Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Neytendur _______________pv Verökönnun Neytendasamtakanna: Mikill verðmunur á bakkelsi Allt aö 235% verðmunur er á milli einstakra tegunda í bakaríum sam- kvæmt verðkönnun Neytendasam- takanna og tíu aðildarfélaga þeirra á brauði og kökum. Það þykir athyglis- vert aö ýmis lítil bakarí á þröngum markaði koma vel út í könnuninni á meðan bakarí með umfangsmeiri rekstur á stærri markaöi eru langt yfir meðalverði. Einnig kom í ljós aö í nokkrum bakaríum vantar talsvert upp á að vegin þyngd vörunnar sé í samræmi við þá þyngd sem tilgreind er. í tveimur tilfellum náði vegin þyngd að meðaltali aðeins 87% uppgefmnar þyngdar. í flestum bakaríum var til- grein þyngd vörunnar í ágætu sam- ræmi við raunþyngd og dæmi um að varan vigtaði talsvert meira en til- greint var á umbúðum. Samkvæmt reglugerð er bakaríunum skylt að gera samanburðarverð en það hunsa þau öll með tölu. Haukur Hauksson í Borgarbakarí- inu og Ódýra brauða- og kökumark- aðnum hefur sent frá sér yfirlýsingu Mjög misjafnt er hvað bakaríin taka fyrir brauðskurð. í sumum bak- aríum er hann innifalinn í verðinu en önnur taka allt að 19 krónur fyrir skurðinn. Könnunin var gerð í Reykjavík, Vesturlandi, Vestfjörð- um, Norðurlandi, Austurlandi, Suð- urlandi og Suðurnesjum síðari hluta nóvembermánaðar. -JJ þar sem hann efast um framkvæmd könnunar Neytendasamtakanna. í könnuninni kemur fram að þessi bakarí koma verst út úr samanburði á uppgefinni þyngd og veginni þyngd. Haukur segir að bakarinn hafi ver- ið spurður um þyngd brauðsins og gaf hann upp þyngdina á deiginu en sú viðmiðun sé notuð þegar Verö- lagsstofnun gerir sína könnun. Bak- arinn hafi sérstaklega tekið þetta fram við starfsmann Neytendasam- takanna sem framkvæmdi könnun- ina. Það sé jafnframt vitað að brauð rýrni um 13-15% við bakstur. Haukur segir að gengið hafi verið út frá þessari staðreynd og geti bak- aríin því ekki setið undir ásökunum Neytendasamtakanna um ranga vikt. -JJ Þyngd deigs- ins skiptir ekki máli - segir Jóhannes Gunnarsson „Við visum þessum fullyrðingum Hauks um ranga framkvæmd á verð- könnuninni á bug,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. Hann segir að starfs- maður, sem gerði könnunina, hafi aldrei heyrt minnst á deig þegar hann tók niður tölúrnar. „Enda varðar neytandann ekkert um þyngdina á deiginu heldur á því brauði sem hann kaupir fullbakað. í raun eigum við ekki að þurfa að spyrja um þyngd vöru í bakaríum því samkvæmt reglugerð á iisti, sem tiltekur verð og þyngd, að hanga uppi neytendum til upplýsingar. Haukur kvittar sjálfur fyrir könnun- ina og gerir enga athugasemd í við- eigandi reiti. Þess utan hefur svona verðkönnun verið framkvæmd oft áöur af Verðlagsstofnun og ég hef fengið staðfest þar að öUum sömu aðferðum hafi verið beitt. En hvað deigið er þungt áöur en þaö er bakað er ekki okkar mál,“ segir Jóhannes Gunnarsson. Nytt íslenskt majones Nýlega setti matvælafyrirtækið Efnaval nýtt majones á markað. Að sögn Georgs Gunnarssonar framleíðslustjóra er þetta fyrsta íslenska majonesið sem er geril- sneytt. Áður hafði Efnaval fram- leitt hliðstætt majones fyrir Fjaróarkaup í Hafharfirði undir heitinu FK. Fyrir utan majonesið eru í framleiðslu fiórar tegundir af Stjörnuídýfum sem eru fram- leiddar undir sama vörumerki og Stjömusnakkiö. Þessar nýju vör- ur frá Efnavali em nú komnar í verslanir Hagkaups, Mikiagarð, Kaupstað, Fjaröarkaup og Bónus. Stekkjastaur er á fyrstu jóla- skeiöinni. Stekkja- staur á jólaskeið Guil- og siifursmiðjan Erna hef- ur hafið framleiðslu á jólasveina- skeiðum úr silfri. Skeiðar þessar vom þekktar hér áður fyrr en Eggert Guðmundsson listmálari teíknaöi þær í kringum 1954. Fyrsta skeiðin er meö mynd af Stekkjastaur en gert er ráö fyrir að fyrir næstu jól komi hinar í safnið. Skeiöin kostar 3.950 kr. og fæst í Silfurbúðinni, MEBA í Kringlunni, Rúbín í Mjódd og Keflavík, hjá Korneliusi á Skóla- vörðustíg, í Rammagerðinni, Skarti á Akureyri, KH á Blöndu- ósí og Tímadjásni í Grímsbæ. fáninná jólatréð Áður fyrr þótti ekkert jólatré fuUskreytt fyrr en búið var að koma íslenska fánanum fyrir. Nú er hafin framleiðsla á fánalengj- um með tíu íslenskum fánum en ails er lengjan 140 cm. Auk jólatrésfánanna eru líka fáanlegir tannstönglar með is- lenska fánanum sem eru heppi- iegir semkökuskraut. Það er fyr- irtækið íris í Hafnarfirði sem framleiðir. Öll framieiðsla er handunnin. Hangikjötið ódýrara í Fjarðar- kaupum í verökönnun á kjöti, sem birt- ist á Neytendasiðu í gær, slæddist inn viila varöandi verö á úrbein- uðum hangiframparti í Fjarðar- kaupum. Rétt verð á ódýrasta kjötinu er 860 krónur kílóið af úrbeinuðum framparti en ekki 998 krónur. Skorin brauð Smá- brauð Kökui • Alls Bakariið, Grindavik 743 421 856 2.020 Valgeirsbakarí, Njarðvík 907 460 783 2.150 Ódýri brauða- og kökumark., Reykjavik 770 599 888 2.257 Bernhöftsbakarí, Reykjavík 761 478 1.030 2.269 Kökuval, Hellu 841 564 1.040 2.445 Brauðval, Búðardal 902 563 983 2.448 Hverabakari, Hveragerði 809 581 1.098 2.488 Brauðgerð KHB, Egilsstöðum 944 607 946 2.497 Kristjánsbakarí, Akureyri 902 526 1.078 2.506 Brauðgerð KASK, Höfn 926 616 970 2.512 Nýja bakaríiö, Keflavlk 872 646 1.023 2.541 Másbakarí, Þorlákshöfn 928 563 1.080 2.571 Sigurjónsbakarí, Keflavfk 977 599 1.029 2.605 Gamla bakaríið, isafirði 820 666 1.125 2.611 Guönabakari, Selfossi 847 624 1.153 2.624 Brauðgerð Kf. Fram, Neskaupstað 983 567 1.080 2.630 Borgarbakarí, Reykjavík 1.010 599 1.038 2.647 Einarsbakarí, Akureyri 938 634 1.167 2.739 Brauögerö KEA, Akureyri 946 595 1.211 2.752 Brauðgerðarhús Stykkishólms 1.107 683 976 2.766 Sveinn bakari, Reykjavlk 957 726 1.158 2.841 Sauðárkróksbakarí 992 747 1.112 2.851 LÆGSTAVERÐ: 743 421 783 2.020 HÆSTAVERÐ: 1.107 747 1.211 2.851 MISMUNUR: 49% 77% 55% 41% Skýringar: Skorin brauð: 600 g franskbrauð, 4 tegundir grófra brauða (600 g hvert), 250 g snittubrauð (ekki niðursneitt). Smábrauð: 4 rúnstykki (50 g hvert), 4 gróf rúnstynni (60 g hvert), 4 hamborgara- brauð (55 g hvert), 4 pylsubrauð (40 g hvert), 4 mjúkar kringlur (50 g hver). Kökur: vínarterta, jólakaka, marmarakaka (400 g hver), vínarbrauð og snúðar (2 stk. af hvoru). UR & KLUMUR QJATIR SEH GLEBJA OG GERA GAGM PIERPODT CASIO. CITIZEN ÆEC ADEC kvenúr, gullhúðað m/svartri skífu, kr. 3.900 ADEC karlmannsúr, gull- húðað m/hvitri skifu, kr. 3.837 Citizen kvenúr, gullhúðað m/hvitri skífu, kr. 7.622 Rhythm klukka m/pendúl, spilar2 lóg, kr. 9.345 Rhythm klukka, svörtog gyllt fáanl. Kr. 5.240 6. Citizen hilluklukka m/spegli, falleggjöf, kr. 10.490 Kornelíus úrsmiður Skólavörðustíg 8, sími 18588 - Dankastræti 6, sími 18600 Allt að 235% verðmunur er á einstökum tegundum af brauðum. Rangar upplýsingar og röng niðurstaða - segir Haukur Hauksson í Borgarbakaríi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.