Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 12
Spumingin Hvað finnst þér um reyk- ingar? Böðvar Eggertsson: Það á að leggja þær niður. Sigurður Ragnarsson: Mér finnst þær mjög slæmar, þara hörmulegar. Hilmar Hilmarsson: StórhættulegcU-. Arnar Stefánsson: (reykir ekki) Mér flnnst reykingar yndislegar. Góður smók jafnast á við gott kynlíf. Anna Bjarnadóttir: Ömurlegar. Lesendur Skeyti og blóm berast ekki til viðtakanda erlendis á laugardegi: Hvers vegna er það? Kona i Reykjavík hringdi: Mig langar til þess að koma fyrir- spumum á framfæri. Annars vegar til Pósts og síma og hins vegar til þeirra er sjá um blómasendingar til útlanda. Þannig er að ég ætlaði aö senda skeyti til útlanda á dögunum. Þetta var á laugardegi og mér var sagt að viðkomandi myndi ekki fá það sent fyrr en á mánudegi. Sama svar fékk ég þegar ég ætlaði að senda blóm sama dag. Þetta finnst mér ekki viðunandi þjónusta og langar að fá skýringar á því hvemig á þessu standi. Reynt að hringja Rafn Baldursson, hjá ritsíma Pósts og síma, segir að eðhlegar skýringar liggi hér að baki. Skeyti séu i mjög mörgum löndum borin út af póst- þjónustunni og þar sé einfaldlega lokað um helgar. Oftast sé reynt í viðkomandi landi að hringja í þann sem á að fá skeytiö en svari hann ekki fái sá hinn sami það bara sent meö póstinum. „Þetta er nákvæmlega það sama og fólk hér víða um landið þarf að búa við. Á þeim stöðum þar sem ekki em sk. strandstöðvar eru símstöðv- amar lokaðar á kvöldin og um helg- ar,“ segir Rafn. Blóm á skrifstofutíma Hjá Blómavali fengust þær upplýs- ingar aö aðeins væri hægt að senda blóm til útlanda á skrifstofutíma á virkum dögum og að höfuðstöðvar Interflora, alþjóðlegs aðila sem sér um þessa þjónustu, væru einnig bara opnar á skrifstofutíma. Blómaval og Blómalist eru einu fyrirtækin á land- inu sem tengjast Interflora. Jóna Ágústsdóttir: Mér finnst að það ætti að banna þær. Stöðvar2málin: Étir þú ekki mig, núþáétégþig Enn um svívirðu bankanna Guðni Jón skrifar: Mér er skemmt og hefur verið um allnokkurt skeið. Eg hef nefnilega, líkt og aðrir landsmenn, verið að fylgjast með skrípaleiknum á Stöð 2. Meirihluti þetta og minnihluti hitt. Þetta er eins og litlir strákar sem eru að rífast um fótbolta. Gera þessir menn sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar svona róstur geta haft innan fyrirtækis? Sjónvarpsstjórinn orðaði þetta mjög vel þegar hann sagði að hægt væri aö líkja þessu við forræðisdeilu foreldra. Sá skaðaðist mest sem síst skyldi. Barnið, í þessu tilfelh Stöð 2, gæti hlotið varanlegan skaða þegar til lengri tíma er litið. Nú hefur mikið verið fjallað um mál Siguijóns Sighvatssonar og hann sagður hafa haft í frammi sví- virðilega framkomu og óheiðarleika. Það finnst mér nokkuð ósanngjam málílutningur, þótt ég þekki málið ekki nákvæmlega, og bendi á aö lög- mál frumskógarins eru þarna í spili eins og víöast annars staðar þar sem peningar og völd koma við sögu. Étir þú ekki mig, nú þá ét ég þig. Flókn- ara er þetta nú ekki og í raun brand- ari að heyra í mönnum sem mataö hafa krókinn þarna innanborðs en þurfa nú frá að víkja vegna nýs meirihluta og nýrra hugmynda. Von- andi geta þessir sömu menn þó kom- ið sér fyrir viö kjötkatlana einhvers staðar annars staðar á nýjan leik. Nú er frá því sagt að „minnihlut- Stefanía skrifar: Umræðan um bankana okkar hef- ur ekki verið mjög jákvæð upp á síðkastið og er það kannski engin furða eins og þeir vaða yfir fólk með frekju og yfirgangi og halda að þeir geti leyft sér hvað sem er. Mér finnst satt best aö segja með ólíkindum ef við landsmenn ætlum að láta þetta yfir okkur ganga. Ég veit aö það þarf mjög mikið til þess að hreyfa við okkur; við spáum sjaldnast í það hvort hlutimir eigi að vera svona eða hinsegin; við tökum því venjulega sem að höndum ber. Á dögunum var maður í viðtah á Rás 2, ég man því miður ekki hvað hann heitir, sem var að hvetja til þess að fólk hreinlega hætti við að leggja launin sín inn í banka um Bréfritari vill vara forsvarsmenn Stöðvar 2 við erlendri eignaraðild að fyrir- tækinu. - Frá aðalfundi íslenska útvarpsfélagsins 1994. inn“ hyggist selja sinn Iilut því hann geti alls ekki hugsað sér að vinna með „meirihlutanum". Og hverjir eru kaupendumir aðrir en útlend- ingar? Er það æskilegt með hag fyrir- tækisins að leiðarljósi? Er æskilegt aö útlendingar taki yfir þessa annars ágætu sjónvarpsstöð? Hafa menn hugsaö þá hugsun til enda? Hvort sem um er að ræða Canal + eða einhvem annan erlendan aðila tel ég hagsmuni Stöðvar 2 vera í hættu. Fjöldinn allur hefur gefist upp á áskrift aö efni stöðvarinnar vegna þess hversu lítil, nánast engin, inn- lend dagskrárgerð er. Fólk hefur gagnrýnt aö um sé að ræða hálfgerða videoleigu og það sem verra er - að efnið þar sé fremur lélegt. Mín skilaboð til forsvarsmanna Stöðvar 2 eru þau að fara varlega í það að hleypa erlendum aðilum til valda. Það er óheillaþróun. mánaöamót. Er það svo galin hug- mynd? Við emm flest óánægð og all- ir vita að bankamir lentu í miklum vandræðum ef fólk tæki út unnvörp- um. Sterkara vopn eigum viö ekki til, kæm landsmenn. Því ekki að beita þvi. Það verður aö tjalda því sem til er í þessari baráttu. Látum nú á okkur reyna, sýnum samstöðu og knýjum bankana til þess að láta af þessum miklu þjón- ustugjöldum. Þeir reyna eflaust að þegja málið í hel en við getum ekki látið þá komast upp með þetta. Hér snýst máhð um það hver er hvar og fyrir hvern. Erum við fyrir bankana eða þeir fyrir okkur? „Erum við fyrir bankana eða þeir fyrir okkur,“ spyr Stefanía. Hringiðí síma milli kl. 14 og 16 -eða skrifiö Nafn or símanr. verður aó fylgja bréfum FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 Beiðogbeið ogbeið Þolinmóð hringdi: Ég held að ég verði aö teljast fremur þohnmóð kona en fyrir kemur að ég gefst upp og fæ nóg. Eitt slíkt skipti var þegar ég var að reyna að ná í Flugleiðir í sfm- ann og ætlaði að spyrja um komutíma flugvélar. Hver kann- ast ekki við að þurfa að hanga með tólið á eyranu mínútum saman og reglulega kemur ein- hver símsvari og segir manni aö bíða, símtöl verði afgreidd í réttri röð? Þessi rétta röð hlýtur aö hafa verið orðin ansi löng þegar ég þurfti aö bíða í 45 minútur í símanum einn daginn. Og ég spyr: Er þetta eölileg þjónusta? Er það viðunandi að fólk skuh vera látið bíða svona?. Mér finnst þetta ekki hægt. HávrÁtt naiieiij Hilmar! Ámi Geir hringdi: Þann 17. júní var sýnd mynd í sjónvarpinu um Jón forseta og nokkrum dögum síðar birtist grein hér á lesendasíðu þar sem Freysteinn er að svara einhverj- um Hilmari sem var eitthvað aö gagnrýna myndina. Ég sá ekki þessa gagnrýni Hilmars en finnst hann hafa hárrétt fyrir sér um að sögumanninum hafi verið of- aukiö, eða hann í það minnsta haft sig of mikið í frammi. Frey- steinn er ekki sammála okkur Hilmari en hann verður bara að búa við þaö. Mér fannst myndin að Öðru leyti leiðinleg. Forræðis- deilur Knstín hringdi: í mörg ár hefur verið skrifaö um forræðisdeilu Sophiu Hansen og hennar fyrverandi eigin- manns. Þjóðin hefur staðið á önd- inni yfn- óheiöarleik mannsins og vonsku. Nú er verið að skrifa um annað svona mál á íslandi og ég vil bara vara við því að við fáum á okkur einhvern stimpil fyrir þaö að meina útlendingum að- gang að bömum sínum á þeim forsendum einum að þeir eru út- lendíngar. Við höfum gagnrýnt tyrknesk yfirvöld og veröum því að gæta okkar sjálf. Misréttið óþolandi Baldur Sigurðsson hringdi: Ég vil fá aö taka undir það sem hann Ögmundur Jónasson segir í Tímanum í vikunni að það er óþolandi ef auka á launamisréttið í landinu. Almenningur í landinu getur ekki setið hjá ef topparnir hækka alltaf í launum en við stöndum í stað. Við sem emm í leiguhúsnæði verðum að sjá okk- ur farborða eins og aðrir og erum farin að bíða eftir niðurstöðum í máh um húsaleigubætur. Hvað gerist nú þegar Jóhanna er hætt að pressa á Ihaldið? Yndisleg dýr Kattavinur hringdi: Ég varð alveg orðlaus þegar ég las hér á síðunrn bréf ffá Sveini þar sem helst var á honum að skflja að hann vildi gefa veiði- leyfi á ketti. Hvers konar hugsun- arháttur er þetta? Fjöldinn ahur af fólki á þessi dýr fyrir sína bestu vini. Kettir eru ekkert verrí en önnur dýr með það að þeir skíta úti í náttúrunni. Á kannski að banna fuglum aö skfta í sand- kassa eða á bara að gefa veiði- leyfi á þá líka?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.