Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. 15 Ef la þarf lýðræðið í kjallaragrein í DV „Lýðræöi með þingbundinni stjóm“ frá 30. nóv. sl„ eftir Áma Ámason alþm., em settar fram hugleiðingar um lýðræði hér á landi. Skoðanir höf- undar eru mjög óhkar þeim sem ég aðhyllist, en aöeins gefst tími til að taka hér fyrir þrennt. Þjóðaratkvæðagreiðsla Höfundur heldur því tvívegis fram að engin ákvæði séu um al- mennar þjóðaratkvæðagreiðslur vegna fyrirliggjandi þingmála. í 2. mgr. 79. gr. stjskr. er þó tekið fram að ekki megi gera lagabreytingar um kirkjuskipan nema með því að leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna til sam- þykktar eða synjunar. Forseti getur, sbr. 26. gr. stjskr., Kjallarinn Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur „Lýðveldisstjórnarskráin var sam- þykkt 1944 í þjóðaratkvæðagreiðslu og 126. gr. var forseta lýðveldisins heimil- að án atbeina ráðherra að synja stað- festingar lagafrumvarps...“ Stjórnarskrárnefnd 1983. - Nefndarmenn voru allir samþykkir þvi að leggja til að gera málskotsleið forseta auðveldari, segir m.a. i greininni. sypjað staðfestingar lagafrum- varps og skal um það fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Allar til- lögur til breytinga eða viðauka á stjómarskránni, sbr. 1. mgr. 79 gr., hafa í for með sér að rjúfa skal Alþingi þá þegar og stofna til al- mennra kosninga að nýju, og verð- ur síðan nýkjörið Alþingi að sam- þykkja ályktunina óbreytta og er hún þá fyrst gild stjómskipunar- lög. Af framangreindu er ljóst að Al- þingi verður að leita til þjóðarinnar þegar mjög mikilvæg mál eru á dagskrá og á að tryggja vandaðri lagasetningu og fullyrðing höfund- ar um það efni er því ekki rétt. Bundnir við sannfæringu sína Höfundi verður tíðrætt um 48. gr. stjskr. þar sem fjallað er um að al- þingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína en ekki fyrir- mæh frá kjósendum. Hann viil síð- an út frá þessu ákvæði telja, að allar sérkosningar bijóti gegn þessu ákvæði og geti því ekki stað- ist. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt, enda er til fjöldi dæma um það, bæði í löggjöf og í einstökum tilvik- um, að leitað sé áUts þjóðarinnar. Höfundur nefnir ekki í þessu sambandi reglur aUra stjómmála- flokka um að binda hendur þing- manna í atkvæðagreiðslum á Al- þingi í fjölmörgum málum með meirihlutasamþykkt þingflokka eða flokksráða. Er þetta réttlætt vegna nauðsynjar þess að koma á aukinni festu í stjómun. Ekki er heldur bent á 47. gr. stjskr., þar sem sérhver nýr þingmaður skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórn- arskránni. Gerum ráð fyrir því, að þingmað- ur telji, að lagafrumvarp bijóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og síðan krefst þingflokkur og flokksráð að hann greiði atkvæði gegn lögunum. AlUr hljóta þá að sjá að þetta er brot á viöurkennd- um lýðræðisreglum, en á þessu tek- ur höfundur ekki. Málskot forsetans Höfundur telur að synjun forseta um staðfestingu laga og málskot hennar til þjóðarinnar brjóti gegn umræddri 48. gr. stjskr. Lýðveldis- stjórnarskráin var samþykkt 1944 í þjóðaratkvæðagreiðslu og í 26. gr. var forseta lýðveldisins heimilað án atbeina ráðherra að synja stað- festingar lagafrumvarps, og skal þá strax fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla. FaUa þau úr gildi ef sam- þykkis er synjað. Áður hafði kon- ungur sypjunarvald. í skýrslu stjórnarskrámefndar frá 1983 voru allir nefndarmenn undir forystu Gunnars Thoroddsen samþykkir því að leggja til að gera málskotsleið forseta auðveldari. Hægt væri að leita áUts þjóðarinn- ar áður en tekin væri ákvörðun um staðfestingu. Lýðræðið verður að efla og styrkja með því m.a. að auka á því tiltrú þjóðarinnar, en voðinn vís ef við kunnum ekki með það að fara. Sigurður Helgason Athvarf bótanna, einnig um jól Hátíð friðar og kærleika heilsar brátt. Allt ljómar af ljósadýrð og ytra skraut er orðið yfirþyrmandi. Við spyrjum okkur hvort ljóminn nái að lýsa inn í hjörtu okkar eða hvort aUt sé á yfirborði. Við spyrj- um okkur hvort allt ytra skrautið eigi að dylja eitthvað sem ekki má sjást. Ekki er að efa að við alltof mörg eyðum langt um efni fram, og þó ekki sé svo, þá of miklu í oft einskisverða hluti - verðmætalaus tákn tómleikans. Engin ofrausn Hitt er þó öUu alvarlegra ef enn stækkar sá hópur sem hefur Utla möguleika tíl að gefa jólunum þó tilbrigðablæ með einhveijum hætti. Hið áður óþekkta höl at- vinnuleysis hefur barið harkalega fyUa það fólk vonleysi og ugg sem að telja allt af mannavöldum sem KjáUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ „ ... hvað sem líður öllum samanburði þá er ljóst að við erum að horfa til allt annars ástands en undanfarið og ósanngirni væri það að telja allt af mannavöldum... “ að dyrum aUtof margra. Stöðugar niðurskurðarupphróp- anir og aðgerðir í kjölfarið, oft ærið tilvUjanakenndar og réttlætisUtlar, býr við þau kjör þar sem aUt ræðst af stööu velferðarmála hverju sinni. Ég greini það glöggt á öryrkj- unum, sem aðallega koma hingað til mín, að þeirra eðlUegi ótti er við það að svo verði skorið að þeir sjái sér ekki lengur farborða sem þeir þó hafa gert og er þó engin ofrausn á ferð, öðru nær. Annar ótti og annars konar er áberandi einnig, en það varðar vinnuhorfur þeirra sem þó hafa þar að einhverju að hverfa. EðlUega kvíða þeir því að öðrum fremur verði þeir fyrir barðinu á viðvarandi atvinnuleysi. Og von- leysi þeirra tengist viðhorfum sem þeim þykir sem æ ofan í æ komi fram hjá stjómvöldum, sem sé að þeim komi þetta í raun ekki við, aUt yfir í það að þetta sé eðhleg aðlögun að hinum alfijálsa mark- aðsbúskap sem bjarga skal öllu - einhvem tímann. „Við emm að sigla inn í rússneskt ástand,“ sagði einn á dögunum og tU aö fyrir- byggja misskUning bætti hann við: „Ég meina rússneskt, ekki so- véskt." Atvinna öryrkja En hvað sem öUum samanburði Uður þá er ljóst að við erum að horfa tíl allt annars ástands en undanfarið og ósanngimi væri það vakið hefur óáran þá. En óáran má ástandið kalla og ótti fóiks þar við eðlUega bundinn. Það fer ekki milU mála að það fólk, sem býr við bætur einar, má ekki í einu eða neinu við áföUum. Það má líka ljóst vera að atvinnuöryggi skiptir öllu og ekkert „kemur mér ekki við“ gUdir þar, allra síst á æðstu stöð- um. Atvinna öryrkja hefur tvíþættan tilgang hið minnsta. Annars vegar að halda sinni reisn sem fuUgUdur vinnandi maður og hins vegar þarf ekki sama tilkostnað samfélagsins. Samfélagslegur gróði yflr aUan efa hafinn. Aramótaheit æðstu manna í dag ættu að beinast að átökum í atvinnumálum sem árangri mættu skUa, þar felst sá varanlegi gmnn- ur velferðar, sem gumað hefur ver- ið af í Viðeyjarskruddu, en vart sést annars staðar. Á hátíð friðar og kærleika ættu valdsmenn allra helst að huga að velferðarleiðum sem vænlegustum í stað þess að veifa refsivendi nið- urskurðar svo rækUega. Eitt má þeim alveg skUjast. Það er ekki sama hvar þeim refsivendi er veifað, það má víða og áreiðan- lega með árangri, en ekki yfir þeim sem eiga bætumar að eina athvarfi sínu, einnig um jól. Helgi Seljan Áskjönvið „Alþingi getur ekki af- - greitt EES- samninginn í óbreyttri mynd. Ákvæöi þing- skaparlaga um meðferö :| mála leyfa Þ. Guðmundsson, það ekku Með pró,eBSOr, iegadeiid. benda á aö Alþingi verði að gæta að lögformlegum reglum. EES-frumvarpið er ekki í sam- ræmi viö raunveruleikann eftir að Sviss felldi sammnginn. í fvrstu grein frumvarpsins er kveðið svo á að aUt meginmál EES-samningsins, eins og frá honum var gengið í Oporto á sin- um tíma, verði lög á íslandi. Með samþykkt frumvarpsins fengi þessi grein lagagildi nú þegar, þó svo að það Uggi fyrir að það verði að breyta samningnum. Utanríkisráðherra hefur tekið undir lögfræðiálit þar sem segir að samningurinn verði aldrei í óbreyttri mynd. Því segi ég það ekki gerlegt íýrir Alþingi að sam- þykkja fyrstu grein frumvarps- ins. Endanleg gerö samningsins mun fyrst verða kuim eftir að EB og EFTA-ríki, önnur en Sviss, hafa samið um breytingar. Staöan er því sú að þegar hefur einungis verið samþykktur á Al- þingi sá samningur sem gerður var í Oporto og þar með er ekki heimUt að fuUgUda annan laga- texta. Alþingi hefur með öðrum orðum ekki samþykkt aö fuUgUda einhvern samning eins og hann yrði breyttur eftir umræður EB og Efta síöar. Rökin vantar „I stoðunni þarf ekld að gera neina breytingu á EES-frum- varpinu áður en það verður samþykkt. Þaö er ekkert ^ pé4ur G- Thorstelnsson, StÖÖU UÖ fuil- tögfnoðjngur I utanrtkis- gilda EES- rdðuneytlnu- samninginn án fyrirvara um breytingar vegna Sviss. Þetta kemur meðal annars fram í rök- studdri greinargerð sem ég átti þátt í að semja. Ég hef ekki séð neina greinar- gerð frá Bimi Þ. Guðmundssyni. I bréfinu tU forseta Aiþingís kom okki fram rökstuðningur fyilr því að frumvarpið væri ekki þingtækt. Hins vegar fæ ég ekki betur séð en htmn misskilji frum- varpið. í því felst engin lögfesting á neinum samningi. Fyrsta grein- in er bai-a heimild tU aö fuilgUda samningimi. í sjálfu sér væri hægt að taka fyrstu grcimna og flytja hana sem þingsályktun. Til að frumvörp séu þingtæk þarf að uppfylla ákveðin forms- skilyrði og í því sambandi liggur fyrir úrskurður forseta Alþingis. I þingskaparlögunum er ekki að finna nein efnisskUyrði varðandi lagafrumvörp. Og í sijórnskipun- arrétti íslands er hvergi aö finna reglu sem segh- að frumvarp af þessu tagi sé ekki þingtækt. Ég veit ekki tU þess að nokkur lögfræðingur hafi séð um lög- Bjöm. Hins vegar vekur spurningar hvers vegna Björn útafþingsköpum.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.