Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNl 1992. 39 Fréttir Borgarfjörður: Bleikju sleppt í Geirsá Bergþór G. Úlfarsson, DV, Borgarfiröi: Fyrir nokknun dögum var 250 bleikjum sleppt í Geirsá í Reyk- holtsdal. Bleikjan, sem sótt var í eld- isstöðina að Laxeyri í Hálsasveit, var öll á bilinu 300-800 grömm og því ágætur matfiskur. Það eru ábúendur jarðarinnar Runna sem standa að þessu framtaki - þau Sigríöur Ein- arsdóttir og Þorvaldur Pálmason. Þorvaldur hefur undanfarið verið að lagfæra veiðistaði 1 ánni og merkja þá upp en fyrirhugað er að hefja sölu veiðileyfa í henni fljótlega. Bleikjan tók hraustlega við sér þeg- ar henni var sleppt í ána og virtist vel kunna þessum nýju heimkynn- um enda þau ekki af lakara taginu. Ársvæðið, sem henni var sleppt á, er um 3 km langt og eru víöa fallegir hyljir, strengir og gimilegar breiður fyrir fluguveiðimenn. Áætlaö er að sleppa svipuðum fjölda fiska í ána vikulega á næstunni. Þá eru í gangi gagngerar endurbæt- ur á íbúöarhúsinu að Runnum. Þar gefst kostur á eldunaraöstöðu og hægt er að fá keypta gistingu. Húsiö mun að öðru leyti verða rekið sem farfuglaheimili. Blómaskálinn á Kleppjámsreykjum mun annast sölu á veiðileyfum og gistingu. Þorvaldur Pálmason slepplr blelkju I GelrsA. DV-mynd Bergþór Stokkseyri: Sundlaug í byggingu Framkvæmdir eru nú í gangi á ný á Stokkseyri við sundlaug í byggðar- laginu en þær hafa legið niðri um nokkurra ára skeið. Gert er ráð fyrir aö laugin verði komin í gagnið fyrir júlílok. Þetta er útilaug sem er 16% metrar á lengd og 8 metrar á breidd. Opnun sund- laugar er tilhlökkunarefni fyrir Stokkseyringa en til þessa hafa þeir farið á Selfoss til að fá sér sundsprett. -BH Gísli Jónatansson kaupfélagsstjórl (t.v.) afhendir Grétari Arnþórssyni bréf upp á 500 þús. kr. gjöf til iþrótta- húss á Fáskrúðsfirði. DV-mynd Ægir FáskrúðsQöröur: Stórgjöftil íþrótta- hússins Ægir Kristinsson, DV, FáskrúðsfirðL Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri á Fáskúrðsfirði, afhenti fyrir skömmu Grétari Amþórssyni, for- manni byggingamefndar íþrótta- húss Leiknis, bréf þess efnis að bygg- ingamefndin hefði umráðarétt yfir sparisjóðsbók við innlánsdeild Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga sem í væm um 500 þúsund krónur. Búið er að steypa grunn íþróttahússins en þess má geta að Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga og fyrirtæki þess em lang- stærsti stuðningsaðili við Umf. Leikni. ÞURRKUBLÚÐIN VERÐA AÐ VERA ÖSKEMMD og þau þarf aö hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu í umferðinni. 1UMFERÐAR <Jí&FÍ XEROX FAXTÆKI • XEROX UÓSRITUNARVÉLAR • IBM TÖLVUBÚNAÐUR OG PRENTARAR • FACIT REIKNIVÉLAR • SKRIFSTOFUHÚSGÖGN STAR PRENTARAR • STÝRIKERFI • BÓKHALDSKERFI • RITVINNSLUKERFI • TÖFLUREIKNAR • VOGIR • PAPPÍRSTÆTARAR UMBROTSVÉLAR • OMRON KASSAKERFI • SILVER REED RITVÉLAR • FRlMERKJAVÉLAR • TÖLVUSKÓLI • REKSTRARVÖRUR • FYLGIHLUTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.