Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1994 5 Fréttir Fær ekki nafnið Amold viðurkennt eftir tveggja ára stapp: Tómt rugl sem ég er hætt að taka mark á „Mér finnast rök mannanafna- nefndar breytast eftír því hvaöa rök maður setur sjálfur fram. Túlkun nefndarinnar á lögunum er ein einn daginn og önnur þann næsta. Ég er búin aö fara í gegnum bréfaskriftím- ar við nefndina og niöurstaöan er aö þetta er tómt rugl sem ég er hætt að taka mark á. Drengurinn heitir Am- old, punktur og basta. Ég bara rétt vona að þeir fari ekki að kóróna allt - segir móðir drengs um vinnubrögð mannanafnanefndar saman meö því að sekta mig um háifa miiljón vegna málsins," sagði Aðal- heiður Daníelsdóttir í samtah við DV. Sonur Aðalheiðar og Halldórs Ósk- ars Arnoldssonar er skírður í höfð- uðið á dönskum fóðurafa sínum sem búið hefur hér á landi frá 1947. Drengurinn var skírður fyrir tveim- ur árum og síðan hafa foreldrar hans staðið í stappi að fá nafniö skráð í kirkjubækur og þjóðskrá. Sam- kvæmt lögum er hægt að beita dag- sektum séu börn ekki nefnd eða skírð innan tiltekins tíma og nöfn þeirra skráð í þjóðskrá. Samkvæmt þessu er sekt Aðalheiðar og manns hennar komin í um hálfa milljón króna. Að- alheiður hefur ekki verið rukkuö um sektína og segist varla trúa að þessu sektarákvæði verði framfylgt. „Presturinn sem skírði drenginn sagði okkur að nafnið Amold væri ekki á mannanafnaskrá en það væri líklega bara formsatriði að sækja um nafnið og fá það samþykkt. En okkur var synjaö og hefur verið synjaö þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir. Máhð verður æ flóknara. Reglurnar krefjast þess að nafn sé íslenskt að uppruna en það er mjög teygjanlegt. Þá á að nafnið að vera búið að ávinna sér hefð og sem er líka mjög teygjan- legt atriöi og alveg háö túlkun nefnd- arinnar. Nefndin hefur miðað við árið 1840, að þrír íslendingar hafi þá borið nafnið. Hins vegar er eitt naifn viðurkennt, Norbert, sem ég veit ekki til að hafi verið notað nema á einn einstakling og það ekki fyrr en um 1990. Þetta með hefðina er því mótsagnakennt. Það er margt skrítíð með þessi íslensku mannanöfn en nöfn eins og Walter og Fritz eru leyfi- leg meöan Arnold er bannað.“ Landsmót hestamanna: M jög góð útkoma kynbótahrossa 160 milljónir í gasstöð íslenskir aðalverktakar eru að hefja framkvæmdir við gasstöð í Straumsvík sem þeir munu sjálfir eiga. Stefnt er að því að klára verk- ið í haust. Ekki er enn ákveöið hver sér um reksturinn en annað- hvort munu olíufélögin þrjú sjá um hann í sameiningu eða þá aðal- verktakar sjálfir. Kostnaðurinn við byggingu stöðvarinnar er 160 mhlj- ónir króna. Að sögn Stefáns Friðfinnsonar, forstjóra íslenskra aðalverktaka, kosta framkvæmdimar sjálfar ekki mikið, helsti kostnaðurinn hggi í tönkunum sjálfum. Hann sagði að olíufélögin hefðu ekki tekið ákvörðun um reksturinn en sagði að aðalverktakar væru tilbúnir að sjá um reksturinn. 3M starfsmenn kæmu til með að vinna við stöðina. Flest topphrossin á Landsmótinu stóðu fyrir sínu og fimm fengu tíu fyrir eitthvert hæfileikaatriðanna. Rauðhetta frá Kirkjubæ og Mjölnir frá Sandhólaferju fengu 10,0 fyrir tölt, Svartur frá Unalæk og Bokki frá Akureyri fengu 10,0 fyrir skeið og Gustur frá Hóh 10,0 fyrir vilja. í fimm flokkum af sex stóð það hross sem kom inn með hæstu ein- kunn efst. í flokki stóðhesta sex vetra og eldri kemur inn efstur Gustur frá Hóh og stendur efstur með 8,54 í aðaleinkunn, Svartur frá Unalæk kemur næstur með 8,51, þá Oddur frá Selfossi með 8,46, Reykur frá Hoftúnum með 8,42 og Geysir frá Gerðum með 8,39. Jór frá Kjartansstöðum er enn efst- ur í fimm vetra flokknum með 8,30 í aðaleinkunn, Kolskeggur frá Kjam- holtum I er með 8,29, Galdur frá Laugarvatni 8,27, Kjarkur frá Eghs- stöðum 8,21 og Fáni frá Hafsteins- stöðum 8,19. Galsi frá Sauðárkróki hækkaði veruiega í fjögurra vetra flokknum. Hann fer úr 8,04 í 8,22 og stendur efstur. Gandur frá Skjálg er með 8,11, Víkingur frá Voðmúlastöðum er með 8,09, Elri frá Heiði 8,09 og Andvari firá Ey I er með 8,05. Merargullið Rauðhetta frá Merargullið Rauðhetta trá Kirkjubæ heldur sínum einkunnum og er með hæstu aðaleinkunn kynbótahrossa á landsmótinu. Knapi er Þórður Þorgeirs- son. DV-mynd E.J. Kirkjubæ hélt sinni aðaleinkunn, 8,79, og er langefst í flokki elstu hryssnanna. Hrafndís frá Reykjavík kemur næst með 8,42, ísold frá Keldudal er með 8,29, Vaka frá Arn- arhóli 8,26 og Katla frá Dallandi 8,25. Röst frá Kópavogi er efst í fimm vetra flokknum en Eva frá Kirkjubæ og Hvönn frá Gýgjarhóh sækja að henni með 8,13. Engilráð frá Kjarri er með 8,08 og Hera frá Prestbakka 8,07. Snælda frá Bakka heldur efsta sæt- inu í fjögurra vetra flokknum með 8,15 í aðaleinkunn. Prinsessa frá Úlf- ljótsvatni hækkaði verulega og er með 8,08, Hekla frá Oddhóh 7,96, Glás frá Votmúla 7,95 og Þoka frá Gríms- húsum 7,91. í dag, fóstudag, eru yfirhtssýiúngar ahra hrossa sem geta hugsanlega hækkað en ekkert hross getur lækk- að. -E-J- p GuííniJfcmimD ' Laugavegi 178 Kvöldverdartilboð vikuna 30/6-8/ 7 Frönsk lauksúpa * Döölufyllt grísasneið með grænmeti og apríkósusósu * Ostakaka með völdum berjum Kr. 1.950 Borðapantanir í síma 88 99 67 Ertu meö of næmi ? __Teldanex® er lyf gegn ofnæmi sem selt er án lyfseöils (apótekum. Upplýsingabæklingurinn „Er ég meö ofnæmi eöa kvef?" liggur frammi í apótekum. í bæklingnum eru nánari upplýsingar um notkun Teldanex®. Teldanex* (lerfenadin) er lyf sem noiaö er oeon ofnæmi Skanuntan Teldanex*Töflur 120 mg: FuWorönir og böm eldri en 12 ár« Eln tafla aö morgnt. Lyfift er ekki ætlaft bðmum yngri en 12ára. Teklanex* Töflur 60 mg FuUorftnir og böm oldri en 12 árn: Ein tafla kvölds og morguns oöa tveer töflur aft morgni. Börn 6-12 ára: Háif tafla kvölds og morguns. Lyflö er ekkl ætlaft bömum yngri en 6 öra Varúfti Bamshalandl konum og konum meft böm á brjóstl er etnurtgis ráftlagt aft nota lyftft I samráfti viö laokni. Munlft: Lesift vandlega leiftbeininger á pakkningunnl. Takift hvorki etærri skommia at iyfmu en raöiagt er. nó önnur lyf aamtimis án ssmráfts vift tyfjafræfting efta laaknl. Þeir aem oru meft h|artaajúkdöma eiga ekki aft nota iyfift, Aukaverkenlr: Hötuftverkur, svimi og ögtefti. Tfönl 0,1-1% Pakknlngar sam tftst ftn lyfsaöllai Töflur 120 mg: lOetk.. Töfhjr 60 mg: 20 atk. Umboft og draiflng: Pharmaco hf. TELDANEX ASTRA A.l_Ll_J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.