Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 43- 1 dv Fjölnúðlar Áflótta undan sumri Eftir á að hyggja sá ég dálítiö eftir því aö eyöa kvöldinu f gær fyrir fraruan sjónvarpsskjáinn. Betur hetöi ég notað tímann til aö taka til í garöinum. Ekki veitir af. Óhiröan í garöinum á sér þó þá skýringu aö voriö var kalt og veðrið lítt freistandi til átiveru. Viö slíkar kringumstæöur var notalegt að láta hugann líða um heima og geima með aðstoð skjás- ins. Nú er hins vegar komið sum- ar og því rétt aö nýta jtímann til annarra upplifana. Úti gerast raunveruleg ævintýTi. T\æir dagskrárliöir náðu eink- um athygli minni í gærkvöldi og voru þeir báðir sendir ut af Stöð tvö. Fyrri þátturinn nefnist ENG og úallar um lífið á kanadískii sjónvarpsstöð. í þáttaröðinni eru tekin fyrir ýmis vandamál sem mæta starfsfólki stöðvarinnar. Mörg vandamálanna eru okkur íslendingum sjálfsagt framandi en engu aö síður er fróðlegt að fylgjast með vinnubrögðum Iiinna kanadísku fréttamanna; þeir virðast talsvert aðgangs- harðari en viö eigum að venjast. Líkast til er þetta þó ýktur raun- veruleiki. Seinni dagskrárliðurinn, sem náði athygli minni, var kvik- myndin Max og Helena. Myndin byggist á sögu eftir nasistaveiðar- ann Simon Wiesenthal og íjallar um ástir lánlausra gyöinga sem skildir voru að í fangabúðum nasista. Inntakið er sú spurning hvort rétt sé aö láta satt kyrrt liggja eða leita réttlætis, sama hvað það kostar. Óhjákvæmilega vakti myndin ýmsar spurningar, ekki síst vegna þeirrar umræðu sem hafa oröið um svokallað Mikson-mál hér á landi. Kristjón Ari Arason Andlát Auðbjörg Bjarnadóttir frá Hausthús- um, Glaðheimum 14, lést í Landspít- alanum 7. júní. Heiðrún Magnúsdóttir, Laufási 4a, Garöabæ, lést í Landspítalanum 7. júní. Sveinn Finnsson, lögfræðingur frá Hvilft, lést þann 7. júní. Brynhildur Jónsdóttir lést af slysför- um 7. júní. Þorsteinn Jónsson frá Syðri-Grund í Svarfaðardal lést 2. júní. Sigríður Elín Þorkelsdóttir, Drop- laugarstöðum, áður Háteigsvegi 28, andaðist þann 8. júní. Jarðarfarir Minningarathöfn um Þuríði Júlíu Valtýsdóttur, frá Seli í Austur-Land- eyjum, Hverfisgötu 106, sem andaðist í Borgarspítalanum 26. maí, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. júní kl. 13.30. Jarðsett verður frá Voðmúlastaðakapellu föstudaginn 11. júní kl. 14. Gunnar Ólafsson verslunarmaður, Gnoðarvogi 88, Reykjavík, sem lést 3. júní, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju fimmtudaginn 10. júní kl. 13.30. HVÍTUR STAFUR er aðal hjálpartæki blindra og sjónskertra í umferðinni BLINDRAFÉLAGIÐ ||^ERÐAR Auðvitað lítur Lalli út fyrir að vera yngri en hann er. Hann er ekki með neinar hláturhrukkur. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan S. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 4. júnl til 10. júní 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður í Ing- ólfspóteki, Kringlunni 8-12, sími 689970. Auk þess verður varsla í Haunbergsapó- teki, Hraunbergi 4, sími 74970, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og tíl skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavfkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavik, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð ReykjavíkUr alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- dehd) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhrmginn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni i síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 Og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 Og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífllsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-flmmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. Vísir fyrir 50 árum Miðvikudagur 9. júní: Þjóðverjar senda mikið lið daglega til Ítalíu. Þeir ætla að verja landið, meðan þess er kostur. Spakmæli Öfundin ertilfinning eigin vanmáttar. Ph. Charles kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn tslands. Opið þriðjud., funmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Bilanir Rafmagn: Reykjavik, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. V atns veitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir k). 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-^ vandamál að stríöa, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Liflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-683131. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 10. júní Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú ert ævintýragjam. Þú hefur því engan áhuga á að eyða tíman- um með leiðinlegu fólki og því síður að vinna hefðbundin störf. r Þú þarft því litla uppörvun til þess að gera eitthvað óvenjulegt. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Mál snúast til betri vegar hjá þér. Þú leysir vandamál sem hefur valdið þér áhyggjum. Þú nýtur þín vel í hópi góðra kunningja. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þér gengur vel að eiga samskipti við aðra. Gættu þín þó á þeim sem gerast of vingjanlegir. Þú átt í vændum ágætt kvöld. Nautið (20. apríl-20. maí): Dagurinn verður þér hagstæður. Hæfúeikar þínir njóta sín. Reyndu samt ekkert sem þú veist fyrirfram að þú ræður ekki við. Happatölur eru 9,17 og 36. Tvíburamir (21. maí-21. júní): Eitthvað óvænt gerist en um leið ánægjulegt. Þú getur lent í eriið- leikum með svar ef farið verður fram á skoðun þína á ákveðnu máli. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Einhver verður til þess að þú minnist atburða sem þú vilt heldur gleyma. Reyndu að eiga einhvem tima aflögu því nóg verður að gera á næstunni. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú ferð þér heldur rólega enda er andrúmsloftið afslappað. Gættu þess þó að það leiði ekki til kæruleysis. Taktu á ábyrgan hátt á máli sem upp kemur. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Hætt er við að þú verðir fyrir einhverjum vonbrigðum í dag. Það er þó engin ástæða tfl að örvænta. Sé litið til lengri tíma gengur þér allt í haginn. Vogin (23. sept.-23. okt.): Dagurinn verður annasamur og því gefst þér lítill tími til aö sinna persónulegum málum. Hugaðu að eyðslu þinni. Þú færð ánægju- legar fréttir af góðu gengi vinar þíns. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú ert bjartsýnn en margir sem þú umgengst eru mjög svartsýn- ir. Þú þarft að sinna sérstaklega ákveðnum aðila sem stendur nærri þér. Happatölur era 7,16 og 32. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú hefur góð áhrif á aðra. Það gæti borgað sig aö fara eftir hug- boði einhvers annars. Gefðu fjölskyldunni eins mikinn tíma og þú getur. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þér gengur vel að fá fólk á þitt band. Vegna velgengni þinnar vex orðstír þinn. Horfumar i ástarmálunum eru hins vegar ekki al- veg eins bjartar. Ný stjörnuspá á hverjum degi. Hringdu! 39,90 tr. mínútan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.