Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR12. FEBRÚAR1993 31 Fréttir Bryndís Torfadóttir, sölustjóri SAS: Markmið SAS er að treysta sig í sessi „Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn er sá völlur sem SAS vil beina um- feröinni í gegnum. Það er ljóst aö þaö er ekki grundvöllur fyrir öU þau flug- félög sem nú starfa í Evrópu. Markmið SAS er aö treysta sig í sessi meö því að missa ekki farþega- streymið frá Norðurlöndunum til annarra flugvalla í álfunni. Áöur fyrr voru Flugleiðir, og áður Arnar- flug, með stóra samninga við KLM og sendu mikið af traffíkinni í gegn- um Amsterdam. Núna binda þeir sig við SAS þar sem það félag kemur til með að stýra allri áframhaldandi umferð í gegnum Kaupmannahöfn," segir Bryndís Torfadóttir, sölustjóri SAS á íslandi. Samkvæmt samstarfssamningi, sem Flugleiðir og SAS gerðu með sér í upphafi vikunnar, fjölgar flugferð- um Flugleiða til Kaupmannahafnar verulega. í stað sjö feröa á viku verða famar 28. Að sama skapi verður dregið úr beinu flugi til annarra staða í Evrópu, einkum til Hollands. Flugleiðir komust yfir flugleyfi þang- að við gjaldþrot Arnarflugs fyrir nokkrum árum. Lögðu Flugleiðir mikla áherslu á að fá flugleyfið. Að sögn Bryndísar mum sam- starfssamningurinn hafa óveruleg áhrif á starfsemi SAS á íslandi. Sam- vinnan við Flugleiðir muni hins veg- ar verða nánari og þéttari en veriö hefur. Flugáætlanir verða sam- ræmdar sem og ýmis þjónusta við farþega. Aðspurð segir hún ekki ljóst hvort SAS dragi úr flugferðum til íslands en eins og er er flogið þrisvar í viku. „Það hefur í raun og veru engin samkeppni verið milli SAS og Flug- leiða í verði enda verður að sækja um slíkt til samgönguráðuneytisins. Mjög sennilega verður verðið hins vegar samstiUt. Samningurinn úti- lokar hins vegar ekki samkeppni og undir öllum kringumstæðum er úti- lokaö að fargjöld hækki vegna hans. Ef svo færi myndu einhverjir aörir hefla samkeppni." Bryndís á ekki von á að önnur flug- félög muni hefja samkeppni við Flug- leiðir og SAS um íslandsflugið. Þau fargjöld sem boðið sé upp á geti vart orðið lægri. „Meðan það er svo get Ull af haustrúnu fé miklu verðmætari Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík: Við samdrætti í framleiðslu sauð- fjárafurða hafa bændur hér um slóð- ir brugðist við með þeim hætti marg- ir hveijir að gera meiri verðmæti úr ullinni en áður. Þegar svonefndur beitarbúskapur lagðist hér af fyrir um tveimur ára- tugum fóru bændur í auknum mæli að rýja féð að vetrinum. Nú í fyrsta sinn hafa allir bændur í Kollafirði á Ströndum rúið allt sitt fé fyrri hluta vetrar og flestir um leið og þeir tóku það á hús í nóvember sl. Við það að ekki kemur í ullina hey- mor eða htur af húsavist eykst verð- mæti hennar til mikilla muna og get- ur verð góðrar ullar þá orðið 500 krónur fyrir hvert kíló og jafnvel þar yfir. Smáauglýsingar Til sölu Chevrolet Custom De Lux, 4x4, árg. ’87, ekinn 47 þús. mílur, 305 vél, sjálfskiptur, verð 1.090.000 staðgreitt. Úpplýsingar í síma-91-42160. Þjónusta Ertu að byggja, breyta eða lagfæra? Gifs pússning á einangrunar-, steypu- og hleðsluveggi. Miklir möguleikar, þaulvanir menn með langa reynslu. Tökum einnig að okkur flísalagnir. Tilboð eða tímavinna. Sími 91-642569. Lókamsrækt Slípið sjálf og gerið upp parketgólf ykkar með Woodboy parketslípivél- um. Fagmaðurinn tekur þrefalt meira. A & B, Skeifunni 11B, S. 681570. Þær tala sínu máli! Ótrúlegt en satt. Heilsustúdíó Maríu býður upp á Trim-Form, sogæða/cellónudd, fitu- brennslu, vöðvaþjálfun og GERnétic- meðferðir. Gerðu þig glæsilega(n), þú átt það skilið. Tímapantanir í s. 36677. ég ekki ímyndað mér að aðrir hafi áhuga á að koma inn á þessa rútu,“ segir hún. -kaa Valtvið Rauðavatn Einn maður fór á slysadeild eft- ir slys á Suðurlandsvegi viö Rauðavatn í gærkvðldi. Ökumaður Colt-bifreiðar, sem var á leið inn á Suðurlandsveg- inn, missti vald á bílnum sem valt. Ökumaðurinn meiddist eitt- hvaðíbaki. -bói Um tíuleytið í gærkvöld var til- kynnt um eld í Ford- bifreið við Sundhölhna á Barónsstíg. Þegar lögregla og slökkvihö komu á staðinn var búið að slökkva í bílnum. Talið er að kviknað hafl í út frá rafmagni. Bílhmi er stór- skemmdur. -bói Fréttir Laugarásbíó - Traces of Red: ★ !/2 Rauði þráðurinn raknaði upp Traces of Red er morðgáta sem flækir svo söguna meðan hún er að villa um fyrir áhorfandanum að hún getur ekki leyst hnútinn á endanum og reynir að svindla sér leið út úr því. James Belushi hggur dauður úti í skógi í upphafi myndarinnar. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hann segi frá óförum sínum með gamansömum tón og leiði áhorfandann nokkra mánuði aftur í tímann þegar hann var enn lifandi rannsóknarlögga á Miami Beach. Einhver er að myrða ungar stúlkur og sendir lögg- unni bréf með fyrirætlunum sínum. Löggan er mikið upp á kvenhöndina og þegar glænýjasta hjásvæfan Kvikmyndir Gísli Einarsson hans er myrt hefst heljarinnar flókin morðgáta þar sem grunurinn beinist fyrst að einni manneskju síðan annarri og þeirri þriðju, síðan aftur að þeirri fyrstu. Þetta er ansi spennandi og ekki augljóst hver á sök- ina eða af hverju. Alltaf fimm mínútum eftir að ég var viss um að ein persónan væri morðinginn kom atriði sem gerði þaö að verkum að ég fór að gruna einhvern annan/aðra. Handritið er skipulagt út í ystu æsar en samt hpurt og leikararnir í góðu formi, þ.e. fyrir utan Bracco sem er að verða hin nýja Sean Young. Bracco tekst næstum því að eyðileggja myndina. Fyrir utan öh atriði með henni er myndin mjög áhorfanleg þar til gátan er leyst með tilheyrandi látum og dramatík. í fyrstu virðist um ansi haganlega og sniðuga lausn að ræða en nok- kurra mínútna umhugsun ætti að leiða áhorfandann í ahan sannleika um það að endirinn gengur hreint ekki upp. Endirinn í þessu tilviki krefst þess að maður trúi því að tvær persónur hafi gert nokkuð sem er lífs- ins ómögulegt að þær hafi gert, sama hvernig málið James Belushi leikur lögreglumann á Miami Beach. hann er hér við eina uppáhaldsiðju sína að fara i rúmið með kvenmanni. er skoðað. Bíómyndir ganga út á blekkingu og töfrabrögð en það þýðir ekkert fyrir töframanninn að halda um eyr- un á kanínunni og fuhyrða að hún sé dúfa. Það versta er að það er augljóst að sjá hvar og hvern- ig myndin ætti að enda. Sá endir sem er virðist í fyrstu heimskuleg viðbót en svo er ekki því þaö er fuht af vísbendingum fyrr í myndinni sem stemma við hann. í þessu tilviki er það ekki hrós að segja að bíómyndin hafi fengið mann th að hugsa. Traces of Red (Band. 1992). Handrit: Jim Piddock. Leikstjórn: Andy Wolk (Criminal Justice). Leikarar: James Belushi (Taking Care of Business), Lorraine Bracco (Medicine Man, Someone To Watch Over Me), Tony Goldwyn (Ghost, Kutfs), William Russ, Faye Grant („V“, Inter- nal Affairs). Skoskir tónleikar Tónleikar voru í Listasafni íslands í gærkvöldi. Þar lék hljómsveitin Paragon Ensemble of Scotland imdir stjórn Davids Davies. Irene Drummond söng einsöng. Á efnisskránni voru verk eftir Martin Dalby, Judith Weir, Gordon McPherson og Thomas-Whson. Tónleikarair hófust á verki Dalbys, „Songs My Mot- her Taught Me“. Verkið hefst í nýklassískum sth en síðar er blandað inn ýmsum öðrum stíltegundum. Menn hafa gert margt á undanfómum áratugum tíl að leysa tónskáld undan þeim mikla vanda sem sköp- uiún er. Seriahsminn átti að gera öhum þeim sem gátu lært að raða tölum í reiti kleift að kaha sig tón- skáld. Svo kom aleatórík, þá þurftu hin verðandi tón- skáld ekki einu sinni að kunna að telja. Nú er uppi postmodemismi. Samkvæmt honum verða menn að vísu að læra einhver gömul verk en losna undan því að skapa sjálfir því nóg er að blanda saman einhveiju af því sem þeir hafa lært og þá eru menn orðnir arftak- ar Beethovens. Verk Dalbys fehur ekki undir neinar þessar skhgreiningar en ekki varð heyrt að neinn ávinningur væri af sumum þeirra óskyldu sthbragða sem hann hrærði inn í verkið. Verkið var að mörgu leyti ágætlega unnið og hefði áreiðanlega náð meiri áhrifum ef hann hefði haldið sig við nýklassískan sth út í gegn. Andinn yfir vötnum Weirs er líka nýklassískur. Munurinn er sá aö hún er fuhkomlega sátt við sth sinn og lætur hann njóta sín th fuhs. „The Consolati- ons Of Scholarship" er frekar einfalt í byggingu með skýrum skhum þátta og hendinga. Tónefnið hentar vel hinni sungnu framsögn og sums staðar bregður fyrir sviphreinum laghnum. Þetta er verk sem nær Tónlist Finnur Torfi Stefánsson thgangi sínum með skemmthega skhvirkum hætti. Irene Drummond söng hlutverk sitt mjög vel. „String Quartet No 1“ eftir McPherson byggir á and- stæðum, annars vegar lagrænu efni, hins vegar hljóm- fahssterku efni með skýrum púls. Verkið er ekki sér- lega nýstárlegt en hefur þó einkar þekkhegan persónu- legan svip. Það naut þess einnig að vera sérlega vel flutt. Síðasta verkið var „Chamber Symphony" eftir Whson. Þetta er vel og kunnáttusamlega unnið verk en ekki sérlega frumlegt. Mátti þar heyra margt sem menn kannast við úr öðrum verkum og dró það nokk- uð úr áhrifum þess. Flutningur Paragon Ensemble var mjög góður í þessu verk sem og í hinum verkunum. Það var einna helst í verki Weir sem bar á óná- kvæmni á stöku stað sem þó varð aldrei neitt alvarlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.