Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 34
42 FIMMTUDAGUR 17; DESEMBER 1992. Afmæli Vilhjálmur Egilsson Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands, Sólvallagötu 51, Reykjavík, verður fertugur á morg- un, 18. desember. Starfsferill Vilhjálmur fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA1972, prófi í viðskipta- fræði frá HÍ1977, MA í hagfræði frá University of Southem Califomia í Los Angeles 1980 og doktorsprófi í hagfræði frá sama skóla 1982. Vilhjálmur var hagfræðmgur Vinnuveitendasambands íslands 1982-1987 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands frá 1987, varaþingmaður Norðurlandskjördæmis vestra frá 1987 og alþingismaður frá 1991. Ennfremur hefur Vilhjálmur ver- ið í verðlagsráði frá 1987, formaður EAN á íslandi frá 1987, formaður EDI félagsins frá 1989. Hann var jafnframt formaður SUS frá 1985- 1987. Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 12.10.1974 Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur, f. 17.9. 1951, BA í félagsfræði og rithöfundi. Hún er dóttir Ofeigs J. Ofeigssonar, læknis í Rvík, og Ragnhildar Ingi- bjargar Ásgeirsdóttur kennara. Börn Vilhjálms og Ragnhildar eru Anna Katrín, f. 14.7.1975, nemi í MR; Bjarni Jóhann, f. 28.11.1978, gagnfræðaskólanemi; Ófeigur Páll, f. 19.8.1985, grunnskólanemi; og Ragnhildur Alda María, f. 30.7. 1990. Systkini Vilhjálms eru: Ásta, f. 12. 12.1953, fóstra, gift Lárusi Sighvats- syni, skólastjóra Tónlistarskólans á Ákranesi, og á hún eitt barn; Bjarni, f. 24.1.1955, b., Hvalnesi, kvæntur Elínu Guðbrandsdóttur og eiga þau flögur börn, fyrir átti Bjami tvö böm; Árni, f. 1.9.1959, sláturhús- stjóri á Sauðárkróki, kvæntur Þór- disi Sif Þórisdóttur húsmóður og eigaþautvöbörn. Foreldrar Vilhjálms eru Egill Bjarnason, f. 9.11.1927, ráðunautur og framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bands Skagfirðinga á Sauðárkróki, og kona hans, Alda Vilhjálmsdóttir, f. 20.11.1928, húsmóðir og verkstjóri á saumastofunni Vöku. Ætt Faðir Egils var Bjarni, b. á Uppsöl- um í Skagafirði, Halldórsson, b. á ípishóli, bróður Indriða rithöfund- ar, langafa Katrínar Fjeldsted borg- arfulltrúa. Halldór var sonur Ein- ars, b. á Krossanesi, Magnússonar, bróður Ingibjargar, langömmu Magnúsar Jónssonar ráðherra og Ingibjargar, móður Sigurgeirs Sig- urðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnar- nesi. Móðir Einars var Sigríður Halldórsdóttir, systir Benedikts Vídalíns, langafa Einars Benedikts- sonar skálds og Bjargar, langömmu Sigurðar, fóður Jóhannesar Nor- dals. Móðir Halldórs var Efemía Gísladóttir sagnfræðings Konráðs- sonar, fóður Konráðs Fjölnismanns. Móðir Bjarna var Helga Sölvadóttir, b. í Hvammkoti á Skaga, Sölvason- ar, systir Salbjargar, ömmu Jakobs Benediktssonar, fyrrv. orðabókar- ritstjóra. Móðir Egils var Sigurlaug Jónasdóttir, b. á Völlum í Vall- hólmi, Egilssonar og Önnu Jóns- dóttur, b. í Skinþúfu, Stefánssonar, bróður Ólafs, afa Andrésar Björns- sonar, fyrrv. útvarpsstjóra, og Sig- urlínu, móður Pálma Jónssonar í Hagkaupi. Alda er dóttir Vilhjálms, b. á Hval- nesi á Skaga, bróður Leós, hstmál- ara í Rvík. Vilhjálmur var sonur Árna, b. og smiðs í Víkum á Skaga, Guðmundssonar. Móðir Öldu var Ásta Kristmundsdóttir, b. á Selá á Skaga, Guðmundssonar. Móðir Kristmundar var Guðrún, amma Ingibjargar Benediktsdóttur skáld- konu, móður Haralds Steinþórsson- ar, fyrrv. framkvæmdastjóra BSRB. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Hróars- stöðum, Helgasonar, b. á Ósi, Helga- sonar, b. á Ósi, Steinssonar, bróður Ingibjargar, ömmu Arnljóts Ólafs- Vilhjálmur Egilsson. sonar á Bægisá, langafa Amljóts Björnssonar prófessors. Vilhjálmur verður að heiman á afmæhsdaginn. Ellert Sölvason Ellert Sölvason, fyrrum knatt- spymumaður, Hátúni lOb, Reykja- vík, er75áraídag. Starfsferill Ellert, sem betur er þekktur undir nafninu „Lolli í Val,“ fæddist á Reyðarfirði en fluttist þriggja ára gamall til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið alla tíð síðan. Hann hóf ungur að leika knatt- spyrnu með Val, eða árið 1929, og var þá jafnframt í fimleikum hjá ÍR. Hann sneri sér þó alfarið að knatt- spymunni síðar meir og helgaði henni aht sittUf. Ellert keppti fyrst í þriðja aldurs- flokki í knattspymu árið 1931 og síð- an með meistaraflokkiVals 1935. Hann varð sjö sinnum íslandsmeist- ari í knattspymu frá 1935-A5. Ellert hefur verið taUnn einn besti knattspymumaður íslendinga en hann lék 21 leik í Reykjavíkunír- vali ogfjóra fyrstu landsleiki ís- lands í knattspymu. Alls lék hann um tvö hundruð meistaraflokks- leiki með Val á sautján ára tímabili. Ellert tók ennfremur að sér að kenna knattspymu víðs vegar um landið. Meðal staða sem hann þjálf- aði á vom Hafnarfjörður, ísafjörð- ur, Sauðárkrókur, Neskaupstaður, Egilsstaðir, Vestmannaeyjar og heimabær hans, Reyðarfiörður, svo nokkrir staðir séu nefndir. Fjölskylda Ellert er yngstur átta systkina en auk hans eru tvö þeirra á lífi í dag. Þau eru: Ragnheiður húsmóðir, var gift Jóhanni Halldórssyni sem nú er látinn og eignuðust þau eitt barn; Guðmundur, fyrrum innheimtu- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, var kvæntur Úndínu Sigmundsdótt- ur sem nú er látin og eignuðust þau tvö börn. Foreldrar Ellerts voru Sölvi Jóns- son bóksaii og Jónína Guðlaugsdótt- Ellert Sölvason. irhúsmóðir. Ellert tekur á móti gestum í Fé- lagsheimih Vals á Hlíðarenda á miUi kl. 17 og 19 á afmæUsdaginn. daginn 17. desember Breiðvangi 35, Hafnarfirði. Guðmundur Ólason, Smjörhóli, Öxarfiarðarhreppi. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Bleikargróf 7, Reykjavík. Unnur Stefánsdóttir, Brú l, Jökuldalshreppi. Ingibjörg Ólöf Proppé, Hátúni 10, Reykjavík. Valtýr Guðmundsson, Sandi 1, Aðaldælahreppi. Arthur Jónatansson, StigahUð 26, Reykjavík. 50ára Hjalti Jónsson, Vörðu 17, Djúpavogi. HreiðarSteingrímsson, Norðurbyggð 13, Akureyri. Jóhannes Ágústsson, Jóhannes Helgason, Brenniborg, Lýtingsstaðahreppi. Sigrún Erlendsdóttir, Ásbraut5, Kópavogi. Sigrún tekur á móti gestum á hehn- ili sínu á morgun, fóstudag, frá kl. 21. Ævar Viðar Jóhannesson, Álfabyggð4, Akureyri. Þórhildui- Karlsdóttir,- Álfabrekku 7, Kópavogi. Friðgeir Sigurður Haraldsson, Melgerði 10, Kópavogi. Erlingur Bry nj ólfsson, Austurvegi33, Selfossi. Ingigerður Jakobsdóttir, Lyngbergi 45, Hafnarfirði. Sigmar Halldór Óskarsson, Blöndubakka8, Reykjavík. Þórunn Helga Traustadóttir, Hálsaseli 19,Reykjavík. Ágúst Ragnarsson Ágúst Ragnarsson, hljómlistarmað- ur og verslunarstjóri hjá Iselco sf., Hverafold 130, Reykjavík, er fertug- urídag. Starfsferill Ágúst fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í miðbænum. Hann varð gagnfræðingur frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1969 og lauk síðan rafiðnaðarprófi frá Iðnskóla Hafnarfiarðar 1973 og sím- smíðanámi frá Póst- og símamála- skólanum 1983. Frá 1971-76 lærði Ágúst og starfaði hjá Rafha í Hafnarfirði en bjó svo í Svíþjóð í eitt ár þar sem hann starf- aöi í glerverksmiöju. Þaðan fór hann til starfa hjá Sam- virkja í Sigvölduvirkjun sem raf- virki í eitt ár og var síðan rafvirki hjá Pósti og síma frá 1979-84. Næstu þrjú árin helgaði Ágúst spilamennsku, en hann hefur leikið með hinum ýmsu hljómsveitum í 26 ár. Að þremur árum loknum, 1987, hóf hann störf hjá Iselco þar sem hann starfar í dag og hefur verið verslunarstjóri undanfarin þijú ár. Hljómhstarferill Ágústs hófst 1966 með hljómsveitinni Bendix í Hafn- arfirði en hann hefur þó lengst spil- að með Sveitinni milU sanda, 1986-92. Áður voru það aðaUega hljómsveitin Start, 1982-84, DeUdar- bungubræður, 1977-79, og Storm- sveitin, 1979, þar sem Hjörtur Hows- er og Bjöm Thoroddsen voru á með- al hljómsveitarmeðUma. Ágúst hefur tvisvar tekið þátt í Landslaginu, var með lagið Ráðhús- ið 1989 og Reykjavík 1991. Einnig hefur hann gefið út plötur og verið meðlögáplötum. Má þar nefna plötuna Ljóslifandi sem hann gaf út ásamt Jóni bróður sínum 1982 og plötuna Kosmisk augu sem hann gaf út fyrir jólin 1989 ásamt bræðrum sínum, Jóni og Ólafi, en þar náði lagið Mig dreymdi draum vinsældum sem hann söng með Rúnari Þór. Árið 1974 gaf Ágúst út plötu með Bendix og síðar jólaplötu með Rock- Ola 1984 þar sem fram komu m.a. Bobby Harrison og Pálmi Sigur- hjartarson. Einnig átti Ágúst lag á SATT-plötu 1986 og á lagið Kveðja til vina á plötunni Lagasafnið II sem gefin er út fyrir þessi jól. Fjölskylda Ágúst kvæntist 13.11.1983 Berg- ljótu Benónýsdóttur, f. 26.10.1958, skrifstofumanni. Hún er dóttir Ben- ónýs Guðjónssonar, fyrrum b. á Bæ H í Hrútafirði, sem nú er látinn og Laufeyjar Dagbjartsdóttur húsmóð- ur sem nú býr í Reykjavík. Böm Ágústs og Bergfiótar eru: Eva Lind, f. 28.10.1971, rakari, gift Ásgeiri Ásgeirssyni, búsett í Hafn- arfirði og eiga þau eitt bam; Heiða, f. 24.9.1974, nemi í Hafnarfirði; Vaka, f. 25.6.1979, nemi í Reykjavík; HUn, f. 27.11.1983, nemi í Reykjavík; og Ágúst EU, f. 22.4.1987, nemi í Reykjavík. Systkini Ágústs eru: Hilmar, f. 14.9.1948, verkfræðingur, búsettur í Hafnarfirði og á hann fiögur börn; Jón G„ f. 5.5.1950, smiður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu H. Ágústsdóttur og eiga þau eitt barn; Baldur, f. 3.12.1957, verkamaður, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Hrefnu Sigurðardóttur og eiga þau þijú börn; Ólafur, f. 17.9.1959, sölu- maður, búsettur í MosfeUsbæ, kvæntur Guðbjörgu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn; Árni, f. 9.8. 1960, flugumferðarstjóri, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur LUju Finn- bogadóttur og eiga þau tvö börn; Dagbjört, f. 11.9.1965, sjúkraþjálfi í BerUn, í sambúð með Gísla Valdi- marssyni; Ragnar H„ f. 11.10.1978, nemi í Reykjavík; og Heiðrún, f. 5.12. 1979, nemi í Reykjavík. Foreldrar Ágústs eru Ragnar J. Jónsson, f. 22.5.1929, forstjóri Iselco sf„ búsettur í Reykjavík, og Lára Agúst Ragnarsson. Guðmundsdóttir, f. 13.9.1929, búsett í Hafnarfirði, en þau era skiUn. Núverandi eiginkona Ragnars er Anna Einarsdóttir húsmóðir og nú- verandi eiginmaður Láru er Baldur Ámason trésmiður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.