Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1993. Spumingin Hvað finnst þér skemmti- legast að gera um helgar? Sigurður Sigurðsson: Fara í bíó. Dóra Dröfn Skúladóttir: Djamma. Rúnar Sigurðsson: Fara í partí. Pétur Örn Guðmundsson: Spila Uno. Smári Guðmundsson: Horfa á sjón- varpið og elda góðan mat. örvar Arnarson: Fara í bíó eða partí og detta í ’ða. Lesendur Vinsældapoppið á útvarpsstöðvunum Whitney Houston og Kevin Costner leika aðalhlutverkin í Bodyguard en lag úr myndinni hefur verið að gera það gott á vinsældalistum. Kristján Halldórsson skrifar: AUt frá því að riðið var á vaðið með íslenskan vinsældalista hafa j verið skiptar skoðanir um áreiðan- leika þeirra. Frægt er t.d. dæmið með íslensku hljómsveitina sem varð uppvís að svindli en meðlimir henn- ar gerðu sér það að leik að hringja inn og tilnefna sitt eigið lag. í blöðum hefur ennfremur lengi verið birtur hsti yfir mest seldu plöturnar og vin- sælasta lagið og um áreiðanleika þess hafa veriö skiptar skoðanir. Hljómplötufyrirtækin hafa sakað hvert annað um að gefa upp rangar upplýsingar og það er staðreynd að margir tónhstaráhugamenn taka öh- um vinsældaUstum með miklum fyr- irvara. FM leikur VinsældaUsta íslands einu sinni í viku og svipaða sögu er að segja um hann og aðra Usta. T.d. hef ég átt í erfiðleikum með að skfija hvers konar útreikningar eru notað- ir hjá FM en ég hef heyrt að tekiö sé mið af spUun á lögum erlendis en hvað segir það tU um tónUstarsmekk íslendinga? Bylgjan lét hlustendur í eina tíð senda inn póstkort þar sem viðkom- andi átti að tUnefna uppáhaldslögin sín en nú hefur útvarpsstöðin nýhaf- ið að senda út vinsældaUsta einu sinni í viku í samvinnu við DV. ís- lenski Ustinn er yfirskriftin og ég hef heyrt aö þar sé beitt nokkuð fag- j mannalegum vinnubrögðum. Mér I skUst að hringt sé í aUstórt úrtak og vonandi gefur það rétta mynd af vin- sælustu lögunum. Þó ýmislegt gott megi líka segja um vinsældaUstana að þá byggja þeir ekki síst á því að útvarpsmennimir vinni sína heimavinnu. Á þessu get- ur stundum orðið misbrestur og mér er sérstaklega minnisstætt nýlegt dæmi þar sem komið var með gamla frétt um BUly Idol eins og hún hefði gerst fyrir nokkrum dögum. Megin- inntakið í fréttinni (slúðrinu) var á þá leið aö popparinn heföi verið stöðvaður vegna ölvunar á einhveij- um gatnamótum vestur í Bandaríkj- unum. Um þetta mátti lesa í einu dagblaðanna heilum mánuði áður en útvarpsmaðurinn skýrði frá þessum tíðindum. Þó dæmi eins og þetta sé sem betur fer ekki algengt að þá sýnir þetta að útvarpsmenn eru ekki óskeikuUr frekar en aðrir. Frábær lög í Söngvakeppninni Björg og Stefanía hringdu: Okkur finnst lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins þetta árið vera alveg frábær. Það er greinUegt að miklu hefur veriö tíl kostað tíl að gera þetta sem glæsilegast og augljóst á öUu að mikUl atvinnumannabragur er á öllu saman. Bakraddimar eru alveg frábærar en það hefði verið gaman að fá Eyj- ÓU Kristjánsson tU að syngja a.m.k. eitt lag í þessari keppni. En á móti kemur að nú fá margir nýir og góðir söngvarar tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Við vitum ekki hvaða lag kemur til með að bera sigur úr býtum en nefnum bæði lög Ingunnar Gylfadóttur, lög Kötlu Maríu og Hauks Haukssonar, að ógleymdu laginu hennar Önnu MjaUar. En öU þessi lög myndu sóma sér vel í loka- keppninni á írlandi í maí. Keppnin hefur mikið verið gagn- rýnd en samt horfa allir á hana og við erum þess fuUvissar að nyti hennar ekki við væri það mikUl sjón- arsviptir. Þessa vegna þökkum við Sjónvarpinu fyrir að halda þessa keppni hér heima enda er með þessu veriö að hvetja íslenska tónhstar- menn til frekari dáða. Ríkisstjórnin er duglaus Bréfritari spyr hvort stjórnmálamenn ætli að horfa upp á fólk missa vinnuna í hverju byggðarlaginu á fætur öðru. Karl Magnússon skrifar: Ríkisstjómin er duglaus. Þetta er mitt mat og svo er vafalaust um miklu fleiri. Hvemig má það Uka vera að á sama tíma og aUt er fara á hausinn gerir ríkisstjómin afskap- lega lítið tíl þess að bjarga málunum. Atvinnuástandið hefur aldrei verið verra og það er sama hvert Utið er. Fyrirtæki em lýst gjaldþrota hvert á fætur öðm. Núna síðast eru fréttir að berast af erfiðleikum Hagvirkis- Kletts og þar hætast hugsanlega við 180 eða fleiri eins'taklingar sem missa vinnuna. Erfiðleikar þess fyrirtækis eru reyndar ekkert nýitt brauð en það vekur upp margar spumingar að far- ið er í kyrrsetningaraðgerðir án þess að söluskattsmál Hagvirkis-Kletts séu óuppgerð. Myndi það t.d. ekki breyta allri myndinni ef á daginn kæmi að fyrirtækinu bseri ekki að greiða þau gjöld? Einar Guðfinnson hf. í Bolungarvík er dæmi um annað fyrirtækið en þar þegar búið að lýsa yfir gjaldþroti. Stjómmálamenn hafa Utið sem ekk- ert sagt tíl um hvemig mæta eigi þessu áfóUum. Ætla þeir t.d. að horfa aðgerðalausir upp á það að fólk missi vinnuna í hveijum byggðarlaginu á fætur öðm? Vandamálin em á hveiju strái og þess vegna vekur það bæði furðu og gremju aö ráðherrarnir em að þvælast í útlöndum á meðan aUt stefnir í ógæfu. Hvað er t.d. utanrík- isráöherrann að heimsækja vafa- sama þjóðhöfðingja í Afríku ogTxefur Jón Baldvin virkUega ekki nóg annað að gera hér heima? Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir að forgangsatriöið er aö leysa þau vandamál sem við blasa. Ríkis- stjórnin verður að grípa í taumana og nú þurfa að koma til fjárútlát úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Oft hefur verið nauðsyn til að styðja við bakið á Suðumesjamönnum og Bolvíkingum en nú er þörf. Ég er sannfærður um að þjóðin er einhuga í þessum málum enda verð- um við íslendingar að standa saman á þessum örlagatímum. B.S hringdi: Voðalega fer þessi boltaíþrótta- umljöUun í taugarnar á mér. Það er svo sem aUt lagi að skrifa um handbolta og fótbolta og hvaö aUt þetta nú heitir en þaö er með öllu óþolandi að þetta bitnar á öömm greinum. T.d. er nánast aldrei skrifað um fimleika eða glímu í blöðunum og sama er að segja um sjónvarpsstöðvamar. Ekkert nema boltaíþróttirnar komast að. Um bikarmót Fimleikasambands íslands var t.d. smánarlega lítil umflöUun og það sama má segja um skjaldarglfmu Ármanns. Glfma er nú einu sinni þjóðar- íþrótt íslendinga og maður skyldi ætía að fjölmiölarnir sýndu henni viðeigandi áhuga. Það er líka fylhlega kominn tími til að hvUa þessar boltaiþróttir og íþrótta- fréttamenn verða að fara að átta sig á því. Sigrún Einarsdóttir skrifar:. I Regnboganum er nú verið sýna myndina Svikráö (Reservoir Dogs) og ég vil eindregið ráða fólki frá því að sjá þessa kvik- mynd. Þama er svo mikið ofbeldi að ég hef hvergi séð annað eins og er þó búin að sækja kvik- myndahúsin í Reykjavík í ára- tugi. Myndin tilheyrir einhverri kvikmyndahátíð sem þarna stóö yfir en Svikráð er ógeðslegasta mynd sera ég hef séð og í kjölfar sýningarinnar fékk ég martröð. Þegar ég fór á myndina stóð ekki með bíóauglýsingunni í blöðun- um aö fólki með lítil hjörtu væri ráðlagt að: vera heima. En hefði þessi tilkynning ekki átt aö fylgja þegar sýningar hófust? Kjartan hringdi: v: Það er alveg meö ólíkindum að umferöarmenning landans skuh engum framfórum hafa tekið þrátt fyrir sífeUdan áróður Um- ferðarráðs og fleiri góðra aðila. Ökuníðingar eru.á hverju strái í Reykjavík og sjálfsagt er ástandið með svipuðum hætti aUs staðar annars staðar á landinu. Menn eru alltaf að flýta sér og það er ófögur sjón að sjá ökumenn í „stórsvigU á götum borgarinnar. Tíðar fréttir af Körmulegum um- ferðarslysum viröast ekkert fá á ökumenn og aUir virðast þeir hugsa að ekkert geti komiö fyrir þá. Eina leiöin til að sporna við þessari þróun er aö stórherða eft- irht og hækka allar sektir fyrir umferðarlagabrot. Fáklæddarsýning- arstúlkur Guðbjörg Ágústsdóttir skrifar: Hvar eru velsæmismörkin í þessu þjóðfélagi? Það er ekki nema von að maður spyiji enda er varla hægt að opna fjölmiðla án þess að þar sé veriö að birta myndir af fáklæddum sýningar- stúlkum. Fyrst voru hér nektar- sýningar með erlendum stúlkum ennúvirðistsem íslenskar stúlk- ur séu farnir taka upp þennan ósóma. Þessar sýningar eru að vísu ekki auglýstar sem nektar- sýningar enda þætti það nú ekki nógu gott Nei, undirfatasýning eða iiárgreiðslu- og fórðunarsýn ing skal það heita. En í mínum augum er þetta allt sama tóbakið. Ekkert nema nektarsýningar. HxP. hringdi: Eg var, lag Akureyringa ætlaði að fara að kaupa hlut í þýsku fyrirtæki fyrir 240 milljónir króna. Það er ^leðilegt og sýnir að ekki eru all- ir útgerðarmenn dauðir úr ölium æðum. '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.