Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 14
LJtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SiMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Erfenda skuldasöfnunin Forsætisráðherra og Steingrímur Hermannsson hafa verið að kýta um það hvor beri sök á mikilli skuldasöfn- un við útlönd. Davíð Oddsson heldur því fram að skulda- söfnunin hafi aukist mjög í tíð Steingríms í forsætisráðu- neytinu. Steingrímur segir að forsætisráðherra farist ekki. Erlend skuldasöfnun haíi aukist síðustu tvö árin í stjórnartíð Davíðs og sé nú komin yfir hættumörk. Þessi deila er varla við hæfi. Skuldirnar eru miðaðar við verga landsframleiðslu og hlutfall skulda miðað við þjóðartekjur getur auðvitað breyst vegna lægri tekna, án þess að skuldimar aukist. Aðalatriðið er að íslendingar hafa lengi lifað um efni fram, meðal annars með erlendum lántökum og þar hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina án tillits til þess hver hefur setið í forsætisráðuneytinu. Núverandi ríkisstjórn má eiga það að hún hefur gert heiðarlega tilraun til að draga úr lántökunum en tekur enn lán og samtals hefur þessi skuldasöfnun leitt til þess að á yfirstandandi ári verða erlendar skuldir þjóðarinnar 237 milljarðar króna og fara þá í fyrsta sinn yfir 60% af landsframleiðslu. Á þessu ári aukast erlendar skuldir um 10 milljarða króna eða um 27 milljónir króna á hverjum degi. Erlend- ar skuldir hafa tvöfaldast frá því 1980 og nú skulda ís- lendingar mest allra OECD-þjóða og eru í svipaðri stöðu og Færeyingar voru fyrir aðeins fimm árum. Þetta er ískyggileg þróun og vítið í Færeyjum er til að varast það. Það gagnar lítið að finna sökudólga í þeim efnum. Aðalatriðið er að þjóðinni takist að snúa þessari þróun við. TÍl að svo megi verða þurfa íslendingar að hætta að lifa um efni fram. Ríkisvaldið verður að stemma stigu við hallarekstri og viðskiptahalla. Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla frá árinu 1984, sem samtals nem- ur 61 milljarði. Viðskiptahallinn hefur að jafnaði verið 10,3 milljarðar síðustu tíu árin. Skuldir heimilanna hafa þrefaldast á síðustu árum og munu nú nema 290 millj- örðum króna. Eignamyndunin hefur verið minni en skuldaaukningin sem segir að neyslan hafi verið fjár- mögnuð með lántökum. Þetta eru hrikalegar tölur og þess vegna full ástæða til að taka þær aðvaranir alvarlega að hér geti allt farið á sömu lund og í Færeyjum ef við gáum ekki að okkur. Sökudólgana er ekki eingöngu að finna í ráðuneytunum. Þjóðin öll, fyrirtækin, heimilin og einstakhngamir hafa sameiginlega flotið sofandi að feigðarósi. Friðrik Sophusson íjármálaráðherra hefur sent frá sér upplýsingabréf þar sem bent er á nokkur bata- merki. Þar er bent á að heildartekjur ríkissjóðs hafi hækkað á milli áranna 1991 og 1992. Útjöld ríkisins lækk- uðu að raungildi um 5,3 milljarða. Halh ríkissjóðs lækk- aði um sömu upphæð. Ríkissjóður er hættur að safna skuldum hjá Seðlabankanum og dregið hefur úr við- skiptahallanum, sem nú er áætlaður um 9 mihjarðar á móti 14,7 milljörðum í fyrra og 19 mihjörðum 1991. Ef þetta eru réttar tölur er að minnsta kosti farið að hægja á umframeyðslunni. Það er forsenda fyrir því að skuldasöfnunin stöðvist. Við getum þvargað fram og aftur um hættumar sem felast í erlendum lántökum, en hjá þeim verður ekki komist nema þjóðin sníði sér stakk eftir vexti og hætti að eyða um efni fram. Davíð og Steingrímur gera lítið gagn með rifrildi um fortíðina. Það er framtíðin sem ræður úrshtum og að henni eigum við að einbeita okkur. Þar er um lífróður að tefla. Ehert B. Schram FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993. „Þeir Carter og Clinton eiga ýmislegt sameiginlegt á ytra borði“, segir Gunnar m.a. í grein sinni. Jimmy Clinton? Það kann að virðast nokkuð snemmt að fara að gefa nýjum Bandaríkjaforseta einkunnir eftir þrjár vikur í embætti. En banda- ríska pressan er bráðlát og dóm- hörð og hún er þegar farin að velgja Clinton undir uggum. Þeir heíð- bundnu „hveitibrauðsdagar", sem nýr forseti fær hjá fjölmiðlum í upphafi starfstíma síns, virðast ætla að verða stuttir hjá Clinton. Hann hefur fengið afleita dóma fyrir embættisfærslu sína hingað til, og það sem meira er, strax er farið að bera hann saman við síð- asta demókrata í forsetaembætti, Jimmy Carter. Demókratar og æðstu völd Hvort sem Clinton líkar það betur eða verr minnir upphafið að stjóm- artíð hans meira en lítið á Carter. Þeir höfðuðu báöir sterklega til frjálslyndra demókrata í kosninga- baráttunni, báðir vildu þeir byrja á nýjum grunni í alþjóðamálum, báðir ætluðu að gera innanríkis- mál' að forgangsverkefni, skera niður útgjöld til hermála, leggja áherslu á mannréttindamál erlend- is, og margt fleira. Báðir reyndu þeir að höfða til íhaldsmanna með því að boða hörku í samskiptum við andstæð- inga Bandaríkjanna, en báðir em þeir og vom menn málamiðlana, þegar á reyndi. En helsti munurinn á aðstöðu Clintons og Carters er vitaskuld sá aö Sovétríkin era ekki lengur til, og þar með er kapphlaup risaveldanna úr sögunni. Carter mistókst í utanríkismál- um, aöallega vegna ruglingslegrar afstöðu til Sovétríkjanna, en hann var á endanum lítiUækkaður og auömýktur í íran, þar sem Khó- meini ajatolla beygði hann og aUa Bandaríkjamenn í duftið út af gísl- unum í Teheran. Endurminningin mn þá niðurlægingu lifir enn. Þeir Carter og Clinton eiga ýmis- KjáUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður legt sameiginlegt á ytra borði. Báð- ir eru ríkisstjórar frá suðurríkjun- um, báðir baptistar, og báðir kvæntir sterkum eiginkonum. En umfram allt em þeir báöir demó- kratar, og aUt frá tíð Carters hafa demókratar haft það orð á sér að þeim væri ekki treystandi fyrir æðstu völdum. Þetta er ósann- gjamt, því að í raun og veru kom Carter miklu í verk í utanríkismál- um. Hann afhenti Panamaskurð- inn, hann gerði mannréttindamál að forgangsstefnumáli Bandaríkj- anna í utanríkismálum, tók upp fuU samskipti við Kína, og hann gerði Camp David samkomulagið um frið miUi ísraels og Egypta- lands. En honum mistókst að láta þetta komast til skUa, hann hafði enga aUsherjaryfirsýn yfir heims- málin, sigrar hans hurfu í fjarg- viðri út af smámálum heima fyrir. Neikvæð umræða Nú halda margir að Clinton sé að fara í sama far og Carter, hafa enga yfirsýn og láta smámál móta áiit almennings og þjóðarleiðtoga á sér. Fyrstu mál, sem hann hefur beitt sér fyrir í valdastól, þykja létt- væg. Staða samkynhneigðra í hemum er ekki það mál sem Kjós- endur leggja áherslu á að Clinton leysi. Fum og óðagot út af vaU nýs dómsmálaráöherra og ofuráhersla á jafna skiptingu embætta miUi réttra þjóðfélagshópa þykir ekki fyrirboði um mikinn skörungsskap frá Clinton. Enn bólar ekkert á þeirri róttæku umbótaáætlun sem CUnton boðaði í kosningabarátt- unni og ljóst er að hann mun eiga í erfiðleikum með þingið enda þótt hann sé fyrsti forseti í 12 ár sem nýtur þess að hafa flokk sinn í meirihluta í báðum hlutum þess. Að sjálfsögöu er aUtof snemmt að leggja dóm á Clinton, enn hefur ekkert reynt á hann sem heitið get- ur, hvorki heima né erlendis. Það, aö farið er að bera hann saman við Carter, sýnir visst vantraust, og umræöan um hann síðustu þrjár vikur hefur verið mun neikvæðari en tíðkast um nýkjörinn forseta. Gunnar Eyþórsson „Enn bólar ekkert á þeirri róttæku umbótaáætlun sem Clinton boðaöi í kosningabaráttunni og ljóst er að hann mun eiga í erfiðleikum með þingið... “ Skoðanir annarra Erlendu lánin varhugaverð „í núverandi stöðu er varhugavert að taka erlend lán, umfram það sem þegar hefur verið gert, nema tíl arðbærra framkvæmda og fyrirtækja. Og í því sambandi verður að miijna á að þótt erlend lán hafi í orði kveönu verið tekin í því skyni hafa þau annað- hvort gengið til óarðbærra framkvæmda í atvinnu- lífi eða eyðslu.... Það dugar ekki að nota „arðbær- ar“ framkvæmdir og fyrirtæki sem yfirvarp. Áfram- haldandi eyðslulán varða veginn til hUöstæðs vanda og Færeyingar gUma nú við.“ Úr forystugrein Mbl. 10. febr. Grundvallarmunur á sparnaðarleiðum „í stað þess að sækja spamað í heUbrigðiskerfinu tU kerfisins sjálfs með því að endurskipuleggja þaö og skerða hlutdeUd þeirra aðUa sem hafa miklar tekj- ur af því, var kerfið í aðalatriðum látið eiga sig þeg- ar núverandi stjóm kom að völdum. ... Breyting hér og breyting þar, leiddu tíl vandræða á enn einum staðnum, vegna þess aö yfirsýnina skorti. í því felst gmndvallarmunurinn á spamaðarleiðum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna.“ Úr forystugrein Tímans 11. febr. Skortir undirstöðuþekkingu? „Þrátt fyrir að mikUvægt sé að efla nýsköpun og rannsóknir verður í komandi framtíö ef tU viU enn mikUvægara hvemig við höldum á spöðunum við menntun þjóðarinnar. Ef stór hluti „bókaþjóðarinn- ar“ hefur ekki nægjanlega undirstöðuþekkingu í helstu námsgreinum - og þá ekki einungis í bók- menntagreinum - er varla hægt að búast við að ná langt í stóraukinni samkeppni þjóða.“ ÁHB í Viðskiptum/atvinnulífi Mbl. 11. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.