Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Side 36
,48 LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 Ævintýraferð 1 boði fyrir fjögur 16-21 árs ungmenni: Sigling með þýska segl- skipinu Fridtjof Nansen Sannkallað ævintýri er í boði fyrir fjögur ungmenni, tvo stráka og tvær stelpur, á aldrinum 16-21 árs. Segl- skipið Fridljof Nansen kemur hingað í byijun maímánaðar. Mun skipið verða á siglingu við landið og í næsta nágrenni í rúman mánuð. Um borð verða fimmtán ungmenni frá sex þjóðlöndum, þar af tveir íslendingar. Þeir sem hafa áhuga á að gerast sjómenn á seglskipi um hálfsmánað- arskeið þurfa ekki annað en svara tveimur spumingum annars staðar hér á síðunni og skila svörunum til DV. Um miðjan apríl verður dregið úr réttum lausnum og þá kemur í ljós hvaða fjögur ungmenni fá að sigla með Fridtjof Nansen í maí og júni. Reiknað er með að í báðar ferð- irnar fari strákur og stelpa. Tveirhlutar Fridtjof Nansen lagði af stað áleiðis til Akureyrar frá Azoreyjum í gær, fóstudag, en kemur til Akureyrar 5. maí. Ævintýraferð seglskipsins við ísland er skipt í tvo hluta. Seglskipið Dagmar Aaen, heimskautaskip sem er mun minna en Fridtjof Nansen, verður með í fór að Grænlandströnd- um. Verður skipst á skipverjum nokkrum sinnum á leiðinni. í fyrri hluta ferðarinnar, sem hefst 6. maí, er siglt frá Akureyri, til Hrís- eyjar, umhverfis Grímsey, til Húsa- víkur, þaðan sem farið verður í nokkurra daga ferð að Mývatni og nágrenni, Dettifossi og Selfossi. Loks verður siglt frá Húsavík til Reykja- víkur. Seinni hluti ferðarinnar hefst 25. maí. Siglt verður frá Reykjavík til Vestmannaeyja, stoppað þar í þrjá daga og síðan siglt með suðurströnd- inni að Vatnajökli. Þá verður stefnt í vestur, áleiðis til Grænlands þar sem siglt verður með ströndinni í nokkra daga. Frá Grænlandsströnd- um verður farið aö Jökulíjörðum eða Amarstapa og loks til Reykjavík- ur þar sem ævintýrinu lýkur 12. júní. Áhugi sjónvarpsstöðva Þýskar sjónvarpsstöðvar munu Þessum spuming- mn þurfið þið að svara Til að eiga möguleika á að kom- ast í ævintýraferð með seglskip- inu Fridtjof Nansen veröur að svara eftirfarandi spumingum. Merkið við þaö svar sem þið telj- ið rétt, setjið seðiiinn í umslag og sendið tilDV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Merkið umslagið „Nansen“. Skilafrestur rennur út 13. apríl. Dregið verður úr réttum lausn- um 15. apríl. Athugið aö í ferðim- ar fara tveir strákar og tvær stelpur á aldrinum 16-21 árs. 1. Hverstýrðifyrstaheimskauta- leiðangrinum sem náði á suð- urpólinn á hundasleðum árið 1911. Robert F. Scott Roald Amundsen August Strindberg 2. Hver var fyrstur manna til að fara yfir Grænlandsjökul á skíðum árið 1888? Fridtjof Nansen Knut Hamsun Edvard Munch Ævintýraferð með seglskipinu Fridtjof Nansen stendur fjórum íslenskum ungmennum til boða. Skipið mun sigla við ísland frá byrjun maí og fram í miðjan júní, i tveimur skipulögðum ferðum. Til að komast i áhöfn seglskipsins þarf að svara tveimur spurningum og senda blaðinu fyrir 13. apríl. fylgjast með ferðum Fridtjofs Nans- en. í fyrri hluta ferðarinnar mun loft- belgur svífa yfir leiðangrinum með myndasmiði innanborðs. Þátttaka í sjóferðunum er ung- mennunum að kostnaðarlausu. Skfi- yrði fyrir skráningu á Fridtjof Nans- en er gott heilsufar og að viðkomandi sé syndur. Nánari uplýsingar um útbúnað og fleira verða gefnar eftir að niðurstaða spurningakeppninar hggur fyrir. Skilafrestur í spurningakeppninni er til 13. apríl. Dregið verður úr rétt- um lausnum 15. apríl og úrshtin kynnt í DV dagana á eftir. Ágripaf ferðaáætlun 5. maí: Ungmenni koma til Reykja- vikur, hitta íslenska félaga sína og gista á gistiheimili eftir stutta skoð- unarferð um borgina. 6. maí: Farið með rútu tfi Akureyrar þar sem seglskipið Fridtjof Nansen bíður. Kynning á skipinu og aðstöðu um borð. Einnig verður heilsað upp á skipverja um borð í seglskipinu Dagmar Aaen sem fylgja mun Fridtj- of Nansen eftir alla ferðina. 7. -8. maí: Nýtt mastur sett á Dagmar Aaen. Skoðunarferð um Akureyri. 9. maí: Kennsla í meðferð segla, kynning á vinnuskipulagi um borð, verkefnum deilt út. Farið yfir örygg- istæki. Þá verður siglt áleiðis tfi Hrís- eyjar og á leiðinni verður æfing í meðferð seglbúnaðar og sighnga- tækni. Ankerum kastað við Hrísey og legið þar um nóttina. 10. maí: Siglt áleiðis tfi Grímseyjar, umhverfis hana. Nætursigling. 11. maí: Komið til Húsavíkur. Skoð- unarferð um bæinn. 12. -13. maí: Rútuferð til Mývatns. Skoðunarferðir við vatnið og unnið aö náttúruvernd. 14. maí: Jarðeldasvæði við Mývatn skoðuð og önnur jarðfræðifyrirbæri. Dettifoss skoðaður, farið með Jök- ulsá að fossinum Selfossi. Gist í tjöld- um. 16. maí: Siglt frá Húsavík áleiðs til Reykjavíkur. 22. maí: Komið til Reykjavíkur. Kveðjuveisla um borð. Seinni hluti 25. maí: Safnast saman í Reykjavík, skoðunarferð um borgina og kynn- ing um borð eins og á Akureyri. 26. maí: Farið yfir seglbúnað og fleira eins og á Akureyri og siglt áleiðis tfi Vestmannaeyja. Æfingar í sighnga- tækni og meðferð segla á leiðinni. Nætursigling. 27. maí: Komið til Vestmannaeyja seinnipartinn. 28. -29. maí: Skoðunarferð um eyjarn- ar, Eldfeh, hraunið o.fl. Fuglalífið skoðað. Fundur með íbúum, myndir um eldgosið sýndar o.fl. Gist eina nótt í tjöldum. 30.5. : Siglt frá Heimaey í austur með suðurströndinni til móts við Vatna- jökul. Snúið við og stefnan tekin á Grænland. Fram tií 6. júní: Siglt með austur- strönd Grænlands í nokkra daga. Gerðar athuganir á sjó og hitastigi. Farið í ferðir með skipsbátum. Siglt aftur tfi íslands, annað hvort inn á Jökulfirði eða að Amarstapa. Anker- um kastað. Siglt með skipsbátum og farið í ferðir á landi. 11.6. : Komið til Reykjavíkur. Kveðju- veisla um borð. Athugið að þessi ferðaáætlun er ekki endanleg, tímar geta breyst. Á leiðinni munu nokkrum sinnum eiga sér stað skipti á nokkrum skipveij- um milh Eridtjofs Nansens og Dag- marAaen. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.