Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. 5 Fréttir Dagsbrúnarmenn kjaftfylltu Bíóborgina, eins og Gvendur jaki orðaði það í ræðustól. Mikill hugur var í mönnum og óspart klappað fyrir þeim ræðu- mönnum sem töluðu harðast um ríkisstjórnina. Ræðumenn lögðu áherslu á að ráðherrarnir hefðu komist til valda vegna þess að fólk hefði stutt þá og þetta sama fólk gæti hæglega afturkallað umboð sitt. DV-mynd BG Dagsbrún segir upp kjarasamningi: Verkamennirnir risu úr sætum Húsfyllir var í Bíóborginni í gær þegar Verkamannafélagið Dagsbrún hélt þar fund til að greiða atkvæði um hvort segja eigi upp kjarasamn- ingum eða ekki. Samþykkt var með öllum atkvæðum að segja upp samn- ingum. Við atkvæðagreiösluna risu fundarmenn úr sætum til að leggja áherslu á að þeim væri alvara með uppsögn samninga. Samningum verður sagt upp frá og með áramót- um og þeir verða lausir 1. febrúar. „Afnám atvinnuleysis er krafan okkar. Það þarf að gera einhverjar ráðstafanir gegn atvinnuleysi. Núm- er tvö þarf að bæta kjör láglauna- fólks, undanbragðalaust. Það verður erfitt og snúið en það fólk sem var hér á fundinum er tilbúið að vaða eld og brennistein," sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, aö loknum fundinum í gær þegar hann var spurður hvaða kröf- ur Dagsbrún mundi hafa uppi og hvort væri sóknarfæri. „Við erum í sjálfu sér ekki að boða verkfall. Okkar svar er að segja samningunum upp. Við munum snú- ast harkalega til vamar, fyrst og fremst gegn atvinnuleysinu og síðan gegn þessum óbærilegu kjörum sem fólk býr við. Það er búið að klippa af yfirvinnu ofan á annað. Það er ótti, örvænting, öryggisleysi, bölvun atvinnuleysis, þetta hefur allt haldið innreið sína,“ sagði Guðmundur J. Nokkrir tóku til máls á fundinum og greinilegt er að ríkisstjórnin nýtur lítils stuðnings meðal Dagsbrúnarfé- laga þar sem í máli manna kom fram krafa um að ríkisstjórnin léti af að- gerðumsínumeðafærifrá. -sme Formaður verkamálanefndar Alþýðuflokksins 1 Reykjavík: Jón Baldvin er svikari - viUaðbændurdreifimykjuviðþinghúsið „Það er ekki hægt að semja við lygara og svikara," sagði Jóhannes Guðnason, formaður verkamála- nefndar Alþýðuflokksins í Reykja- vík, fulltrúi í verkamálaráði Alþýðu- flokksins og fóðurvömbílstjóri, að loknum Dagsbrúnarfundi í gær. Jóhannes fór hörðum orðum um Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Hann sagði þá bæði hafa svikiö verkafólk og logið aö því. Hann taldi að vegna framkomu for- manna stjórnarflokkanna væri ekk- ert að ræða, fólk yrði að leita leiða til að koma þeim frá. „Ég vil að ríkisstjórninni verði komið frá. Ég get ekki stutt menn sem fara svona illa með okkur. Ég hef barist fyrir þessari skoðun minni innan flokksins og mun gera það áfram. Ég er að æsa bændur til að koma til Reykjavíkur á traktorunum og með mykjudreifarana fulla og dreifa skítnum yfir þinghúsið. Ef ein- hver er tilbúinn að borga eina fyll- ingu af fóðri, en hún kostar hálfa milljón, þá er ég tilbúinn að dæla því yfir og inn í þinghúsið. Ég fæ góöar undirtektir og vona að hugur fylgi máh. Ég vil að bændur geri eins og frönsku bændurnir gerðu á dögun- um,“ sagði Jóhannes Guðnason. -sme Bókinni fylgir sérstök askja sem ver hana í flutningi. hyngd í umbúóum er 950 gr. og sendingarkostnaöur því helmingur þess sem greitt er fyrir sendingar yfir 1 kg. Töfrar Islands til vina og ættingja heima og erlenclis DIE SCHÖNHEIT tSLANDS Fæst í bóka- og minjagripaverslunum um allt land T 1 |§| i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.