Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 24
. 32 í Merming Samviskubit vegna suðrænna þjóða? Bókin Löndin í suðri eftir dr. Jón Orm Halldórsson, lektor í alþjóðastjórnmálum, er um hinar mörgu ólíku þjóðir sem byggja lönd í Afríku, Rómönsku Ameríku og Asíu utan Japans og Rússlands, samskipti þeirra við Evrópubúa, sögu þessara þjóða og samtíð. Höfund- ur hefur mikla þekkingu á þessu merkilega viðfangs- efni og skrifar lipran blaðamannastíl. Bókin er mjög fróðleg. Hún er alþýðlegur fróðleikur fremur en fræði- rit þótt vissulega sé ýmissa fræðikenninga þar getið. Jón Ormur telur að Evrópuþjóðir eigi auðlegð sína að þakka arðráni í suðrænum löndum. Hann er enn fremur lítt hrifinn af Bandaríkjunum og dregur hik- laust taum araba í deilu þeirra við gyðinga. Hér er ekki tóm til þess að ræða nema tvær kenningar hans, um iðnþróun í Suðaustur-Asíu og um það samvisku- Bókmeimtir Hannes Hólmsteinn Gissurarson bit sem vestrænar þjóðir eiga að hafa ef marka má Jón Orm. Jón Ormur lýsir því hvemig drekamir íjórir, sem svo eru kallaöir, Suður-Kórea, Singapore, Tævan og Hong Kong, hafa vaxið og dafnað síðustu áratugi. Hann bendir á víðtæk ríkissafskipti í nokkrum þess- ara landa og kallar „áætlunarkapítalisma". Hvemig stendur á því að árangri hefur verið náð í þessum löndum en ekki í Indlandi, Kínaveldi og Ráð- stjómarríkjunum þar sem líka var reynt að örva hag- vöxt með víðtækum ríkisafskiptum og áætlunarbú- skap? Meginástæðan er einfóld og nefnir Jón Ormur hana stuttlega: Þjóðimar í Suðaustur-Asíu framleiða aðal- lega til útflutnings. Það merkir að atvinnufyrirtæki starfa þar við aga og aðhald hins alþjóðlega neyslu- vömmarkaðar. Þrátt fyrir víðtæk ríkisafskipti er því vöxtur og viðgangur drekanna fjögurra afreksverk hins frjálsa markaðar. Þvi er við að bæta að í Hong Kong hafa ríkisafskipti auðvitað verið óveruleg. í þriðja lagi er athyglisvert að stjómvöld þar eystra hafa alls staðar lagt ríka áherslu á séreignarrétt og einkaframtak þótt minna hafi farið fyrir fullu atvinnufrelsi. Jón Ormur segir enn fremur margar sögur og ófagrar af viðskiptum suðrænna þjóða við Evrópu- menn og síðar Bandaríkjamenn. Þótt Jón Ormur segi hér satt er hann ekki alls kostar sanngjarn. Hann sér aðra hliðina betur en hina. Þegar ég dvaldi í Guate- mala í ársbyriun 1990 þóttu mér óhugnanlegar lýsing- ar á landnámi hvítra manna þar fjögur hundmð árum Jón Ormur Halldórsson. Mikil þekking á viöfangsefn- inu. áður. En síðan komst ég aö því að Aztekar, sem þá bjuggu þar, höfðu beitt fyrri frumbyggja enn meiri grimmd. Vissulega léku Evrópumenn Kínveria grátt. En þeg- ar ég ferðaðist um Suður-Kína árið 1986, las bækur um sögu landsins og sótti heim söfn, komst ég að því að kínverska stjórnin haföi leikið eigin þegna miklu verr í blóðugum borgarastríðum á nítjándu öld. Evrópubúar komu ekki aðeins fram sem arðræningj- ar og þrælasalar, heldur líka sem kaupmenn og vernd- arar. Jón Ormur nefnir þrælahald sem er vissulega ljótur blettur á sögu Vesturlandamanna. En arabar hófu fyrr þrælaveiðar í Afriku og lögðu þær síðar niö- ur en Evrópumenn. Margt hefur gott verið gert í öðrum heimshlutum. En evrópsk menning er að því leyti einstæð að hún hefur getið af sér mannúðarhugsjónir (eins og hreyf- inguna gegn þrælahaldi á nítjándu öld), umburðar- lyndi, fijálslyndi. Evrópubúar eiga því ekki að hafa meiri sektarkennd en íbúar annarra heimshluta, nema síður sé. Jón Ormur Halldórsson. Löndin i suöri. Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar. Reykjavík 1992, 247 bls. Forsendur í f ormála Gagnrýni Alberts Jóhannssonar í Skógum á bók minni Merakóngar hefði verið enn betri, ef hann hefði gefið sér tíma til að lesa formála hennar. Við mat á uppflettiritum er alltaf gott að hafa í huga forsend- ur slíkra bóka eins og þær koma fram í formálum, þótt rýnandi sé ekki sammála þeim, enda taki hann þá afstöðu til þeirra. Albert hefði örugglega náð áttum strax í efri hluta fyrsta dálks formálans og séð, að markmiðin eru þrengri en hann vill hafa þau. Af formála mínum mátti sjá, að merakóngatalið í fyrri hluta bókar- innar felst í að setja á einn stað og í stafrófsröð upplýsingar óteljandi sýningarskráa og annarra útge- finna heimilda um eigendur rækt- unarhrossa á sýningum og hin síð- ustu ár einnig um eigendur við fæðingu. Þar er skýrt tekið fram, aö eignaskrá þessi sé sömu ann- mörkum háð og heimildimar og geri enga tilraun tfi að vera tæm- andi. Enda væri óðs manns æði eða skattstofunnar að reyna að skrá öll hrossakaup. í formálanum segir m.a.: „Skráin nær ekki heldur yfir eigendur, sem hafa verið að hrossunum milli sýn- inga, né heldur eigendur, sem kom- ið hafa tfi sögunnar á sýningum eða eftir sýningar." Ennfremur: „Ég hef reynt að nota síðasta heimfiis- fangið, sem gefið er upp í sýninga- skrám. Það segir ekkert um, hvort þaö sé núgildandi heimihsfang hans.“ Og: „Ennfremur er ekki auðvelt að henda reiður á, hvaða eigendur séu einn og sami maður og hveijir séu alnafnar. ... Með hjálp kunnugra manna í öllum hér- uðum landsins hef ég reynt að grisja þetta nokkuð." Ásar hér og Ásar þar Ég hef gaman af þeirri fullyrð- ingu Alberts, að ég þekki ekki mun á Asahreppi í Rangárvallasýslu og Ásum í Húnavatnssýslu, enda veit ég ekki um neitt einasta dæmi í bókinni, þar sem þessu sé ruglað saman. Það fer bara í taugar Al- berts, að ég skuli í þessu tilviki og ýmsum öðrum nota önnur sveita- nöfn en hann vill hafa, enda hefur sú gremja áður komið fram. Hann á því að segja: „Eigi líkar mér þetta“, fremur en segja það rangt. Að lokum vil ég benda Albert á, að sé sama hrossið tvítalið í gömlum ættbókum hins opinbera, er það vepjulega líka tvítalið hjá mér kerf- iskarlinum, án þess að ég geri mér sérstaka rellu eða samvizkubit út af jiví. Eg er viss um, að athugasemdum Alberts hefði fækkað, ef hann hefði munað eftir að lesa formálann og skilja hann, jafnvel þótt hann yrði ekki sáttur við forsendurnar, sem þar koma fram. Um leið vfi ég þakka Albert fyrir að telja villulausa sjálfa ættbókina, hinn heföbundna meginþátt bókar- innar. Enn sem komið er viröist þetta rétt hjá honum, því að sam- kvæmt endanlegri og útgefinni dómaskrá síðsumarsmóts á Vind- heimamelum fékk Hrafntinna frá Dalvík 8,19, svo sem segir í bók- inni, en ekki 8,24 eins og síðar hef- ur verið fullyrt í tvigang í mín eyru. Hins vegar vantar í bókina, án þess að Albert bókarýnir hafi tekið eftir því, nokkur hross úr Austur- Húnavatnssýslu, sem ættbókar- færð voru 1 sumar. Það þykir mér hvimleiðara en sumar athuga- semdir Alberts, og mun bæta úr skák í næstu bók. 1056 villna ígildi i ritdómi Nokkuð gætir hroðvirkni í rit- dómi Alberts. Dæmi:....Jörp 2541 og Jörp 2541, sem auövitað er sama hryssan“. Síðari talan er rangt eftir höfð og á auðvitað að vera 2574. Ef beinar villur í minni þykku bók væru hlutfallslega jafnmargar og í ritdómi Alberts, ættu þær að vera alls 1056, en eklti tvær, svo að ég slepp vel í þeim samanburði. Jónas Kristjánsson höfundur Merakónga FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Popp___________________________________DV Rúnar Þór - Hugsun Þægilegogaf- slöppuð hugsun Ekki hefur farið mikið fyrir Rúnari Þór Péturssyni á plötumarkaði hérlendis þrátt fyrir að hann hafi gefið út plötu um hver jól undanfarin ár. Rúnar Þór er enda ekki í neinum poppstjörnuhugleiðingum: maður hefur það á tilfinningunni að hann sé að þessu fyrir sjálfan sig fyrst og fremst og kannski vini og kunningja. Það hindrar þó ekki aðra í að njóta þess sem Rúnar Þór er að gera en það er að mörgu leyti athyglisvert og sett fram í mikilli einlægni. Rúnar Þór er maður hins mjúka tóns; nokkurs konar Chris Rea ís- lands. Söngurinn er svipaðs eðlis, djúpur, eilítið rámur og seiðandi. Tónlistin líður áfram eins og lindá, hægt og átakalaust, án nokkurra boðafalla. Vissulega getur slík tónlist orðið eintóna og tilbreytingarlaus en það sem lyftir Rúnari Þór að mínu mati upp fyrir meðalmennskuna er liprar lagasmíðar, hann er fund- vís á einfaldar og góðar melódíur og síðan eru það textamir. Textarnir hafa löngum verið til mikillar fyrirmyndar á plötum Rúnars Þós; hann hefur gert sér grein fyrir því að lagasmíðar eiga betur við hann en textagerð og fær því aðra tfi liðs við sig á þvi sviði. Þar fer fremstur í flokki bróðir Rúnars, Heimir Már, fréttamaöur Rúnar Þór. Maður hins mjúka tóns. Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson og ljóðskáld, en hann á fióra texta á þessari plötu, alla prýðisgóða. Bestu textamir á plötunni fyrir minn smekk eru hins vegar eftir Jónas Frið- geir Eliasson en platan er tileinkuð minningu hans en hann lést á þessu ári. Einn texti er svo eftir Stein Steinarr og annar eftir Sverri Stormsker. Hljóðfæraleikur er allur hinn smekklegasti og skal þar sérstaklega nefndur gítarleikur Þorsteins Magnússonar. Aftur á móti finnst mér hvim- leitt hvað notkun hljóðgervla setur billegan blæ á sum laganna á plötunni. S.Í. leikur Madetoja Út er kominn hljómdiskur þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands flytur verk eftir finnska tónskáldið Leevi Madetoja. Stjómandi er Petri Sakari. Útgefandi er breska útgáfufyrirtækið Chandos og er þessi diskur einn þeirra sem samið var um á sínum tíma aö út kæmi í samvinnu þessara aðila. Á diskinum eru tvær sinfóníur eftir Madetoja, nr. 1 og 2. Madetoja er talinn með merkari tónskáldum Finna. Hann var nem- andi Sibelíusar og gætir áhrifa það- an greintiega í verkum þessum. Stíll Madetojas er síðrómantískur. Tónmáliö er dúr og moll, meðferð stefia og hendinga er heföbundin. Þjóðernisstefnu gætir í verkunum en annars má finna þar áhrif frá ýmsum meginlandshöfundum og þeirra frá Sibeliusi. Hvomgt verkið getur talist frumlegt eða sjálfstætt. Hins vegar er handbragðið óað- finnanlegt og fer ekki á milli mála að Madetoja kann fagiö. Margt hljómar fallega í verkunum, eink- um virðist Sinfónían nr. 2 hafa yfir sér meiri þroskablæ. Þeir em sjálf- Petri Sakari stjórnar Sinfóníu- sagt margir aðdáendur þessa tíma- hljómsveit íslands. Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson bils tónlistarsögunnar sem kunna vel að meta framlag Madetojas. Eins og stundum er sagt má oft hafa gaman af því að hlýða á sporgöngumenn- ina þegar menn hefa fengið sig fulla af brautryðjendunum. Það sem gerir diskinn áhugaverðastan hér á landi er auðvitað flutning- ur Sinfóníuhljómsveitarinnar. Að honúm er ekkert hægt að finna og er gaman að heyra hvað hljómsveitin getur verið jöfn og haft á sér mikinn alvömbrag þegar hún leggur sig fram. Stjómandinn Sakari á hér miklar þakkir skfidar. Hann hefur unnið mikið gagn með starfi sínu hér og skil- ar það starf sér vel á þessum diski. Þá geta upptökumenn Ríkisútvarpsins verið stoltir af útkomunni. Upp- takan var gerð í Háskólabíói og upptökumenn voru þeir Hreinn Valdi- marsson og Þórir Steingrímsson. Hún er eins góð og menn þekkja best og verður þar að engu fundið. Það er engin ástæða tfi annars en að vera stoltur af þessu framtaki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.