Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 Fréttir Þáttur laimavísitölmmar í lánskjaravísitölunrd: Pólitísk rök en ekki f ræðilega skynsamlegt - segir Snjólfur Ólafsson, dósent í viðskiptafræði „Þegar launavísitalan var tekin inn í lánskjaravísitöluna þá mót- mæltu því margir og sögðu að þessi vísitala væri mjög léleg. Rökin fyrir þessu voru pólitísk en þetta er ekki fræðilega skynsamlegt eða rétt. Launavísitalan er mjög gróft mat á launabreytingum og það er mjög hæpið að nota hana til að bera saman laun hjá mismunandi hópum með einhveijum útreikningum. Og að draga miklar ályktanir út frá vísi- tölunni og fara út í kjaraaðgerðir á grundvelh þess er út í hött,“ segir Snjóifur Ólafsson, dósent í viðskipta- fræði við Háskóla íslands. Að sögn Snjólfs var lánskjaravísi- talan nauðsynleg í lánaviðskiptum þegar verðbólga var mikil og breyti- leg hér á landi. Nú þegar verðbólgan sé orðin mjög lítil sé engin þörf á henni. Hin pólitísku rök séu ekki lengur fyrir hendi. Snjólfur segir núverandi samsetn- ingu lánskjaravisitölunnar hafa lækkað skuldimar miðað við þá gömlu. Ástæðan sé sú að á tímum kjaraskerðingar virki launavísitalan tÚ lækkunar en á þenslutímum virki hún til hækkunar. Meðal annars vegna þess hafi verið ákveðið að taka mið af launum við útreikning á visi- tölvmni árið 1989. „Mér finnst það augljóst að bönk- um og einstakiingum eigi aö vera fijálst að miða við hvaða vísitölu sem þeir vilja, hvort heldur þaö er doll- aragengi, launavísitala, lánskjara- vísitala eða eitthvað annað. Ég fæ ekki séð rökin fyrir því að ríkiö eigi að hafa vit fyrir öllum þeim sem eru að lána einhverjum öðrum.“ En ef launavísitalan er ekki nothæf til að mæla laun er hún þá nothæf tíl að ákvarða verðtryggingu á inn- lendum lánum? „Fólk heldur að vísitalan valdi þvi að það skuldi svo mikið. Það er deUa. Óverðtryggð lán hafa til dæmis verið dýrari en verðtryggð. Á tímum verð- bólgunnar var lánskjaravísitalan mjög æskUegt tæki i lánaviðskiptum. Núna er hún óþörf en skaðlaus. Launavísitalan er reUmuö með þeirri nákvæmni sem menn telja nauðsyn- lega til að nota sem grunn í láns- kjaravísitöluna. Hins vegar er ná- kvæmnin aUt of lítU til að hægt sé að draga ályktanir um hvemig laun einstakra hópa hafa þróast." Saga Reykjavlkur, annað bindi: Mikill fengur íþessaribók - segirborgarstjóri „Það er mikiU fengur í þessari bók fyrir Reykvíkinga og landsmenn áQa,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-- dóttir borgarstjóri þegar hún tók við fyrsta eintaki Sögu Reykjavíkur, 2. bindi, eftir Guðjón Friðriksson sagn- fræðing. Útgáfudagur bókarinnar var á mið- vikudag en Iðunn gefur hana út. í kynningu forlagsins segir að saga höfuðborgarinnar og íbúa hennar sé sögð á alþýðlegan og skemmtilegan hátt, án þess að slakað sé á kröfum um fræðUeg og vönduð vinnubrögð. Sé þetta fyrst og fremst saga fólksins sem byggði bæinn og gerði hann að höfuðborg íslands. „Hún er skrifuð tíl að sýna Reykvíkingum og íslend- ingum nútímans hvemig líf þessa fóUcs og veruleiki var, færa það nær samtímanum og auka skUning okkar á lífi þess og lífskjörum." Fyrsta bindi kom út í árslok 1991. Fyrstu tvö bindin spanna sögu Reykjavíkur 1870-1940 en síðara bindið fjallar einkum um árin eftir 1914. Á annað þúsund mynda prýðir bækumar. Verið er að vinna að þriðja og fjórða bindi Sögu Reykjavíkur sem fjalla nm árin 1940-1990. Höfundur þeirra er Eggert Þór Bemharðsson sagn- fræðingur. Er áætlað aö þriðja bindið komi út nú í árslok en fjórða bindið á næsta ári. Síðasta bindiö af Sögu Reykjavíkur, sem fjaUar um tímabU- ið fyrir 1870, er ritað af Helga Þor- lákssyni. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og höfundur fyrstu tveggja bindanna af Sögu Reykjavíkur og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri skoða annað bindið sem kom út i vikunni. DV-mynd Brynjar Gauti Vestfirðir: Unnið að sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja Siguijón j. Sigurðsson, DV, ísafirði: Þessa dagana stendur yfir könnun á hagkvæmni sameiningar þriggja sjávarútvegsfyrirtækja á ísafirði og í Hnífsdal. Fyrirtækin em íshúsfélag ísfirðinga, Ritur og Bakki í Hnífsdal. Samkvæmt heimUdum DV standa vonir tU að farsæU flötur finnist á málinu áður en Guðbjörg, hið nýja skip Hrannar hf., kemur í september en þá missir íshúsfélag ísfirðinga um 60% af því hráefni sem það hefur haft 1U umráða. Blaðið hefur einnig heimUdir fyrir því að á næsta aðalfúndi Hraðfrysti- hússins Npröurtanga hf. innan skamms á ísafirði verði lögð fram tUlaga um að fyrirtækið veröi sam- einað Frosta hf. í Súðavík. MikU og góð samvinna hefur verið á milli þessara 2ja fyrirtækja, meðal annars varðandi hráefnisöflun, og saman eiga þau Fiskiðjuna Freyju hf. á Suð- ureyri. Ef af sameiningu verður er taUð nær víst að bolfiskvinnslan verði á ísafirði en rækjuvinnslan í Súðavík og gert ráð fyrir að ísfisktogarinn Bessi sinni bolfiskveiðunum ásamt ísfisktogaranum Guðbjarti sem að hluta mun einnig stunda rækjuveið- ar. Þá mun vera gert ráð fyrir að Kofri og Hálfdán í Búð verði á rækju en að Orri og Haffari verði úreltir. Vestflarðanefhdin: Eyjólfurformaður Samkvæmt heinúldum DV verður Eyjólfur Sveinsson, aöstoðarmaður forsætisráðherra, skipaður af hálfu forsætisráðuneytísins til setu í „Vest- fjarðanefndinni" sem á að gera tUlög- ur um skiptingu þeirra 300 milljóna sem vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki eiga að fá í formi vílgandi lána. Eyjólfur mun verða formaður nefndarinnar en fyrir hggur að Byggðastofnun hefur tilnefnt Ægi Hafberg, sparisjóðsstjóra á Flateyri, í nefndina. Lögmaður Ólafs Gunnarssonar: Krefst skaðabóta fyrir skjólstæðing „Það er alveg ljóst að þama er um að ræða mistök hins opinbera. Hvaða aðili þaö er sem ber sökina er ekki ljóst en það að þessi maður skuh hafa verið 1 samneyti við aðra fanga er óafsakanlegt miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir varðandi hann þegar árásin var gerð. Það er alveg ljóst að ég mun gera kröfu um skaðabætur vegna þessa,“ segir Jón Magnússon, lög- maður Ólafs Gunnarsson, gæslu- varðhaldsfanga í Síðumúlafang- elsi, sem ráðist var á í fyrradag. Ólafur liggur enn á Borgarspítal- anum en eins og greint var frá í DV höfuðkúpubrotnaði hann, auk þess sem hann beinbrotnaði í and- htí og meiddist á auga þegar Bem- ard Granodier, Frakkinn sem grunaður er um íkveikjuna í safh- aðarheimih Baháía í Mjóddinni, réðst fyrirvaralaust á hann. Jón vildi ekki greina frá hvaða upplýsingar um er að ræða en sam- kvæmt heimildum DV lá geðheh- brigðisrannsókn á Granodier fyrir 20. júní. Samkvæmt henni er Granodier talinn veikur á geði. í ljósi þessa fór útlendingaeftirhtið daginn fyrir árásina til hans og greindi honum frá því að honum yrði vísað úr landi og kynnti hon- um kærurétt sinn. Engar skýringar á ástæðu árásar Granodiers hggja fyrir og hefur hann neitað að tala við yfirheyrslur RLR. í fyrradag var hann úrskurð- aður í mánaöar gæsluvarðhald af héraðsdómi. Jón telur ljóst aö fangelsismála- stofnun taki ákvörðun um hver skuh vera í stífri einangrunar- gæslu og hver ekki. „Það er hins vegar spuming hvaða upplýsingar fangelsismálastofnun fær. Lágu þessar upplýsingar fyrir í fangels- ismálastofnun eða ekki? Það veit sinn ég ekki um,“ segir Jón. Jón segir einnig að hann muni gera kröfu um bætur á hendur Rik- isútvarpinu og Morgunblaðinu vegna fréttar í umræddum fjöl- miðlum um bréf sem fannst í fómm sambýhskonu Ólafs og lekið var í Morgunblaðið. „Ég tel meðferð á skjólstæðingi minum alveg fráleita. Það er búið að biðja um það í lengri tima að hann verði fluttur og það er ljóst að hann ætlar ekki að áfrýja dóm- inum. Hann er búinn að vera þama í tæpt ár í þessu gjörsamlega óhæfa geymslusvæði,“ segir Jón og vitnar hér í skýrslu Evrópuráðsins til rík- isstjómarinnar um fangelsismál. í skýrslunni kom fram að Síðu- múlafangelsið væri einfaldlega notað sem geymsluskemma fyrir fanga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.