Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ1993 5 Fréttir Mývatnsöræfi: Risaþyrla mun flytja 30 heyrúllur I hvevri ferð Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Risaþyrla bandaríska hersins mun flytja 400-500 heyrúllur úr Mývatns- sveit upp á Mývatnsöræfi en bændur í Eyjafirði gefa heyrúllumar og á að nota heyið til að hefta sand- og mold- fok á öræfunum. Herþyrlan, sem notuð verður við flutningana og er væntanleg til landsins í lok júlí, er engin smásmíði sem sést best á því að hún mun flytja 30 rúllur í hverri ferð. Að sögn Páls Ingvarssonar, bónda í Eyjafirði, sem hefur annast undirbúning rúllu- flutninganna úr Eyjafirði upp í Mý- vatnssveit, vegur hver rúlla á bilinu 300-400 kg og tekur þyrlan því um 10 tonn í hverri ferð. Páll segist von- ast til þess að flutningi á rúllunum austur í Mývatnssveit verði lokið áður en bændur þurfa að fara að ein- beita sér að heyskapnum en í síðasta lagi um miðjan júlí. Deyfð hlaup- in í starfsemi spilavíta hér Töluverð deyfð er hlaupin í spila- fíkn landans. Omar Smári Ármanns- son, yfirmaður forvarnardeildar lög- reglunnar, telur að frekar dræm að- sókn sé að spilavítunum þessa dag- ana, þröngur hópur manna sæki þau og þar fari fram takmörkuð starf- semi. Fyrir skömmu féll dómur í héraðs- dómi Reykjavíkur í máli aðila sem ráku spUavíti í Reykjavík og voru niðurstöður hans nokkuð skýrar, fjársektir óg fangelsisrefsingar, en úrskurðinum var áfrýjað til Hæsta- réttar. Ómar Smári telur að áður en aðhafst sé í máh annarra aðila verði beðið niðurstöðu Hæstaréttar eða ákvörðunar stjómvalda um laga- breytingar í þessum málum. En að sjálfsögðu verði brugðist við í málum sem þessum ef ætla megi að brotið haflveriðgegngildandilögum. -pp íslenskt þunga- rokkáuppleið vestanhafs Keflavíkurhljómsveitin með skemmtilega nafnið, Deep Jimi and the Zep Creams, hefur að undan- fömu verið að gera það gott í Banda- ríkjunum. Nýlega gaf hún út fyrstu breiðskífu sína hjá stóm hljómplötu- fyrirtæki vestanhafs. Skífan heitir Funky Dinosaur og hefur fengið góða dóma, meðal annars í RIP, sem er eitt útbreiddasta þungarokkstímarit í Bandaríkjunum. Skífan er talsvert spiluð á útvarpsstöðvum og hefur komistháttáhlustendahstum. -bm ófundinn ítarleg leit að hundinum, sem tal- inn er hafa drepið 8 lömb með því að bíta í hausinn á þeim og méla hann, hefur engan árangur borið. Atburðurinn átti sér stað um sein- ustu mánaðamót og hefur lögreglan á Hvolsvelh spurst fyrir á nokkram bæjum en án árangurs. Hundurinn hefur ekki látið til skarar skríða frá því seinast og vona bændur að til þess komi ekki. -pp WKJM HEWLETT MEM PACKARD ------------UMBQOIÐ HPÁ ÍSLANDI H F 0KKUR HEFUR TEKIST AD ÚTVEGA NOKKRA HP PRENTARA FYRIR MACINTOSH Á OKKAR EINSTAKA TILBOÐSVERÐI. Deskwriter 500 bleksprautuprentari 300 dpi prentgæði. Listaverð kr. 53.000 KYNNINGARVERÐ kr. 39.000 Deskwriter 500 C lita bleksprautuprentari Listaverð kr. 69.000 KYNNINGARVERÐ kr. 49.000 Laser Jet 4M geislaprentari 600 dpi prentgæði. 8 blaðsíður á mínútu. PostScript level 2. 6 Mb minni. Local talk Parallel, Serial. Listaverð kr. 259.000 KYNNINGARVERÐ kr. 229.000 TÆKNI- OG TOLVUDEILD SÆTUNI 8 • SIMI: 69 15 00 ® Heimilistæki hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.