Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Qupperneq 48
« FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Stefanía prinsessa frá Mónakó er kjarnorkukvenmaður, hvað sem annars má um hana segja. Hún er um þessar mundir að skrifa endur- minningar sínar og eru þar væntanlega ýmsar krass- andi ástarlýsingar af henni og elskhugum hennar, Del- on og Belmondo, sonum leikaranna frægu. Maríó, núverandi kærasti hennar, er víst ekkert allt of hrifinn af tiltækinu. Sumir hafa vilj- að halda því fram að Ste- fanía sé fullung til þess að skrifa endurminningar sínar. Veislustjóri var Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður á DV, sem hér er lengst til vinstri á myndinni. Honum til vinstri handar eru Magnús Guðmundsson, ritstjóri Vikunnar, hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Bryndís Schram og Sigrún Gunnarsdóttir, eiginkona Sigurdórs. Jodie Foster, leikkonan fræga, sem fræg- ust er fyrir hlutverk sín í Taxi Driver og Bugsy Mal- one hefur haft hægt um sig í mörg ár. Tilræðismaðurinn John Hinckley, sem sýndi Ronald Reagan banatil- ræði, sagðist á sínum tíma vera ástfanginn af henni og hún tók það ákaflega nærri sér lengi vel. Nú segist hún vera búin að jafna sig og er farin að leika á fullu aft- ur. Einnig segist hún ætla að ná sér í mann, gifta sig, byrja á að hlaða niður börn- um og lifa loksins eðlilegu lífi. Mike Oldfield, popparinn góðkunni, er þriggja barna faðir. Nú fyrir stuttu skildi hann við konu sína eftir margra ára hjóna- band og er tekinn saman við norska söngkonu. Hún heitir Anita Hegerland og hann ætlar henni stórt hlut- verk í tónlistarbransanum í framtíðinni. Hann lætur hana syngja á nýjustu plötu sinni til þess að koma henni á framfæri en heldur var far- -ið að halla undan fæti hjá henni þegar Oldfield tók við henni. Á níutíu ára Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri útvarps, fékk silfurmerki Bl á afmælisfagnaðinum. Hér ræðir hún við Helga Pétursson sjónvarpsmann og Birnu Pálsdóttur, konu hans. DV-myndir KAE Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Bryndis Schram l glæsilegri sveiflu á dansgólfinu. yfes'■m'iiMíao-wjtmiM afmælisfagnaði Tvær flugur voru slegnar í einu höggi er Blaðamannafélag íslands hélt upp á 90 ára afmæli sitt síðastlið- ið laugardagskvöld og um leið var Hótel Island, sem nýrisiö er við Ár- múla í Reykjavík, tekið í notkun. Það var vel við hæfi að Blaða- mannafélag íslands héldi afmælis- fagnað sinn á nýja hótelinu því að stofnfundur félagsins var einmitt haldinn á gamla Hótel íslandi fyrir 90 árum. Fáa hefði sjálfsagt dreymt um að hægt yrði að halda afmælisfagnaðinn í nýja hótelinu ef þeir heíðu átt leið þangað fyrr um daginn. Allt virtist vera á rúi og stúi en fjöldi iðnaðar- manna lagöist á eitt um að ljúka við húsið fyrir skemmtunina og tókst það naumlega. Síðustu iðnaðar- mennimir voru rétt nýhorfnir úr húsinu þegar fyrstu gestirnir birtust. - Heiðursgestir kvöldsins voru Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra en þeir störfuðu báðir hér áður fyrr sem blaðamenn. Á af- mælishátíðinni voru Margrét Ind- riðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, og Sverrir Þórðar- son, blaöamaður á Morgunblaðinu, sæmd silfurmerki Blaöamannafélags íslands. ' Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður á DV, var veislustjóri kvöldsins. Afmælishátíöin var vel sótt og mættu rúmlega 400 manns í glæsileg salarkynni nýja hótelsins og nutu veitinga og fjölbreyttra skemmtiat- riða. Ljósmyndari DV var meðal gesta og smellti af nokkrum mynd- um. Þau tengjast öll DV á einhvern hátt, Anna Agústsdóttir, eiginkona Gunnars V. Andréssonar Ijósmyndara sem er lengst til hægri. Fyrir miðju eru hjónin Halldóra Teitsdóttir og Jónas Haraldsson fréttastjóri og Eiríkur Jónsson safnvörður. Á milli Eiríks og Gunnars grillir í Herbert Guðmundsson sem var blaðamaður á DV um árabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.