Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993. 3 Fréttir Framkvæmdastjóri Hollustuvemdar ríkisins um rottutogarana: Verðum að loka fyrir viðskipti við Rússana ef sömu reglur eiga að gilda um aðbúnað þeirra og íslenskra skipa „Ef menn ætla aö láta nákvæmlega sömu reglur gilda varöandi aðbúnað og frágang, bæði fyrir áhöfn og gagn- vart vinnsluaðstöðu, eins og gert er í íslenskum skipum, þá er líklegt að við verðum að loka fyrir viðskipti við þessa rússnesku togara. Menn munu því vega það og meta vandlega hvað þeir ætla að vera kröfuharðir í að túlka svona reglur og hvernig þeim verður fylgt eftir. Ef farið verð- ur út í að skoða þessi skip svona nákvæmlega verður það væntanlega gert í gegnum fleiri aðila en okkur,“ sagði Hermann Sveinbjömsson, framkvæmdastjóri Hollustuverndar ríkisins, í samtali við DV. Fulltrúar sjávarútvegsráðuneytis- ins, Fiskistofu, heilbrigðisráðuneytis og Hollustuverndar ríkisins hafa ákveðið að leyfisveitingar fyrir rúss- neska togara skuh verða í höndum Hollustuverndar í samvinnu við heiibrigðisfulltrúa sveitarfélaganna. Hollustuvemd er að ieggja drög að nýrri reglugerð í þessu sambandi. Astæðan fyrir fundarhöldum þess- ara aðila var m.a. sú að mjög hefur færst í vöxt á undanfórnum mánuð- um að rússneskir „rottutogarar" hafa landað hér afla til vinnslu. Um næstu skref í máhnu sagði Hermann: „Nú þegar eru miklir hagsmunir í þessum viðskiptum við Rússana. Það er verið að gera við skip hér fyrir 200 miiljónir í Stálsmiðjunni, sem er greitt fyrir í fiski, og svo framvegis. Menn þurfa því að vega þetta og meta. En menn verða líka að hugsa um að vera sjálfum sér samkvæmir í framtíðinni," sagði Hermann. Samræma kröfur Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri segir að Fiskistofan muni annast eft- irlit með meðferð á innfluttmn sjáv- arafurðum - þaö er eftir að löndun hefur verið heimiluð tO vinnslu eða umpökkunar í landi. „Við þurfum auðvitað að samræma þær kröfur sem við viljum gera,“ sagði Þórður. „Sú staða má ekki koma upp að Holl- ustuvemd heimili löndun og um leið og það er búið komi Fiskistofa og segi „þetta er ónýtt“. Um þetta eru ekki ffl samræmdar reglur en nú er ætlunin að Hollustuvemd gefi út reglugerð um heilbrigðiseftirlit vegna innflutnings sjávarafurða." - Fá rússneskir togarar sömu af- greiðslu og íslenskir? „Ég er ansi hræddur um að íslensk- um skipum myndi ekki líðast það sama og rússnesku togurunum. Með nýjum lögiun emm við að herða kröfumar ffl okkar eigin skipa. Þar er þeim uppálagt að koma sér upp innra eftirhti og gæðakerfi um borð. Á sama tíma og við erum að herða reglur gagnvart okkar mönnum get- um við ekki htið fram hjá þessu," sagði Þórður. -ÓTT Færeyska efnahagshrunið: Einn milljarður á ári í haf na- framkvæmdir síðasta áratug Fyrir utan jarðgöng og vegagerð voru hafnaframkvæmdir á níunda áratugnum eitt af því sem átt hefur stóran þátt í að rústa færeyskt efna- hagslíf. Færeyingar hyggðu á þessum árum 27 hafnir vítt og breitt um eyjarnar. Framkvæmdirnar kostuðu hvorki meira né minna en um 10 milijarða íslenskra króna eða að meðaltali rnn einn milljarð á ári. Allt var þetta gert fyrir erlent lánsfé. Færeyingar eru sammála um að á mörgum stööum hafi hara verið um byggðapólitík að ræða en ekki raun- verfflega þörf fyrir nýjar hafnir. Sums staðar var að sjálfsögðu um nauðsynlegar framkvæmdir að ræða. Það var hins vegar stefna stjómmálamannanna að hver byggð skyldi fá höfn, fiskvinnslustöð og togara. Ollum byggðarlögum atti að viðhalda. Það var fyrst og fremst Landssjóð- urinn, eða ríkiskassinn, sem greiddi þessar framkvæmdir. Hlutur sveit- arfélaganna var sárahffll, samt nógu mikill ffl þess að minnstu sveitarfé- lögin riða nú ffl fahs fjárhagslega. Þau hafa neyðst ffl að hækka út- svarsprósentuna í allt að 25 prósent. Það vekur athygli, þegar kortið af hafnaframkvæmdunum, sem hér fylgir, er skoðað, hve stutt er á mhh hafnanna. Og miðað við hið góöa vegakerfi og hin fjölmörgu jarðgöng um ahar eyjar segja menn í Færeyj- um nú að auðvelt hefði verið að aka með afla á milh byggðarlaga í stað þess að byggja höfn í hverri krummavík. -S.dór Hafnaframkvæmdir f Færeyjum — frá 1978-91 — Hafnagerð í Færeyjum síðustu tíu árin. Svörtu punktarnir sýna þá staði þar sem byggð hefur verið höfn á þessu tímabili. Loðnuveiðamar: Kvótinn eykstumðO Loönukvótinn eykst ura 90 þús- imd lestir á mánudaginn kemur. Ástæðan er sú að Norðmenn og Grærhendingar mega veiða innan íslensku landhelginnar ffl 15. fe- brúar. Kvóti þeirra er samtals 90 þúsund lestir en kvóti íslendinga um 640 þúsund lestir. Norðmenn og Grænlendingar eru ekki að veiðum hér við land og því fellur kvóti þeirra ffl íslendinga. í gær var búið að veiða 324.000 lestir af loðnu. Fyrir tonniö í bræðslu era greiddar 3.600 ffl 4.000 krónur. Fyrir tonnið ffl frystingar eru greiddar frá 8.000 upp í 14.000 krónur fyrir tonnið. -S.dór. Götskotiná þrjárrúður Þijár rúður skemmdust í ís- landsbanka viö Gfflhnbrú eftir að skotum var hleypt úr loftbyssu, að því er tahð er, aðfaranótt þriðjudagsuis. Tjón varð talsvert af þessum sökum en lögreglan í Grafarvogi hefur ekki vísbend- ingai- ennþá um hver þarna var að vcrki. Máhð er í rannsókn. Ólina Þorvarðardóttir felld við stjómarkjör Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur: Hreinsanir innan Alþýðuflokksins - hófust fyrir síðasta flokksþing og líkjast hreinum nomaveiðum, segir Óllna „Það er ekkert launungarmál að það hafa staðið yfir hreinsanir innan Alþýðuflokksins undanfarið. Að- dragandann má rekja ffl flokksþings- ins og formannskjörsins í fyrra og það hefur ekkert lát orðið á síðan. Nú er passað mjög vel upp á kjör í stjómir félaga, nefndir og annað því- uinlíkt. Þetta hkist hreinum noma- veiðum. Fólk má ekki gagnrýna óvinsælar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar. Forystan er í vöm, vih ekki um- ræður og þolir ekki gagnrýni. Öh gagnrýni er nú tfflkuð sem fflræði viö formanninn og forystuna," segir Óhna Þprvarðardóttir borgarfuh- trffl. Hún var fehd við stjórnarkjör í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur í fyrrakvöld. Óhna sat áður í stjórn- inni. Hún segir aö aht þetta blandist saman við togstreitu og erfiðar ffl- finningar í garð Nýs vettvangs. Það hafi aldrei verið sátt í flokknum um aðild aö Nýjum vettvangi fyrir síð- ustu borgarstjómarkosningar. Hún segir að fólkið úr Nýjum vettvangi, sem gekk í Alþýðuflokkinn, hafi von- ast ffl að sú innganga yrði ffl að opna flokkinn fyrir öðram jafnaðarmönn- um í fffllri sátt við flokkskjamann. Raunin hafi orðið allt önnur. „Nú hefur hópurinn, sem Vh- mundur heitinn Gyhason kallaði „skitapakkið" í flokknum, náð þar öhum völdum aftur. Formaðurinn hefur í sínum erfiðleikum vegna rík- isstjórnarinnar orðið að leita á náðir þessa skipfflagða hóps. Þessi öfl vilja ekkert hafa með Nýjan vettvang að gera. Þess vegna er verið aö ýta fólk- inu, sem kom úr Nýjum vettvangi, ahs staðar út, það er að segja því fólki sem ekki er þegar farið úr flokknum vegna skoðanakúgunar eða hefur keypt sér friö með því að afneita Nýjum vettvangi eins og báðir fram- bjóðendur við formannskjörið nú,“ segir Ólína. Hún segist ekki ætla að gera and- stæðingum sínum innan flokksins það ffl geðs að segja sig úr flokknum - ekki strax að minnsta kosti. „Mér væri óljúft að viðurkenna að ekki væri pláss fyrir umræðu og fijálslynd umbótaöfl í flokknum, aha vega ekki fyrr en að fuhreyndu. En ég sé ekki ástæðu ffl að þegja yfir þeim mikla ágreiningi sem er í flokknum. Ég er fflbúin ffl að fara í formlegt andóf innan flokksins og takast á við forystu flokksins og þau öfl sem styðja óvinsælar aðgerðir ríkisstjómarinnar og standa gegn Nýjum vettvangi,“ sagði Óhna Þor- varðardóttir. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.