Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 40
52 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNl 1992. Agnes Bragadóttir. Forseti íslands - framtíðarstarf? „Auk þess teldi ég ekki úr vegi aö breyta lagaákvæðinu um lág- marksaldur forseta íslands. For- setaframbjóöandi í dag þarf aö vera 35 ára en ég tel aö hækka mætti aldursmörkin til muna, þótt ég hafi ekki ákveðinn ára- fjölda í huga. Þannig væri komið í veg fyrir að það gæti verið lífs- starf að gegna forsetaembættinu, auk þess sem viðkomandi hefði þá væntanlega sýnt það með lífs- starfi sínu að hann væri verðug- ur fulltrúi þjóðarinnar til þess að sitja á forsetastóli í nokkur ár,“ segir Agnes Bragdóttir í Morgun- blaðinu um forsetaembættið og þá ákvörðun Vigdísar Finnboga- dóttur að gefa kost á sér eitt kjör- tímabil enn. Ummæli dagsins Skilnaður og rifrildi „Það sem er einkar athyghsvert í þessu sambandi er að það er ekki tíðni sundurlyndis og hversu oft hjónin rífast, sem tengist skilnaði síðar meir, held- ur hvemig hjónin rífast, þegar þau rífast,“ segir Halldór K. Júl- íusson, MA í sálfræði, í Morgun- blaðinu. Enn rignir sunnanlands Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan gola eða kaldi í dag en sunn- an- og suðvestan kaldi og smá skúrir í nótt. Hiti verður á bilinu 6 til 10 stig. Fremur hæg sunnan og suðaustan átt verður um allt land, súld eða rign- ing suðvestan og sunnanlands og þokumóða við austurströndina. Annars staðar verður úrkomulítið eða úrkomulaust. Hiti verður á bil- inu 6 til 20 stig. í morgun var suðaustan gola eða kaldi um austan- og suðaustanvert landið en vestan- og suðvestan gola vestanlands, annars staðar hægviðri. Veðrið í dag Austan-, sunnan- og suðvestanlands var rigning en þoka austanlands, annars staðar var skýjað en úrkomu- laust. Hiti verður á bilinu 5 til 16 stig. Við suðvesturströnd landsins er smá lægð sem þokast norðvestur. Önnur lægð, um 997 mb djúp og kyrr- stæð, er á sunnanverðu Grænlands- hafi. Veðrið kl. 6. í morgun: Akureyri skýjaö 14 Egilsstaðir þokumóöa 10 Galtarviti alskýjað 14 Hjarðames mistur 10 Keflavíkurflugvölhir skýjað 5 Kirkjubæjarklaustur súld 9 Raufarhöfn heiðskírt 11 Reykjavík rigning 5 Vestmannaeyjar rigning 5 Bergen háifskýjað 18 Helsinki léttskýjað 13 Kaupmannahöfn léttskýjað 17 Osló léttskýjað 17 Stokkhólmur léttskýjað 15 Þórshöfn heiðskírt 12 Amsterdam þokumóða 16 Barcelona þokumóða 14 Berlín léttskýjað 17 Frankfurt þokumóða 13 Glasgow mistur 13 Hamborg léttskýjað 17 London mistur 14 Lúxemborg þoka 13 Madrid skýjað 12 Malaga skýjað 19 Mallorca þokumóða 15 Montreal skýjað 18 New York mistur 24 Nuuk heiðskirt 0 París úrkoma 16 „í ráðinu eru fulltrúar frá öllum aðildarríkjunum sem eru um 17. Nefndin hittist tvisar á ári í Kaup- mannahöfn og fer yfir ástand um þaö bU 100 stofna og veitir fiskveiði- ráðgjöf tíl aðUdarþjóðanna. Ég er núna i fyrsta skipti aðalfulltrúi ís- lands í nefndinni en hún hefur nú starfað í 15 ár,“ segir Gunnar Stef- ánsson, deUdarstjóri reiknideildar bjá Hafrannsóknastofnun, en hann sat í fiskveiöiráögjaíarnefnd Al- þjóöa hafrannsóknaráðsins sem lagði mat á ástand islenska þorsk- stofnsins nýverið. „TUlögumar eru unnar þannig að menn koma með úttektir eða gögn heiman frá sér. Síðan er farið með það í vinnunefnd sem hittist einhvem tímann miUi funda. Hún býr svo tU skýrslu en það er ráð- gjafamefndin sem hefur síðasta orðið." Gunnar hefur unnið á Hafrann- sóknastofnuninni síðan 1983 en hann nam stærðfræði í Háskóla íslands og fór svo í framhaldsnám í tölfræði í Bandaríkjunum. Hann hóf störf á Hafrannsóknastofnun strax að námi loknu og er nú deild- arstjóri Maöur dagsins reiknideUdar. Eiginkona Gunnars er Kristín Rafiiar og eiga þau tvo stráka, Bjarna og Stefán Björn. „Þetta eru 10 daga fundir, tvisar á ári, og það er puð að Uggja yfir skýrslura og fara yfir tölur og byggja upp ráðgjöf, að ööru leyti er þetta svipuð vinna og ég sinni hér heima." Barðstrend- ingar í Skaft- fellingabúð Aöalfundur Barðstrendingafé- lagsins verður haldinn í SkaftfeU- ingabúð, Laugavegi 178, í kvöld kl. 20.30. Á dagskrá verða venju- leg aðalfundarstörf og önnur mál. Aðalfundur Límtrés Aðalfundur Límtrés hf. verður haldinn í félagsheimilinu Ara- tungu í Reykholti í kvöld kl. 21. Á dagskrá verða venjuleg aðal- fundarstörf, tiUaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og önnur mál. Fundir kvöldsiris Aðalfundur Sendibíla Kópavogs Aðalfundur SendibUa Kópa- vogs verður haldinn í kvöld kl. 20 að Skemmuvegi 50. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Skák Þessi staða er frá alþjóðlegu móti í ÁstraUu sem haldið var nýlega. Alþjóðla- meistarinn Solomon, sem sigraði á mót- inu, hafði svart og átti leik gegn Levi. Svartur náði nú myljandi sókn. 1. - Re4! 2. Dd3 Ef 2. Rxe4 Dxa4 og vinn- ur auðveldlega. 2. - Hxb3 + !! 3. Kal Það er sama hvemig hvitur ber sig að. Ef 3. Bxb3 Da3+ og mátar; ef 3. cxb3 Dxd3 og vinnur og ef 3. Kxa2 Rxc3+ 4. Kxb3 Dxa4+ 5. Kxc3 Db4 mát. 3. - Dxd3 4. cxd3 Ha3! með vinningsstöðu á svart. Eftir 5. dxe4 Bb3+ 6. Kb2 Bxa4 7. Rxa4 Hxa4 vann svartur létt. Jón L. Árnason Bridge Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar græddi 9 impa á spili 10 gegn sveit Breta í lands- liöskeppni BR sem haldin var í síðustu viku. Gróðinn hefði getað verið meiri ef Sigurður Viihjálmsson, sem sat í norður, hefði haft kjark til þess að redobla dobl- aða slemmu. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og allir á hættu: ♦ ÁD9 V G109865 ♦ Á + Á3 ♦ KG52 t D43 ♦ 943 + G74 ♦ 10 V -- ♦ KDG8752 * K9865 Austur Suður Vestur Norður rorrester Hrólfur Sowter Sig.V. pass 14 pass 1? pass 24 pass 24 pass 3+ pass 3V pass 54 pass 64 dobl P/h Eftir að Hrólfur stekkur í fimm tígla gat Sigurður séð að spil hans voru gulls ígildi í tigulsamningi. Félagi hafði lítinn áhuga á að styðja við hjartalitinn og Sigurður var með 14 punkta í hinum þremur Utun- um. Hann var að hugsa um að segja 5 grönd sem hefði verið beiöni til Hrólfs um að segja alslemmu í tígU ef hann ætti 2 af þremur efstu í Utnum en ákvað aö láta 6 tígla nægja. Sowter gaf mjög Ula ígrundað dobl sem bað um hjartaútspil og þá hefði Sigurður getað leyft sér að redobla. Hann lét það hins vegar ógert og Forrester sá enga ástæðu til aö spfia út þjarta, sem hann taldi ekki vænlegt tU árangurs. Hann spUaði út lauffjarka og Hrólfúr gat trompað lauf í blindum og fékk aUa slagina. TígúU út er eina út- spiUð sem heldur sagnhafa í 12 slögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.