Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 38
50 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. AfrnæH Þórhallur Barðason Þórhallur Barðason, fyrrv. verslun- armaður, Hólmgarði 2b, Keflavík, eráttræðurídag. Starfsferill Þórhallur er fæddur á Siglufirði og ólst þar upp. Hann gekk í Bama- og unglingaskólann á Siglufirði og tók fiskimannapróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík árið 1936. Þórhallur vann á fiskiskipum í 39 ár, við netagerðviðgerðir hjá Thor- bergEinarssyni.netagerðarmeist-' ara í Reykjavík, í sex ár og verslun- arstörf hjá Litaveri í Reykjavík í hð- legatvoáratugi. Fjölskylda Þórhallur kvæntist 1942 Sigrúnu L. Björnsdóttur, f. 21.2.1911, d. 24.10. 1960, húsmóður. Foreldrar hennar: Bjöm Þorsteinsson, sjómaður á Ól- afsfirði, og Rakei Jónsdóttir hús- móðir. Þórhallur kvæntist 1963 Friðrikku Pálsdóttur, f. 8.3.1918, fyrrv. fanga- verði. Foreldrar hennar: Páll Jóns- son og Þorbjörg Einarsdóttir. ÞórhaUur og Sigrún eignuðust einn son, Barða, f. 20.6.1943, lög- fræðing, maki Ingibjörg Möller sér- kennari, Barði á tvö böm, Ingibjörg á þijú börn. Stjúpdóttir Þórhalls og dóttir Sigrúnar: Brynja Guömunds- dóttir, f. 27.8.1937, framreiðslumað- ur, maki Bjarni Kjartansson. Þau eiga fiögur böm. Brynja átti son fyrir; Systkini Þórhafls: Jón, f. 1890, d. 1935, skipstjóri á ísafirði, hans kona var Jóna Valdimarsdóttir, þau eign- uðust átta böm; Barði, f. 9.2.1904, d. 26.5.1969, skipstjóri, síðastbúsett- ur í Reykjavík, hans kona var Helga Þorsteinsdóttir, þau eignuðust tvær dætur. Foreldrar Þórhalls vora Barði Baröason, f. 25.1.1865, d. 21.2.1948, Þórhallur Barðason. sjómaöur og hákarlaformaður, og Ingibjörg Þorleifsdóttir, f. 10.10. 1867, d. 23.11.1949, húsmóðir. Þau bjugguáSiglufirði. Magnús S. Ríkharðsson Magnús Sigurður Ríkharðsson sölusfióri, Óldugötu 8, Hafnarfirði, erfimmtugurídag. Starfsferill Magnús er fæddur í Neskaupstaö og ólst þar upp. Hann lauk námi í skipasmíði 1966. Magnús vann við skipa- og húsa- smíði til ársins 1977 en hefur stund- aði sölustörf hjá Héðni hf., Garöabæ, Garðastálsdeild, síðan 1977. Fjölskylda Magnús kvæntist 30.7.1966 Hólm- fríði Sigurðardóttur, f. 31.8.1942, húsmóður. Foreldrar hennar: Guðný Pálína Guðvarðardóttir og Sigurður Guðmundsson. Þau em bæðilátin. Böm Magnúsar og Hólmfríðar; Sigurður, f. 1966, tæknifræðinemi í Hafnarfirði, kvæntur Þóru Þóris- dóttur en þau búa í Hafnarfirði og eiga þrjú böm; Ríkharður, f. 1970, verslunarmaður, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Guörúnu Margréti Bjömsdóttur. Foreldrar Magnúsar: Ríkharður Magnússon múrarameistari og Hólmfríður Metúsalemsdóttir hús- móðir. Magnús og Hólmfríður taka á Magnús Sigurður Rfkharðsson. móti gestum laugardaginn 13. júní í Haukahúsinu við Flatahraun frá kl. 17.00-19.00. Menning Regnboginn- Ógnareðli: ★★★★ Fnimhvötum fullnægt Hollenski leikstjórinn Paul Verhoeven festir sig í sessi meðal fremstu kvikmyndagerðarmanna heims. Hann er einn af þeim örfáu sem geta notað þennan miðil til þess að búa til myndir sem grípa áhorfandann og valda hjá honum sterkum hughrifum. Hann gerir myndir sem læsa sig við sálina meðan á sýningu stend- ur og taka áhorfandann með sér í ferðalag sem á sér enga hliðstæðu í hans daglegu upplifun. Ég gæti talið á fingrum annarrar handa mennina (þvi miður engar konur ennþá) sem geta þetta: James Cameron, David Cronenberg, Robert Zemekis og Luc Besson koma fyrstir upp í hugann. Hæfileiki þeirra felst í því að segja sögu á kraftmikinn hátt; ekki endilega að sagan sé svo afbragðsfrumleg eða góð heldur er þaö mynd- málið og keyrslan sem skipta mestu máli. Þegar þeim tekst best upp verða til myndir eins og Ógnareðli. Hún er hönnuð til almenningsneyslu en gerð af dirfsku og vandvirkni, meira en hægt er að Kvikmyndir Gísli Einarsson segja um flestar „alvarlegri" myndir. Sé hún skoðuð grannt má finna að ýmsu en það gefst ekki tóm til þess því hún er of seiðandi og spennandi. Sagan er í raun mjög einfóld: Gerði hún það eða gerði hún það ekki? Hún er í þessu tilfelli Catherine Tramell, spennusagnahöfundur með bókmennta- og sálfræðigráðu og eignir upp á 100 milljónir dollara. Það, í þessu tflfelli, er að stinga hjálparvana mann 37 sinnum á hol með íssnál á hámarki villtra ástaratlota. Ef hún hefur gert það þá er þetta kaldrifiað og þaulút- hugsað morð, framið í engum augljósum tflgangi. Ef hún hefur ekki gert það þá er hún fómarlamb snjalls samsæris og morðinginn gæti verið hvaða persóna sem fyrir augu ber því allir í myndinni em spilltasta, sið- lausasta, skemmtanasýksta og eigingjamasta pakk sem sést hefur frá dögum Caligula og Nerós. Nick Curran, löggan sem rannsakar málið, er í þre- faldri afvötnun (brennivín, sígarettur og konur), nýbú- inn aö bjarga sér með prettum úr leiöindamáli. Þegar hann fer aö verða upptekinn af Catherine sekkur hann enn lengra niöur og hefur gaman af því. Catherine sjálf er sannkallaður hedónisti: lifir á auðæfum látinna foreldra, tekur sér ástmenn og meyj- ar jafnhendis og notar eiturlyf tfl að auka áhrifin. Þegar löggan ætlar að spyija hana spjörunum úr þá er það spjaraleysi hennar sem þaggar niður í löggun- um. Yfirleitt þegar söguhefiur em svona gerðar þá þurfa þær að gjalda hegöunar sinnar eða í það minnsta lífs- stíll þeirra dæmdur ófýsflegur. Ekki hér. Myndin koll- varpar öllum hugmyndum um siðferði með slælegu brosi á vör. Samkynhneigð er sýnd blátt áfram já- kvæð, kostir eiturlyfianeyslu tíundaðir, reykingar hafðar tfl skýjanna og nauðgun nær réttlætt. Er þetta fífldirfska eöa það sem koma skal í bíómyndum? Myndin er óravegu frá þeirri viðteknu hefð í Holly- wood að storka ekki neinu eða neinum. Ég er viss um að Verhoeven hefur átt stóran þátt í því hvað myndin gengur langt. Hann hefur geysinæmt auga fyrir því hvað hefur áhrif á áhorfandann og svið- setur flest atriði með hámarksafköstum. Hann leggur mikið upp úr ofbeldi og kynlífi en fer aldrei út í neina öfga. Ofbeldið er nógu gróft tfl þess aö þurfa færasta brellusmiðinn og nógu sjokkerandi til að hrista upp í hörðnuðustu áhorfendum. Bólfarinar em frekar vél- rænar en sem betur fer spart notaðar, miðað við það hvaö persónumar eyöa miklum tíma í láréttri stöðu. Það tekst betur að gefa í skyn hvað kynhvötin skiptir persónumar miklu máli og hvað þær em tilbúnar að ganga langt tfl þess að svala henni. Verhoeven er leiksfióri sem lætur öll atriði og skot hafa meiningu, helst augljósa, þannig að áhorfandinn er upptekinn allan tímann. Hann líður heldur ekki slælegan leik og í leikhópnum er ekki snöggan blett að finna. Michael Douglas hefur aldrei litið betur út en hann má ekki við sér í fríðum kvennahópi. Sharon Stone er sú svalasta sem sést hefur, Jeanne Tripple- hom, í sinni fyrstu mynd, er geysflega aðlaðandi og Leilana Sarelli er vægast sagt athyglisverð. Ég segi það bara að ég var alveg búinn eftir þessa mynd og ég veit ekki að hveiju ég yrði ef fleiri en ein svona kæmu á ári. Basic Instinct (Band-1992), 127 mfn. Handrit: Joe Eszterhas (Muslc Box, Jagged Edge, Betrayed). Leikstjórn: Paul Verhoeven (Robocop, Total Recall, Flesh + Blood). Brellur: Rob Bottin (Legend, Total Recall, Thlng) Lelkarar: Michael Douglas, Sharon Stone (Total Recall, He Said, She Said, Actlon Jackson), George Dzunda (Butcher’s Wlfe), Jeanne Tlpplehom, Denis Arndt, Leilani Sarelle (Days of Thunder). afmælið 9. júnl 85 ára Málfríður Helgadóttir, Hæðargötu 9, Njarðvík. Knútur Bjarnason, Jörundarholti 206, Akranesi. Halldór Þorvaldsson, Strandaseli 11, Reykjavík.. 80 ára Ingibjörg M. Ragnarsdóttir, Hólabraut3, Hafnarfirði. Jóhann Guðmundsson, Pólgötu6,Í8afirði. Helga L. Jónsdóttir, LárusKristjánsson, Fjaröarseli 32, Reykjavík. ESursSSjóns^of Langholtsvegi 136, Reykjavik. örn Sigurðsson, íjólugötu 23, Reykjavík. Margrét Steindórsdóttir, Kambahrauni 20.Hveragerði. Laufey Karlsdóttir, Suðurgötu 36, AkranesL Ragnar Guðbjömsson, Meðalholti 8, Reylfiavik. Aðalheiður Beneditksdóttir, ara Naustahlein4,Garðabæ. , ... „ .. Aðalheiður er aö heiraan. éfÍb,Tg K“rnfIU!?ott,r' Fífuseh 32, Reykjavík. María Sally Jónsdóttir, zrr~7 Norðurbraut 33, HafnarflrÖi. 70 ara KlaraSigríðurÁmadóUir, -------------------------------- Fögrukinn 16, Hafnarfirði. Alfired M. Götuskeggi, Hún er aö heiman á afinælisdag- ÞórsgötulS.Reykjavík, inn. Herdis Hinriksdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Miklubrautll, Reylfiavík, verðursjötugá morgun. Herdís tekurámóti gestumá Holliday-Inn,í salnum Háteigi, a inn mflli klukkan 17.00 og 19.00. Flúðaseli 8, Reylfiavík. Margrét Gunnarsdóttir, Hringbraut 111, Reykjavfk. HelgiGunnarsson, Gvendarstöðum, Ljósavatns- 60 ára Hitmar Baldursson, Birkihvammi 20, Kópavogi. Þórarinn Baldursson, Mánagerði 6, Grindavík. Jóhann I. Halldórsson, Klapparbergi l, Reykjavik. GuðniMár Henningsson, Hverfisgötu 22, Hafnarfirði, Margrét Magnúsdóttir, Búlandi 29, Reykjavík. María Ragnarsdóttir María Ragnarsdóttir upplýsinga- dama, Langholtsvegi 185, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill María fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Keflavík. Hún lauk gagn- fræöaprófi í Keflavík, stundaði verslunamám við David School í Cambridge 1959-60, við Manequin- skolen í Kaupmannhöfn 1961 og viö Studiuskolen í Kaupmannahöfn 1962. María vann við tískusýningar- störf hér á landi og erlendis í fimmt- án ár, m.a. í Noregi, Svíþjóð ogEng- landi. María stofnaði Tískuþjón- ustima sem síðar varð Karon-sam- tökin. Hún tók þátt í fegurðarsam- keppninni ungfrú ísland 1962 og var fufltrúi íslands í Miss World keppn- innil963. Fjölskylda Eiginmaður Maríu er Kaj Ealing Moller, f. 9.3.1948, lagermaöur. Hann er sonur Jens Moller og Hed- vig Mariu Moller á Borgundarhólmi íDanmörku. María Ragnarsdóttir. Dóttir Maríu er María Jóhanns- dóttir, f. 26.8.1966, húsmóðir í Reykjavík, gift Berki Valdimarssyni rafidrkja og em böm þeirra íris, f. 10.6.1989, og Róbert, f. 14.2.1992. Foreldrar Maríu em Ragnar Bjömsson, f. 30.8.1916, húsgagna- bólstrari í Hafnarfirði, og Jóna Hall- dórsdóttir, f. 11.10.1923, húsmóðir. María er erlendis á afmælisdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.