um að hægt yrði að halda afmælisfagnaðinn í nýja hótelinu ef þeir heíðu átt leið þangað fyrr um daginn. Allt virtist vera á rúi og stúi en fjöldi iðnaðar- manna lagöist á eitt um að ljúka við húsið fyrir skemmtunina og tókst það naumlega. Síðustu iðnaðar- mennimir voru rétt nýhorfnir úr húsinu þegar fyrstu gestirnir birtust. - Heiðursgestir kvöldsins voru Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra en þeir störfuðu báðir hér áður fyrr sem blaðamenn. Á af- mælishátíðinni voru Margrét Ind- riðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, og Sverrir Þórðar- son, blaöamaður á Morgunblaðinu, sæmd silfurmerki Blaöamannafélags íslands. ' Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður á DV, var veislustjóri kvöldsins. Afmælishátíöin var vel sótt og mættu rúmlega 400 manns í glæsileg salarkynni nýja hótelsins og nutu veitinga og fjölbreyttra skemmtiat- riða. Ljósmyndari DV var meðal gesta og smellti af nokkrum mynd- um. Þau tengjast öll DV á einhvern hátt, Anna Agústsdóttir, eiginkona Gunnars V. Andréssonar Ijósmyndara sem er lengst til hægri. Fyrir miðju eru hjónin Halldóra Teitsdóttir og Jónas Haraldsson fréttastjóri og Eiríkur Jónsson safnvörður. Á milli Eiríks og Gunnars grillir í Herbert Guðmundsson sem var blaðamaður á DV um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.