Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Fréttir________________________________________________________________________dv Veðdeild Landsbankans rýmd í gær vegna sprengj uhótunar manns: Nolaði „sprengief ni“ til að ítreka skoðun sína - víkingasveit kölluð til - sprengiefnið reyndist kjamaáburður og Sodastream-tæki „Maðurinn var frekar órólegur en engin læti í honum og hann hótaði okkur aldrei beint einu né neinu,“ sagði Jón Pétursson, skrifstofustjóri Veðdeildar Landsbankans, skömmu eftir að maður, sem sagðist vera með sprengiefni, hafði verið yfirbugaður af víkingasveitinni. Maðurinn, sem á viö geðræn vandamál að stríða, var að mótmaela afstöðu Bandaríkjanna til stefnu ís- lendinga í hvalveiðimálum og bað um að fá að tala við fjölmiðla. „Við höfðum það ágætt inni með honum og maður hafði engan tíma til að óttast. Það er fyrst núna eftir á að dálítill skjálfti er í manni. Hann var með vafninga inni á sér og þá var hann líka með handtösku með sér sem hann sagði að í væri sprengi- efni, einnig sagðist hann vera með Stuttar fréttir Sumarvinna á Nesinu Seltjarnamesbær mun í sumai- veija allt að 13 milljónum króna í sumarvinnu unglinga. Búið er að ráða um 190 ungmenni til starfa, þar af 150 á aldrinum 13 til 15 ára. Blómleg viðskipti Verð íhúða á Akureyri hækkaði um 7% á seinni hluta ársíns 1992. Á árinu öllu seldist 121 í búð í sérbýli og 198 íbúðir í sambýli, eða 6,2% af öllum íbúðurn á Ak- ureyri. Veltan var tæpir 2 millj- arðar. í Reykjavík seldust á sama tíma 2.077 íbúðir á 15,9 milljarða. Bediðeftirhjartaadgerð Hjartaaðgerðum á Landspítala fækkar úr 7 í 4 í sumar vegna lokana deilda og sumarleyfa. Á biðlistum eru nú 69 sjúklingar en voru 46 um áramótin. Mbl. greindi frá þessu. Sumarskólinn löglegur Sýslumaðurixm í Reykjavík hafhaöi í gær kröfu HÍK um lög- bann á rekstur Sumarskólans sem rekinn er í Fjölbraut i Breið- holti. Ríflega 200 nemendur eru skráðir í skólann. Minna byggt Útlit er fyrir að byggingafram- kvmædir dragist saman um allt að 20% í ár. Mbl. hefur þettaeftir Þórði Þóröarsyni, framkvæmda- stjóra Verktakasambandsins. Fleiri skemmtiferðaskip Rúmlega 40 skemmtiferöarskip koma til Reykjavíkur í sumar með samtals um 20 þúsund far- þega. Að þvi er keraur fram á Bylgjunni má gera ráö fyrir aö farþegamir eyði um milJjarði króna i landi. í fyrra lögöust 28 skemmtiferðaskip aö bryggju í borgjnni. Hannes stóraieistari Hannes Hlífar Stefansson hefur formlega veriö útnefndur stór- meistari af Alþjóðaskáksam- bandinu. Hannes er sjöundi en jafhframt yngsti stórmeistarinn sem ísland eignast. -kaa 50 kg af sprengiefni í jeppa fyrir ut- an,“ sagði Jón. Skömmu eftir að lögreglu barst til- kynning um sprengjuhótunina var byggingin rýmd ásamt nærliggjandi byggingum og öllum götum í ná- grenninu lokað fyrir umferð. Á inn- an við 10 mínútum voru starfsmenn og viðskiptavinir farnir úr byggingu Veðdeildarinnar nema Jens Sörens- en, deildarstjóri VeðdeUdar, og Jón Pétursson skrifstofustjóri sem mað- urinn hélt inni í byggingunni. „Hanrt fékk sér sæti hjá mér og sagðist vera með sprengiefni á sér, í tösku og úti í bíl. Þetta leit allt þann- ig út að ég hafði enga ástæðu til að rengja orð hans. Það var rofi í hendi hans og leiðslur sem lágu upp í erm- ina. Hann fór fram á að ég hefði sam- band við lögreglu og einnig vildi hann fá að tala við fjölmiðla til að vekja athygli á málstað sínum,“ sagði Jens. Meðan á samtalinu stóð sótti þorsti á manninn og bað hann Jón um að sækja vatn fyrir sig sem hann gerði. Stuttu seinna heyrði Jón umgang frammi og sá að maðurinn var búinn með vatnið og bauðst til að sækja meira. Þá voru víkingasveitarmenn fyrir utan skrifstofuna og lýsti Jón fyrir þeim staðháttum og hvernig málum væri háttaö og fór að svo búnu út. Lögreglan ræddi síðan við manninn og bað hann um að koma út. Geröi hann það eftir stutta stund og var fluttur burtu í járnum. Þegar þetta gerðist var klukkan 13.40 og maðurinn búinn að vera inni í hús- inu í eina klukkustund og 50 mínút- ur. Tuttugu mínútum síðar var bygg- ingin opnuð og starfsfólk gekk til venjubundinna starfa. Ljóst var eftir að búiö var aö hand- taka manninn að hann hafði haft uppi svipaöa tilburði í Seðlabankan- um viku fyrr. -PP Á 'milli 20 og 30 lögreglumenn tóku þátt i aðgerðinni í gær. Víkingasveitin var á æfingu þegar kallið kom og var komin á vettvang skömmu eftir að Ijóst var hvað var á seyði. Rýma þurfti húsnæði Veðdeildar og nærliggjandi byggingar í tæplega tvær klukkustundir. Tugir starfsmanna biðu fyrir utan byggingarnar á meðan lögreglan yfirbug- aði sprengjuhótarann. Þá var, öllum götum í nágrenninu lokað og hlutust töluverðar umferðartafir af. DV-myndir ÞÖK/S Forsætisráðherra segir stjómandstöðuna ekkert hafa til málanna að leggja: Hreint skemmdarverk af hálf u forsætisráðherra - segir Ólafor Ragnar Grímsson „Eg hlýt aö harma það að stjóm- arandstöðuflokkamir skuli ekki telja ástæðu til að þiggja boð mitt um að vinna ásamt stjórnarflokk- um og stærstu aðilum vinnumark- aöar að undirbúningi erfiðra ákvarðana mn samddrátt á afla- heimildum og tillögur um hvernig megi laga aðstæður sjávarútvegs að þeim. Erfitt er að komast hjá því að álykta að stjómarandstöðu- flokkamir telji sig ekkert hafa til málanna að leggja," segir í svari Davíðs Oddssonar foræstisráð- herra til talsmanna stjómarand- stöðuflokkanna við bréfi frá þeim sem honum barst á mánudag. Fyrir helgina barst stjórnarand- stöðunni boð frá Davíð Oddssyni forsætisráðherra þess efnis aö hann vildi að þingflokkar stjómar- andstöðunnar skipuðu fulltrúa í nefnd embættismanna ríkisstjóm- arflokkanna þar sem aðilar vinnu- markaðarins ættu einnig aðild. Óskaði hann eftir að stjómarand- staðan svaraði boði sínu. Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Kristín Ást- geirsdóttir sögðu í gær að stjómar- andstöðuflokkamir hefðu tekið boð þetta alvarlega og haldið fundi til að undirbúa svar sitt. „Við áttum von á að viðbrögð rík- isstjórnarinnar yrðu önnur. Við hörmum þetta og drögum þá álykt- un að forsætisráðherra hafi ekki lagt fram þessar hugmyndir í þeim tilgangi að laða fram samstöðu heldur hafi eitthvað annað búið undir,“ sagði HaUdór Ásgrímsson meðal annars. „Mér finnst þetta vera hreint skemmdarverk af hálfu forsætis- ráöherra, aö vísa þessu frá sér með þessum hætti, nema tilboð hans til okkar á sínum tíma hafi bara verið einhver leikflétta í stríði hans við Þorstein Pálsson," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. i bréfi stjórnarandstöðunnar kemur fram að hún telji eðlilegt að samráð eigi sér staö en þá með beinum viðræðum forystumanna stjómmálaflokkanna þar sem hin stjómmálalega ábyrgð hvíli á þeim. Samhliða því yrði málum vísað til viðkomandi nefnda Alþingis og leitað yrði til sérfræðistofnana, embættismanna og hagsmunaað- ila. Stjómarandstööunni finnst hins vegar óeðlilegt að skipa full- trúa í blandaða nefnd með embætt- ismönnum til undirbúnings máls- ins. Vandamálin hafi lengi blasað við og nú þurfi fyrst og frgjnst póli- tískar ákvarðanir og breiöa þjóðfé- lagslega samstööu um úrlausnir. Lagði stjórnarandstaðan til aö ákveðið yrði að ljúka verkinu í þessum mánuði og Alþingi kallaö saman fyrir mánaðarlok til að taka nauðsynlegar lagabreytingar til meðferðar. -hlh Sprengjumálið: Gleymdistí byggingunni „Mín aðstaða var kannski eitthvað óvenjuleg því ég fór ekki í mat og var að vinna í hádeginu þannig að ég vissi ekkert hvað var að gerast," sagði Jón Rúnar Sveinsson, starfs- maður í Veðdeild Landsbankans, en hann gleymdist í byggingunni í gær þegar hún var rýnd. „Ég hélt að það væri einhver fund- ur fyrir utan en svo heyrði ég í út- varpinu að búið væri að rýma bygg- inguna vegna sprengjuhótunar. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í konuna mína til að segja henni að það væri allt í lagi með mig sem ég hefði betur sleppt því hún vissi ekk- ert af þessu. Því næst hringdi ég í neyðarsíma lögreglunnar og til- kynnti að ég væri þarna og bað hana að segja mér hvernig ég ætti að bregðast við. Fyrst sögðu þeir mér bara að halda kyrru fyrir en svo sáu þeir sig um hönd og sögðu mér stuttu seinna að koma út bakdyramegin, sem ég og gerði. Aðstæður voru þannig og vitneskja mín um hvað var að gerast svo takmörkuð aö ég hafði enga ástæðu til að óttast en ef ég hefði haft slökkt á útvarpinu hefði ég skömmu seinna farið að sjá vík- ingasveitarmenn fyrir utan og þá hefði maður kannski farið að renna í gnm hvað var á seyði,“ sagði Jón Rúnar. .nn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.