Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. 19 Fréttir Bílfarmar af rusli hafa horfið i hreinsunarataki Fiateyrarhrepps. DV-mynd Reynir Flateyrarhreppur 70 ára: Undirbúningur af mælishátíðar í f ullum gangi Reynir Traustason, DV, Flateyri: MikiU fjöldi brottfluttra Önfirðinga hefur boðað komu sína á 70 ára af- mælishátíð Flateyrarhrepps 25.-28. júní. Áætlað er að íbúafjöldi muni allt að tvöfaldast þá daga sem hátíðin stendur yfir. Flateyrarhreppur sendi út bréf til íbúa þar sem skorað er á fólk að taka til hendinni og þrífa og snurfusa í kringum hús sín - jafnframt er boðin fram ókeypis aðstoð starfsmanna hreppsins við tiltektina. Þá hefur málningarvöruverslunin Pensillinn boðið Flateyringum 25% afslátt af málningavörum í tilefni afmæhsins. Það hefur orðið til þess að nú er obbi þorpsbúa á fuUu í málningarvinnu. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar sveitarstjóra hefur fólk almennt brugði skjótt við þessari málaleitan en þó væru nokkrir sem þyrfti að taka í lurginn á. Hann sagði að ef einhveijir tækju ekki þessari áskor- un yrði tekið tíl hjá þeim og þeir fengju síðan reikning fyrir tiltekt- inni. Sigrún Gerða Gísladóttir er for- maður hátíðamefndarinnar. Hún sagði í viðtaU við DV að mikið yrði um dýrðir hátíðardagana. „Við byrjum fimmtudaginn 25. júní með því að opnuð verður sýning á önfirskum munum í nýju byggða- safni Önfirðinga. Aðalhátíðardag- skráin verður í nýju langþráðu íþróttahúsi Flateyringa. Við verðum með útigriU, leiki og skemmtiatriði. Dansleikir verða öll kvöldin frá fimmtudegi til laugardags. Þá frumsýnir Leikfélag Flateyrar gleðileik sem Brynja Benediktsdóttir samdi sérstaklega í tilefni afmæUs- ins. Brypja byggir þetta leikrit á svip- myndum úr lífi fólks við Önundar- íjörð í aldanna rás,“ sagði Sigrún Gerða. Hún tók fram að aUir væru velkomnir á hátíðina sem væri í sín- um huga eins konar önfirsk listahá- tíð. SENSODYNE SEARCH 4 TANNBURSTINN. ÁVÖXTUR SAMSTARFS VIÐ TANNLÆKNA. SVEIGÐUR Á SAMA HÁTT OG TANN- LÆKNAÁHÖLD SEM AUÐVELDAR BURSTUN TANNANNA. FER ÞÆGILEGA í HENDI. d|nta» UAPe SENSODYNE TANNKREMIÐ NÚ EINNIG FÁANLEGT í HANDHÆGUM PUMPUM. SEARCH TANNBORÐINN - MIKLU BREIÐARI EN ÞRÁÐUR. STÆRRA YFIRBORÐ NÆR BETUR TIL TANNSÝKLU OG FÆÐULEIFA OG FER BETUR MEÐ TANNHOLDIÐ. KEVHKUk Hörgatúni 2, Garðabæ Sími40719 Hraðakstur bflalestar Gísli Hjarlarson, DV, fsafiröi: Bílalest sex bíla var á leið tU ísa- fjarðar, þar sem umboð bílanna ætl- aði að halda sýningu á þeim sl. laug- ardag, þegar kvartanir bárust tU lög- reglunnar á ísafirði úr Önundarfirði um hraðakstur bílanna. Bílalestin var stöðvuð af lögreglu á Breiðadalsheiði. Einn bíUinn var svohtið á undan hinum og mældist hann vera á 121 km hraða. Ökumað- urinn var sviptur ökuleyfi á staðnum og rætt var við hina ökumennina. Þættídýrt á Selfossi Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Ég sá auglýst í dag lambakjöt á lág- marksverði í verslunum í Reykjavík á 499 krónur kílóið. Okkur Seífyss- ingum finnst það ekki ódýrt. Hjá versluninni Höfn fáum við heUa skrokka af lambakjöti frá síð- asta hausti, d.e.c-flokk, á 359 krónur, sagað niður að vUd. Jóna Sigurlás- dóttir í Höfn segir mér að hingað komi talsvert af aðkomufólki til að kaupa þetta kjöt. jpr%fi^jiiv%ru a viiiuii vuruín v%rsiundrinndí4 Hljómtæki án geislaspilara frá kr. 11.900 Hljómtæki meö geislaspilara frá kr. 24.650 14" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 24.600 20" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 29.990 21" sjónvörp m/fjarstýringu og textavarpi kr. 49.900 Ferðatæki (útvarp - segulband) frá kr. 3.900 Feröaútvörp frá kr. 1.300 OLL VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐGREIÐSLU • Hljómborö frá kr. 5.900 • Myndbandstæki m/fjarstýringu, HQ, 94 rásir, beinval á 32 rásum, 30 daga 8 stööva minni, SCART tengi, kyrr- mynd og hraöupptaka. Kr. 25.900 • Geislaspilari m/fjarstýringu kr. 12.900 • Vasaútvarp m/heyrnartólum kr. 800 • Vasadiskó kr. 1.300 • Vasadiskó m/útvarpi kr. 1.990 • Útvarpsklukkur frá kr. 1.400 • Útvarpsklukkur m/segulbandi frá kr. 3.400 • Heyrnartól frá kr. 200 • Bíltæki m/segulbandi frá kr. 3.900 • Bíltæki meö geislaspilara. kr. 29,900 , • Bílahátalarar frá kr. 1.600 parið • Bílamagnarar frá kr. 3.500 GARÐASTRÆTI 2 SÍMI 62 77 99 KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI - GREIÐSLUKORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.