Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Alþýðuflokkurinn hrókar Þaö verða aö teljast nokkur pólitísk tíðindi þegar tvær mannabreytingar veröa í ríkisstjóm. Þeir Jón Sigurösson iönaöar- og viðskiptaráðherra og Eiður Guðnason um- hverfisráðherra munu hverfa til annarra starfa en í stað þeirra koma Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Össur Skarphéðinsson, formaður þing- flokksins. Jafnframt mun Sighvatur Björgvinsson fara úr heilbrigðisráðuneytinu yfir í ráðuneyti Jóns Sigurðs- sonar en Guðmundur Ami verður heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. Þeir Guðmundur Ami og Össur em báðir tiltölulega ungir menn í stjómmálum og Jón Baldvin talar um kyn- slóðaskipti í forystu flokksins. Það má til sanns vegar færa og á við um ríkisstjórnina líka. Þeir Jón Sigurðsson og Eiður hafa báðir reynst nýtir ráðherrar og hafa orð á sér fyrir vinnusemi en engu að síður hefur breytingin ferskleika í för með sér og nokkra eftirvæntingu. Hvorki Guðmundur Ámi né Össur em menn lognmollunnar. Með nýjum mönnum koma ný viðhorf og endumýjaður kraftur. Annað er vert að skoða í þessu samhengi. Þeir Guð- mundur Ámi og Össur verða að teljast til vinstri arms Alþýðuflokksins. Össur var lengi í Alþýðubandalaginu og um tíma ritstjóri ÞjóðvHjans og sjálfsagt gætir sósíal- iskra áhrifa í störfum hans, þótt maðurinn virðist pragmatískur og praktískur í sinni póhtík eftir að hann settist á þing. Guðmundur Ámi hefur einnig verið taHnn til vinstri hjá krötum og einmitt haft orð fyrir gagnrýn- endum innan flokksins sem hafa tahð Alþýðuflokkinn of leiðitaman í samstarflnu með Sjálfstæðisflokknum. Jón Sigurðsson og Eiður Guðnason hafa á hinn bóginn verið afar nánir samstarfsmenn Jóns Baldvins og þess vegna er hér um nokkra áherslubreytingu að ræða 1 póhtískum skilningi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða afleiðingar það kann að hafa í fór með sér í stjómarsamstarfmu. Erlendis em mannabreytingar tíðar og algengar í rík- isstjómum og þykja ekki mikið tfltökumál. Hér heima hafa ráðherrar ríghaldið í stóla sína og Htið við þeim hróflað, enda talinn áHtshnekkir að ganga úr ráðherra- stól nema feitir bithngar séu í boði. Jón Baldvin hefur gremflega firndið nægflega feita bita handa Jóni og Eiði og raunar virðist vera búið að úthluta einum bitlingi til viðbótar til Karls Steinars Guðnasonar sem velur for- stjórastól í Tryggingastofnun fram yfir ráðherrastólinn sem honum stóð tfl boða. En hvemig svo sem að þessum hrókeringum er staðið vekja þær umræður og væntingar. Og þær em dáfltið spennandi. Hrókeringin gefur ríkisstjóminni nýjan svip. Þær em djarfar og sýna að minnsta kosti að Alþýðuflokk- urinn er Hfandi flokkur. Kratamir fá að vísu það orð á sig að vera flokkur bitlinganna en á móti kemur að þeir kunna að endumýja og stokka upp, sem er hverjum stjómmálaflokki hoUt og nauðsynlegt. Einnig Sjálfstæðis- flokknum. Ríkisstjómin stendur Ula. Hún er í erfiðleikum með stjóm landsmála og hún mætir óvinsældum og mótlæti hjá almenningi. Þeir Guðmundur Ámi og Össur taka því nokkra áhættu með því að setjast í ráðuneytin við slíkar aðstæður. Varla verður við því að búast að ríkisstjómin taki nein heljarstökk eða koUhnísa þótt tveim mönnum sé skipt út. En hver veit nema þeir kunni að setja við- feUdnari og hressari svip á ríMsstjóm sem ekki hefur lengur neinu að tapa. EUert B. Schram Japanir hafa reist efnahagsstórveidi sitt án þess að hafa miklar orku- og hráefnalindir. Háriðaf kasmírgeitinni Á áttunda áratugnum geröu Danir sér skýrari grein fyrir því aö landbúnaður gæti ekki staöiö undir efnahagslegum vexti þjóöar- innar í framtíðinni. Landbúnaöur hafði þó verið þeirra öflugasta út- flutningsgrein um langan aldur. Danir hafa hvorki orku né hrá- efni í ríkum mæh en meö hugviti og útsjónarsemi eru þeir orðnir meðal öflugustu iðnaðarþjóöa. Svipaö má segja um Japani. Orku- og hráefnalitlir hafa þeir reist iönveldi sitt. íslendingum hættir til að tak- marka möguleika sína við orku- lindir og hráefnisöflun. Ef til vill eru þessi viöhorf þó aö breytast. Kasmírgeitin Mér er minnisstætt er ég tók ein- hveiju sinni sessunaut minn tali í flugvél. Sá sem ég tók tali var Skoti. Ég spurði hann: „Á hveiju lifið þiö þama í Skotlandi, þar sem þú býrð?“ Svarið var stutt. „Á hárinu af kasmírgeitinni." Ég fékk síðan nánari skýringu. Hann sagði að þeir flyttu hár kasmírgeitarinnar frá flallahéruðum Kasmír til Skot- lands. Þar væri umfangsmikill iðn- aður er gerði úr þessu hráefni fatn- aö sem síðan væri fluttur út, mest til Japan og seldur þar. Mér varð hugsað til okkar íslendinga. Við höfum alltaf sagt: Hér höfum við fiskimið og orkulindir, af þeim veröum viö að lifa. Víóari sjóndeildarhringur í vaxandi mæli eru íslendingar að víkka sjóndeildarhring sinn í útflutningsmálum. Flugfélagið Atl- anta hefur veriö ípjög í fréttum með þróttmikla starfsemi sína að undanfómu og margt mætti telja. Kjállariim Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Verkfræðingafélags íslands Nýlega héldu Stéttarfélag verk- fræðinga og Félag ráðgjafarverk- fræðinga ráðstefnu um útvíkkun á atvinnumarkaöi verkfræðinga og útflutning á tækniþekkingu. Þar komu margir athyghsverðir hlutir fram. Er það ekki umhugsunarefni hversu lítt við beitum skólakerfi okkar til þess að kenna fiskifræði og haffræði þegar sjávarafurðir eru um 70% útflutningsverðmæta okk- ar? Er ekki athyglisvert hversu fáir tæknimenn starfa aö sjávarútvegs- málum? Fyrirtækið Marel hf. er oft tekið sem dæmi um velheppnaða út- flutningsframleiðslu. Fyrirtækið hefur um 50 manns í vinnu. Þar af em 25 verk- og tæknifræðingar. Marel hf. er nú 10 ára en áður en fyrirtækið var stofnað hafði Raun- vísindadeild háskólans þróað framleiðsluhugmyndina í 7-0 ár. Spuming er hvort fyrirtækið hefði spjarað sig ef grunnvinnan hefði ekki farið fram innan Háskólans. Norðurlöndin hin hafa talsvert reynt að örva og efla slíka starf- semi. Vandinn er að rata í því efni rétta leið en enginn vafi er á að miklu má áorka. Nú um stundir er stöðnun í orku- geiranum Það getur breyst. Sam- dráttur er í fiskveiðum. Én nýjar tegundir bætast í aflann og Evr- ópska efnahagssvæðið ætti að opna möguleika á frekari úrvinnslu sjávarafurða. Ég er ekki að mæla með því að íslendingar snúi sér að kasmírgeit- inni. En samlíkingin getur átt rétt á sér. Mér finnst að dæmi Skotans ætti að víkka sjóndeildarhringinn. Ef menn komast upp úr kjölfóran- um opnast nýjar leiðir. Guðmundur G. Þórarinsson „Er það ekki umhugsunarefni hversu lítt við beitum skólakerfi okkar til þess að kenna fiskifræði og haffræði þegar sjávarafurðir eru um 70% útfhitnings- verðmæta okkar?“ Skoðanir annarra Hlutverk Guðmundar Árna „Þaer vonir munu annars vera bundnar við Guð- mund Áma að honum takist að punta ögn upp á það tötralega klæði sem múnderingin á flokki hans sem flokki félagshyggju er orðin - eiginlega ekki annað en „rauð dula“ framan í alla sem undir högg eiga að sækja í lífsbaráttu sinni í landinu. Vonast er til að einkum heilbrigðisstéttimar og sjúklingar láti það villa sér sýn aö nú er „dulan“ lögö á herðar manni, sem óneitanlega er sléttmálli og hefur nettari hma- burð en fyrirrennarinn vestfirski, er haföi þann hátt- inn á að krækja aldrei fyrir snjóskafl eða keldu en óð beint af augum eins og Þorgeir Hávarsson." Garri í Tímanum 8. júní Endurnýjuð Ítalía „Kosningamar um helgina vora fyrsta tækifæri kjósenda til að láta álit sitt í ljós eftir að spillingar- máhn byijuðu að hrannast upp. Var enda htið svo á að þær myndu marka upphafið aö nýrri, endurnýj- aðri Ítalíu. Kosningaúrslitin em ákveðin staðfesting á þessari spá. Rétt eins og í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni sneru kjósendur baki við hinu hefðbundna og vom sigurvegarar helgarinnar fyrst og fremst flokk- ar og framboð sem tengdust ekki fortíðinni.“ Leiðari í Mbl. 8. júní Gonzales og Spánn „Spánveijar hafa því enn séð vonum sínum um betri framtíð borgiö í höndum jafnaðarmanna. Gonzales hefur gætt þess á undanfómum ámm< að vera með flokk sinn í stöðugri endumýjun; ekki síst hugmyndalega. Hann hefur kastað fyrir róða göml- um hugmyndum, sem enn loða við suma jafnaðar- mannaflokka Evrópu, um óhófleg ríkisafskipti og beitt sér fyrir opnun landsins á sviði viðskipta." Leiðari í Alþýðublaðinu 8. júni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.