Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 25 Ijomr ur handhafa forgang aö miðum á leiki íslands á HM. Ljóst er að færri fá miða en vilja á leiki íslands í keppninni og líklega einnig á þá leika þar sem Norður- landaþjóðimar og Þjóðveijar keppa. Laugardalshöllin tekur aðeins 3.400 áhorfendur og hin húsin; á Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi, mun færri. í ljósi þessa verða engir barnamiðar seldir á leiki í keppninni en markaös- verð mun ráða ferðinni. Halldór vildi ekki spá fyrir um miðaverðiö á sjálf- an úrslitaleik keppninnar. Mjólkurbikarinn: TólfhjáVal Magnús Jónasson, DV, Austurlandi: Valsmenn unnu stærsta sigur 32- hða úrshta Mjólkurbikarkeppninnar er þeir lögðu Neista, 0-12, á Djúpa- vogi. Staðan í leikhléi var 0-3. í síðari háhleik lifnaði heldur betur yfir Valsmönnum og þeir bættu við níu mörkum. Sigurbjöm Hreiðars- son var á skotskónum hjá Valsmönn- um og gerði hann fjögur mörk. Stein- ar Adolfsson gerði þrennu og þeir Ágúst Gylfason, Guðmundur Gísla- son, Davíð Garðarsson, Guðni Bergs- son og Hörður Már Magnússon gerðu eitt mark hver. hægri, fagnar Nasko Sirakov sem skoraði Símamynd Reuter lentínu lusher í 16-liða úrslitin á HM ðlaus her gegn hði Búlgaríu í nótt. Búlgar- l að leika í 16-liða úrshtum á HM. af leikvelh í upphafi síðari hálfleiks náðu i sigri Búlgara sem vom mun betri aðilinn anig í 16-hða úrshtin í nótt með því að sigra ría eða Búlgaría hefðu tapað í nótt hefðu átu eftir með sárt ennið. ■ lyfjaati aldrei hafa æft eins mikið og fyrir þessa m i grát en sagðist hafa lofaö konu sinni ivarpinu. íþróttir Maradona orðinn skúrkur og svindlari í augum Argentínumanna: Búinn að vera - 5 ólögleg lyf fundust í þvagi Maradona sem leikur ekki fótbolta framar Diego Maradona, sem ámm sam- an hefllaði landa sína og knatt- spyrnuunnendur víða um heim með snflldartöktum á knattspymu- vellinum, er nú orðinn skúrkur og svindlari í heimalandi sínu. Arg- entínumenn virðast ekki fyrirgefa honum það að hafa faflið á lyfja- prófi í Bandaríkjunum og í gær safnaðist almenningur í Argentínu á torg og hrópaði ókvæðisorð að þessu fyrrum átrúnaöargoði sínu. Alþjóðaknattspymusambandiö, FIFA, hefur komist dæmalaust klaufalega frá þessu máh. í kjölfar lyfjaprófsins á Maradona hefur komið í ljós að engar reglur em til hjá sambandinu varðandi lyfjamál. Framkvæmdanefnd HM dæmdi Maradona hins vegar í tímabundið keppnisbann í gær og aganefnd FIFA mun dæma í máli Maradona eftir að HM lýkur. Fimm tegundir lyfja fundust Maradona hefur greinilega ekki verið við eina fjölina fehdur í lyfja- málunum frekar en á knattspymu- velhnum. Við rannsókn þvagsýnis úr Maradona fundust fimm teg- undir lyfja. Um er að ræða örvandi lyf sem hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið, auka einbeitingu þeirra sem þau taka og flýta fyrir því aö fólk léttist. Maradona mont- aði sig einmitt af því í Bandaríkjun- um fyrir keppnina að hafa lést um 12 kíló síðasta mánuðinn fyrir HM. „Stoltið er sært“ Orð sem í gær vom höfð eftir al- menningi í Argentínu segja margt um viðbrögðin þar í landi: „Stolt mitt er verulega sært og það sama má segja um alla argentínsku þjóð- ina. Þetta verður Maradona ekki fyrirgefið." Knattspymuþjálfarar og þekktir leikmenn kepptust í gær við að lýsa yfir vonbrigðum sínum með afdrif Maradona. Ljóst er að knattspym- an hefur orðið fyrir miklu áfalh. Argentínumenn sluppu vel Argentínumenn ráku Maradona úr landshðshóp sínum í gær og kom það fáum á óvart. Það sem kom mörgum á óvart var hins vegar það að hð Argentínumanna slapp al- gerlega með skrekkinn. Áttu marg- ir von á því að stigin sem hðið hafði fyrir leikinn í gærkvöldi gegn Búlg- aríu yrðu dæmd af hðinu og að auki fengi það afar slæma marka- tölu. Við árangri Argentínumanna undir stjórn Maradona var hins vegar ekki hreyft. Hann hefur verið potturinn og pannan í leik liðsins, skorað mark og búið hin til fyrir félaga sína. Þessa hluti gerði hann undir áhrifum ólögleglegra lyfja og það kom mörgum á óvart í gær að FIFA og framkvæmdanefnd HM skyldu láta þaö óátahð. í fijálsum íþróttm og fleiri íþróttagreinum gilda ákveðnar og strangar reglur ef fólk fellur á lyfja- prófi. Ef frjálsíþróttamaður fellur á lyfjaprófi eru öll met, sem viðkom- andi hefur sett á löngu tímabfli þar á undan, felld úr gildi. Ef þessar eðlilegu reglur hefðu gflt hjá FIFA væru Argentínumenn varla á leið- inni í 16-liða úrshtakeppni þeirra bestu í Bandaríkjunum. EMísnóker: Jóhannes R. Jóhannesson tryggði sér í gær sæti í undanúr- shtum Evrópumeistaramótsíns í snóker, sem fram fer í Ungverja- landi. Jóhannes sigraði John Fa- rell frá írlandi 5-1 í gær og mætir Belganum Stefan var der Borght ídag. Diego Maradona getur varla liðið vel þessa dagana en getur engum nema sjálfum sér um kennt hvern- ig komið er. Þetta átrúnaðargoð Argentínumanna er nú i litlu áliti í heimalandi sínu og ferillinn er á enda runninn. D-RIÐILL Argentína (0) 0 Búlgaría (0) 2 0-1 Hristo Stoichkov (61.) 0-2 Nasko Sirakov (90.) Nígería (1) 2 Grikkland (0) 0 1-0 Finidi George (45.) Daniel Amokachie (90.) Lokastaðan: Nigería.......3 2 0 1 6-2 6 Búlgaria.....3 2 0 1 6-3 6 Argentína.....3 2 0 1 6-3 6 Grikkland.....3 0 0 3 0-10 0 16-liða úrslit 2. júlí Þýskaland-Belgía og Spánn-Sviss. 3. júh S-Arabía-Svíþjóð og Rúmenía- Argentína. 4. júlí Holland-írland og Brasilía- Bandaríkin. 5. júlí Nígería-Ítalía og Mexikó-Búlgaría Markahæstir Oleg Salenko, Rússlandi...6 Jiirgen Klinsmann, Þýskaiandi....4 Gabríel Batistuta, Argentínu.3 Martin Dahlin, Svíþjóð......3 Romario, Brasii í u.........3 Stoichkov, Búlgaríu.........3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.