Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Fréttir Tilkynningar um bílþjófnaði týnast í skjalabimkum: Bflþjófnaðarmál olnbogabarn hjá lögreglunni í Reykjavík - segir Þröstur Eyvinds lögreglufulltrúi Reykjavíkurlögregla reynir nú að koma sklkki á bilþjófnaðarmálin. Þar er brotalöm í kerfinu. Eigandi þessarar rauðu Toyota bifreiðar, með númerið G-717, telur sig vera fórnarlamb samskiptaerfiðleika milli lögreglustöðva. „Við erum að skoða bílþjófnaðar- mál með það í huga að koma meira skikki á þau og vinna þau faglegar en gert hefur verið. Það er orðið tals- vert um þetta og þetta er brotalöm og hefur verið olnbogabarn í kerfmu hjá okkur en við erum að koma þess- um málum í betra horf og vonandi skilar sú hópvinna, sem nú er í gangi, einhverjum árangri íljótlega," segir Þröstur Eyvinds, lögreglufull- trúi í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Fórnarlamb samskiptaörðuq- leika Mánudaginn 24. maí varð Hörður Erlingsson fyrir því að bílnum hans var stohð og tilkynnti hann þjófnað- inn strax til lögreglu og gaf skýrslu um atburðinn. Hörður er mjög óá- nægður með vinnubrögð lögreglu og telur þau í miklum ólestri, sérstak- lega er varðar meðhöndlum bílþjófn- aðarmála. Hann segist hafa fengið þá afgreiðslu hjá lögreglu að honum var sagt að hafa engar áhyggjur. Máhð væri í vinnslu og tilkynningar um þjófnaðinn yrðu sendar til allra lögreglubíla í Reykjavík. Auk þess yrði tilkynning send hverfastöðvum í Reykjavík og lögreglustöðvum í nágrannasveitarfélögum Reykjavík- ur. Eftir viku var Hörður orðinn óþreyjufullúr því ekkert haföi spurst tÚ bílsins. Þegar hann fór að kanna máhð nánar á lögreglustöðinni var honum vísað frá einum aðila til ann- ars og enginn virtist hafa hugmynd um máhð eða hvert hann ætti að snúa sér fyrr en eftir mikla reki- stefnu. Eftir viku, þegar ekkert hafði gerst, hringdi Hörður á lögreglustöðvar í nágrenni Reykjavíkur og víðar tíl að kanna hvort einhver hefði heyrt af stolna bílnum hans. Hvergi hafði nokkur maður heyrt talað um rauða Toyota bifreiö með númerið G-717. Sendi út tilkynningu Guðmundur Guðjónsson yfirlög- regluþjónn segir að vinnureglan sé sú þegar svona mál koma upp að byrjað sé á skýrslugerð og svo séu málin send th rannsóknardeildar sem vinnur með máhð. Hins vegar sé tilkynning um eftirlýsta bíla send fjarskiptadeild lögreglunnar sem sér um að koma henni áfram til lögreglu- þjóna og lögreglustöðva. Sigurjón Pálsson hjá fjarskipta- dehd lögreglunnar segist muna eftir þessu ákveðna máli og að hann sendi sjálfur símbréf til lögreglustöðva í nágrenni Reykjavíkur tveimur dög- um eftir að bílnum var stohð. Hins vegar var thkynningin send sam- stundis til lögreglubíla í Reykjavík og einnig fest á töflu á lögreglustöö- inni í Reykjavík. Það væri hins vegar vakthafandi varðstjóra að sjá til þess aö hringja í lögreglustöðvar í ná- grenni Reykjavíkur. Samkvæmt hringingum Harðar og DV á lögreglustöðvar í nágrenni Reykjavíkur virðast samt fáir hafa séð þessa tilkynningu. Enginn vafi leikur samt á að hún var send út. Spumingin er hvar hún lenti? Víða brotalöm hjá lögreglunni Lögregluþjónn á suðvesturhorninu sagði í samtah við DV að samskipti mættu vera betri á milli lögreglu- þjóna og vakta víða um land. Það kæmi fyrir að tilkynningar bærust og þær lentu óvart undir skjala- bunka eða að það gleymdist að greina frá ákveðnum atburðum við vakta- skipti þegar mikið væri að gera. Hann sagði einnig að ætlast væri th að lögreglumenn kynntu sér dagbækur lögreglunnar þegar vakt hæfist en oft væri misbrestur á því. Annar lögreglumaður, sem DV ræddi viö, sagði að áöur en símritar komu th sögunnar hefði verið hringt strax á mhli stöðva og tilkynnt um þjófnað á ökutækjum en eftir að sím- ritar komu th sögunnar hðu stund- um nokkrir dagar á milli thkynninga um eftirlýst ökutæki. Fleiri tóku undir þetta sjónarmið og sögðu að allt of langur tími liði á mihi thkynn- inga um eftirlýst ökutæki. Skrifstofumenn en ekki lög- reglumenn Harðasta gagnrýnin á lögregluna kom hins vegar frá lögregluþjóni á miðbæjarstöð lögreglunnar. Hann sagði að skýringuna á þessum sam- skiptaörðugleikum væri helst að finna í því bákni sem lögreglan væri orðin. Áhugaleysi einkenndi störf sumra lögreglumanna og sumir litu á sig sem skrifstofumenn. Hann benti því til sönnunar á hve mörg mál hverfastöðvamar upplýstu í saman- burði við árangur manna á stærri stöðvunum. Hann sagði þó að það væru ekki allir undir sömu sök seld- ir. Það væri fjöldi hæfra einstaklinga innan lögreglunnar en hæfileikar þeirra nytu sín oft ekki. Nauðsynlegt væri að endurskoða skipulagið og launa mönnum eftir hæfileikum og getu. Bætum úr göllunum þegar við fréttum af þeim „Það fyrsta sem við gerum þegar viö heyrum af einhverjum sam- skiptaörðugleikum er að ganga í máhð og koma því í þær skorður að það endurtaki sig ekki. En hvað þessa gagnrýni varðar hef ég ekki heyrt af henni fyrr en ég tel enga ástæðu th að rengja orð þeirra sem vitnað er í,“ sagði Hjalti Zóphónías- son, skrifstofustjóri dómsmálaráðu- neytisins. „Auðvitað hefur stærð og deilda- skipting ahtaf töluvert að segja. Það er alltaf verið að reyna aö draga úr þessum þáttum og bæta samskiptin. Hvað bílþjófnaðarmál varðar sér- staklega þá hefur það komið fyrir að tilkynning hefur veriö send frá Reykjavík út á land og alhr eru af vhja gerðir og leita bhsins sem svo finnst í Reykjavík og það er ekki lát- ið vita með sama hætti aö það er búið að finna hann. Ef svona lagað kemur fyrir þá missa menn náttúr- lega áhugann. Þannig að það þarf ekki annaö en svona atvik til að hlut- ir eins og viö erum aö tala um ger- ist,“ sagði Hjalti í samtali við blaða- mann DV. -PP í dag mælir Dagfari____________________ Hvers á Rannveig að gjalda? Þá er aht klappað og klárt í ráöher- raskiptunum. Jón Baldvin náði sínu fram, þingflokkurinn sam- þykkti bæði Guðmund Áma og Óssur eins og Jón Baldvin vhdi og Jón Sigurðsson fær sitt og Eiður fær sitt og Kalh Steinar fær meira aö segja sitt, þótt allar þessar stöð- ur sem þeir eiga að fá séu ennþá lausar th umsóknar. Þetta sýnir að Alþýðufiokkurinn ræður yfir sín- um bitlingum og hann ræður þvi hveijir sækja um og segið svo aö sljómmálaflokkamir ráði engu lengur í þessu landi! Það virðast allir vera mjög sáttir við þessa breytingu. Ekki er að minnsta kosti að heyra að neinn sakni þeirra Jóns og Eiðs að neinu ráði enda var Jón Sigurösson í póh- tík í greiðaskyni við nafna sinn, Jón Baldvin, og Eiöur bæöi leiður og reiður eftir langvarandi strit og púl í starfi sem hann hafði í raun- inni megnustu ímugust á. Alþýðuflokksmenn em því fegnir að Jón og Eiður hafa nú fengið störf viö sitt hæfi. Enda hefði formaður flokksins ekki lagt á sig erfiðar samningaviðræður, bakljaldam- akk og sáttasemjarastörf innan flokksins th að losna við þá félaga, ef ekki hefði verið almennur vhji th þess innan flokksins að skipta þeim út úr ríkisstjórninni. Hingað til hefur það að minnsta kosti ekki verið hlutskipti formanna flokka að leggja nótt við dag til að losna við sína eigin menn úr ráðherra- stólum. Þetta lagði Jón Baldvin þó á sig af einskærri flokkshollustu. Má segja að hann hafi verið einstak- lega heppinn að það skyldu losna stöður í kerfinu við hæfi þeirra Jóns og Eiðs, akkúrat á sama tíma og bola þurfti þeim félögum úr rík- isstjóminni. Já, það er að heyra að alhr séu undurglaðir og kátir með hróker- ingamar. Það ríkir fognuöur í flokknum. Hjá öllum nema Rann- veigu Guðmundsdóttur, þing- manni krata í Reykjaneskjördæmi. Hún er móð eftir slaginn um ráð- herraátólana en ekki sár, aö því er sagt er. Rannveig er hins vegar stórmóðguö yfir því aö tveir strákl- ingar og nánast nýgræðingar í flokknum em teknir fram yfir hana. Hún skilur ekki hvers vegna flokkurinn kýs aö sniðganga hana og velja þessa stráka í sinn stað, eftir að hafa starfað í Alþýðu- flokknum um áratugaskeið og unn- ið mikið og lofsvert starf í þágu jafnaðarstefnunnar. En það er einmitt mergurinn málsins. Rannveig er búin að vera of lengi í flokknum. Það er hennar Waterloo. Ef menn spyija hvers Rannveig eigi að gjalda þá er það fyrir þá sök að hafa verið of flokks- holl, of dygg, of starfsöm. Fólk á aldrei að rekast vel í flokkum ef það vih ná frama. Það er vísasti vegurinn th að skáka sér út í kuld- ann að vera fæddur og uppalinn í flokkum og láta allt flokksamstrið yfir sig ganga. Sjáið bara Össur! Hann var ekki fyrr búinn að ganga úr Alþýöubandalaginu en hann var gerður að formanni þingflokks krata. Össur er ekki búinn að vera í Alþýöuflokknum nema rétt rúm- lega tvö ár og hann er orðinn ráð- herra! Guömundur Árni hefur haft vit á því að ríf^ kjaft og verið hálfgeröur stjórnarandstæðingur í Alþýöu- flokknum. Honum er launað með ráðherrasæti. Þetta eru mennirnir sem blífa, mennirnir sem er hamp- að og lyft upp til æðstu metorða, meðan flokksþrælar á borð við Rannveigu Guðmundsdóttur mega éta þaö sem úti frýs. Rannveig segist ætla að endur- skoða vinnubrögð sín og starfs- hætti innan flokksins. Hún ætlar að draga lærdóm af þeirri reynslu sinni að fá ekki umbun fyrir að vera þæg og góð í flokknum. Það er ekki seinna vænna. Nú þarf Rannveig að snúa við blaðinu, bíta í hælana á formanninum og vera til nógu mikhla vandræða í þing- flokknum. Helst þyrfti hún að ganga úr flokknum til að geta geng- ið í hann aftur. Þá loks og þá fyrst getur hún vænst þess að koma th greina sem ráöherra. Nú ef ekki ráðherra þá áreiðan- lega einhver annar bithngur. Al- þýðuflokkurinn hefur nóg af bitl- ingum en ekki alltof mikið af fólki sem getur þegið bithngana, og ef Rannveig hagar sér skynsamlega og rífur kjaft eins og hún lifandi getur þá er von. Þá kemur röðin aöRannveigu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.