Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. 17 _________________________Menning Kunnuglegar Ijósmyndir Ljósmyndabækur með lands- lagsmyndum eru orðinn ómissandi hluti jólabókaútgáfunnar. í ár er mestur prentgripur þessara ljós- myndabóka ótvírætt „íslandslag" Sigurgeirs Sigurjónssonar, gild og gagnvönduð bók með öllu tilheyr- andi: fágætlega vel teknum og prentuðum myndum, þökk sé Oddaveijum, inngangi eftir forset- ann okkar og jarðfræðilýsingum eftir prófessor Sigurð Steinþórs- son. Bækur af þessu tæi kenna enskumælandi menn gjarnan við sófaborð („coffeetable"), þær þykja stofuprýði og eru látnar liggja frammi sem vitnisburður um menningarstig eigandans. Það sem þessi bók Sigurgeirs hefur fram yfir flestar bækur þessarar tegund- ar eru hinir stóru myndfletir. Víð- áttur landsins eru myndaðar með Linhof Technorama myndavél, sem búin er einni bestu víðlinsu sem nú þekkist. Þessar víðáttu- myndir eru síöan þandar yfir hverja bókaropnuna á fætur ann- arri, með betri árangri en sést hef- ur í íslenskum ljósmyndabókum til þessa. Enda kom sá mikh smekk- maður Þröstur Magnússon, við sögu úthtshönnunar á bókinni. ... birtan raunverulegri Það hggur við að stærð þessara ljósmynda, skerpa og hrikaleg ásýnd myndefnisins geri bókina aht að því yfirþyrmandi; eftir linnulausa skoðun fer augað að langa í látlausar smámyndir. Þess- ar víðáttumyndatökur eru réttlætt- ar með eftirfarandi hætti á bók- arkápunni innanverðri; „Stór myndflötur gefur smáatriðum í Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson myndunum aukið líf og kemur vel th skha öllum htbrigðum auðnu og gróðurs. Stærðarhlutfóh verða skýrari, dýptin meiri og birtan ramiverulegri. ílangur myndflöt- urinn feUur vel að sjónsviði augans og undirstrikar sérstæðar víðáttur landsins." AUt er þetta gott og blessað, ef menn telja tUgang ljósmyndunar að koma „veruleikanum" nokkurn veginn óbrengluðum tU skUa, en því viðhorfi hélt ég að ljósmyndar- ar hefðu nú varpað fyrir róða. Flestir ljósmyndarar, sem ég þekki, líta á sjálfa sig sem eins konar túlk- endur eða „síu“ veruleikans - sem er ekki endUega „betra“ viðhorf. Ef til vUl er það þessi skrásetn- ingarhugsunarháttur, plús hrifn- ing Sigurgeirs yfir möguleikum nýju Linhof vélarinnar sinnar, sem eru helstu veikleikar bókarinnar. Ljósmyndarinn sættir sig í aðaiat- riðum við hefðbundna sýn á landið, Sigurgeir Sigurjónsson. leggur sig ekki fram um að finna ný sjónhorn eða blæbrigði. Hvers- dagslegir myndatextarnir endur- spegla þessa vöntun á metnaði, sbr.: „Hleðsla í Fossárdal minnir á 1100 ára amstur kynslóðanna" (mynd 41), „Svartifoss (er) ein af perlum þjóðgarðsins að SkaftafeUi" (mynd 51) „Jóhannes Kjarval opn- aði augu íslendinga fyrir fegurð grjóts og mosa“ (mynd 73) o.fl. Ljós- myndir hans verða því helst tU kunnuglegar þeim sem fylgst hafa með landslagsljósmyndun á ís- landi. Hins vegar býst ég við aö ég muni með ánægju taka þessa bók fram til að sýna útlendum gestum mínum. íslandslag Ljósmyndlr: Sigurgeir Sigurjónsson Textar ettir Vigdisi Finnbogadóttur og Sigurö Steinþórsson. Þröstur Magnússon sá um útlit. Forlagió 1992. BREKKU MATVÖRUVERSLUN Hjallabrekku 2 Kópav s:43544 Opið virka daga kl. 9-23.30 Helgar 10-23.30 24/12 og 31/12 9-15 BETRA VERÐ HANGIFRAMPARTUR FRÁ 678 KG HANGILÆRIFRÁ 978 KG HAMBORGARAHRYGGUR FRÁ 979 KG ÓKEYPIS ÚRBEINING Allt kk Jóla- Sértilboð á EGILS hvítöli 4 skóinn öSiS) Jólapappír, kort o.fl. Gleðileg jól, farsælt komandi ár mandarínur og appelsínur entméssíf IS hvítlauks- brauð MAÍSKORN - GRÆNAR BAUNIR OG RAUÐKÁL * * LANGAR ÞIG I BIO HEIMA I STOFU? KENWOOD KR-V 7040 með fjarstýringu Verð kr. 56.905.- stgr. KENWOOD Aörir Kenwood útvarpsmagnarar: KR-V6030 2x120 vött DIN með fjarstýringu kr. 39.520.- KR-A5040 2x80 vött DIN meö fjarstýringu kr. 29.925.- KR-A4040 2x50 vött DIN kr. 23.655.- stgr. KENWOOD KR-V7040 AV/útvarps- og videómagnari meö " Pro-logic surround" kerfi, 240 vött DIN/8 ohm (200 vött RMS 20 Hz-20 kHz). Þú tengir stereo videótæki viö KR-V7040 útvarpsmagnarann og 5 rása stereó hljómur verður aö veruleika, þegar þú horfir á bíómynd heima í stofu. Þitt eigiö bíó meö kvikmyndahúsahljómgæðum. KR-V7040 er einnig fullkominn 2x120 vatta útvarpsmagnari. Hann var valinn besti AV (Audio/video) útvarpsmagnarinn meö fullu húsi stiga af hinu virta fagtímariti "What Hi-Fi" í nóvember 1992. þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840, 685149

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.