Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI1993 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í endurnýjun og viðhald á gluggum Laugarnesskóla. Boðnir eru út þrír viðgerðarvalkostir. Helstu magntölur eru: Endurnýjun og viðhald á gluggum...................33 stk. Verktími: 5. júlí - 27. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn 15.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 23. júní 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Aukablað Ferðablað um innanlandsferðir Miðvikudaginn 23. júní nk. mun aukablað um ferðalög innanlands fylgja DV. Blaðið er hugsað sem nokkurs konar handbók fyrir ferðalanginn og þar verður Qallað um ýmis- legt tengt ferðalögum, t.d. hollráð varðandi veiðiferðir, gönguferðir, g'ald- og húsvagna o.fl. íslandskort (vegakort) í lit þar sem merktir eru inn á allir helstu gistimöguleikar o.fl. Kort með upplýsingum um golfvelli, auk umfjöllunar um þá möguleika sem þeir bjóða. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er miðvikudagurinn 16. júní. ATH.! Bréfasími okkarer 63 27 27. Utlönd íbúar Svolvær í Noregi veifa til fyrsta hvalveiöibátsins sem hélt á hrefnuveiðar í gær. Símamynd Reuter E.T. í sjónum: Grátmynd kynnt með áróðri gegn hvalveiðum í kynningartexta aö kvikmynd sem líkt hefur verið við hina vinsælu mynd E.T. eru hvalveiðar Norð- manna fordæmdar og áhorfendur hvattir til að kaupa ekki norskar vörur. „Þetta er E.T. í sjónum,“ segja gagnrýnendur og felldu tár á forsýn- ingum á kvikmyndinni Free Willy er frumsýnd verður í Bandaríkjun- um 14. júlí. Myndin fjallar um 12 ára gamlan strák sem hjálpar þriggja tonna þungum háhyrningi að kómast úr sædýrasafni til sjávar. Búist er við að kvikmyndin komist hátt á vin- sældalistann í sumar. Hingað til hefur Hollywood ekki alltaf htið á hvali sem bestu vini mannsins. í fyrstu bandarísku myndunum um þessi sjávardýr voru þau óvinirnir og veiðimennirnir hetjurnar. En margt hefur breyst síð- an. Leikstjóri Free Willy er Simon Wincer sem er þekktur fyrir mynd- ina Harley Davidson and the Marl- boro Man og sjónvarpsþáttaröðina Lonesome Dove. Framleiðandi myndarinnar er Richard Donner, maðurinn á bak við Lethal Weapon. Donner hefur lengi barist gegn hval- veiðum Norðmanna og hótaði í mars að láta Hollywoodstjörnur, sjón- varpsstöðvar og kvikmyndafélög taka þátt í herferð gegn Noregi ef ekki yrði hætt við áformin um hval- veiðar. Því hefur verið spáð að kvikmynd Stevens Spielberg, Jurassic Park, og The Last Action Hero með Arnold Schwarzenegger verði vinsælustu myndir ársins. Bandarískir kvik- myndagagnrýnendur, sem séð hafa Free Willy, eru þeirrar skoðunar að hún geti veitt þeim fyrrnefndu harða samkeppni. NTB T K O ENTERTAINMENT G R O U P Tónleikar í Kaplakrika Laugardaginn12. júní kl. 20:30 the machine Rage against the Machine / Jet Black Joe. Þessi kraftmikla bandaríska rokk/rapp hljómsveit sem skyndilega hefur brotist fram í heimsfrægðina spilar hér ásamt hafnfirsku hljómsveitinni Jet Black Joe. Pantið miða tímanlega! Upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86. Aðgöngumiðasala: Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50. ALÞIÓÐLEG LISTAHÁTIÐ i hafnarfirði 4.-30. JUNÍ LISTIN ERFYRIRALLA! Færeyjar: Skuldum af létt af frystihúsum Dönsk yfirvöld eru ásamt fjölda lánardrottna reiðubúin að létta skuldum af færeyskum flskvinnslu- fyrirtækjum upp á allt að 650 milljón- ir danskra króna. Þetta er kjarninn í áætlun sem tryggja á framtíð fær- eyskrar fiskvinnslu. Einn helsti Uður áætlunarinnar er að stofnað veröi fiskvinnslufyrirtæki sem tæki yfir rekstur þeirra frysti- húsa sem vilja taka þátt í sameining- unni. Þau sem ekki vilja taka þátt fá ekki skuldum aflétt. Samkvæmt áætluninni verður haldið áfram rekstri þeirra arðvæn- legustu en hinum verður lokað eða þau seld. Ritzau Norskir togarar voru njósnaskip Norski togaraflotinn gegndi lykil- hlutverki í kafbátaeftirliti Atlants- hafsbandalagsins í Barentshafi á meðan á kalda stríðinu stóð. Þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Nordlys. Fjöldi norskra togara var á sjötta og sjöunda áratugnum útbúinn með hlerunarútbúnaði sem notaður var til að safna upplýsingum um sovéska kafbátaflotann. Einn af mörgum heimiidamönnum Nordlys er hvalveiðimaðurinn Stein- ar Bastesen. í hvalveiðistríðinu 1986 kveðst hann hafa hótað Bandaríkja- mönnum með að greina frá smáatrið- um varðandi njósnir togaranna. „Það var ýmislegt sem við hefðum getað sagt frá. En við fengum heim- sókn af fólki sem bað okkur um að láta það ógert.“ NTB Sætta sig ekki lengur við launalækkun Opinberir starfsmenn í Færeyjum hafa tilkynnt landstjóminni að frá og með næsta tjárlagaári sætti þeir sig ekki við launalækkun upp á átta prósent. Talsmaður opinberra starfsmanna, Jakup Danielsen, segir að samkomu- lagið um launalækkun gildi aöeins til áramóta. Eftir þann tíma vilji starfsmennirnir fá sömu laun og áð- ur. Danielsen leggur á þaö áherslu að það hafi aldrei verið ætlunin að svo mikil launalækkun yrði lengur í gildi. Það haíl verið hinar sérstöku aðstæður í Færeyjum sem gerðu það nauðsynlegt fyrir landstjórnina að lækka launin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.