Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. 32 Fréttir Askonin til AlþSngis: Vara við að hætta stuðningi rikis við tónlistarskóla Áskorun tfl Alþingis meö undir- skriftum yfir sjðtíu manns var afhent á á þingi gær, en í áskorun- inni er lýst áhyggjum vegna ráöagerða um aö fella úr gildi lög um ríkisstuðning viö tónlistar- skóla. „Það er á allra vitoröi hver lyfti- stöng þau hafa verið tónlístarupp- eldi i landinu og menningu þjóöarinnar. Við vfljum vara viö þvi voðalega slysi sem hlotist gæti af að hnekkja í flaustri lögum sem allir kunnugir eru á einu máli um aö oröiö hafi til gæfu,“ segir í áskoruninni. Undir áskoninina rita flölmargir þjóökunnir íslendingar, svo sem Thor Vilhjálmsson og Einar Bragi rithöfundar, Bragi Asgeirsson og Tryggvi Olafsson litsmálarar, skáldin Þorsteinn frá Hamri og Matthias Johannessen, Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, Ámi Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, og fleiri. -ój Amfetamínið: Keyptu eter eftir að rannsókn hófst Mennimir tveir, sem nú sitja í æsluvarðhaldi fyrir framleiðslu á mfetamíni, fengu keyptan eter hjá .yfjaverslun ríkisins eftir aö grunur á fyrir um til hvers mennimir not- iðu hann. Var það liður í uppljóstran nálsins að láta mennina hafa eterinn ■ftir að farið var að kanna hvaöa til- ;angi þessi miklu kaup á eter tjónuöu. Rannsókn málsins beinist meöal innars að þvi hvemig mennimir irðu sér úti um hráefni tfl fram- eiðslunnar, hvort þeir fengu hráefn- ð erlendis frá eöa hvort eitthvert yrirtæki hér á landi annaðist inn- ;aup fyrir mennina. Fíkniefnadeild 111 ekkert segja um hve umfangs- oikfl framleiðslan var. Þó má ætla sð hún hafi veriö töluverö vegna tess hversu mikið af efnum fannst í mco Nýkomin rúmteppi í miklu úrvali Járnrúm, 1 Vi breidd (120 cm) Þrjár gerðir, þrír litir im Y f o RlM REYKJAVÍKURVEGI66,220 HAFNARFIRÐI, SÍMI54100. Akureyri: „Bjartsýnin er komin í bæinn“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Mjög mikill áhugi er meöal bygg- ingafyrirtækja á Akureyri á að ráöast í byggingu íbúöarhúsa á næstunni. Á fúndi bygginganefhd- ar bæjarins 2. desember. sl. vora samþykkt erindi frá sex bygginga- fyrirtækjum um byggingu flögurra raðhúsa og jafnmargra fjölbýlis- húsa. „Ætli þetta sé ekki bjartsýnis- met, aö minnsta kosti hin síðari ár,“ sagöi Sigfús Jónsson bæjar- stjóri er DV ræddi við hann um þetta mál. „Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá hvað menn era framsýnir og þaö er greinilegt að bjartsýnin er komin í bæinn aftur og þá er hálfur sigur unninn,“ bætti hann við. - En fer ekki að líða að því að bærinn veröi uppiskroppa með byggingalóðir? „Nei, alls ekki. Bæjarráðið hefur nú samþykkt að bjóða lóðir í Síðu- hverfi á verði sem við getum kallað tilboðsverð. Þama era erfiðar lóðir vegna þess að skipta þarf um jarð- veg nokkuð djúpt. Ákveðið hefur verið að bærinn greiði allan kostn- að vegna jarðvegsskipta sem þarf að framkvæma neðan tveggja metra. Þama eram við með lóðir fyrir 48 íbúðir, aðallega einbýlis- hús, en eitthvað af raðhúsum einnig.“ Sigfús sagði að ekki myndi koma til skorts á byggmgalóðum á næsta ári og sennilega ekki árið 1989, miðað við stööu mála í dag. Til dæmis er unnið að frágangi bygg- ingalóða sunnan sjúkrahússins en þar verða 30-40 lóðir tflbúnar á næsta ári. Mikfl gróska er í byggingariðnað- inum á Akureyri um þessar mundir. Framkvæmdir era hafnar við byggingu 60 íbúða fyrir aldraða við Víðilund og nokkur fjöldi fjöl- býlishúsa og raðhúsa er 1 byggingu. Þá er unnið við byggingu stór- markaðar KEA, stækkun Hótel KEA og byggingu nýs hótels við Glerárgötu, svo eitthvað sé nefnt. Og samkvæmt fundargerð bygg- inganefndar frá 2. desember er ekkert lát á áhuga manna á frekari framkvæmdum. íbúðinni. Þór Sigþórsson, forstjóri Lyfia- verslunar ríkisins, sagði í samtali við DV að hráefnin sem mennimir not- uðu hefðu ekki verið keypt hjá Lyfjaversluninni enda hefði Lyfja- verslunin ekki slík efni á lager. Þau efni sem mennimir keyptu hjá Lyfja- versluninni era eingöngu hjálparefni sem notuð vora sem upplausnarefni og til hreinsunar á framleiðslunni og því ekki hægt að álykta að efnin væra notuð til framleiðslu á fíkniefn- um. Notkun þessara efna er nokkuð almenn hér á landi og varðandi heimild á sölu þeirra þá era þau ekki flokkuð sem eitur samkvæmt eitur- efnalöggjöfinni. Því er heimilt að selja þau fyrirtækjum og einstakling- um án sérstaks leyfis. Bjami Stefánsson, formaður Lionskiúbbsins, afhendir Jóni Gunnari Hannes- syni hjartalínuritann. í baksýn eru félagar í klúbbnum. DV-mynd Emil EskHjörður: Lionsmenn gáfu hjartalínurita Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Nýlega veitti læknirinn í Eski- fjarðarlæknishéraði, Jón Gunnar Hannesson, ásamt Sigurborgu Ein- arsdóttur hjúkrunarkonu, móttöku höfðinglegri gjöf frá Lionsklúbbnum á Eskifirði. Hér er um aö ræða mjög fúllkominn tölvuhjartalínurita sem er af gerðinni Siemens elema AB. Kaupverð er um 219.000 krónur þeg- ar felld hafa verið niður aðflutnings- gjöld. 1 þakkarávarpi Jóns Gunnars kom fram að hér er um afar þarft og gagn- legt háþróað tæki að ræða, með víðtæka notkunarmöguleika. Dalvík: Gámaútflutningnum harðlega mótmælt Gylfi Kristjáusson, DV, Akureyri: Mikfl ólga er meðal fiskvinnslu- fólks á Dalvík vegna útflutnings á ferskfiski í gámum þaöan að undan- fórnu. í yfirlýsingu, sem starfsfólk frystihúss útgerðarfélags Kaupfélags Eyfirðinga á staðnum sendi frá sér, segir að þessi útflutningur hafi vald- ið síminnkandi atvinnu og tekjutapi meðal fiskvinnslufólksins. Jafnframt segir þar að unnin hafi verið mikil yfirvinna sl. sumar til að bjarga afla sem mokað var stjórnlaust á land, en vegna þess hvemig mál hafi þró- ast sé óvíst hvort áhugi sé fyrir því að vinna jafnlangan vinnudag næsta sumar komi sú staða upp að þess þurfi. Verkalýðsfélagið Eining í Eyjafirði hefúr lýst áhyggjum vegna þessa máls og á fundi stjóraar þess í fyrra- kvöld var samþykkt ályktun. Þar segir m.a.: „Með þessu er verið að flytja atvinnu viö vinnslu fisksins úr landi í stóram stíl, atvinna dregst saman í heimahöfnum veiðiskipanna og hætta er á verulegu atvinnuleysi vegna þessa. Það má og ljóst vera að afleiðingin verður sú að fiskvinnslu- fólk leitar í vaxandi mæli annarra starfa og verður því ekki tfltækt tfl fiskvinnslu þegar óhentugt kann að þykja að selja óunninn fisk erlendis." Stjóm Einingar bendir einnig á að þjóðarbúiö verði af verulegum gjald- eyristekjum vegna þessa útflutnings á óunnum fiski og að fiskiðjuver .standi oft ónotuð. Sfjómin skorar á útgerðaraðila að taka öll atriði þessa máls tfl gaumgæfilegrar athugunar og væntir þess alveg sérstaklega að þau útgerðarfyrirtæki, sem era að meira eða minna leyti í eigu sveitar- félaga eða sameignarfyrirtæki íbúanna, láti ekki glepjast af því sem kann að sýnast hagur í augnablikinu en veldur margs konar tjóni og tekju- skerðingu þegar til lengri tíma er litið. Nýtt fyrirtæki Vigfús Ólatsson, Reyöaifiröi: Nýtt fyrirtæki, KK matvörar, hóf starfsemi fyrir skömmu á Reyðar- firði. Framleiddar verða ýmiskonar flatbökur, hrásalöt, fiskbollur og kindakæfa. Við fyrirtækið starfa Kristbjörg- Kristinsdóttir og Klara Kristinsdóttir en Kristbjörg er eigandi. Að undanf- ömu hafa vörar þessar verið kynnt- ar í verslunum austanlands og nú er þetta ljúfmeti á allra vörum. Selfossbær í jóla- búning Regína Thoiarensen, DV, Selfbssi: Selfossbær er nú kominn í jólabún- ing. Ölfusárbrú er vel skreytt og gefúr staðnum hátíðarsvip. Jólatré hafa verið sett upp fyrir utan alla stærri þjónustustaði og auðvitað er stærsta jólatréð hjá landsbanka íslands enda er hann langelsti bankinn hér á Selfossi. Verslanimar era hóflega skreyttar. Kjötborðin bera þess vitni að jólin séu á næsta leiti en rjúpur fást þó aldrei á Selfossi. Selfoss: Nýjar kirkju- klukkur vígðar Regina Thoraiensen, DV, Selfossi: Nýlega voru vígðar nýjar kirkju- klukkur í kirkjutuminum á Selfossi. Guðsþjónusta hófst kl. 14 og var það Pétur Sigurgeirsson biskup yfir ís- landi sem messaði og vígði hinar hljómfallegu klukkur. Klukkumar era þijár að tölu. Þær era steyptar í Noregi. Selfosskirkja var þéttsetin af kirkjugestum og era íbúarnir mjög ánægðir yfir því hvað allt gengur eftir áætlun varðandi kirkjubygging- una og safnaðarheimflið. Allt gengur þetta eftir efnum og ástæðum enda affarasælast þannig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.