Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 9 Utlönd Ruðningskappinn O. J. Simpson: Keypti sér hníf rétt fyrir morðin Simpson ásamt lögfræðingi sínum, Shapiro, við vitnaleiðslurnar i gær. Simamynd Reuter Búðareigandi í Los Angeles sagði við vitnaleiðslur í máli ruðningshetj- unnar O.J. Simpson í gær að hann heföi selt Simpson hníf sex vikum fyrir morðin á Nicole Brown, fyrrum eiginkonu hans, og vini hennar, Ron Goldman. Þá kom einnig fram aö Simpson hefði látið brýna hnífinn sérstaklega vel. Hnífsbútur fannst í ruslagámi flug- vélar í Chicago og er verið að rann- saka hvort hann tengist máli Simp- sons, að sögn útvarpsstöðvar í Chicago. Búðareigandinn og sölumaður í búðinni sögðu að Simpson hefði komið inn í búðina á meðan hlé var gert á tökum á sjónvarpsmynd sem hann var að leika í og hann hefði veitt hnífnum sem hékk á vegg sér- staka athygli. Hann keypti hnífinn á um 5.600 krónur en hann er nokkurs konar safngripur með um 15 cm hnífsblaði sem er álíka hnífur og lög- reglan telur að fómarlömbin hafi verið stungin með. Búðareigandinn og sölumaðurinn voru fyrstu vitnin sem voru kölluð til í vitnaleiðslunum í máli Simpsons sem hófust í gær en þeim var sjón- varpað um gjörvöll Bandaríkin. Aðr- ar upplýsingar, sem staðfestar voru í málinu, voru að karlmannshanski með blóðblettum á hefði fundist á lóð Simpsons en það er sams konar hanski og fannst á morðstaðnum. Þá kom einnig fram aö blóðblettur hefði fundist á handfanginu á bil Simp- sons. Að vitnaleiðslunum loknum, sem talið er að taki um tvær vikur, verð- ur ákveðið hvort nægar sannanir séu fyrir hendi til að hefja réttarhöld yfir ruðningshetjunni. Simpson þótti mjög athugull við vitnaleiðslurnar og brosti þegar lög- fræðingur hans kom með punkta honum til stuönings og skrifaði niður hjá sér ýmis atriði sem hann lét lög- fræðing sinn svo fá. Vitnaleiðslumar halda áfram í dag og síðan verður þeim fram haldið næstaþriðjudag. Reuter Vertu viss um að geta landað þeim stóra • Glæsilegt úrval fatnaðar til að sækja Island heim. • Sportveiðivörur á verði við allra hæfi. • Viðgerðarþjónusta. Láttu fagmanninn leiðbeina þér um valið! HAFNARSTRÆTI 5 ■ REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800 I SUMAR- ÚTSALA ÚTSALA Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími'876633 Bílasalan Krókhálsi j Krókhálsi 3, Sími 676833 Ford Sierra 1986, 2 eintök, beinsk./sjálfsk. Verð frá kr. 230.000. Honda Prelude, 2 stk. 1987/1988. Tilboð kr. 750.000/990.000. Saab 900i 1987, ek. 81 þús., góður bíll. Til- boðsverð kr. 550.000. Mazda 323 LX 1988, e'k. 107 þús., sjálfsk. Kr. 450.000. Subaru 1985/1987/1988, turbo. Verð frá kr. 490.000 til kr. 890.000. Daihatsu Charade 1990, ek. 67 þús. Tilboðsverð á tveim eintökum kr. 490.000. BMW 520i A 1987, ek. 125 þús., álfelgur o.fl. Nú aðeins kr. 690.000. Honda Civic 1989, ssk., ek. 46 þús. Tilbv. aðeins kr. 650.000. Saab 99 Nissan Vanette 1981, ek. 140 þús. Verð aðeins 1987, ek. 98 þús., sæti f. 7. Til- kr. 130.000. boð kr. 450.000. Mazda 626 GLX 1986/1987. Tilboðsverð frá 330.000. Volvo 240 station 1990, ek. 70 þús. Tilboð kr. 1.090.000. Citroen AX 1988, 2 bílar, ek. 68 þús. Tilboðsverð frá kr. 270.000. Fiat Tempra 1991, ek. 46 þús., góður bíll. Otsöluverð kr. 650.000. VW Golf GT 1989, sóllúga o.fl. Tilboð aðeins kr. 690.000. Isuzu Trooper turbodísill 1988, verðhr. kr. 790.000. Tilboðslisti Árg. Stgr. Tllbverð Renault11,ssk. 1988 450.000 350.000 Renault19GTS 1990 670.000 690.000 Saab 99 1981 140.000 95.000 Lada station 1991 410.000 310.000 Skoda Favorit 1991 360.000 295.000 Peugeot206XR 1987 340.000 290.000 Ford Econollne 1987 1.800.000 1.250.000 MMCColt 1988 530.000 390.000 BMW316 1988 750.000 690.000 BMW520ÍA 1984 350.000 290.000 Fiat Uno 45S 1988 220.000 190.000 MMCLancerGLX 1990 690.000 590.000 Toyota Corolla 1987 390.000 340.000 BMW520Í 1989 1.690.000 1.490.000 Daihatsu Charade 1300 1991 770.000 670.000 BMW318ÍA 1984 550.000 390.000 Euro og Visa raðgreiðslur. Skuldabréf til allt að 36 mánaða. ÚTSALA OPIÐ: 10-18 virka daga og 12-16 laugard.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.