Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 32
s Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift : - Dreífing: Sími 632700 Kona lést í bílveltu Kona á miöjum aldri beið bana í morgun þegar bifreiö, sem hún ók, valt út af Þjórsárdalsvegi skammt sunnan Ámess. Konan kastaðist út úr bílnum þegar hann valt og út í á. Hún var látin þegar að var komið á sjöunda tímanum í morgun og talið víst að hún hefði verið látin um stund. Hundur, sem var í bílnum, reyndist á lífi. Miöasalan á HM í handbolta: Spenntur að fara í gang - segirHalldór Jóhannsson „Ég er mjög ánægöur með að þetta ' er í höfn og spenntur að fara í gang,“ sagði Halldór Jóhannsson á Akur- eyri er DV ræddi við hann í morgun. Halldór, sem er landslagsarkitekt og annar eigandi ferðaskrifstofunnar Ratvís, hefur fengið umboð til að sjá um alla aðgöngumiðasölu vegna heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik sem fram fer hér á landi á næsta ári. Halldór segir aö nú strax muni 20% aðgöngumiða á alla leiki keppninnar fara í forsölu hér innanlands. „í öðru . lagi mun sérstakur klúbbur innan HSÍ hafa forgöngu varðandi miða á leiki íslands í keppninni. Þriðja mál- ið er svo sala erlendis en geysilegur áhugi er á miðum í mörgum lönd- um,“ segir Halldór. -sjánánarábls. 16 Frjálst,óháð dagblað JULi 1994 FOSTUDAGUR 1. Menningarsjóður útvarpsstöðva skuldar Sinfóníuhljómsveit íslands um 100 miHjónir króna. Viðræður hafa ekki farið fram um hvernig skuli gengið frá þeirri skuld en í dag bendir flest til aö ekkert fé verði eftir tyrirþá kvikmyndagerð- armenn sem um síðustu helgi gafst kostur á að sækja um styrki úr sjóðnum. Samkvæmt heimildum DV hefur Sinfónían reyndar fengið megniö af þessum lögboðnu fjár- veitingum frá ríkinu þannig að í reynd skuldar sjóðurinn ríkinu. Það er síðan háö vilja ráðherra fjár- mála og menntamála hvemig sam- ið veröur um þessar greiðslur og þá hversu mlkið, ef nokkuð, verður til skiptanna fyrir þá er sinna gerð heimildarkvikmynda. Á fundi stjómar menningarsjóös- ins í gær skýrðust línur ekkert frekar varðandi styrki til kvik- myndagerðarmanna. Höfundar heimildarmynda líta svo á að Kvik- myndasjóður hafi með síðustu styrkveitingum almennt vísað heimildarmyndaverkeínum yfir á menningarsjóöinn og hafa því horft vónaraugum á Qárstyrki úr hon- um. Auglýsing um styrki úr sjóðn- um er fimm mánuðum á eftir áætl- un en venjulega hefur verið auglýst eftir umsóknum í febrúar og út- hlutað úr sjóðnum í mars. Ofan á bætist að væntanlega verður að- eins ein útlúutun úr sjóðnum í ár í stað tveggja áður. Staöa mála kemur því illa við kvikmyndagerð- armenn sem skipulagt hafa kvik- myndatökur í sumar. Þegar stjóm Menningarsjóös út- varpsstöðva sýndi loks lífsmark á dögunum með auglýsingu eftir umsóknum um styrki hafði hún verið óstarfhæf i meira en ár. Ein- ungis formaðurinn, Ólafur Steph- ensen, var í nefhdinni. Guðni Guð- mundsson, fulltrúi Rikisútvarps- ins, og Björg Einarsdóttir, fulltrúi einkareknu útvarpsstöðvanna, hættu í sjóðnum í maí á síöasta ári. Einkareknu stöðvamar, og mejmtamálaráðherra, drógu mjög á langinn að skipa nýja fulltrúa. Fór þó svo að lokum aö Dögg Páls- dóttir deildarstjóri var skipuö af hálfu Ríkisútvarpsins og Guðlaug- ur Þór Þórðarson, formaöur Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, af hálfu einkareknu stöðvanna. Sjálfsikveikja í Áshúsi Talið er víst að sjálfsíkveikja hafi valdið brunanum í Áshúsi í Byggða- safninu í Glaumbæ í Skagafirði í gærmorgun. í fyrstu var talið liklegt að eldurinn hefði kviknað út frá raf- magni en eftir að rannsókn hefur farið fram er talið að eldurinn hafi kviknað í olíuvættum tuskum og lími í ruslapoka sem stóð á stigapalli hússins. Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri byggðasafnsins, segir að margar milljónir króna hafi verið lagðar í endurbyggingu hússins og verulegur hluti þess fjár sé farinn forgörðum. Ákvörðun um endurbyggingu verð- ur tekin á fundi á mánudag. Drangeyog SkaftiíSmuguna Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkrókú Reiknað er með að togaramir Drangey og Skafti haldi til veiða í Smugunni á næstu dögum en veiði hefur venjulega verið góð á þeim slóðum á þessum árstíma. Skipin komu til heimahafnar á Sauðárkróki fyrir nokkru af Svalbarðasvæðinu. Leið þeirra í Smuguna liggur um Svalbarðasvæðið og Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar, segist reikna með að skipin taki hol á leiðinni í og úr Smugunni. „Við verðum að reyna að skapa okkur samningsstöðu og þrýsta á um samninga," sagði Einar. Lögðu bílaparta' söluírúst Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Guðjón Þórarinsson við einn skemmda bilinn. DV-mynd Ægir Már „Þaö komu hingaö unglingar og vildu selja mér talstöðvar, dýr hljóm- flutningstæki og ýmislegt fleira. Ég vildi ekki kaupa af þeim því ég taldi þá með þýfi. Þeir hefndu sín á mér um nóttina og skemmdu alla bíla sem voru í portinu. Hafa eflaust veriö nær alla nóttina að þessu eftir skemmdunum að dæma. Rústuðu bílana, brutu í þeim allar rúður sem sumar hverjar eru mjög dýrar,“ sagði Guðjón Þórarinsson, hjá Bíla- partasölu BG í Keflavíkurhverfi Suð- urnesjabæjar. Tahð er að unglingspiltar hafi verið þarna að verki. Höfðu þeir með sér stiga til aö komast yfir 3ja metra háa girðingu og eyðilögðu og brutu rúöur í 50 bílum sem voru þarna í geymslu eða í eigu bílapartasölunnar. Þetta er í fjórða sinn á einu ári sem farið er inn á svæðið og um 200 bílar hafa verið skemmdir og eyðilagðir. Oftast hliðar- og afturrúður sem eru brotnar. Tjónið nemur mörg hundr- uð þúsundum króna. „Éina ráðið til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig er að hafa góð- an varöhund í portinu. Ég er þegar farinn að leita og vonast til að fá einn fijótlega," sagði Guðjón. LOKI Er ekki kominn tími til að gera heimildarkvikmynd um Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva? Veðriöámorgun: Hiti 9 til 18 stig Fremur hæg suðlæg átt. Skýjað og sums staðar dálítil súld suð- austan til. Vestanlands verður skýjað með köflum en léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 9 til 18 stig, hlýjast norð- austanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Ertu búinn að panta? -28- dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssimi 690200 i i í í i i i i i i i i i i i i i i á TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.