Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1993. Fréttir Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans: Fyrst verður að lækka vexti ríkisskuldabréfa öðruvísi næst ekki fram raunvaxtalækkun 1 landinu „Grundvölluriim að því að ná nið- ur raunvöxtum er að ávöxtunar- krafan á ríkisskuldabréfum verði lækkuð. Þar er um innlán að ræða. Almenningi er boðið upp á að kaupa ríkisskuldabréf og ávaxta þannig sína peninga með 7,4 prósenta vöxt- um. Og meðan þessum þætti er hald- ið uppi eins og nú er gert lækka ekki raunvextir útlána bankanna. Þeir verða að kaupa fé af almenningi á svipuðu verði og ríkissjóður. Það er að mínum dómi lykillinn að því að raunvextir fari niður að ekki séu á markaðnum verðtryggð bréf með jafn hárri ávöxtun og verið hefur,“ sagði Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, þegar hann var inntur álits á því hvort tækist að lækka raunvexti með því að láta Seðlabankann kaupa ríkisbréf með lægri vöxtum en nú eru á markaðn- um. Hann benti á að samkvæmt nýleg- um upplýsingum verðbréfaviðskipta Samvinnubankans væru vextir af verðtryggðum ríkispappírum hæstir á íslandi af þeim vestrænu löndum sem tiltekin voru. Þar séu raunvext- imir sagðir vera 7,4 prósent. Hann benti á að útlánsvextir bankanna í kjörvaxtaflokki væru á bilinu 7,25 til 7,50 prósent. „Við erum með kjörvexti útlána álíka háa og verðtryggðir innláns- vextir eru hjá ríkinu. Hvemig á svo að tala um vaxtalækkim fyrr en þessi þáttur fer niður?“ Stefán var spurður hvort hann teldi að vextir mundu lækka á næsta vaxtaákvörðunardegi sem er 21. fe- brúar? „Ég á ekki von á því aö vextir geti lækkað þá. Það sem nú er að gerast er ekkert annaö en umræða. Það hefur ekkert gerst á þessum markaði sem leiðir til vaxtalækkunar,“ sagði Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbanka íslands. -S.dór Svavar Gestsson alþingismaður: Góð hugmynd svo langt sem hún nær „Mér líst vel á þaö aö ríkisstjómin noti þau tæki sem hún hefur yfir að ráða til að lækka vexti. Hún hefur í grófum dráttum þijá möguleika til þess. í fyrsta lagi að beita Seðlabank- anum og það heföi ríkisstjómin átt að gera fyrir löngu. í öðm lagi em það vextimir á ríkisskuldabréfunum sem mynda gólfið fyrir vaxtastigið 1 landinu. Auðvitað á að lækka þá við þessar aðstæður. Þriðji möguleikinn er sá að samþykkt veröi að beita 9. grein laga um Seðlabankann og fyr- irskipa vaxtalækkun í landinu tíma- bundið meðan þjóðin er aö vinna sig út úr erfiðleikum," sagði Svavar Gestsson alþingismaður um vaxta- lækkunarhugmyndir ríkisstjómar- innar. Hann benti á að það væri hreint út sagt galið að vera meö fryst laun í landinu, verðlag sem hreyfðist ekki neitt, en sjálfvirkar hækkanir á höf- uðstól fjármagns í gegnum láns- kjaravísitölu og sjálfvirka vaxta- skrúfu. „Þetta er auðvitað ekkert annað en siðleysi," sagöi Svavar. Haim var spurður hvort hann teldi að hugmyndir ríkisstjómarinnar einar og sér mundu duga til vaxta- lækkunar? „Nei, ég tel að það þurfi meira að koma til. Ríkisstjómin þarf til að mynda að afnema lánskjaravísitölu- bindingu flármagns. Gólfið í vöxtun- um em ríkisskuldabréfin. En gólfið í fjármagnsmarkaðnum í landinu er lánskjaravísitalan. Og meðan hún malar peninga sjálfkrafa inn á höfuð- stól lána og inneigna þá er voðinn vís. Menn sjá það til að mynda um þessar mundir, við skattskýrslugerð, að höfuðstóll lána þeirra hefur hækkað enda þótt verðbólgan hafi verið viö núllið allt síðasta ár,“ sagði Svavar Gestsson. -S.dór Tíðarfariö í vetur hefur verið með þeim ósköpum að vinna hefur fallið nið- ur hjá iðnaðarmönnum fjölmarga daga í vetur. Gunnar Bergsveinsson smiður segist ekki muna eftir öðrum eins vetri í meira en áratug og segir að veðurfarið í ár á höfuðborgarsvæðinu sé svipað því sem gerist á Vest- fjörðum að jafnaði. DV-mynd Brynjar Gauti umráðum „Mínar hugmyndir voru kall- aðar handafisaðferð við aö lækka vexti. Það sem ríkissfjómin er að gera nú, með því aö beita Seðla- bankanum fyrir sig í kaupum á ríkisbréfum, er auðvitað ekkert annað en ein tegund handaflsað- ferðar við að lækka vexti. Ég fagna því að þeir skuli fara að mínum ráðum,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, um vaxta- lækkunarleið ríkisstjómarinnar. Steingrímur benti þó á að þetta - eitt dygði ekkL Það fyrsta sem ■ gera þyrfti væri að lækka vexti ríkissjóös. Þeir væru óheyriiega háir og þrýstu upp innlánsvöxt- um bankanna. „Þess vegna á rikissjóður að stíga skrefið til fúlls og lækka vextina hjá sér, í það minnsta um þaö sem hann hækkaöi þá á fyrstu dögum þessarar ríkis- -stjómar. Síöan þarf að taka upp viöræöur við viöskiptabankana ' og Seðiabankann um samsvar- andi vaxtalækkun. Þeir geta líka slakaö út hluta af bundna fénu. Eg tei óþarfa að binda fé bank- anna nú því þaö er engin þensla i þjóðfelaginu. Verði þetta gert er ég sannfærður um að ná má vöxt- um niður um fiórðung ef ekki þriðjung, frá því sem nú er,“ sagði Steingrímur Hermannsson. -S.dór Tilboð í efnisvinnslu vegna veg- lagningar að nýrri brú yfir Kúöa- fljót hafa verið opnuð hjá Vega- gerð ríkisins. Éins og í nokkrum síðustu útboðum Vegagerðarinn- ar voru tilboðin mjög lág og hljóð- aði það lægsta upp á tæplega tóif og hálfa milljón eða 49% af kostn- aðaráætlun sem var 25,5 miHjónir króna. Þaö var fyrirtækið Bólholt sem átti lægsta tilboðiö en sjö fyrirtæki buöu í verkið. -Ari I dag mælir Dagfari Ríkið níðist á bágstöddum Hvert gjaldþrotið eltir annað. Þetta eru engin smágjaldþrot. Milljarðar á milljarða ofan. Það hlýtur að vera rosalegt fyrir þaö fólk, sem verður þannig gjaldþrota, að hafa tapað öllum þessum peningum. Hinn sauðsvarti almúgi skilur raunar ekki svona háar tölur. Almenning- ur er að bisa við að lifa af nokkrum tugum þúsunda á hveijum mánuöi og heimilishaldið fer allt á annan endann ef bíllinn bilar eða húsið þarf viöhald og húndraö þúsund krónur eru kannske það hæsta sem menn ráða við og skfija þegar verið er að tala um peninga. Milljónir eru fyrir ofan skilning flestra. Hvað þá milljarðar. Veslings Bolvíkingamir og vesl- ings Jóhann Bergþórsson. Þeir eru búnir að veija milljöröum í fyrir- tæki sín og leggja út fyrir atvinnu- reksturinn og hafa svo tapað öllu sínu. Hverri einustu krónu. Bara allt farið á svipstundu. Dagfari sér fyrir sér hvemig fjölskyldumar, sem átt hafa Einar Guðfinnsson lif., hrökklast á vergang og eiga sér hvergi húsaskjól. Veslings fólkið hefur lagt allt sitt undir í þágu bæjarfélagsins og í þágu allra bæj- arbúa, enda er fullyrt að nánast hver einasti íbúi í Bolungarvík hafi haft lifibrauð sitt frá EG og því góða fólki sem átti fyrirtækiö. Og nú þurfa þessir öðlingar, sem hafa fómað sjálfum sér og öllu sínu, aö ganga um, bæði atvinnu- lausir og eignalausir, og spuming jafnvel hvort þeir fái einu sinni atvinnuleysisbætur. Fulltrúar Bolungarvíkur hafa verið í bónferð hér fyrir sunnan og haldið hvem fundinn á fætur öðrum án þess að nokkur sýni þeim samúð eöa skilning. Þetta er nú meiri mannvonskan. Ekki er það Bolvikingum að kenna þótt EG hafi fariö á hausinn og ekki eigend- unum og það er nánast þjóðar- skylda að ríkisstjómin hlaupi und- ir bagga með Bolvikingum sem hafa ekkert til saka unnið annað en að hafa fómað milljörðum 1 von- laust fyrirtæki. Sama má segja um Jóhann Berg- þórsson í Hagvirki. Hann kemur alls staðar að lokuðum dyrum. Fjármálaráðherra hefur jafnvel gengið fram fyrir skjöldu og lagt fram ríkisábyrgöir til að kyrrsetja eigur fyrirtækisins. Skiptastjóri heldur því fram að Jóhann hafi skotiö eignum undan til að hlunnf- ara kröfuhafa. Þessu hefúr Jóhann Bergþórsson mótmælt. Það kann að vera rétt aö hann hafi selt ein- hverjar eignir til annarra fyrir- tækja sem hann á og ekki borgað ríkissjóði en ríkissjóður á ekkert inni hjá Jóhanni og ríkissjóöur mun hafa verra af ef kyrrsetningin leiðir til gjaldþrots, því þá verður það kyrrsetningunni að kenna en ekki skuldunum að Hagvirki fer á hausinn. Menn skyldu vara sig á því að innheimta kröfúr hjá jafn góðu fyr- irtæki og Hagvirki er og menn skyldu varast aö steypa því í gjald- þrot, því fyrirtækið er alls ekki gjaldþrota nema það sé sett í gjald- þrot. Þaö er miklu betra fyrir þjóð- arbúið að leyfa Hagvirki að lifa þótt þaö skuldi heldur en að láta það deyja vegna skuldanna, því ef menn vilja gera upp skuldimar tapast bæði skuldimar og eignim- ar. Og Jóhann Bergþórsson mun ekki una þeim yfirgangi sem fjár- málaráöherra og skiptaforstjóri beita í þessu máli gagnvart blásak- lausu og heiðarlegu verktakafyrir- tæki. Af báðum þessum stórmálum, EG og Hagvirki, og raunar SH-verktök- um líka, er Ijóst að hér er verið að níðast á góðu og duglegu fólki sem ekki hefur annað gert af sér en verja nokkrum milljörðum í at- vinnuppbyggingu og fóma öllu sínu (ef því er sleppt sem fólkið á) og það er andstyggfiegt og kaldrifj- að að ganga að þessum fyrirtækj- um með kröfúgerð og neita þessum sömu fyrirtækjum um fyrirgre- iðslu svo þau geti lifað áfram. Hér er í rauninni verið aö níöast á bágstöddum. Og ef aðstandendur þessara fyrirtækja hefðu ekki haft fyrirhyggju um að færa eignir sínar til og skrá þær hjá öðrum en sínum eigin fyrirtækjum, þ.e.a.s hjá sjálf- um sér, ætfi þetta fólk alls ekki neitt. Það er nógu slæmt að fólk og fyr- irtæki verði gjaldrþota þótt bankar og ríkisvald láti ekki kné fylgja kviði með því að ganga að eignum þessa veslings fólks sem hefur ver- ið svo óheppið að fara á hausinn án þess að hafa átt þaö skfiið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.